Þjóðviljinn - 14.06.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.06.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ Yfirvofandi álver Hugmyndir um byggingu nýs áivers viö Straumsvík eru lengra á veg komnar en margir hafa áttaö sig á. Gert er ráð fyrir aö nýtt álver meö 180 þúsund tonna framleiðslugetu á ári taki til starfa í áföngum á árunum 1992 til 1994. Gífurlegt fjármagn þarf til að reisa slíka verksmiðju og er áætlaö aö fjárfestingin muni nema um 500 miljónum Bandaríkjadala eöa um 22 milj- öröum íslenskra króna. Áætlað er aö kostnaöur vegna nýrra virkjana nemi jafnháum upphæðum þannig að samtals yrði um aö ræöa fjárfestingar fyrir á milli 40 og 50 miljaröa króna. Ljóst er aö hér er um svo mikil umsvif aö ræöa aö áhrifin á íslenskt efnahagslíf meðan á byggingartíma stendur skipta sköpum. Mikil hætta er á að slíkar stórframkvæmdir geti skapað spennu sem gæti haft mjög óheppileg áhrif á efna- hagslífiö en mótstööukraftur þess er reyndar heldur bágborinn. Umfang áætlaðra fjárfestinga viö nýtt álver og nýjar virkjanir sést vel með samanburði viö framkvæmdagetu opinberra að- ila á (slandi. Taliö er aö á yfirstandandi ári muni ríki og sveitarfélög leggja samtals 12,5 miljaröa króna til byggingar skóla, sjúkrahúsa, hafna, flugvalla og vega um allt land. Áætl- uö fjárfesting vegna nýs álvers og nýrra virkjana er fjórum sinnum meiri. Hætt er við að veruleg þensla geti orðið á peninga- og vinnumarkaði og þá einkum á höfuöborgarsvæðinu. Menn óttast að sjálfkrafa viöbrögð viö slíkri þenslu gætu falist í veru- legum samdrætti annarra fjárfestinga um allt land. í Ijósi þeirra atburöa, sem orðiö hafa á þessu sviöi á undanförnum árum, er full ástæöa til aö óttast frekari samdrátt í fjárfestingum úti á landi ef miklar framkvæmdir veröa á Reykjavíkursvæðinu. Af þessum sökum telja sumir þaö síöur en svo sjálfsagt mál að nýtt álver rísi á höfuðborgarsvæðinu, eigi yfir höfuö aö Ijá máls á því að nýtt álver rísi hér á landi. En umræður um staðsetningu nýs álvers hafa verið undarlega litlar á síðustu misserum. Það hefur heldur ekki verið rætt ýkja mikiö um hvar næst eigi að byggja stórvirkjun. Þegar iðnaöarráöherra var á alþingi í vetur spuröur eftir því hvaöa áætlanir væru uppi um byggingu raforkuvera í tengslum viö nýtt álver, kom í Ijós aö Landsvirkjun á í fórum sínum nokkra verkhannaöa virkjunarkosti auk Blönd- uvirkjunar sem er í smíðum. Hjá ráðherra kom fram að enginn einn kostur hefði enn verið valinn endanlega. Þessir virkjunar- kostireru vatnsaflsvirkjanirá Þjórsársvæðinu, svo sem stækkun Búrfellsvirkjunar ásamt síðasta áfanga Kvíslaveitu, Sultartang- avirkjun, virkjun fallsins milli Þórisvatns og Sigölduvirkjunar, þ.e. Vatnsfellsvirkjun, Fljótsdalsvirkjun og Villinganesvirkjun. Auk þess ræddi ráðherrann um jarögufuvirkjanir á Nesja- völlum og á Reykjanesi. Flestar eru þessar virkjanir á núverandi virkjanasvæöi. Og það má reyndar telja víst að veröi ekki tekin meövituð byggða- pólitísk ákvörðun um staðsetningu virkjunar, þá mun næsta stórvirkjun verða á Þjórsár-Tungnársvæðinu. Umræður um staðsetningu álvers og virkjunarstað næstu stórvirkjunar hafa verið undarlega hljóðlátar. Það er því líkast sem almenningur átti sig ekki á því að með hverjum deginum styttist í að teknar verði þær ákvarðanir í þessum málum að ekki verði stigið til baka. Eftir upplýsingum frá iðnaðarráðuneytinu að dæma er búið að ákveða að Straumsvík skuli verða fyrir valinu. Þar á að setja niður nýtt álver. Hvaða sjónarmið réðu því vali? Hverjir tóku þá ákvörðun? Undir hverja var hún borin? Eðlilegt hefði verið að fyrir opnum tjöldum hefði verið leitað svara við ýmsum spurningum sem snerta þetta mál. Hver verður t.d. arðsemi nýrrar álbræðslu og verður hún þjóðhags- lega hagkvæm? Hvaða áhrif mun bygging hennar og bygging tilheyrandi orkuvera hafa á íslenskt efnahagslíf? Hver verða áhrifin á byggðaþróun? ( vetur lögðu þingmenn Alþýðubandalagsins til að skipuð yrði nefnd sem færi ofan í þessi mál. Sú málsmeðferð hefði án efa orðið til að eyða margs konar tortryggni úr huga almenn- ings. ÓP Forsetakjör Nú er aðeins tæpur hálfur mánuður til kosninga þar- sem þjóðin velur sér forseta í fjórða sinn í lýðveldissög- unni, og ber þó ekki á kosn- ingaundirbúningi að neinu ráði, sem sjálfsagt skýrist af því að Sigrún Þorsteinsdótt- ir er ekki talin hafa neina möguleika gegn Vigdísi forseta. Umræður manna á meðal um kosningarnar annan laugardag hafa ekki verið áberandi ídagblöðunum, en í landsbyggðarpressunni hefur forsetakjörið hinsveg- artekið meira rúm. Þau skrif hafa fæst falist í samanburði frambjóðenda eðahyilingu þeirra, þótt nokkurblaðannahafi sjálf beint eða óbeint lýst stuðn- ingi sínum við Vigdísi, - heldur er hlutverk forsetans á dagskrá, - og raunar í mestum mæli kosningarnar sjálfar. Kosningar, kosningar... Þannig bendir ísafjarðar- blaðið Bæjarins besta á að þetta sé þriðja kosningaárið í röð, og þykir heldur vont: Sveitarstjórnar-, Alþingis-, og nú forsetakosningar „Árið 1986 var kosið til sveitarstjórna, í fyrra, 1987, til Alþingis, og nú 1988 fara fram forsetakosningar. Þótt menn deili sennilega ævin- lega um niðurstöður kosn- inga, að minnsta kosti ágæti þeirra, er ljóst að sigurveg- ari síðustu forsetakosninga, frú Vigdís Finnbogadóttir, hefur staðið sig með stakri prýði. Hún hefur verið sómi Islands á erlendri grundu og vakið athygli á fámennri þjóð á norðurhjara. Hún hefur verið forseti allrar þjóðarinnar og þær raddir sem fundu að því að hún hefði einungis rúman þriðj- ung atkvæða að baki sér þögnuðu fljótt. Að sjálf- sögðu er það ekki vegna þess að reglurnar séu algóð- HÁKUR ... í sumai eru líðin átta ár frá | því að Vigdís Finnbogadóttir| var kjörin lorseti lýðveldisins fslands. Þá voru fjórir þjóð- kunnir og mætir rncnn f kjöri til þessa helsta og virðingar- ,mesta embættis þjóðarinnar, þrír karlar og ein kona. Hún varö fremst meöal jafningja og hlaut 33,6% greiddra at- kvæöa eða aíls 43.530. Sá sem BÆJARINS BESTA ar en þær eru ramminn sem lýðræðinu eru settar á þessu tiltekna sviði. Öllum er ljóst að þrátt fyrir ýmsa annmarka sem finna má á framkvæmd lýð- ræðis í okkar ágæta landi þá er það einmitt sú undir- staða, sem setur íslendinga í þann flokk minnihluta íbúa j arðarinnar, sem er svo lán- samur að búa við þessi mannréttindi, að geta valið. En ætli menn sér að mis- túlka þetta frelsi eða snúa því upp í andhverfu sína með því einu, að skapa sér tilefni til kosninga í þeim til- gangi einum að helga meðal- ið, þá er rétt að staldra við. Grikkir töluðu um skrflræði þegar ábyrgð á lýðræðinu lautílægrahaldi." Tvöprosent-regla? BB helduráfram: „Þjóð sem gengur til kosninga 1990, en þá verður kosið til sveitarstjórna, hlýtur að leiða hugann að til- gangi kosninga. Þingkosningar eru nýaf- staðnaríDanmörku. Þar hvarf af þingi einn flokkur, sem ekki náði tilskildu lág- marki eða 2% atkvæða. Einhver takmörk hljóta að vera fyrir þátttöku í fram- boði j afn vel, og nær væri að segja ekki síður, þegar í hlut á helsta virðingarembætti ís- lenska lýðveldisins. Alþingismenn hljóta að leiða hugann að stjórnar- skrárbreytingu í þá veruna að gera kröfu til fleiri meðmælenda forsetafram- boðsennúer. Hagstofan áætlar að 173.800 menn hafi kosningarétt hinn 25. júní næstkomandi. í fyrstu al- mennu forsetakosningunum á ísiandi 1952 voru rúmlega 86.000 á kjörskrá en liðlega 70.000 kusu. Ekki virðist óeðliiegt að lágmark meðmælenda sé 3.500 í stað 1.500 eðau.þ.b. 2% af kjós- endum á kjörskrá. Það er samsvarandi hlutfall og þeg- ar stjórnarskráin var sam- þykkt. Fólk þreytist á kosning- um. Þaðgetur reynst hinu sanna lýðræði skeinuhætt." Ekkiherða að lýðræðinu Tillögur af þessu tæi geta vel verið réttar, og eru á kreiki ýmsar fleiri, sem hafa það markmið að tryggja fyrir kosningar raunveru- legan stuðning við framboð í forsetakosningum. í þing- kosningum er hinsvegar sjálfsagt að leggja sem allra minnsta hindrun í veg fram- boða, - þar eiga allar raddir að heyrast óháð fyrirfram- stuðningi. Það er líka rétt hjá BB að það er ekki gott fyrir lýð- ræðið að menn séu kallaðir þannig að kjörborði að þeim finnist ekki um neitt að kjósa, og gildir þá einu hvort það er forseti, alþingismenn eða sveitarstjórnir sem kosnar skulu. En þótt það megi hug- leiða að herða reglurnar, eða staðfæra þær til nútím- ans, má aldrei herða þær svo mikið að fari að herða að lýðræðinusjálfu. Það er sjálfsagt að hlusta á það sem Sigrún Þor- steinsdóttir hefur fram að færa, fræðast um persónu hennar og viðhorf. Þeir sem heillast geta sýnt það á kjör- dag. Þeir kjósendur sem ekki heillast eiga síðan kost þess að gefa Vigdísi Finnboga- dóttur volduga traustsyfir- lýsingu og sýna það í verki sem flesta grunar að hún hafi vaxið að vinsældum með hverjum degi á Bessa- stöðum. Og verði niðurstöðurnar á þann veg er alls óvíst að stuðningsmönnum Vigdísar hafi þótt kosningarnar snú- ast um ekki neitt, - og raun- ar kann að vera að Iokum að Vigdísi sjálfri þyki betra af stað farið en heima setið, meðal annars vegna þess að sigur hennar sumarið 1980 var mjögnaumur. -m þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, óttar Proppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson.TómasTómasson, ÞorfinnurÓmarsson(íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: JóhannesHarðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-ogafgreiðslustjóri:Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð:70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SIÐA - ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 14. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.