Þjóðviljinn - 13.06.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.06.1988, Blaðsíða 11
Þeir hafa allt fram á okkar dag farið illa að ráði sínu, en megi þeim farnast betur í afstöðu sinni um ókomna framtíð svo ég og aðrir frelsisunnandi verkamenn getum gengið glaðir og upplits- djarfir til vinnu okkar við upprás sólar sérhvern dag.“ 2. febrúar „Nokkuð langt er nú liðið frá því ég skrifaði síðast í dagbókina. Liggja þar ýmsar ástæður að baki og kannski helst sú að ég hef undanfarna daga verið önnum kafinn, en auk þess er ástæðan eflaust einnig sú að vinnan og að- stæður allar hér á vellinum eru mér ekki framandi lengur og nú kemur mér bókstaflega ekkert á óvart. Ég er kannski orðinn dæmi- gerður vallarverkamaður eða vallaraumingi eins og við vallar- verkamennirnir erum svo oft kallaðir. Annars gerðist það í dag sem ekki gerist á hverjum degi að ég fjárfesti í eigulegum hlutum og er ég því skuldum vafinn til 10 næstu mánaða. Ég bara stóðst ekki mátið. í matartímanum í dag voru sölu- menn frá Máli og menningu og ég Jceypti af þeim allt ritverk meistara Pórbergs Þórðarsonar kr. 28.995 aðeins. Enda er ég á svo „háum“ launum hér hjá IA eða með 191 kr. á tímann í dag- vinnu að ég hef ekkert við alla peningana mína að gera, eins og ég segi við vinnufélaga mína þeg- ar við ræðum kjaramál og þeir hneykslast á því hversu lág laun ég hef. En þrátt fyrir allt er ég himinlif- andi með bækurnar hans Þór- bergs, enda ekki að ástæðulausu þar sem hann var jú talinn komm- únisti á sínum tíma rétt eins og ég er talinn kommúnisti í dag.“ 9. febrúar „í dag kom Níkíta Krústsjov fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna til sögunnar hjá íslenskum aðal- verktökum. Pótt ótrúlegt kunni að virðast þá er það dagsatt. Þannig var málum háttað að ég var sendur í höfuðstöðvar her- mangsfurstanna eða með öðrum orðum sérstaka aðstöðu forstjór- anna þar sem þeir matast og hafa funda- og setustofur. Þeir eru nefnilega að flytja í annað húsnæði með sitt mötu- neyti og aðstöðu og það þurfti að sjálfsögðu verkamenn til þess að flytja mublurnar á nýja staðinn. Það gerðist síðan er mublurnar voru komnar af stað að nokkrar kommóðuskúffur fóru á hreyf- ingu. Flestar voru þær tómar en svo vildi til að í einni fór að glitta í mynd af Jósepi Stalín og við hlið hans stóð Níkíta Krústsjov svo og sovéskir ungherjar. Við nánari athugun var hér um að ræða bók sem inniheldur leyniræðuna margfrægu um Stal- ín sem Krústsjov hélt á 20. flokksþingi Kommúnistaflokks Sovétríkjanna í Moskvu 1956. Vinnufélagar mínir sem fundu þessa bók voru ekki lengi á sér og þustu; hið snarasta með hana til mín, þar sem ég átti víst að heita hinn eini sanni kommúnisti á svEeðinu. Okkur var skemmt og við létum ekki prúðlega þegar við veltum því fyrir okkur hvemig slíkt gæti hent að ræða sovétleið- toga finndist í hirslum forstjóra íslenskra aðalverktaka á Miðnes- heiði, nafla bandarískrar út- þenslu og hernaðarstefnu hér á landi sem fram að þessu hefur viljað feigt allt það sem tengist Sovétríkjunum. „Það skyldi þó ekki leynast laumukommi á meðal forstjór- anna hjá íslenskum aðalverk- tökum?“ varð mér hugsað er ég hélt áfram störfum mínum í þágu vígbúnaðarhyggjunnar.“ Jóhann Björnsson Höfundur er verkamaður hjá (slensk- um aðalverktökum og formaður í stjórn Alþýðubandalgsins í Keflavík og Njarðvík. Ef þúert í vcrfa um hvaða ávöxtunarleið er hagstæðust sparifé þínu, kynntu þér þá kosti spariskírteina ríkissjéðs einhverja áhættu með sparifé mitt? Ávöxtun sparifjár með spariskírtein- um ríkissjóðs fylgir engin áhætta. Að baki þeim stendur öll þjóðin og ríkis- sjóður tryggir fulla endurgreiðslu á gjalddaga. Slíkt öryggi býður enginn annar en ríkissjóður. innlent lánsfé og draga því úr erlendri skuldasöfnun. Þetta gerir spariskírt- eini ríkissjóðs að enn betri fjárfest- ingu. Hvernig ávaxta ég sparifé mitt, svo það beri háa vexfi umfram verðtryggingu? 8,5% ársvöxtum umfram verðtrygg- ingu. Ríkissjóður býður nú til sölu þrjá flokka verðtryggðra spariskírt- eina: 1» Söfnunarskírteini sem greiðast eftir 2 ár með 8,5% ársvöxtum. 2. Söfnunarskírteini sem greiðast eftir 3 ár með 8,5% ársvöxtum. 3. Hefðbundin spariskírteini með 7,2% ársvöxtum. Binditíminn er 6 ár en lánstíminn allt að 10 ár. Að binditíma liðnum eru skírteinin innleysanleg af þinni hálfu og er ríkissjóði einnig heimilt að segja þeirn upp. Segi hvorugur skírteinunum upp bera þau áfram 7,2% ársvexti út lánstímann, sem getur lengst orðið 10 ár. Verðtryggð spariskírteini til sölu núna: Flokkur Lánstími Ávöxtun Gjalddagi t.n. d 2 ár 8,5% 1. feb '90 l.fl.D 3 ár 8,5% 1. feb ’91 l.fl.A 6/10 ár 7,2% l.feb’94—’98 Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðla- banka íslands og hjá löggiltum verð- bréfasölum, sem m. a. eru viðskipta- bankarnir, ýmsir sparisjóðir, pósthús um land allt og aðrir verðbréfamiðlar- ar. Einnig er hægt að panta skírteinin með því að hringja í Seðlabankann í síma 91-699863, greiða með C-gíró- seðli og fá þau stðan send í ábyrgðar- pósti. RÍKISSJÓÐUR ÍSIANDS Með spariskírteinum ríkissjóðs getur þú ávaxtað sparifé’ þitt með allt að

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.