Þjóðviljinn - 13.06.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.06.1988, Blaðsíða 6
Við rœktum € Forustumenn Verkamanna- sambands íslands sem skrif- uðu undir kjarasamning við atvinnurekendur á dögunum hafa hlotið harða gagnrýni, bæði frá almennum félögum verkalýðshreyfingarinnar og fráýmsum stjórnmálamönn- um, sem lýst hafa verkalýðs- forystuna “óhæfa“ um að tryggja þeim lægstlaunuðu mannsæmandi laun. Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, var einn þeirra sem mælti með samþykkt samningsins. í eftirfarandi viðtali segir Þröstur að vandi verkalýðshreyfingarinnar sé ekki sá að ná fram miklum kauphækkunum, heldurað tryggja að kaupaukinn dugi til raunverulegra kjarabóta. Sú trygging náist ekki við samn- ingaborðið, heldur sé hún pól- itískurvandi, þarsemábyrgð- in hvíli fyrst og fremst á stjórnmálamönnunum. Óá- nægjan með kjarasamning- ana sé ekki fyrst og fremst vegna kaupsins, heldur sé um að ræða uppreisn gegn því fé- lagslega misrétti sem óheft markaðshyggja, lánskjara- vísitalan og skattastefnan hafi leitt af sér og rekja megi með- al annars til pólitískrar sundr- ungar verkalýðsflokkanna, sem hafi skilið verkalýðs- hreyfinguna eftir á berangri. Þröstur, hvers vegna mœltuðþið með því að verkafólk samþykkti samning ykkar við VSÍ? -Við mæltum með því að þessi samningur yrði samþykktur vegna þess að við töldum að ekki yrði náð lengra við samninga- borðið. Það var samdóma álit allra sem að samningnum stóðu. Því var ekki um annað að ræða en að slíta viðræðunum án niður- stöðu eða gera samning og bera hann undir atkvæði. Ég var einn þeirra sem taldi rétt að ganga frá samningnum meðal annars vegna þess að í þessum samningi eru ýmis mikil- væg ákvæði sem við höfum barist fyrir árum saman. Þá var gerður samningur fyrir hópa sem enga samninga hafa haft og náðist þannig allgóður árangur fyrir láglaunahópa eins og fólk í ræst- ingu og mötuneytum. Innan Verkamannasambandsins hafa verið skiptar skoðanir um stöðu einstakra launahópa og andstað- an gegn samningnum hefur verið mest hjá fiskverkafólki. Við hjá Dagsbrún höfum talið okkur skylt að leggja áherslu á það fólk sem er á okkar samningssvæði, en meirihluti okkar fólks er utan við fiskvinnsluna. Úti á lands- byggðinni horfir þetta öðruvísi við og þar er áherslan nær ein- vörðungu á kjör fiskverkafólks. Fiskverkafólk hefur búið við annars konar launakerfi en ann- að verkafólk, og það er auðvelt að sýna fram á að fískverkafólk er ekki hornreka innan Verka- mannasambandsins. Þótt bygg- ingarverkamenn hafí til dæmis hækkað úr 29.975 krónum í 35- 40.000 krónur, og hafi fullar aldurshækkanir, þá eru bæði þeir og þungavinnuvélamenn enn með lægri umsamin heildarlaun fyrir 8 klst. dagvinnu en t.d. físk- vinnslan. Ef Verkamannasamb- andið vill lifa af sem heildar- samtök verkafólks þá verður að tala af fullri hreinskilni innan þess um umsamin laun fyrir 8 klst. vinnu, óháð því eftir hvaða launakerfi er greitt. -Því hefur hins vegar verið hald- ið fram af mörgum að bónus- greiðslur í fiskvinnunni komi þessu ekki við, þar sem bónusinn sé greiðsla fyrir umframvinnu. Hvernig telur þú rétt að gera slíkan samanburð? -Eina marktæka viðmiðunin sem hægt er að hafa er greidd laun fyrir 8 klst vinnudag. Bónus- kerfið er annað launakerfi en tímakaupið og ef bónus- greiðslnanna nyti ekki við væri grunnurinn sem miðað er við ein- faldlega hærri. Allt eru þetta tekjur sem verður að skoða í sam- hengi við önnur launakerfi. Það dregur þó ekki úr þeirri skoðun minni að fiskverkafólk eigi að hafa góðar tekjur. -En álagið í bónusvinnunni, á ekki að taka tillit til þess? -Það dregur enginn í efa að álagið í bónusvinnunni er mikið. En ég þekki reyndar fáa vinnu- staði þar sem vinnuálagið er ekki mikið og ekki er reynt að hafa eins mikið út úr vinnuaflinu og hægt er. Það er til dæmis ekki síður álag við höfnina eða í tækja- vinnunni en í fiskvinnslunni. Við hjá Dagsbrún erum líka með akk- orðskerfi sem byggja á lágum grunntaxta en gefa engu að síður allgóðar tekjur. -Nú hafa verið uppi raddir um það meðal fiskvinnslufólks að segja sig úr Verkamannasamband- inu og stofna eigið samband. Telur þú að það gœti skilað fiskverka- fólki betri árangri? -Ég hef ekki trú á því að það skilaði miklum árangri fyrir fisk- verkafólk. Það skilaði hins vegar kannski meiru fyrir þá sem eftir sætu innan Verkamannasam- bandsins, því þeir hefðu þá óbundnari hendur til þess að sækja bætt laun í þær atvinnu- greinar sem skila að jafnaði betri afkomu en fiskvinnsían. -Hvernig skýrir þú þessa miklu óánœgju sem komið hefur upp meðal fiskverkafólks með þessa samninga? -Væntingamar voru meiri í þessum hópi og þar höfðu menn reist markið hærra, sérstaklega hvað varðaði starfsaldurshækk- anir. Svo er það auðvitað stað- reynd, að þótt tekist hafi í tímans rás að byggja upp launakerfi hjá fískvinnslunni sem gefur hærri tekjur en víðast hvar annars stað- ar innan Verkamannasambands- ins, þá erum við engu að síður að tala um lág laun, og samanburð- urinn sem þetta fólk hefur við aðra hópa í þjóðfélaginu sýnir að heildartekjur fiskvinnslufólks eru lágar miðað við það sem ger- ist í þjónustugreinunum, innan iðnaðarins og sums staðar í opin- bera geiranum. Reiðin út í kjarasamningana er að mínu mati ekki síður þjóðfé- lagsleg en kjaraleg. Þjóðfélagið hefur tekið stakkaskiptum frá vordögum 1983. Það voru teknar tvær afdrifaríkar ákvarðanir af þáverandi ríkisstjórn. Annars vegar var ákveðið að keyra verð- bólguna niður með afnámi vísi- tölubindingar og launaskömmt- un, hins vegar var ákveðið að opna hagkerfið fyrir nýfrjálshyg- gjunni og tengja allar efnahags- ákvarðanir dutlungum markað- arins. Þetta skapaði mjög mikið misræmi á milli þegna þessa lands og síðan dundi á síðasta ári yfir suðvestur-hornið einhver sú mesta spenna sem um getur, þar sem laun sumra stétta stórhækk- uðu og sumir veltu sér upp úr gó- ðærinu á meðam það fólk sem var á föstum launatöxtum, þar með talið fiskverkafólkið, stóð í stað. Þá má ekki gleyma hlut lánskjar- avísitölunnar, sem hefur leitt af sér stórtæka eignaupptöku hjá launafólki sem er að koma sér upp húsnæði. Hún hefur gert sæmilega bjargálna fólk að ör- eigum. Þetta hefur valdið því að fólk í verkalýðsstétt telur þjóðfél- agskerfið sér andsnúið og að allar ákvarðanir þess séu í raun því andsnúnar. Verkafólki finnst það hafí verið skilið eftir úti á klakan- um þar sem það geti litla björg sér veitt. Þetta er pólitískt mál en ekki mál sem leyst verður með kjarasamningum. -Nú hafa þcer raddir heyrst á alþingi að verkalýðsforystan sé ekki lengurfcer um að tryggja þeim lœgst launuðu mannscemandi kjör. Eru stjórnmálamennirnir þarna að kasta sinni ábyrgð yfir á herðar verkalýðsforystunnar? -Já, því er ekki hægt að neita. Okkar mesti vandi í verkalýðs- hreyfingunni er ekki sá að hækka launin. Heldur sá að tryggja að hægt sé að kaupa eitthvað meira fyrir þann kaupauka sem samið er um. Stjórnmálamennirnir hafa skilið þetta land eftir á miklum vergangi efnahagslega, og það er furðulegt að sjá hvað sjálfsblekk- ing þeirra og kokhreysti getur verið mikil þegar þeir hreykja sér á háan hest og ávíta okkur fyrir slæma frammistöðu ef okkur tekst ekki að rækta fjölskrúðugan blómagarð á þeirri eyðiströnd sem þeir hafa skilið eftir sig. Ef þeir hefðu fyrir löngu síðan haft skilning og vit til að stjórna þessu landi með heildarhagsmuni í huga en ekki hugsað stöðugt út frá hagsmunahópum og kjör- dæmum, ef þeir hefðu borið gæfu til þess að koma í veg fyrir verð- bólgutímabilið og stjórnlausa of- fjárfestingu með meðfylgjandi erlendri skuldasöfnun, ef þeir hefðu gert skipulegan uppskurð á sjávarútveginuin og landbúnað- inum, þá værum við ekki í neinum vanda með að semja um góð laun fyrir okkar félagsmenn. Það er sárt að þurfa að segja það, en íslenskir stjórnmálamenn hafa reynst lánlausir við að stjórna þessu landi og verkafólk fær að súpa seyðið af því. -Nú hafa komið fram á alþingi hugmyndir um lögbindingu lág- markslauna og neikvceðan tekju- skatt til þess að tryggja hag þeirra Uegst launuðu. Eru þessar hug- myndir til bóta að þínu mati? —Út af fyrir sig geta báðar þess- ar tillögur bætt stöðu tiltölulega lítilla hópa sem hafa klemmst á milli stafs og hurðar í þeim launakerfum sem hér ríkja. En hér yrði um takmarkaðan hóp að ræða sem tryggja þyrfti 42.000 kr. laun fyrir 8 klst. vinnu. Jafnvel þótt slík lagasetning tryggði ekki nema einum manni slík iaun þá væri hún þess virði á meðan hún skerti ekki afkomumöguleika hinna. Ég er hins vegar almennt beirrar skoðunar að menn eigi að skipta með sér verkum. Ég held að stjómmálamennirnir ættu að einbeita sér að því verkefni að stjórna landinu, í stað þess að gerast verkalýðsforingjar og breyta flokkunum í verkalýðsfé- lög. -Felur lögbinding lágmarks- segir Þröstur Ólafsson framk 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.