Þjóðviljinn - 14.06.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.06.1988, Blaðsíða 2
Þjóðveldisbærinn í gagnið Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal hefur verið opnaður á ný eftir vetur- inn. Bærinn hefur verið opinn undanfarin tíu sumur fyrir ferðalanga og hefur aðsókn sífellt færst í aukana. Bærinn er opinn alla virka daga frá kl. 10-12 og 13-17. Staðarhaldari er Ásólfur Pálsson fyrrum bóndi á Ásólfsstöðum. Niðjamót Torfa Björnssonar Niðjar Torfa Björnssonar bónda frá Asparvík í Bjarnarfirði, Strandasýslu munu koma saman helgina 9.-10. júlí að Laugum í Hvammssveit í Dalasýslu. Niðjatal erísmíðum, en þaðeru þeir bræður Jón E. Asparog Baldur Aspar sem hafa veg og vanda af því. Nánari upplýsingar um ættarmótið er m.a. hægt að fá hjá Jónu Ingólfsdóttur, Rauðumýri, Hauki Torfasyni, Drangsnesi, Torfa Ing- ólfssyni, Reykjavík og Elínu H. Jónatansdóttur, Ytri-Njarðvík. Prestskosning Halldóra Þorvarðardóttir hefur verið kjörin prestur Fellsmúla- prestakalls. Halldóra tekur vígslu ásamt öðrum prestsefnum 3. júlí n.k. Halldóra er 28 ára að aldri og lauk guðfræðiprófi 1986. Skyndihjálp RKÍ Annað kvöld kl. 20 hefst skyndihjálparnámskeið á vegum Reykja- víkurdeildar Rauða krossins. Námskeiðið, sem stendur í fimm kvöld er haldið að Öldugötu 4 og er öllum sem eru 14 ára og eldri heimil þátttaka. Námskeiðinu lýkur með prófi sem unnt er að fá metið í flestum framhaldsskólum. Aðalfundur Einingar Á aðalfundi Verkalýðsfélagsins Einingar, sem haldinn var fyrir skemmstu, var afnámi samningsréttarins í kjölfar bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar harðlega mótmælt. „Fundurinn er eindregið þeirrar skoðunar, að það sé skylda ríkis- valdsins að vinna bug á verðbólgu-ófreskjunni, en vill jafnframt benda á, að sú ófreskja hefur ekki fitnað af samningum verkafólks og at- vinnurekenda. Það er út í hött, að verðbólgan verði læknuð með því að afnema samningsrétt þessara aðila,“ segir í ályktuninni. Fullgildir félagar í Einingu eru 3018. Þar af eru konur í miklum meirihluta. Stjórn félagsins var sjálfkjörin, þar sem aðeins einn listi var í kjöri. Formaður er Sævar Frímansson. Græningjar í lið með Sigrúnu Samtök Græningja hafa lýst yfir stuðningi við framboð Sigrúnar Þorsteinsdóttur til forseta. í ályktun samtakanna segir m.a. að framboð Sigrúnar grundvallist á hugmyndum um að dreifa valdinu til almennings. „Sigrún Þorsteinsdóttir hyggst nota heimild í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins til að vísa mikilvægum ákvörðunum til almennings og þannig dreifa valdinu,“ segir í ályktun Græningja, sem hvetja alla umhverfisverndar- og friðarsinna til að stuðla að kosningu Sigrúnar. Mannaskipti hjá lögreglunni Bjarki Elíasson, yfirlögreglu- þjónn almennrar deildar í Reykjavík, lætur af störfum 20. þessa mánaðar. Við stöðunni tekur Guðmundur Guðjónsson. Frá sama tíma verður sú breytíng á starfsskiptingu yfirlög- regluþjóna að Guðmundur Hermansson, sem farið hefur fyrir rannsóknadeild, mun gegna starfi yfirlögregluþjóns í almenn- ri deild og Guðmundur Guðjóns- son sem yfirlögregluþjónn rann- sóknadeildar jafnframt því að fara með yfirstjórn skipulags- mála. Bjarki Elíasson FRÉTTIR Flensufaraldur Óvenju tíð dauðsföll Asbjörn Björnsson hjá kirkjugörðunum: Dánartíðni ímaíá sér enga hliðstœðu. Hrafnkell Helgason, Vífilsstöðum: Dánartíðnin óvenju há. Árni T. Ragnarsson, Grund: Skæðriflensu trúlega um að kenna Við önnuðumst í síðasta mán- uði 120 útfarir, en það er tvö- földun miðað við venjulegan mánuð. Þetta tímabil er alveg ein- stakt. Ég man ekki eftir öðru eins frá upphafi, sagði Ásbjörn Björnsson forstjóri kirkjugarð- anna í Reykjavík, en að undan- förnu hefur nokkuð verið rætt um óvenju mörg dauðsföll. Heilbrigðisyfirvöld telja flensu- faraldur helstu ástæðuna enda hefur flensan lagst þyngst á aldr- aða. Hrafnkell Helgason yfirlæknir á Vífilsstöðum sagði að ekki væri hægt að neita aukinni dánartíðni uppá síðkastið. - Á tímabilinu aprfl-maí hafa verið hér á Vífils- stöðum 17 dánartilfelli, en að jafnaði hefur fjöldi andláta verið frá 20 uppí 50 á ári. Það breytir því þó ekki að dánartíðnin er óvenju há. í 15 tilvikum af þess- um 17 var um að ræða dánarmein af völdum lungnasjúkdóma. Tvö tilvikanna voru óvænt dauðsföll. Aðspurður um hvort hugsan- legt væri að sk. hermannaveiki ætti hér hlut að máli, sagði Hrafnkell að sýkill hennar hefði fundist í vatni á Vífilsstöðum, - en annars berst hún með loft- ræstikerfum. Ekki hefur sannast, að hún eigi þátt í auknum dauðs- föllum hér. Frá 1985 til 1988 hafa aðeins sjö tilfelli af hermanna- veiki verið staðfest hér á landi. Árni Tómas Ragnarsson yfir- læknir á Grund sagði að þar hefðu 20 manns látist á undan- förnum tveimur mánuðum, en þar er fjöldi andláta að jafnaði milli 60-80 á ári. Árni sagðist telja dauðsföllin heldur fleiri en venju- lega, en tók þó fram að sveiflur gætu verið miklar milli mánaða. Árni sagði að að líkindum mætti kenna um óvenju skæðri flensu, sem kæmi þungt niður á öldruðu fólki með lítið mótstöðuafl.-gjh Allaballar á byggðaráðstefnu. Þátttakendur á ráðstefnu Alþýðubandalagsins um byggðastefnu á Dalvík um helgina voru sammála um að ráðstefnan hefði heppnast einkar vel, og áttu staðarval og veðurfar ekki sístan þátt. Myndinsýnirhluta hópsins við Dalvíkurhöfn, kominn um borð íferjunatil Hríseyjar. (Mynd: ÞH). LÍN Vmnubrögðin ámælisverð Sigurbjörn Magnússon hlýtur ákúrur. Ráðgjafanefndfjárlaga- og hagsýslustofnunar skilar skýrslu um tölvukaup LÍN: Valkostir einfaldaðir, kostnaðarliðum sleppt, upplýsingar úr samhengi Ráðgjafanefnd um upplýsinga- og tölvumál hjá fjárlaga- og hagsýslustofnun hefur gert skýrslu um fyrirhuguð tölvu- og hugbúnaðarkaup Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. Útdráttur úr skýrslunni hefur verið sendur sjóðnum en þar hefur hann verið meðhöndlaður sem trúnaðarmál. í útdrættinum kemur fram áfell- isdómur um vinnubrögð Sigur- björns Magnússonar stjórnarfor- manns LIN varðandi tölvu- kaupin. En eins og kunnugt er var hann kominn að því að gera samning við IBM sem þótti tor- kenniiegt bæði vegna vinatengsla og pólitískra tengsla hans við ýmsa aðila hjá því fyrirtæki. Sigurbjörn var á sínum tíma harðlega gagnrýndur fyrir skort á faglegum vinnubrögðum í mál- inu. Hann sá því þann kost væn- stan að biðja ráðgjafanefndina um ráðleggingar. Niðurstaða nefndarinnar er langt í frá að vera Sigurbirni hagstæð og hefur verið farið með útdrátt skýrslunnar sem trúnaðarmál. f útdrættinum kemur m.a. fram að ráðgjafanefndin telur málsmeðferð LÍN vera ábóta- vant. „Flestar áætlanir á stofnkostnaði og rekstrar- kostnaði tölvukerfa sem stjórn LÍN hefur látið gera eru óná- kvæmar og rangar,“ segir í út- drættinum. Ákveðnir valkostir hafi verið einfaldaðir um of, kostnaðarliðum sleppt, upplýs- ingar teknar úr samhengi og gengið út frá hæpnum forsend- um. í skýrslunni kemur einnig fram að ákveðnu fyrirtæki hafi verið sköpuð óeðlileg aðstaða umfram önnur og að núverandi þjónustu- aðili LÍN hafi ekki notið sannmælis. Nefndin sér ástæðu til að minna Sigurbjörn á að aðrar kröfur verði að gera til málsmeð- ferðar ríkisstofnana en einkafyr- irtækja við val á viðskiptaaðilum. Jóhann Gunnarsson var einn af þeim sem sáu um gerð skýrslu ráðgjafanefndarinnar. Hann sagði við Þjóðviljann að þar sem stjórn LÍN hefði tekið nógu snemma við sér í þessu máli og ekki gengist við neinum skuld- bindingum væri enginn skaði skeður. - hmp. Forsetakosningarnar Vigdís hafnar áskomn Forseti Islands, Vigdís Finn- bogadóttir, hafnaði áskorun Sig- rúnar Þorsteinsdóttur forseta- frambjóðanda um að mæta henni í sjónvarpssal, með bréfi sem barst Sigrúnu í síðdegis í gær. í svari sínu til Sigrúnar segir Vigdís að þau 10 mínútna ávörp sem þær munu flytja hvor um sig þann 23. júní séu nægileg til að skýra málstað beggja og frekari þörf á því að koma persónulega fram sé því ekki fyrir hendi. í fréttatilkynningu frá stuðn- ingsmönnum Sigrúnar segir að með þessu sýni Vigdís af sér and- lýðræðislega hegðun og drembi- læti gagnvart mótframbjóðand- anum og þjóðinni. Utankjörfundaratkvæða- greiðsla vegna forsetakosning- anna fer fram í Ármúlaskóla í Reykjavík og hjá fógetaembætt- um víða um land. Þegar hafa um 1200 manns kosið og er það held- ur meira en venja er til. -iþ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.