Þjóðviljinn - 11.06.1988, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 11.06.1988, Qupperneq 1
Fiskmarkaðir Á fyrsta starfsári fiskmarkaða hérlendis seldu þeir 52 þúsund tonn af fiski fyrir 1,6 miljarð króna sem er mun meira en bjartsýnustu menn þorðu að vona í upphafi. Meðalverðið hef- ur verið í kringum 31 krónu fyrir kílóið sem er tæplega helmingi minna í samanburði við það verð sem fékkst fyrir ferskfiskútflutn- ing landsmanna til Bretlands sem var álíka í tonnum talið. Sé litið á þróun fiskmarkaðana frá áramótum og til maíloka í ár kemur í ljós að Fiskmarkaður Suðurnesja hefur skotið Fisk- markaði Hafnarfjarðar ref fyrir rass og er með mestu söluna en markaðurinn í Hafnarfirði er í öðru sæti. Sjá síðu 3 Hindurvitni Uppbyggilegar draugasögur fráKína Hjátrú og hindurvitni hafa ekki átt upp á pallborðið hjá kín- verskum valdhöfum síðustu ára- tugi, en fyrir nokkru kom út í Peking lítið kver með úrvali af draugasögum þjóðarinnar gegn- um aldirnar. Markmiðið með út- gáfunni er að sýna fram á að draugar séu ekki til, og eru sög- urnar til marks um þetta, hver með sínum hætti. Sjá Sunnudagsblað 52 þúsund txmn fyrir 1,6 miljarð Fiskmarkaður Hafnarfjarðar með mestu heildarsöluna. Frá áramótum hefur Fiskmarkaður Suðurnesja vinninginn Listahátíð Bmðumaður og bmðukona Brúðuleikgerð Jóns E. Guðmundssonar á Manni og konu. VerðlaunakvikmyndirLista- hátíðar, málmblástur og ótal margt fleira Maður og kona Jóns Thorodd- esens er sýnt í dag á Listahátíð í nýjum búningi. Jón E. Guð- mundsson, guðfaðir íslensks brúðuleikhúss, hefur klætt verkið í nýjan búning og verður sýning á verkinu í Lindarbæ í dag. Meðal annarra atriða á Lista- hátíð sem fjallað er um í blaðinu í dag eru kvikmyndir sem gerðar voru eftir verðlaunahandritum á Listahátíð í fyrra, málmblásturs- flokkinn Empire Brass Quintett og sýningu Leikbrúðulands og Peters Matásek á Mjallhvíti. Sjá síðu 6-9 Nelson Mandela hefur eytt 25 árum á bak við lás og slá vegna baráttu sinnar fyrir mannréttindum í Suður-Afríku. í dag verða haldir baráttu- tónleikar honum til heiðurs. Tónleikar Til heiðurs Mandela í dag verður á Wembleyleik- vanginum í Lundúnum stærsta popphátíð ársins. Hátíð þessi er haldin til heiðurs blökkumannal- eiðtogannum Nelson Mandela sem er sjötugur. Allar skærustu stjörnur popp- heimsins í dag taka þátt í þessari afmælis- og baráttuhátíð, sem verður sjónvarpað og útvarpað víða um heim. Útsendingin byrjar í sjónvarp- inu kl. 11.30 og verður haldið áfram fram á nótt með nokkrum hléum. Sjá baksíðu Laugardagur 11. júní 131. tölublað 53. árgangur Mannréttindi Þorgeir kærir til Strassborg Islenskt réttarkerfi brýtur grundvallaratriði Mannréttindasáttmála Evrópu. Þorgeir Þorgeirsson: Ekki mikið gefandi fyrir slíkt réttarkerfi Þorgeir Þorgeirsson hefur kært dóm Hæstaréttar í máli ákæru- valdsins gegn honum til mannréttindanefndar Evrópur- áðsins. en eins og kunnugt er féll dómur Þorgeiri í óhag vegna skrifa hans um harðræði og störf lögreglunnar. Þorgeir sagði í samtali við Þjóðviljann að Hæstiréttur hefði brotið á honum grundvallar mannréttindi, er honum var skip- aður verjandi, sem hann kærði sig ekki um. Samkvæmt klásúlum Mannréttindasáttmála Evrópu hefur sérhver sakamaður ský- lausan rétt til að haga málsvörn sinni á þann veg sem hann sjálfur kýs. - Þetta var ekki virt og þrátt fyrir eindregin mótmæli, var daufheyrst við öllum þeim mót- bárum sem ég hafði fram að færa, sagði Þorgeir. - Það er ekki mikið gefandi fyrir réttarfar sem sér sér ekki sóma í að virða mannréttindi, sagði Þorgeir. Sjá síðu 3 Snoðdýr Kannanir hafa farið fram á af- brigðilegum refum sem nefnast snoðdýr. Dýrin finnast eingöngu á íslandi en eru náskyld svoköll- uðum samsonrefum sem út- breiddir eru í Finnlandi og víðar. Hingað til hafa menn haldið að orsaka snoðdýrseinkenna væri að leita í erfðasjúkdómi en ýmislegt bendir nú til þess að um smitsjúk- dóm sé að ræða. Talið er að snoðdýr hafi verið til hér á landi á . síðustu öld og ekki er ólíklegt að tilvist þeirra hafi átt þátt í þjóð- sögum um skoffín og skuggabald- ur, sem þekktar eru frá því á fyrri hluta 19. aldar. Sjá síðu 2

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.