Þjóðviljinn - 13.06.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.06.1988, Blaðsíða 13
Linda Ronstadt tœmir mexíkanska arfleifð úr pokahominu Linda Ronstadt hefur margt og margvíslegt sungið um dagana: ameríska sveitatón- list, rokk, popp, ballöður, al- veg ekta yfirþyrmandi sæta Hollýwood-músik og nú bætir hún einum stílnum við - mex- íkanskri sönghefð og söngv- um sem hún hefur lært alltfrá barnæsku af föður sínum sem þess lenzkur er. Og eins og annað sem Linda hefurfeng- ist við er það gert með hand- bragði fagmannsins, en líka með þeirri atorku og alúð sem miklar hugmanneskjur hafa yfirað ráða... hugurfylgirhér sem sagt máli og fag- mennsku, sem stundum vill reyndar vanta í samfylgd með því síðarnefnda hjá hinu flink- astafólki. En lítum lauslegaá nokkuræviatriði Lindu áður en frekara hrós verður skráð um þessa hennar nýju plötu sem út kom í fyrra og heitir Canciones de mi padre. Linda Ronstadt fæddist 15. júlí 1946 í Tuscon Arizona og það af henni sem ekki er mexíkanskt er þýskt. Auk mexíkanskra þjóð- laga sem pabbi hennar lék ósjald- an á gítar og söng, ólst hún upp við að syngja lög sveitalagagarps- ins Hanks Williams og rokkkóng- sins Elvis Presley, og skilst manni á bokum að mikið hafi verið og sé sungið í hennar fjölskyldu. í menntaskóla var Linda t.d. í söngtríói með einum bræðra sinna og einni systra og skemmtu þau í heimabæ sínum, Tucson sem haft hefur verið eftir Lindu að hafi verið alveg drepleiðin- legur staður. Ekki notaði Linda þó fyrsta tækifæri til að komast þaðan til að reyna fyrir sér sem söngkona í Los Angeles eins og hún fékk boð um, ekki fyrr en hún hafði lokið einu semestri í Háskólanum í Arizona. Það var árið 1964 og gekk hún þá í þjóð- lagatríóið The Stone Poneys. Fljótlega var Lindu boðinn samn- ingur sem sólóstjörnu, en hún af- þakkaði af tryggð við félaga sína, og þau höfðu reyndar áður af- þakkað boð um að komast á plötusamning hjá Mercury- fyrirtækinu sem vildi koma þeim á markað sem „surf“-hljómsveit á la Beach Boys. Loks endaði þó með þá að tríó- ið flosnaði upp, gaf reyndar út eina plötu sem mun hafa verið misheppnuð tilraun til að kynna þau sem eins konar Hollywood- útgáfu af Peter, Paul og Mary. Á næstu plötu var eitt lag sem komst inn á Topp 20, Different Drum, eftir Monkees-manninn Mike Nesmith, og var þá hresst upp á Stone Poneys og þau send í hljómleikaferðalag, reyndar sem opnunaratriði fyrir stærri nöfn. Ekki gekk það þó til frægðar og enn hætti tríóið og var Linda skilin ein eftir í súpunni, með hálfkláraða plötu og samning um að gera fleiri. Var það upphafið af 5 ára basli Lindu við umboðs- menn, upptökumenn og hljóð- færaleikara, að ná í góða músík- anta (sem á tímabili voru Eag- les). f lok ársins 1972 var hún stórskuldug og þurfti að borga tveim umboðsmönnum þóknun vegna samninga sem illa var að staðið og henni auðvitað í óhag. Hagur hennar fór ekki að vænk- ast fyrr en hún hitti Peter Asher, annan Bretann í Peter og Gor- don, sem hafði snúið sér að plötu- upptökustjórn í stað söngsins. Það var árið 1973 og tók hann að sér að ljúka við plötuna Don’t cry now sem hafi verið 3 ár í bígerð, undir stjórn þriggja pródúsenta og kostnaður orðinn 150 þúsund dollarar! Þessi plata varð kveikjan að velgengni Lindu sem söngkonu og Capitol-fyrirtækið ákvað að auki að gefa út safn- plötu með lögum sem hún hafði sungið inn á áður, og var hún nefnd eftir smellinum Different Drum. Ekki ætla ég að rekja frekar frægðarsögu Lindu Ronstadt sem kántrý-rokk-poppstjörnu á átt- unda áratugnum, en kannske nefna að strax á fyrstu plötunni sem þau Peter Asher unnu saman að kom fram það sem þykir vöru- merki samstarfs þeirra: snjallt lagaval sem fólst í blöndu af gömlum lögum, t.d. eftir Buddy Holly og Chuck Berry, og lögum eftir þá nýja höfunda, eins og El- vis Costello; og svo stúdíóvinnu- brögð í hæsta gæðaflokki, hvort sem um er að ræða á tæknilega sviðinu eða því tónlistarlega. Reyndar er Linda Ronstadt dáð meðal þeirra músíkanta sem leikið hafa með henni, hvort sem er í stúdíói eða á sviði, fyrir próf- essjónalisma og músíkalitet. Til að byrja með var hún reyndar af- skaplega feimin á sviði, en það rjátlaðist af henni með tímanum, enda kannski styrkur í að verða eins konar sex-symbol...? ... og þó, slíkt virðist vera heldur fjar- lægt persónu Lindu Ronstadt, þótt umboðsmönnum hennar hafi vel tekist að koma þeirri ímynd inn hjá almenningi... þá var líka mikið talað um það á tímabili að hún væri í tygjum við Jerry Brown, ríkisstjóra Kalif- orníu, og komst hún þessvegna ásamt honum á forsíðu Time. Minna hefur verið haldið á lofti dyggum stuðningi hennar við konur í músíkstétt sem felst í nán- um vinskap þeirra í millum og dyggu stuðningskvennakerfi í þessum mikla karlabransa. Ávöxtur þessa vinkvennafélags er t.d. platan sem Linda söng inn á með Dolly Parton og Emmylou Harris og út var gefin fyrir 2 árum. Þetta var reyndar næstum 10 ára gömul hugmynd, sem ekki varð að veruleika fyrr. Plata þessi sýnir annars glöggt hversu gífur- lega góð söngkona Linda er, hvort sem hún er forsöngvari eða syngur bakrödd. Þá snúum við baki við mestum frægðarferli Lindu, en rétt er að nefna plötur þær sem Linda söng inn á við undirleik hljómsveitar eins frægasta hljómsveitarstjóra Bandaríkjanna sem lést fyrir fáum árum, Nelsons Riddle, gömul bandarísk dægurlög og sum vel sykruð. Þar með sagði Linda að hún væri hætt að syngja popp og rokk en, sem betur fer, stendur hún varla við það og finnst mér platan með Dolly og Emmylou vera til marks um það. Eni þá erum við loks komin til Mexíkó. Á þessari plötu með söngvum föður síns syngur Linda auðvitað allt á frummálinu, spænsku Mex- íkana, en textarnir fylgja með á innra umslagi bæði á spænsku og á ensku auk skýringa frá Lindu með hverju lagi - Vísnavinir hefðu ekki gert betur! Þetta eru 13 lög, sum sem Linda lærði af föður sínum og svo önnur sem hún hefur rekist á vegna eigin grúsks og gífurlegs áhuga á mex- íkanskri sönghefð. Textarnir fjalla um ást, óhamingju, gleði, söknuð... ekkert óvenjulegt með það... en þessi músík er svo upp- full af landinu þaðan sem hún er ættuð að manni finnst áþreifanleg í ofanálag moldin þaðan og sól- in... og svo líka svartskeggjaðir karlar með kringlótta barðastóra hatta... Linda er náttúrulega í að- alhlutverki og Peter Asher er við stjórnvöl, en allir undirleikarar eru mexíkanskir og með sér í stjórninni og örugglega jafnfætis hefur Pétur Ruben nokkurn Fu- entes sem útsetur og stjórnar, og auk þess trompetleikarann José Hernandez sem mætt hefur með góðan part af ættinni til frekari undirleiks... þá er þarna líka aukaliðsauki úr Ronstadt- ættinni, Mike og Pete, bræður Lindu, raula með henni, og sömuleiðis systkinabarn hennar, hin 17 ára Mindy, sem syngur með stóru frænku tvíræða drykkjuvísu. Með þeirri vísu lætur Linda þess getið í útskýr- ingum að þrátt fyrir að hún sé sjálf alræmdur templari hafi hún fallið fyrir lagi og texta, sem hún útskýrir örlítið, svona rétt til að við skiljum falið klámið, og hún bætir því við að frænkan bæti yndislegu sakleysi við þennan annars sukksama texta... ég sé ekki betur en þetta sé sama að- ferð og Megas viðhefur á Loft- mynd, þar sem Björk og Inga systir hennar syngja englarödd- um á bak við lífsreynda rödd og texta höfuðpaursins. En börnin mín, þá má þetta bara ekki verða lengra, og nýt ég þess bara að segja í lokin að þetta er alveg ein- stök plata og þjóðleg á mexíkan- ska vfsu. Þá gíeður það mig að geta stungið því upp í eyru þeirra sem finnst Linda heldur ómerki- legur amerískur poppari, að hún er alveg meiriháttar söngkona, og þar að auki þannig persóna að hún hefur metnað gagnvart sjálfri sér til að færa út kvíarnar og fást við eitthvað óvenjulegt fyrir dæg- urlagasöngkonu... þótt það sé vart vænlegt fyrir bankabókina. A Linaa 1975 f Limasol á suðurströnd Kýpur er fjölskrúðugt mannlíf, jafnt að nóttu sem degi. Það er því engin tilviljun að æ fleiri af yngri kynslóðinni telja Kýpur einn skemmtilegasta sumar- leyfisstaðinn við Miðjarðarhafið. 2-3 vikur, áætlunarflug um Amsterdam, íslenskur fararstjóri. Verð frá 40.916 kr.* 4 í íbúð 48.336 kr. 2 í íbúð 51.516 kr. FERDASKRIFSTOFAN NYR STAÐUR * Hjón med 2 börn 0-12 ára. Suðurgötu 7 S.624040

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.