Þjóðviljinn - 14.06.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.06.1988, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 14. júní 1988 133. tbl. 53. árgangur Álverið Samningum ekki haggað Verkalýðsfélögin skila álitsgerð. Leggja ekki mat á greinargerð ríkislógmanns. Samningurinn erbindandi. VSI ennað. MálatilbúnaðiASI vegna kœru á bráðabirgðalógin að Ijúka Verkalýðsfélögin 10 í álverinu skiluðu í gær álitsgerð þeirri sem forsætisráðherra bað þau að gera vegna álitsgerðar ríkislögmanns varðandi kjarasamninga álvers- lns' í álitsgerðinni, sem er mjög stutt, segir að lagatúlkun hafi ekki verið til umræðu þegar samningarnir voru gerðir og þess vegna séu engar forsendur til að leggja mat á greinargerð ríkislög- manns. Samningnum verði ékki haggað. I greinargerðinni segir orðrétt: „umræddur kjarasamningur hef- ur verið samþykktur í viðkom- andi félögum og einnig af VSÍ sem fer með samningsumboð fyrir ÍSAL. Bindandi kjarasamn- ingur hefur því komist á“. Sigurður T. Sigurðsson for- maður verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, sagði að launaskriðið héldi áfram þrátt fyrir bráðabirgðalög ríkisstjórn- arinnar en taxtarnir sætu eftir. Verðlagsráð Vík milli vina F ulltrúiFarmanna- og fiskimannasambandsins mœtti áfund Verðlagsráðs ígœr, en sjómenn ekki Á fund rækjudeildar Verð- koma mótmælum sínum á fram- lagsráðs sjávarútvegsins í gær- fær* °g hann hefði fullt umboð morgun mætti fulltrúi Farmanna- stjórnarinnar til að mæta á fundi og fiskimannasambandsins fyrir Verðlagsráðs ef hann liti svo á að hönd sinna umbjóðenda, öllum á hagur umbjóðenda sinna væri óvart, því stjórn FFSÍ hafði sam- best tryggður með því móti. þykkt, vegna verðákvörðunar Fulltrúi Sjómannasambands- yfirnefndar Verðlagsráðs um al- 'ns mætti hins vegar ekki, enda mennt lágmarksverð á botnfisk- hafa fulltrúar sjómanna lýst því tegundum rétt fyrir sjómanna- yf'r að þeir komi ekki til starfa daginn, að mótmæla verðákvörð- hjá Verðlagsráði að öllu ó- uninni með því að starfa ekki um breyttu. sinn í Verðlagsráðinu. Fulltrúi FFSÍ Helgi Laxdal , sagði að félagið væri búið að Sjá SIOU 3 Og 15 Eyjafjorður Flóöin í rénun Vatnavextir í Eyjafjarðará og á fleiri stöðum á Norðurlandi eru í /• rénun og ástandið að færast í eðli- legt horf. Skemmdir eru minni en menn óttuðust um tíma að sögn Bjarna Sigurðssonar hjá Vega- gerð ríkisins á Akureyri. Viðgerð hefur gengið greiðlega og er gert ráð fyrir að henni ljúki í dag. Skemmdir urðu á veginum fyrir Ólafsfjarðarmúla og nokkr- ar minni háttar skemmdir á veg- um í Saurbæjarhreppi. Frammi í Eyjafirði urðu ekki teljandi skemmdir á vegum en bóndinn á Grísará varð fyrir verulegu tjóni þegar grænmetisakur hans fór undir vatn. Jóna Sigrún Sigurðar- dóttir, bóndi á Grísará sagði að þarna hefðu 3/4 af uppskeru árs- ins skolast burtu. - Við höfum sagt upp flestum starfsmönnum og ætlum okkur ekki að leggja út í frekari grænmetisræktun. Petta er í annað skipti á 2 árum sem uppskeran skemmist vegna flóða og við treystum okkur ekki til að stunda þennan búskap upp á svona óvissu, sagði Jóna. 'Þ Jón Gunnar með glæsimark í 4-2 sigri Þrátt fyrir 2-0 í leikhléi tókst Þórs- urum ekki aö halda dampi gegn vindinum og Valsmenn skoruðu 4 mörk í síðari hálfleik. Sérstak- lega var fallegt mark Jóns Gunn- ars Bergs þegar hann stoppaði boltann á brjóstkassanum, sneri við á punktinum og þrumaði bolt- anum í netið. Sjá nánar síðu 7 Allt sem ríkisstjórnin hefði verið að gera héldi þessari þróun við. Yfirskyn bráðabirgðalaganna um að verja kaupmátt lægstu launa hljómaði því undarlega. VSÍ skilaði ekki sinni greinar- gerð í gær. En þar munu menn sitja og semja rök fyrir því hvers vegna kjarasamningarnir eru lög- legir. Búist er við að VSÍ skili greinargerðinni í dag. Ríkis- stjórnin nær því ekki að fjalla um ritsmíðarnar á fundi sínum í dag. Málatilbúnaður ASÍ vegna fyrirhugaðrar kæru til Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar er langt kominn. Ásmundur Stef- ánsson segir að mat þeirra lög- fræðinga sem leitað hafi verið til, hafi styrkt menn í trúnni á að ASÍ hefði sterka stöðu í málinu. Sjá síðu 3 Yves Lebreton og Lili: Tjáning leikarans aðalatriðið. Mynd - E.ÓI. Leiklist Leikarinn er kjami leikhússins Franski látbragðsleikarinn Yves Lebreton sýnir leikrit sitt S.O.S. í Iðnó kl. 20:00 í kvöld. Lebreton er höfundur, leikari og leikstjóri sýningarinnar, sem hann flytur ásamt brúðunni Lili. - Fyrir mér á leikhús fyrst og fremst að byggja á tjáningu leik- arans, - segir hann meðal annars í viðtali við Þjóðviljann. - Starf leikarans á ekki einungis að vera að túlka orð og hugsanir annarra, heldur skapandi í sjálfu sér, kjarni leikhússins. Lebreton segir frá leikferli sínu og leit sinni að nýjum leiðum innan leikhússins í viðtalinu sem birtist á morgun, miðvikudag. Önnur sýning á S.O.S. verður í Iðnó annað kvöld. LG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.