Þjóðviljinn - 14.06.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.06.1988, Blaðsíða 6
FLOAMARKAÐURINN TM sölu lítill, fallegur og sparneytinn Niss- an Micra, árgerð 1984, hvítur, ek- inn 24.000 km og vel meö farinn. Vetrardekk og útvarp fylgir. Verð kr. 250 þúsund, góður afsláttur ef bíllinn er staðgreiddur. Uppl. í síma 82806 e.kl. 19. Óska eftir að kaupa regnhlífakerru Upplýsingar í síma 11138 e.kl. 18. Tveir páfagaukar karl & kerling til sölu með búri, mat og fylgihlutum. Uppl. í s. 36822. Af vettvangi baráttunnar Tók einhver upp á segulband þáttinn „Af vettvangi baráttunn- ar" laugardaginn 4. júní sl., þar sem fjallaö var um atburðina í kringum Þorláksmessuslaginn? Ef svo er, viltu þá hafa samband við Guðmund í síma 688576 e.kl. 7 á kvöldin. Ti! sölu þvottavél 31/2 árs. Selst á hálfvirði. Uppl. í s. 656825. Notað þríhjól óskast gefins eða mjög ódýrt. Sími 13924. 21 árs stúlku frá Chile sem hefur verið hérna í nokkra mánuði vantar íhlaupavinnu eftir kl. 14 á daginn. Uppl. í s. 14888. Til sölu í Vogatungu 26, Kópavogi 2 innihurðir í körmum m/skrám og 3 fataskápar. Uppl. í s. 44186. Ódýr bílskrjóður í sæmilegu ástandi, óskast keyptur. Símí 22894 eftir kl. 18. Tii sölu eldavél, Ignis ísskápur og rúm. Sími 76726. Lada 1200 árg. '87 til sölu. Ekinn 10 þús. km. Dekurbíll. Aðeins staðgreiðsla, 150 þús. kr. kemur til greina (gangverð 170 þús.). Sími 21784. Húsgögn óskast fyrir Suðurafríku-samtökin. Okk- ur vantar borð, stóla, skrifborð og vegghillur. Vinsamlegast hafið samband í s. 19920. Tveir litlir hægindastólar til sölu Sími 78229 e.kl. 18. íbúö í Kaupmannahöfn 2ja herb. íbúð til leigu í Bronshoj í Kaupmannahöfn frá 26. júlí til ág- ústloka. Verð 3.500 d.kr. Upplýs. hjá Ingunni Björnsdóttur í sima 91-29718 (heima) eða 91-27033 (vinna). Þjóðbúningar til sölu peysuföt, upphlutur og kápa. Vil- borg, sími 35006. Til sölu Trabant station árgerð '87, ekinn 10 þús. km. Upplýs. ís. 12147 e.kl. 18. Tek að mér vélritun Vönduð og góð vinna. Haf ið sam- band við Guðbjörgu í síma 32929. Til sölu hjónarúm úr palesander með sambyggðum náttborðum og höfðagafli. Inn- byggð útvarpsklukka. Uppl. í s. 612116. Traktor til sölu International 450 m/ámoksturs- tækjum og húsi. Verð kr. 60.000. Uppl. í síma 99-8305. Til sölu örfá birkitré, 2-2V2 m. Verð kr. 1.200,- Uppl. í s. 43188 e.kl. 20.00. (búð í Amsterdam/f uglasöngur 3ja herbergja íbúð ásamt garði með dýrðlegum fuglasöng í ró- legu hverfi skammt frá miðbæn- um er til leigu í lengri eða skemmri tíma í sumar. Símar 34606 eða 52504. Óska eftir að kaupa notað karlmannareiðhjól. Uppl. í s. 82949 e.kl. 18. Óska eftir að taka 2ja-3ja herb. íbúð á leigu frá 1. ágúst. Meðmæli ef óskaðer. Uppl.ís. 15467e.kl. 19. Inga. Kettlingar fást gefins einn angóru og tveir venjulegir. Sími 18919 á kvöldin. Til sölu sem ný, Jill Mac barnakerra með skermi og svuntu. Uppl. í s. 688708. Kaupið kaffið sem berst gegn Apartheid. Tanz- aníukaffi frá Ideele Import. Uppl. í s. 621083. Skodi árg. '82 til sölu ekinn 60 þús. km. Er í þokkalegu ástandi. Selst ódýrt. Sími 21629. Gerum garðinn frægan Viltu láta gera hlutina strax? Hafðu samband við okkur. Tökum að okkur allt varðandi lóð þína. Okkarsérgrein: Hellulagnir, lagfærum, breytum og bætum. Málum, tökum að okkur minni- háttar tréverk o.fl. Vanir og vand- virkir menn. Sími 22894. Til sölu v/flutnings beykiborðstofuborð + 4 stólar. Fururúm 130 sm br. Bambus- hjónarúm 150 sm br. og 2 nátt- borð. Furuhillusamstæðaf. plötu- spilara + plötur. Hjólavagn f. grili og barnavagn. Sími 78264 e.kl. 18. Karlmann bráðvantar litla einstaklingsíbúð Einnig kemur til greina að gerast meðleigjandi með öðrum í stærri íbúð. Óruggar mánaðargreiðslur og eitthvað fyrirfram ef óskað er. Sími 611074. AEG eldvélahella með takkaborði til sölu vegna breytinga. Selst ódýrt. Sími 54547. Óska eftir að taka á leigu húsnæði fyrir hreinlegan listiðnað og námskeiðahald. Kjallaraíbúð eða bílskúr kemur til greina. Sími 25703. Trjáplöntur til sölu Alaskaösp80-150cm. Birki 80-130 cm. Reyniviður80-100. Dagstjarna blómstrar rauðu, fjölær. Uppl. í síma 681455. Dagmamma óskast frá 1. júlí. Helst í Laugameshverfi. Uppl. í síma 32413 á kvöldin. Vinnuherbergi Þarftu næði? Ertu að vinna að verk- efni í stuttan tíma? Vinnustofa mín í miðbæ Reykjavíkur, ca. 17 fm. er til leigu í a.m.k. 5 vikur frá 15. júní. Upplýsingar í síma 22705 f.h. og 623909 á kvöldin. Listahátíð 1988 Listahátíð 1988 ÖKUM EINS OG MENN! Aktu eins og þú vilt að aðrir aki! ú UMFERÐAR RÁÐ „Straumsnúðar" (1987), eitt af verkunum sem Kristján Guðmundsson sýnir í Nýlistasafninu. Listahátíð 1988 Nýtt foim - nýtt inntak Þrír fulltrúar framúrstefnunnar sýna í Nýlistasafninu Nýlistasafnið heldur upp á 10 ára afmæli sitt og Listahátíð með sýningu þriggja lista- manna, þeirra Donalds Judds, Richards Longs og Kristjáns Guðmundssonar. List þeirra er nokkuð frá- brugðin þeirri listsem yfirleitt ertil sýnis ísýningarsölum borgarinnar, og kannski helst hægt að kenna við f ramúr- stefnu, ef það er þá einhver ákveðin stefna í sjálfu sér. Donald Judd er fæddur 1928 í Excelsior Springs, Missouri. Hann stundaði listnám í New York árin 1947-53, og síðar nám í heimspeki og listasögu við Col- umbia University. Hans fyrsta einkasýning var í Panoras Gall- ery í New York 1957, en síðan hefur hann oftast sýnt hjá Leo Castelli þar sem er gamalt vígi framúrstefnumanna þar í borg. Reyndar rekur Judd sitt eigið listasafn, í Marfa, Texas, þar sem hann sétur eigin verk og annarra í fastar óskastöður (permanent in- stallations). Donald Judd er löngu orðinn heimsþekktur, og er verk hans að finna í öllum helstu listasöfnum Bandaríkjanna og Evrópu. Hann er maður hins hreina forms, sem þolir enga málamiðlun. Sjálfur hugleiðir hann listina og skrifar í einni af sínum mörgu greinum: - Ég hef alltaf kunnað illa við skiptinguna í form og inntak... Nýverið hvarflaði að mér að þessi óraunhæfa skipting væri bara hluti af stærri skiptingu í hugsun og tilfinningu. Skiptingin í form og inntak er hvorki í samræmi við reynsluna af listsköpun né reynslu áhorfandans af að skoða hana, sem helst svo mjög í hend- ur. Hún er líka jafn fjarstæð og skiptingin í hugsun og tilfinningu. Richard Long er fæddur 1945 í Bristol, Englandi. Hann stundaði nám við St. Martins School of Art í London, en var þá þegar byrjað- ur að vinna í myndlist af fullum krafti. Það má segja að hann hafi orðið stjarna um leið og hann hreyfði við fyrsta steininum, eða tróð sína fyrstu slóð. Jafnvel er talið að aldrei hafi verið gerð „þokkafyllri" bylting í listum en sú sem hann stóð að, enda var kjörorð hans: List mín er í eðli hlutanna. Long hefur haldið sýningar, og á verk, í öllum helstu listasöfnum heims. Auk þess hefur hann þótt ómissandi á öllum helstu sýning- um framúrstefnumanna síðan hann hélt sína fyrstu einkasýn- ingu í Dusseldorf árið 1968. Um list sína segir hann meðal annars: - Frelsið til að nota nákvæm- lega allt sem er sýnilegt og varan- legt hefur mikla þýðingu fyrir starf mitt. List getur verið skref eða steinn. Höggmynd, krot, texti, ljósmynd; öll form verka minna eru jafngild og vega hvert annað upp. Að þekkja athafnir mínar, í hvaða formi sem er, það er mér listin. List mín er kjarni reynslu minnar, ekki sýning á henni. Kristján Guðmundsson er fæddur á Snæfellsnesi 1941. Hann er sjálfmenntaður mynd- listarmaður, og hefur verið virk- ur í myndlistinni síðan hann hélt sína fyrstu myndlistarsýningu á Mokka, árið 1968. Kristján var einn helsti hvata- maður að opnun Gallerís Súm, sem hann veitti forstöðu fyrsta árið. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga, bæði hérlendis og erlendis, svo sem í nútímalista- söfnumí Amsterdam, Luzern og Brussel, auk þess sem hann hefur sýnt í galleríum bæði austan hafs og vestan. Hann hefur verið full- trúi íslands á ýmsum alþjóðj legum sýningum, meðal annars á Parísar- og Feneyjabiennalnum, auk þess sem hann sýndi í Pompi- dou listasafninu í París á opnun- arsýningunni 1977. Kristján hefur veitt góðan skerf til nútímalistar með bókum sínum, en um þær sagði hann meðal annars í viðtali við tímarit- ið Tening: - J?að sem ég vildi, var að gefa bókinni sem formi alveg nýtt inntak. Ráðast á hana frá öllum hliðum og virkja hana á kræfari og beinskeittari hátt en áður hafði tíðkast. ... beina henni í nýjan ljóðrænan farveg og fá þannig einhvers konar „renaiss- ance" í atómskáldskap. Sýningu þremenninganna lýk- ur þann 19. júní. Hún er opin virka daga kl. 16:00-20:00, og kl. 14:00-20:00 um helgar. „Án titils" (1985), eftir Donald Judd. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.