Þjóðviljinn - 14.06.1988, Síða 3

Þjóðviljinn - 14.06.1988, Síða 3
Verðlag Hæst á Króknum Samkvæmt könnun Verðlags- stofnunar virðist verðlag á Norð- urlandi vera einna hæst á Sauðár- króki, en stofnunin kannaði vöru- verð í verslunum nyrðra vikuna 16.-20. maí. Verslanirnar Hag- kaup og KEA í Hrísalundi á Ak- ureyri reyndust vera með lægsta verðið í þessari verðkönnun. Hæst var verðið hins vegar í versluninni Garðshorni á Akur- eyri og Kaupfélaginu á Grenivík. Könnunin náði til 100 vöruteg- unda í 40 verslunum í Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- og S.Þingeyjarsýslum. Vöruverð í einstökum kaupstöðum er nokk- uð mismunandi. Á Sauðárkróki reyndist verð í fjórum verslunum vera fyrir ofan meðalverð. FRETTIR Raforkuverð Álversins Komið upp í sperrur Landsvirkjun: 17,4 mill á 2. ársfjórðungi 1988 vegna verðhœkkana á áli. Á ársgrundvelliþýðirþað rúmlega miljarð í raforkugreiðslurfrá Álverinu Allt virðist benda.til þess að raf- orkuverð Alversins í Straumsvík sé að nálgast hámark þess sem samkomuiag Alversins í Straumsvík og Landsvirkjunar gerir ráð fyrir, 18,5 mill á hverja kflóvattstund, eða upp undir þak- sperrur samningsins. Að sögn Jóhanns Maríussonar aðstoðarforstjóra Landsvirkjun- ar var raforkuverð Álversins á 2. ársfjórðungi í ár komið upp í 17,4 mill á hverja kflóvattstund, sem Verðlagsráð Fulltrúi yfirmanna mætti Rœkjudeild Verðlagsráðs fundaði ígær. Farmanna-ogfiskimannasambandið: Búnir að koma mótmœlum okkar áframfæri vegna verðákvörðunar yfirnefndar á dögunum Fundur var í rækjudeild Verð- lagsráðs sjávarútvegsins í gærmorgun og á fundinn mætti Helgi Laxdal varaforseti Far- manna- og fískimannasambands- ins fyrir hönd yfirmanna. Áður hafði stjórn FFSÍ samþykkt, vegna mótmæla við verðákvörð- un yfirnefndar ráðsins um lág- marksverð botnfisktegunda fyrr á dögunum, að starfa ekki í Verð- lagsráði að sinni. Að sögn Helga Laxdals sam- þykkti stjórn Farmanna- og fiskimannasambandsins að mót- mæla fiskverðákvörðun yfirnefn- dar með því að hunsa starfsemi Verðlagsráðsins um sinn en þar sem stjórnin væri búin að koma mótmælum sínum á framfæri, fyrst við forsætisráðherra, starf- andi sjávarútvegsráðherra í fjar- veru Halldórs Ásgrímssonar, og síðan við Halldór sjálfan, þá hafi verið litið svo á að þar með hafi mótmælunum verið komið á framfæri. Helgi sagði að hann hefði fullt umboð stjórnar FFSÍ til að gæta hagsmuna sinna um- bjóðenda og með það að leiðarljósi hefði hann mætt á fund rækjudeildar Verðlagsráðs í gær. Enginn fulltrúi Sjómanna- sambandsins mætti á fundinn enda hafa sjómenn lýst því yfir að þeir muni ekki mæta á fundi Verðlagsráðs meir að óbreyttum forsendum vegna síðustu verðá- kvörðunar yfirnefndar Verð- lagsráðs sem ákvað að almennt fiskverð skyldi ekki hækka meir en um tæp 5%. Sjómenn hafa staðið fastir á sínu þrátt fyrir við- ræður við ráðherra um sín mál og ætla að halda því áfram þangað til fulltrúar á Sjómannasambands- þingi í haust hafa ákveðið hvort halda skuli áfram þátttöku í Verðlagsráði eða ekki. Sveinn H. Hjartarson hagfræð- ingur hjá LÍU og formaður rækj- udeildar Verðlagsráðs sagði að á fundinum hefðu menn borið sam- an bækur sínar um afkomu vinnslu og útgerðar og lítið gert annað. Sveinn sagði að reynt yrði til þrautar að ná samkomulagi í ráðinu um nýtt verð svo ekki komi til þess að verðákvörðun- inni verði vísað til yfirnefndar til ákvörðunar. Annar fundur hefur verið boð- aður í ráðinu í dag en að sögn Helga Laxdals var ekki búið að ákveða í gær hvort hann myndi mæta á fundinn í dag eða ekki. Helgi sagði að það yrði bara að koma í ljós í dag hvort svo yrði eður ei. -grh Herinn Saksóknari í málið Hermennirnir úr gæsluvarðhaldi. Verða að afplána dóm hér á landi efsekir reynast Lögreglustjórinn á Keflavíkur- flugvelli hefur sent ríkissak- sóknara mál tveggja hermanna, sem grunaðir eru um samræði við stúlku undir lögaldri. Mennirnir voru handteknir þann 27. maí sl. og kvað fulltrúi lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli upp gæslu- varðhaldsúrskurðinn. Rannsókn málsins fór fram hjá lögreglunni í Keflavík og lögreglustjóraemb- ættinu á Keflavíkurflugvelli. Að sögn Sævars Lýðssonar fulltrúa lögreglustjórans á Kefla- víkurflugvelli hafa bandarískir hermenn sama réttarfarslega rétt og íslendingar, brjóti þeir lög í íslenskri lögsögu. Ef ríkissak- sóknari leggur fram ákæru, sagð- ist Sævar reikna með því að mál þeirra verði dómtekið hjá lög- regluembættinu á Keflavíkur- flugvelli. Þar er lögsagnarsvæði mannanna. Þeir gætu beðið um að lögsögn í málinu yrði færð, en ísland hefði forrétt í málum sem þessum. Sævar sagði að fordæmi væru fyrir því að bandarískir hermenn afplánuðu fangelsisvist hérlendis eftir að hafa verið dæmdir af ís- lenskum dómstólum. Utanríkis- ráðherra gæti hins vegar gefið leyfi til að mennirnir afplánuðu allan dóminn í heimalandi sínu eða hluta hans. Hermönnunum, sem eru 25 ára og 30 ára, var sleppt úr gæslu- varðhaldi þann 3. júní sl. og bíða þeir þess hvort ríkissaksóknari gefur út ákæru á hendur þeim. -hmp. er um 78 íslenskir aurar. Hver hækkun mills í raforkuverðinu skilar um 60 miljónum króna til Landsvirkjunar og ef raforku- verðið í dag, 17,4 mill, er reiknað á ársgrundvelli þýðir það rúm- lega miljarð króna til Landsvirkj- unar vegna raforkukaupa Álvers- ins. Samkvæmt samningi Lands- virkjunar og Álversins í Straums- vík getur raforkuverð til Álvers- ins aldrei farið neðar en 12 mill en getur hækkað upp í 18,5 mill og fer raforkuverðið eftir vísitölu ál- verðs eins og hún er reiknuð sam- kvæmt verðlagi á áli víðs vegar um heiminn. Álverð hefur verið að stíga undanfarin misseri og var komið síðast þegar fréttist upp í 1700 sterlingspund hvert tonn á ál- markaðnum í London. Allt árið í fyrra var meðalraforkuverðið sem Álverið greiddi Landsvirkj- un rétt innan við 14 mill en fór síðan að stíga og var á fyrsta ársf- jórðungi í ár komið upp í tæp 16 mill. Þó svo að Landsvirkjun fái stórar fjárhæðir frá Álverinu í dag sem greiðslu fyrir rafmagn þá bætir það lítið um fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Sem dæmi um það má benda á að síðasta gengisfell- ing jók skuldir Landsvirkjunar urn hvorki meira né minna en 2,4 miljarða króna.___________~grh Raforkuverð Landsvirkjunar til Álversins nálgast nú samnings- bundið hámark. Skuldabaggi Landsvirkjunar hefur þó lítið lést. Njarðvík Bæjarritarinn rekinn Fyrirvaralaustsagt að yfirgefa bœjarskrifstofuna. Sakir óljósar Þann 2. júní sl. afhenti bæjar- stjórinn í Njarðvík Sigurði G. Olafssyni bréf þar sem þeim síðarnefnda var skipað að yfir- gefa bæjarskrifstofuna og honum boðuð uppsögn. I bréfinu er Sig- urður sakaður um að taka sér or- lof ólöglega. Þá er Sigurður sagð-' ur hafa gefið bæjarstjóra og bæj- arstjórn rangar upplýsingar um fjármál bæjarins. Honum sé því ekki treystandi til að fara með fjárreiður bæjarins. Á bæjarstjórnarfundi þann 7. júní var síðan samþykkt að segja Sigurði upp störfum. Oddur Ein- arsson bæjarstjóri sagði í samtali við Þjóðviljann að Sigurður væri ekki grunaður um misferli. Málið hefði borið nokkuð brátt að og ekki hefði verið unnt að koma á sáttum. Þegar hann var spurður hvort Sigurði hefði verið sagt upp með lögbundnum hætti og fengi þá laun út uppsagnarfrestinn sagðist Oddur ekki vilja tjá sig meira um málið. Svo virðist sem um persónu- lega misklíð hafi verið að ræða á milli bæjarstjórans og bæjarrita- rans því að sögn Guðjóns Sigur- björnssonar forseta bæjarstjórn- ar eru engin málaferli íhuguð af hálfu bæjarins. Guðjón sagði nokkurn aðdraganda hafa verið að uppsögninni og að málið hefði verið það alvarlegt að nauðsyn- legt hefði verið að biðja Sigurð að yfirgefa skrifstofuna án tafar. Hvorki Oddur né Guðjón vildu gefa nákvæmlega upp hvers vegna Sigurði var sagt upp en hann hefur verið bæjarritari Njarðvíkur í 11 ár. Guðjón sagði þetta vera trúnaðarmál þar sem það snerti persónu eins starfs- manna bæjarins. „Málið fór eðli- lega leið í gegnum bæjarstjórn og ég vil ekki tjá mig um það frek- ar,“ sagði Guðjón. Sigurður G. Olafsson vildi ekki segja neitt um ástæður uppsagn- arinnar og hvort einhverjir eftir- málar yrðu af hans hálfu. -hmp ASI-kæran Send út á næstunni Undirbúningi málatilbúnaðar að Ijúka. Asmundur Stefánsson: Teljum okkurhafa góðan málstað að sœkja Anæstu dögum er þess að vænta að málatilbúnaði Alþýðusam- bandsins vegna skerðingar bráðabirgðalaganna á samnings- réttinum Ijúki og kæra verði send Alþjóðavinnumálastofnuninni - ILO. Þar mun þó ekki verða fjall- að um málið fyrr en í nóvember, er nefnd sem fjallar um slfk kæru- mál kemur saman. Að sögn Ásmundar Stefáns- sonar forseta ASÍ er málið ennþá á undirbúningsstigi, en þeirri undirbúningsvinnu mun ljúka á næstu dögum. Ásmundur kvað málið hafa verið borið undir ýmsa lögfræðinga og það hefði enn frekar sannfært sig um sterka stöðu ASÍ í málinu. - Við metum málið okkur í hag og teljum að ILO muni staðfesta mat okkar. Annars hefðum við líklega aldrei farið út í þetta málavafstur. Niðurstaðan er auðvitað ekki sjálfgefin, því það er ILO sem kveður upp úrskurð- inn, en ekki við eða okkar lög- menn, sagði Ásmundur. Aðspurður hvort þeir ASÍ- menn óttuðust ekki fordæmis- gildi belgískrar kæru, sem féll verkalýðssamtökunum í óhag, kvaðst Ásmundur lítið geta um það sagt, - honum væri lítið kunnugt um það mál. - Að vísu er gildistími bráðabirgðalaganna hér og í belgíska tilfellinu svipað- ur. A hitt ber einnig að líta, að úrskurðir í slíkum málum snúast ekki bara um gildistíma, heldur efnisinnihald kærunnar, út á hvað hún gengur. Jafnvel þótt ILO úrskurði ASÍ í hag, er ríkisstjórnin alls óbundin af áliti ILO. - Ef úrskurðað verð- ur okkur í hag mun ILO senda ríkisstjórninni tilmæli um að breyta settum bráðabirgða- lögum, sagði Ásmundur. -gjh Þriðjudagur 14. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.