Þjóðviljinn - 13.06.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.06.1988, Blaðsíða 3
Undir bláu tungli Einar Garibaldi sýnír í Nýlistasafninu Einar Garibaldi Eiríksson er 24 ára gamall listmálari sem opnarsínafyrstu einkasýn- ingu í Nýlistasafninu um þessa helgi. Ásýningunnieru akrílmyndir unnar á pappír og striga, tvær olíumyndir og teikningar, skyssurog hug- myndakompursem gefaokk- ur innsýn í tilurð stærri verk- anna. Einar gerir stemmningsmyndir þar sem efnið er sótt úr hans nán- asta umhverfi hér á íslandi, en myndirnar eru reyndar flestar málaðar í Mílanó á ftalíu, þar sem Einar stundar nú framhalds- nám. Stundum má finna skyld- leika við konseptlist í verkum hans, þar sem tengsl myndast á milli hugtaks og forms. Einar hefur nokkrum sinnum tekið þátt í samsýningum á und- anförnum árum, og sýndi meðal annars sjálfsmynd, sem vakti at- hygli, á sjálfsmyndasýningunni, sem haldin var á Kjarvalsstöðum fyrir skömmu. Þau fyrirheit sem sú mynd vakti eru uppfyllt í bestu myndunum á þessari sýningu, sem sýna okkur hvernig Einar bregst við umhverfi sínu af eðlis- lægri þörf og tilfinningu sem hann nær að magna upp í stærri víddir í myndum eins og „Víðáttu", sem er afar áhrifamikil í einfaldleik sínum. Það er ástæða til að hvetja áhugafólk um unga íslenska myndlist til þess að sjá þessa sýn- ingu, sem stendur til 27. mars. -ólg Betur sjá augu en auga... Á dögunum var ákveðið að byggja nýjan ammoníaksgeymi við áburðarverksmiðjuna. Eins og vera ber þarf að vanda vel til slíkra framkvæmda og dugði ekk- ert minna en að senda 4 menn til 5 landa, til að berja slíka geyma augum. Er einn ferðalanganna var spurður hvort þetta flokkað- ist ekki undir bruðl á almannafé, sagði hann þetta ekki versta dæmið. Hann vissi af þremur starfsmönnum vegagerðarinnar á leið til Englands, að kaupa þrjá eins vegavinnuskúra. Máltækið um að betur sjá augu en auga á greinilega við í innkaupsferðum á vegum ríkisins. Fangelsi Hús rnitt í myrkrinu skyndilega yfirfullt af svartklæddum þjónum starandi augum Gosa á hlut minn í myrkrinu Á tneðan getulaus kórinn yrkir á embœttisklœðum ótta í örsmáa veröld sína, gæli ég í þurri ógn þessa afskræmda kórs við spakar kötigurlær í afkimutn tímans Drjupandi sólin hlustar í háskalegt húmið hvar vitundin hamrar símarkandi höggmyndir með snarkhljóði blómaplastsitis Dimmrautt fauel óheft alltumlykjandi ífjarskanum, - en tiær fálmandi rimlarnir leitandi á háls tninn í þurri atidvatia þrá eftir enn nýju lífi Rúnar Bergs Patrick Suskind ILMURINN - Saga af morðingja „Þessi saga hins viðbjóðslega snillings er sögð á hráan, myndauðugan og grimmilegan hátt. Efni hennar er andstyggilegt í sjálfu sér. En vegna þess hvílíkum listatökum höfundur grípur það og heldur allt til síðustu orða hlýtur þessi bók að teljast til meiri háttar bókmenntaviðburða. ‘ ‘ MORGUNBLAÐIÐ / Jóhanna Kristjónsdóttir „Þessi litríka og lyktsterka saga, hlaðin táknum tímans og mögnuð lævísri spennu, er sögð í klassískri epískri frásögn af næmum sögumanni sem smýgur inn í allt Og alla.“ HELGARPÓSTURINN / Sigurður Hróarsson „...skulu menn ekki halda að Patrick Stiskind hafi barasta skrifað útsmoginn reyfara - hér hangir miklu fleira á spýtunni.“ ÞJÓÐVILJINN / Árni Bergmann Á BESTA ALDRI 3. prentun komin út „...hvaða læknir sem er gæti verið stoltur af að hafa skrifað slíka bók. Hún er það nákvæm fræðilega séð, en líka full af skilningi, mannlegri hlýju og uppörvun. Hún á erindi við allar konur, líka þær yngri ... heiti bókarinnar hittir beint í mark.“ MORGUNBLAÐIÐ Katrín Fjeldsted Guðbergur Bergsson TÓMAS JÓNSSON METSÖLUBÓK 2. kiljuprentun komin út „Kraumandi seiðketill þar sem nýtt efni, nýr stíll kann að vera á seyði. Fátt er líklegra en að sagan verði þegar frá h'ður talin tímaskiptaverk í bókmennta- heiminum: Fyrsta virkilega nútímasagan á íslensku.“ Ólafur Jónsson n 2 FORLAGIÐ FRAKKASTÍG 6A, S. 91-25188 Sunnudagur 13. mars 1988 þjöðvILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.