Þjóðviljinn - 14.06.1988, Page 5

Þjóðviljinn - 14.06.1988, Page 5
Frá aðalfundi SÍS 9. og 10. júní 1988 Atvinnulífið Rófitækar aðgerðir án tafar Vextir lœkkaðir. Byggðastofnun efld. Innflutningur takmarkaður. Iðnaðinum veitt aðstoð Alkunna er að mörg atvinnu- fyrirtæki eiga nú í miklum rekstr- arörðugleikum. Á það ekki hvað síst við um fyrirtæki á lands- byggðinni. Þessi mál komu eðli- lega mjög til umræðu á nýaf- stöðnum aðalfundi Sambands ísl. samvinnufélaga. Fyrir fundinum lágu og voru samþykktar tvær ályktanir, sem lutu að þessum málum, önnur frá Norður- Þingeyingum, hin frá stjórn SÍS. Fara þær hér á eftir: Aðalfundur Kaupfélags Norð- ur-Þingeyinga skorar á stjórnvöld að bregðast nú þegar við hinu alvarlega ástandi at- vinnufyrirtækja á landsbyggð- inni. f hinum dreifðu byggðum eru framleiðslufyrirtækin uppi- staðan í atvinnulífinu og eru þessi fyrirtæki að mestu rekin fyrir lánsfé þar sem aðstæður hafa ekki leyft að þau mynduðu eigið fé á síðustu árum. Fundurinn hvetur til að: 1. Vextir verði lækkaðir tafar- laust. 2. Byggðastofnun verði veitt stóraukið fjármagn til að lána framleiðslufyrirtækjum, sem standa höllum fæti, og þeim verði gert kleift að endurskipuleggja rekstur sinn. Að öðrum kosti verði komið á fót kreppulána- sjóði, sem hafi það að markmiði sís Stjórnin endurkosin Aðalstjórn Sambands ísl. sam- vinnufélaga er skipuð 9 mönnum. Á nýafstöðnum aðalfundi höfðu þrír þeirra lokið kjörtímabili sínu; Hörður Zóphaníasson, Val- gerður Sverrisdóttir og Þorsteinn Sveinsson. Öll voru þau endur- kjörin: Valgerður með 106 atkv., Hörður með 104 atkv. og Þor- steinn með 97 atkv. Varastjórnin var sömuleiðis endurkjörin: Helga V. Pétursdóttir með 75 atkv., Ólafur Jónsson mcð 74 atkv. og Dagbjört Höskuldsdóttir með 70 atkv. í stjórn Menningarsjóðs voru endurkjörin þau Eysteinn Jóns- son, sr. Sigurður Haukur Guð- jónsson og Dagbjört Höskulds- dóttir. Guðjón B. Ólafsson for- stjóri og Valur Arnþórsson stjórnarformaður eru sjálfkjörnir í stjórn sjóðsins. í jafnréttisnefnd hlutu kosningu þau Ásthildur Ól- afsdóttir, Dagbjört Höskulds- dóttir, Erling Áspelund og Hinr- ik Hinriksson. Fjölmargar fleiri kosningar fóru fram á fundinum þótt hér verði ekki raktar. - mhg. Könnun á vöruvali Á aðalfundinum flutti Páll Ilergþórsson eftirfarandi tillögu, sem var einróma samþykkt: „Aðalfundur SÍS... beinir því til stjórnarinnar að gangast fyrir könnun á því, hvert ætti að vera vöruval í verslunum kaupfélag- anna, svo að sem best verði fullnægt óskum fólks á hverju svæði og sem mestri hagkvæmni verði náð í versluninni." - mhg. að útvega hagkvæmt lánsfjár- magn til þeirra framleiðslufyrir- tækja, sem búa við erfiðust rekstrarskilyrði. 3. Gripið verði tafarlaust til ráða, sem duga til þess að draga úr hömlulausum innflutningi og eyðslu á gjaldeyri. Mörg kaupfélög eiga nú mjög í vök að verjast fjárhagslega. Ber margt til þess. Sumir telja að erf- iðleikar félaganna séu að nokkr- um hluta fólgnir í því, að þau séu of mörg og of smá. Því hafa sum kaupfélög þreifað fyrir sér um sameiningu. Hafa viðræður farið fram um það milli kaupfélaga á Suðurlandi og Norðausturlandi. í loftinu liggur að Kaupfélag Vestmannaeyja sameinist Kaup- félagi Árnesinga. Frekari sam- eining kaupfélaganna á Suður- landi er ekki í sjónmáli. Þá hefur verið rætt um samein- ingu Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík og Kaupfélags Norður- Þingeyinga á Kópaskeri. Þátt- taka Kaupfélags Eyfirðinga á . Akureyri í slíkri samsteypu hefur og komið til orða. Hvað úr þessu verður er enn ekki ljóst. Ýmsir telja þó að hér verði að fara að með fullri gát eins og fram kemur í eftirfarandi tillögu þeirra Magnúsar Finnbogasonar, Sig- urðar Þórólfssonar, Páls Lýðs- sonar og Þórhöllu Snæþórsdótt- ur. Var tillaga þeirra samþykkt á aðalfundinum og hljóðar svo: „Aðalfundur SÍS... hvetur for- ystumenn Sambandsins til var- færni í sameiningarmálum kaupfélaga þótt halli undan fæti í rekstri sumra þeirra. Fundurinn telur rekstrarhæfni fyrirtækja ekki þurfa að fara eftir stærð þeirra, eins og skýrslur um rekst- ur kaupfélaganna leiða í ljós. Huga þarf vel að þeim grunni, sem samvinnumenn í öllum byggðum landsins haa lagt að góðum tengslum við sín félög og bera með því ábyrgð á rekstri þeirra og samvinnusamstöðu í sinni byggð. Fundurinn hvetur sérstaklega 4. Gera þarf innlendum iðnaði kleift að standast samkeppni við innfluttar vörur. Tillaga stjórnar SÍS var á þessa leið: Aðalfundurinn skorar á Al- þingi og ríkisstjórn að gera tafar- til aukins samstarfs og samvinnu milli félaga um einstök verkefni og treystir stjórn Sambandsins til að koma samvinnuhreyfingunni á Fyrir fundinum lá tillaga frá aðalfundi Kaupfélags Þingeyinga þar sem lagt var til að hæstu laun sem greidd væru hjá samvinnu- hreyfingunni væru aldrei hærri en fjórföld miðað við þau lægstu. Fleiri ályktanir um launamál lágu fyrir fundinum. Þá höfðu og ýmsir orð á því - og átöldu - að leið kvenna til á- hrifastarfa innan hreyfingarinnar væri mun torsóttari en karla. Niðurstaða allítarlegra umræðna um þessi mál varð sú að sam- þykkt var eftirfarandi tillaga: laust ráðstafanir til að treysta at- vinnuvegi landsins og þá alveg sérstaklega til þess að styðja atvinnulífið á landsbyggðinni til sjávar og sveita. Þetta þarf að gera með raun- hæfri cg markvissri byggða- stefnu, sem miði að jafnvægi í þann hátt út úr tímabundnu ölduróti, samvinnumönnum og landsmönnum öllum til heilla." - mhg. “Fundurinn samþykkir að vísa framkomnum tillögum um launamál til nefndar, sem hafi það verkefni að undirbúa launamálastefnu fyrir samvinnu- hreyfinguna. Nefndin leggi málið fram til umræðu á aðalfundi Sam- bandsins á næsta ári. Nefndin verði skipuð þremur mönnum sem eftirfarandi fyrir- tæki skipa: Samband ísl. sam- vinnufélaga, Kaupfélag Reykja- víkur og nágrennis og Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri.“ - mhg. byggð landsins og öryggi allra landsmanna, bæði hvað snertir atvinnu og afkomu. Áhrifamikið tæki í þessum til- gangi væri lækkun vaxta og aukið fjármagn til eflingar atvinnu- rekstri og búsetu manna á lands- byggðinni. -mhg Launauppgjör Borðið verði hreinsaö Uppgjöri verði hraðað við þá menn, sem vikið varfrá störfum hjá Iceland Seafood Corporation Ekki hefur ennþá verið gengið frá launauppgjöri við þá menn, sem s.l. vetur var vikið frá störf- um hjá Iceland Seafood Corpor- ation, fisksölufyrirtæki SIS í Bandaríkjunum. Á aðalfundin- um kom fram og var samþykkt tillaga frá þcim Gísla Jónatans- syni og Þorsteini Sveinssyni um að því launauppgjöri verði hraðað eftir föngum: „Aðalfundurinn... samþykkir að beina þeim eindregnu tilmæl- um til stjórnar Iceland Seafood Corporation að hún gangi frá launauppgjöri þeirra manna, sem vikið var frá fyrirtækinu, svo fljótt sem auðið er, og að formað- ur stjórnar Sambandsins verði með við framangreint uppgjör." -mhg Búvörusamningarnir „Orð skulu standa“ Óþolandi að velta vandanum yfir á sláturleyfishafa Mcðal margs annars, sem deilt er um í því merkilega fyrirbæri, sem ncfnist ríkisstjórn íslands, eru búvörusamningarnir og framkvæmd þeirra. Norður- Þingeyingar leggja þar orð í bclg og barst frá þeim svohljóðandi til- laga, sem samþykkt var á aðal- fundi SÍS: Aðalfundur Kaupfélags Norð- ur-Þingeyinga... skorar á ríkis- stjórn og Alþingi, að standa við gefin fyrirheit varðandi fram- k/æmd búvörusamninga. Ljóst er að verulegar vanta á að fjár- magn sé nægilegt á fjárlögum til að standa við verðábyrgð ríkisins samkvæmt áðurnefndum samn- ingi. Alveg er'óþolandi að ríkissjóð- ur velti vandanum yfir á slátur- leyfishafa, sem nú eru að sligast undir þeim byrðum. Þarna er ver- ið að koma aftanað bændum, þar sem greiðsluerfiðleikar slátur- leyfishafa bitna fyrst og fremst á þeim.“ -mhg Frá v.: Valur Arnþórsson stjórnarformaður, Guðjón B. Ólafsson forstjóri, Jón Kristjánsson fundarstjóri og Ólafur Ragnar Grímsson. Sameining kaupfélaga Hvatt til varfæmi Málið til umrœðu sunnanlands og norðan. Sameining Kf. Vestmannaeyja og Kf. Árnesinga á nœsta leiti? Launamál Ný launamálastefna Kosin nefnd til að undirbúa hana. Launamunur innan samvinnuhreyfingarinnar verði aldrei meiri enfjórfaldur, segja Þingeyingar Þriðjudagur 14. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.