Þjóðviljinn - 11.06.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.06.1988, Blaðsíða 8
Á morgun verða tvennir tón- leikar á vegum Listahátíðar, tón- leikar Empire Brass Quintett verða í Háskólabíó á morgun kl. 17:00, og tónleikar Norraena kvartettsins í Bústaðakirkju kl. 20:30. Á mánudagskvöldið kl. 20:30, verða svo Ijóðatónleikar Söruh Walker í Islensku Óper- unni. Empire Brass quintett þykir vera einn besti málmblásara- kvintett í heimi. Efnisskrá þeirra nær yfir alla tónlist frá endurreisnar- og barrokktíma- bilsins til nútímaverka. Norræni kvartettinn var stofn- aður 1986. Hluti verkanna sem kvartettinn leikur á tónleikunum á sunnudaginn er nú fluttur í fyrsta skipti hér á landi. Mezzosópransöngkonan Sarah Walker og Roger Vignoles pí- anóleikari hafa starfað saman undanfarin ár, og hlotið mikið lof fyrir ljóðatónleika sína. Á tón- leikunum í Óperunni flytja þau verk eftir Scubert, Mendelssohn, Schönberg, Britten og Gershwin. LG Auglýsing frá sjávarútvegsráðu- neytinu um lausar stöð- ur veiðieftirlitsmanna Sjávarútvegsráðuneytið óskar eftirað ráða veiði- eftirlitsmenn. Umsækjendur sem til greina koma þurfa að upp- fylla eftirfarandi skilyrði: 1. Hafa lokið prófi frá Stýrimannaskólanum, Tækniskóla íslands (útgerðartækni) eða sambærilega menntun. 2. Hafa þekkingu á öllum algengustu veiðum og veiðarfærum. 3. Æskilegur aldur 30 - 50 ára. Umsóknir þurfa að hafa borist ráðuneytinu fyrir 25. júní n.k. og skal þargreina aldur, menntun og fyrri störf. Sjávarútvegsráðuneytið, 10. júní 1988 Heillandi hendur Peter Waschinsky er brúðu- leikhúsmaður frá Austur- Þýskalandi og er kominn hingað á vegum Listahátíðar. Hann er að vísu mjög vel þekktur á sínu sviði en engin heimsstjarna eins og flestir þeirra útlendinga sem gista okkur þessa hátíðardaga. En það er oft á tíðum ánægjulegra að verða fyrir óvæntri uppljómun en að fá það staðfest að heimsfrægur söngvari syngi nú reyndar ansi vel. Og sýning Waschinskys var einmitt þess konar uppljómun. Maðurinn er sjálfsagt sá eini sem kom til þessarar hátíðar utan úr heimi án þess að hafa yfirvigt. Hann notar nefnilega sjálfan sig, líkama sinn, sem leikhús og leik- mynd, hendur hans eru leikar- arnir og það eina sem hann þarf þar fyrir utan eru nokkrar kúlur, tausnifsi og mjóar spýtur. Úr þessu býr hann til heilan hóp per- sóna og segir hinar forkostuleg- ustu sögur. Tækni hans í handa- hreyfingum er ótrúleg og hann hefur reyndar sýninguna með SVERRIR HÓLMARSSON sýnikennslu í því hvað hægt er að gera með tveimur fingrum. Ánamaðkar er sýning sem byggir á víetnömskum ævintýr- um, sem eru hvert á sína vísu sið- ferðilegar dæmisögur um réttlæti þjöLskyklubíIlinn með möguleikana • 3ja dyra: Sportlegur en rúmgóður engu að síður. , • 4ra dyra: Klassískar línur — „Stórt skott“. • 5 dyra: Ótrúlegt rými. • Þið finnið Sunny frá Nissan sem hentar ykkar jölskyldu. • 3 vélastærðir: 1300 cc, 1500 cc og lóOOccfjölventla. • 4ra, 5 gíra beinskipting eða sjálfskipting. • Aflstýri. • Sjálfstæð fjöðrun á hverju hjóli með tví- virkum dempurum. • Tvöfalt hemlakerfi. • 3ja ára ábyrgð Nissan Sunny — rétti fjölskyldubíllinn Verð frá kr. 455 þús. Ingvar Helgason hf. Sýningarsalurinn, Rauðagerði Sími: 91 -3 35 60 Peter Waschinsky sýnir í Lindarbæ Ánamaðka. hana ekki viðlits. Sðan hitti hún sál afa gamla sem staðfesti að hún væri dauð og fór með hana til anda jarðarinnar sem lífgaði hana aftur. Bóndinn sneri síðan heim og fékk sínar skammir frá eiginkonunni en þau sættust síð- an og lögðust til hvílu saman í undurfallegu lokaatriði. Allt þetta sýnir Peter Waschin- sky á svo ljóslifandi hátt og með svo einföldum og snjöllum með- ulum að maður hlýtur að hrífast. Það er ekki síst hollt fyrir okkur öll, nú á þessum tímum hátækni í frásagnaraðferðum, að sjá hvað mikið er hægt að gera með einum mannslíkama og fábrotnustu hjálpartækjum. Og hvað það er miklu skemmtilegra. Sverrir Hólmarsson og manngildi. Þetta eru fallegar og skemmtilegar sögur og verða afskaplega heillandi þegar Wasc- hinsky er búinn að fara um þær höndum. Best var kannski sagan um bóndann sem drakk sig ösku- fullan, datt í skurð og drukknaði, en sálin tók ekkert eftir því og hélt heim á leið. Hún va.ð síðan furðu lostin þegar eiginkonan, sem beið heima bálreið, virti Kjarvalsstaðir Ljódalestur Dagur Ijóðsins að Kjar- valsstöðum á sunnudag- inn í tilefni Listahátíðar gengst Rithöfundasamband íslands fyrir degi ljóðsins að Kjarvalsstöðum á sunnudaginn, og hefst ljóða- lestur kl. 13:30. Þetta er í þriðja sinn sem Rit- höfundasambandið gengst fyrir Degi ljóðsins, og er dagurinn að þessu sinni helgaður ljóðaþýð- ingum, sem eru mikilvægur hluti ljóðlistar á íslensku. Fremstu skáld íslands hafa alltaf verið mikilvirkir þýðendur og er svo enn, og hafa skáldin þannig gert hvoru tveggja, að kynna erlend stórskáld og láta reyna á krafta íslenskrar tungu að koma þeim til skila. Einnig hafa íslendingar eignast marga af- bragðs ljóðaþýðendur sem hafa nær eingöngu unnið ritstörf sín við þýðingar. Á Degi ljóðsins verða fluttar ljóðaþýðingar eftir 12 núlifandi þýðendur, og flytja þeir sjálfir þýðingar sínar, að undanskildum tveimur. Ljóðin eru nánast frá öllum heimshornum og má segja að þetta sé nokkurs konar alþjóð- leg ljóðlistarhátíð á íslensku. Þeir þýðendur sem taka þátt í Degi ljóðsins eru: Árni Ibsen, Daníel Á. Daníelsson, Einar Bragi, Geir Kristjánsson, Helgi Hálfdanarson, Ingibjörg Har- aldsdóttir, Jóhann Hjálmarsson, Jón Óskar, Sigfús Daðason, Þorgeir Þorgeirsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Þórarinn Eld- járn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.