Þjóðviljinn - 14.06.1988, Side 7

Þjóðviljinn - 14.06.1988, Side 7
IÞROTTIR Og þetta hía... Kennslustund Beckenbauer þjálfari Þjóðverja var ekki par ánægður með leik sinna manna gegn ítölum: „Ég ætla að fara með varnarmennina inní búnings- klefa og kenna þeim undirstöðuatriði í varnarleik." Tennis England Sekt fyrir rassasýningu Níu leikmenn nýbakaðra bikarmeistara, Wimbledon, voru sektaðir fyrir rassasýningu sem þeir héldu fyrir áhorfendur í góð- gerðarleik þegar þeir tóku niður um sig buxurnar. Alan Cork, Dave Beasant, Andy Thorn, Brian Gayle, Terry Phelan, Dennis Wise, Lawrie Sanchez, John Scales og Eric Yo- ung voru sektaðir um upphæð sem nemur um 400.000 íslensk- um krónum. Þeir sögðu að um leikaraskap væri að ræða en aga- nefnd enska knattspyrnusam- bandsins tók ekki mark á því. Mikil átök voru að Hlíðarenda þegar Valsmenn tóku á móti Þórsurum í sínum fyrsta heimaleik. 1. deild Valsmenn ekki í vandræðum Hlynur Birgisson skoraði bœði mörk Þórs en það dugði ekki til Svíinn Peter Lundgren vann Skoska Tennismótið sem fram fór á grasvöll- um í Edinborg. Það tók hann 69 mín- útur að vinna Jakob Hlasek 6-3 og 7-5 sem færði honum sigur á mótinu og tæplega tvær og hálfa miljón í sigurlaun. Stefna Lundgren er nú sett á Wimbledonmótið sem fram fer síð- ar í þessum mánuði. McLaren ber höfuð og herðar (eða réttara sagt dekk og vél) yfir aðra bíla í keppni um besta bílinn í kappakstri. McLaren er með 68 stig, Ferrari 27, Lotus 12, Arrows 9, Benetton 9, Tyrrell 3, March 2 og Williams er á botninum með 1 stig. Má ekki ýta Paulo Di Rosola kom fyrstur í mark í Giro De Italia hjólreiðakeppninni en dómararnir úrskurðuðu hann úr keppni og sögðu að honum hefði ver- ið ýtt áfram af öðrum keppanda úr sama liði. Alessio Di Basco, sem kom annar í mark og er líka ftali, var því krýndur sigurvegari. það hefur borið við í tennis að einn einstaklingur fær mikla at- hygli. Til dæmis Björn Borg, Bor- is Becker og fleiri hafa fengið mikla umfjöllun að ógleymdum John McEnroe sem hefur gert margan skandalinn og stundum verið kallaður tennistrúður. Nú virðist vera kominn nýr tennistrúður fram í dagsljósið og kemur hann frá Bandaríkjunum, nánar tiltekið Las Vegas. Hann heitir Andre Agassi og er 18 ára. Hann er líkari brimbrettakappa en tenniskappa því hann keppir í stuttbuxum sem hann hefur klippt til sjálfur og hár hans er mikið litað. Hann vakti mikla aí- hygli í leik gegn Svíanum Mats Wilander á Opna franska meist- aramótinu í París þegar ,hann fékk lánaða regnhlíf hjá áhor- fanda þegar fór að rigna, lék Hlynur Birgisson kom Þórsur- um í tveggja marka forustu í fyrri hálfleik, en það dugði Þórsurum ekki því Valsmenn skoruðu fjögur mörk í þeim seinni sem dugði þeim til sigurs. Þórsarar fóru vel af stað með Kára sem tólfta mann. Guð- mundur Valur Sigurðsson komst einn innfyrir Vals-vörnina á 8. leikþátt þar sem hann þóttist múta línuverði og fagnaði með húrrahrópum þegar hann skaut í netið. Þjálfari hans Nick Bolletieri, sem hefur þjálfað hann frá 13 ára aldri, segir að þetta sé ekki leikaraskapur. Agassi sé aðeins átján ára og þessi hegðun sé eðli- leg unglingi á hans aldri enda borði hann helst á hamborgara- stöðum þegar hann keppir er- lendis. „Ég er ennþá að vaxa. Ég verð að taka mig á í sálfræðilegu hlið- inni í keppnum því þar er minn helsti veikleiki," segir Agassi. Hann hefur þó náð að skipa sér í fremstu röð tennisleikara í heiminum og þjálfari hans er hræddastur um að hann brenni út eins og oft gerist með unga tenn- issnillinga. -ste mínútu en var aðeins of seinn að skjóta og Guðmundur Baldurs- son varði frá honum laust skotið. Á 32. mínútu fengu Þórsarar horn, Guðmundur Baldursson kom út, en missti boltann frá sér og boltinn barst út í teig til Sigur- óla Kristjánssonar sem skaut í átt að markinu en hitti ekki ramm- ann. Hlynur var þá réttur maður á réttum stað og fullkomnaði fyrsta mark Þórs með góðu skoti. Hlynur bætti síðan öðru marki við á 41. mínútu með lúmsku skoti rétt fyrir utan vítateig sem fór yfir Guðmund Baldursson og í markið. í hálfleik hafði Kári félags- skipti, gekk til liðs við Valsmenn og má heita að Þórsarar hafi varla farið yfir miðju í síðari hálfleik. Steinar Adolfsson skoraði fyrsta Norsku deildirnar voru hvíldar um helgina og spiluð var 2. um- ferð í bikarnum því flestir eru uppteknir af Evrópukeppninni. Bæði Brann og Moss tókst þó að komast áfram. Brann-Varegg.............9-1 Varegg kemur úr 3.deild og léku Brannarar sér að þeim eins og markatalan sýnir. Teitur þjálf- ari var hinn kátasti eins og við var mark Vals á 54. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Vali Valssyni. Áfram sóttu Valsmenn og á 67. mínútu fengu þeir vítaspyrnu eftir að boltinn hafði farið í hönd- ina á einum varnarmanna Þórs. Hilmar Sighvatsson átti ekki í neinum vandræðum með að skora úr henni. Ingvar Guðmundsson kom Valsmönnum yfir með þrumu- skot eftir mikinn darraðardans inní vítateig Þórsara á 72. mín- útu. Jón Gunnar Bergs skoraði síð- an glæsimark skömmu fyrir leiks- lok þegar hann tók boltann á brjóstkassann, sneri sér við og þrumaði viðstöðulaust á markið og gulltryggði þar með Vals- mönnum sigurinn. -Ó.St. að búast og sagði að nú spilaði liðið eins og hann hefði lagt því fyrir. Moss-Örn...................1-0 Það var ekki mikill glæsibragur yfir Gunnari Gíslasyni og félög- um gegn þriðjudeildarliðinu. Ekkert mark var skorað í 90 mín- útur og það var ekki fyrr en í framlengingunni sem Moss tókst að merja sigur. -ste Hlíðarendi 13.júní Valur-Þór.....................4-2 0-1 Hlynur Birgisson 32.mín 0-2 Hlynur Birgisson 41 .mín 2-1 Steinar Adolfsson 54.mín 2- 2 Hilmar Sighvatsson(v)67.mín 3- 2 Ingvar Guðmundsson 72.mín 4- 2 Jón Gunnar Bergsson 87.mín Lið Vals: Guðmundur Baldursson, Þorgrímur Þráinnsson, Sigurjón Kristjánsson, Magni Blöndal, Jón Grétar Jónsson(Jón Gunnar Bergs 62.mín), Steinar Adolfsson, Guðni Bergsson, Hilmar Sighvatsson, Valur Valsson (Baldur Bragason 80.mín), Ingvar Guðmundsson, Tryggvi Gunnarsson. Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, BirgirSkúlason, Nói Björnsson, Krist- ján Kristjánsson (Páll Gíslason 71 .mín), Einar Arason, Halldór Áskelsson, Júlíus Tryggvason, Sig- uróli Kristjánsson (Sveinn Pálsson), Ólafur Þorbergsson, Hlynur Birgis- son, Guðmundur V. Sigurðsson. Dómari: Guðmundur Stefán Marías- son. Maður leiksins: Steinar Adolfsson Val. Staðan l.deitd ÍA...............5 3 2 0 8-2 11 KR...............4 3 1 0 10-3 10 Fram.............4 3 1 0 6-1 10 KA...............4 3 0 1 4-3 9 Valur............5 2 1 2 7-5 7 ÍBK..............5 1 2 2 7-8 5 Leiftur..........5 0 4 1 3-4 4 Víkingur........5 113 4-11 4 Þór..............4 0 2 2 4-7 2 Völsungur.........5 0 0 5 3-21 0 I kvöld Fótbolti Aðeins einn leikur er í Islandsmót- inu í kvöld. ( 2. deild kvenna leika Afturelding og FH og hefst leikurinn kl. 20.00 á Tungubökkum. Föstudagur 10. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Umsjón: Þorfinnur Ómarsson og Stefán Stefánsson Tennis Nýr tennistníður Unglingurinn Agassi dregur að sér athygli Noregur Basl hjá Moss íslendingaliðin áfram í bikarnum

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.