Þjóðviljinn - 11.06.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.06.1988, Blaðsíða 7
1988 Listahátíð 1988 Listahátíð 1988 Listahátíð 1988 Listahátíð Þrjár örstuttar myndir Verðlaunakvikmyndir Listahátíðar sýndar í Regnboganum í kvöld í kvöld verða sýndar í Regn- boganum myndirnar þrjár, gerð- ar eftir handritum sem Listahátíð verðlaunaði síðastliðið ár. Sam- keppni um stutt kvikmyndahand- rit var auglýst í fyrrahaust, og voru úrslitin kynnt við setningu kvikmyndahátíðar þá um haust- ið. Þau Steinunn Jóhannesdóttir, Erlingur Gíslason og Lárus Ýmir Óskarsson hlutu 850.000 króna styrki til gerðar kvikmyndanna, (til samanburðar má geta þess að tveggja mínútna sjónvarpsaug- lýsing mun kosta um 2 miljónir), og verður útkoman sem sagt frumsýnd í kvöld, og atkvæða- greiðsla um bestu myndina. Verðlaunaafhending verður svo í lokahófi Listahátíðar. í dómn- efndinni eru: Viðar Víkingsson, Sæbjörn Valdimarsson og Sune Lund Sörensen, danska kvik- myndagerðarmannsins sem með- al annars gerði kvikmyndina Morð í myrkri sem sýnd var í Regnboganum í vetur. Verðlaunaafhending fer fram á frumsýningunni, en síðan verða sýningar kl. 21:00, 22:00 og 23:00 í kvöld, og á klukkustundar fresti frá kl. 15:00-23:00, laugardag og sunnudag. Steinunn Jóhannesdóttir og María Kristjánsdóttir: Ferðin yfir móðuna miklu hún hafði lítinn tíma til að sinna kvikmyndagerð. María og Steinunn: „Gott og sérkennilegt samstarf." Mynd E. - Ól. Myndin gerð eftir handriti Steinunnar Jóhannesdóttur er fjórtán mínútna löng og heitir Ferðalag Fríðu. María Kristjáns- dóttir leikstjóri og Þórunn S. Þor- grímsdóttir sem sér um leikmynd og búninga, tóku að sér gerð myndarinnar, því Steinunn hefur dvalist í Svíþjóð í vetur og var þar að auki að eignast dóttur, einmitt á meðan á myndatökum stóð, svo - Myndin segir frá ferðalagi gamallar konu, - segir Steinunn. - Þetta ferðalag fer að hluta til fram í hennar hugarheimi, það blandast saman bernskuminning um ferðalag yfir fljót og hugsunin um aðra ferð sem hún er að leggja í, - ferðina yfir móðuna miklu. Það má segja að myndin fjalli um einsemd manneskjunnar gagn- vart dauðanum og um óttann við hið óþekkta. - Við Steinunn höfum átt mjög gott og sérkennilegt samstarf, - segir María. - Þetta hefur farið fram bréflega og í gegnum síma, og svo auðvitað í gegnum hand- ritið. - Þetta hefur verið mjög skemmtilegt, og mjög spennandi fyrir okkur allar að reyna þetta, við erum allar byrjendur í kvik- myndagerð. Og svo er þetta mikil konumynd, það eru aðallega konur sem standa að gerð mynd- arinnar þó að karlmenn hafi reyndar líka komið við sögu. Sigríður Hagalín leikur Fríðu gamla, og Ólöf Andra Proppé, Fríðu sem barn. Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur sjúkraliða, og Arnar Jónsson mann á sjúkra- húsganginum. Kvikmyndatöku annaðist Ari Kristinsson. Lokaskot Símonar Péturs í undirbúningi, leikstjórinn, Brynja Benediktsdóttir ásamt bresku hermönnunum. Erlingur Gíslason: Mismunandi heimar hver inni í öórum Erlingur Gíslason: „Eiginlega eins og kínabox." kemur upp á í myndinni er að Elías hefur gefið Mumma glæsi- legan vörubfl, en hefur sést yfir að vörubfll þarf að vera með lausum palli. f myndinni Símon Pétur fullu nafni, leika 12 leikarar plús stat- istar. Erlingur leikur Elías leikfangasmið, Freyr Ólafsson drenginn Mumma/ Símon Pétur, Helga Jónsdóttir er móðir hans og Björn Karlsson faðir hans. Leikstjóri er Brynja Benedikts- dóttir, kvikmyndatöku annaðist Baldur Hrafnkell Jónsson, leik- mynd gerði Gunnar Baldursson og Andrea Oddsteinsdóttir bún- inga. Umsjónarmaður hljóðs var Böðvar Guðmundsson, og lýs- ingu annaðist Páll Ragnarsson. Tónlistin er eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Lengsta myndin er 23 mínútna löng, og gerð eftir handriti Er- lings Gíslasonar. Hún heitir Símon Pétur fullu nafni, og segir frá vináttu lítils drengs og leikfangasmiðs, sem búa í sama húsi. - Drengurinn heitir Mummi, - segir Erlingur, - en leikfanga- smiðurinn kallar hann Símon Pétur. Ég hef verið spurður hvort þessi saga komi Biblíunni eitthvað við, vegna nafnsins, en ég get bara svarað því að það er svo margt sem kemur Biblíunni við í okkar vestræna heimi. - Sögusviðið eru Þingholtin í Reykjavík á fyrstu árum seinni heimsstyrjaldarinnar, fátækt er Ferðalag Fríðu er sambland af bernskuminningu og hugsunmni um enn greinileg, en þó örlar á vax- hinstu ferðina. (Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigríður Hagalín, Ólöf Andra andi stríðsgróða. Proppé). - Það má segja að þetta sé mynd um mismunandi heima, hvernig þeir mætast, eiginlega eins og kínabox - eins og ég sagði í viðtali um daginn. Mummi lifir í heimi barnsins, hann á sín vanda- mál og sér heiminn út frá sínu ákveðna sjónarhorni, og leikfangasmiðurinn Elías er full- orðinn maður og hans veruleiki er annar en Mumma. Báðir lifa þeir svo í þessari litlu veröld húss- ins sem þeir búa í, sem er brot af stóra heiminum sem auðvitað kemur þeim líka við. Þar ríkir stríðsástand, og þótt með óbeinum hætti sé ná hörmungar stríðsins einnig til þeirra. - Þeir Elías og Mummi eru vin- ir, þó að Mummi geti ekki alls- kostar skilið veröld Elíasar, sem á fleiri áhugamál en lítinn dreng getur grunað. Það vandamál sem Lárus Ýmir Óskarsson: Tíu mínútna Ijóð Mynd Lárusar Ýmis Óskars- sonar er tíu mínútna löng og fjall- ar um konu sem kemur heim til sín að nóttu til. - Þetta er lítið ljóð uppá tíu mínútur, - segir Lárus, - og er um einsamla konu í herberginu sínu og stemmninguna í kringum hana. Hún er að koma heim, og það blandast saman fleiri en ein heimkoma. - Það er ekki sögð nein bein saga um hennar líf, eða hver hún er, en ég gef áhorfendum svigrúm til að ímynda sér einhverja sögu, og í raun og veru ákveða sjálfir hver þeim finnist saga konunnar vera. Guðrún Gísladóttir leikur kon- una, Lárus Ýmir er leikstjóri og handritshöfundur, Karl Óskars- son sá um kvikmyndatöku og Þórunn S. Þorgrímsdóttir um leikmynd og búninga. Tónlistin er eftir Hilmar Örn Hilmarsson, hljóðið annaðist Þorbjörn Er- lingsson. LG Lárus Ýmir: „Kona ein í herbergi sínu.“ Laugardagur 11. júní 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.