Þjóðviljinn - 14.06.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.06.1988, Blaðsíða 8
ÍÞROTTIR T0*&^ yss^ Vinningstölurnar 11. júní 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.061.189,- 1. vinn ingur var kr. 2.033.628,- og skiptist hann á milli 3ja vinnings- hafa, kr. 677.876,- á mann. 2. vinningur var kr. kr. 608.612,-og skiptist hann á 142 vinnings- hafa, kr. 4.286 á mann. 3. vinningur var kr. 1.418.949,- og skiptist á 4.683 vinningshafa, sem fá 303 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. l.deild Rauða spjaldið geröi utslagiö KA yfirspilaði 10 Völsunga Það gerði útslagið þegar Snæ- var Hreinsson gaf Bjarna Jónssyni duglegt spark í aftur- endann og fékk rautt spjald hjá Baldri Scheving að iaunum. Eftir að Völsungar voru orðnir 10 réðu KA-menn léttilega við þá og skor-4 uðu mark 7 mínútum síðar, 1-0. Fyrri hálfleikur var frekar tíö- indalítill og fór mest fram á miðj- unni en Völsungar voru meira með boltann. Björn Olgeirsson átti eina almennilega færið í fyrri hálfleik þegar hann tók lúmska aukaspyrnu úti við kantlínuna. Boltinn fór fyrir markið og rétt yfir en áhorfendur fögnuðu vel þeim sýndist boltinn sýndist fara inní markið. Akureyringarnir voru betri strax eftir leikhlé og færin létu á sér standa. Þegar 27 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik tók Snævar Hreinsson sig til, eftir að hafa átt í rimmu við Bjarna Jóns- son, og þrumaði í botninn á hon- um. Það kom fáum á óvart þegar hann fékk að sjá rauða spjaldið fyrir vikið og hann mátti vita það sjálfur. Eftir þetta misstu Völ- sungar mann úr sókninni og sköpuðu litla hættu en KA-menn sóttu af krafti. Á 79. mínútu ætl- aði Arnar Björnsson að gefa bolt- ann fyrir inní teig en boltinn fór rakleiðis yfir Þorfinn í markinu og í hliðárnetið 1-0, sérlega skemmtilegt mark þó að það hafi hálfvegis verið óvart. Enn fengu KA-menn færi þegar Stefán Viðarsson gaf laglega sendingu á Valgeir Barðason sem skaut rétt framhjá markinu og á 91. mínútu skaut Antony Karl hörkuskoti að Húsavíkurmarkinu en Þorfinnur var réttur maður á réttum stað. -kh/ste Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111 Akureyri 13.júni KA-Vðlsungur...................1 -0 (O-O) 1-0ArnarBjarnason......................79.mín Uð KA: Haukur Bragason, Arnar Freyr Jónsson, Arnar Bjarnason (Friðfinnur Her- mannsson 85. mín), Erlingur Kristjánsson, Jón Kristjánsson, Bjarni Jónsson, Gauti Laxdal, Örn Viðar Arnarson (Guðjón Þórð- arson 85. mfn), ÞorvaldurÖrlygsson, Valg- eir Barðason, Antony Karl Gregory. Liö Völsungs: Þorfinnur Hjartarson, Aðal- steinn Aðalsteinsson, Snævar Hreinsson, Helgi Helgason, Björn Olgeirsson, Thoo- dór Jóhannsson, Sveinn Freysson (Skarp- héðinn Ivarsson 78. mín), Éirfkur Björns- son, Guðmundur Þ. Guðmundsson, Stef- án Viðarsson, Grétar Jónasson (Jónas Hallgrimsson 82. mfn). Spjöld: Arnar Bjarnason KA gult og Snævar Hreinsson Völsungi rautt. Dómari: Baldur Scheving Maður leiksfns: Þorvaldur Örlygsson KA. -kh/ste l.deild Stórsigur Skagamanna Botninn datt úr Víkingsleiknum viðfyrsta affjórum mörkum Skagamanna Fyrri hálfleikur var frekar jafn og hefði hvort liðið sem var getað náð yfirhöndinni ef þau hefðu fengið færi á að skora. Lengi vel börðust bæði liðin í síðari hálfleik en við fyrsta mark Skagamanna datt botninn alger- lega úr leik Víkinga og í A bætti stöðugt við mörkum. Gunnar Jónsson skoraði fyrsta markið, en hann kom inná sem varamað- ur, Heimir næsta úr vítaspyrnu, Mjólkurbikarínn 2. umferð Augnablik missti niðrum sig Glutraði 3-2forystu niður Í8-3 tap á 20 mínútum Árvakur-Haf nir..............2-0 BÍ-Hveragerði...............3-1 Jálkarnir í Árvakri börðust að- Stefán Tryggvason er nú aðal- allega við vindinn í fyrri hálfleik hetjan á ísafirði því hann skoraði en í þeim síðari skoraði Björn öll mörk ísfirsku badminton- Pétursson beint úr aukaspyrnu og mannanna en Kristmann Björns- þar með vai pressan búin. Guð- son náði að pota inn einu fyrir mundur Jóhannsson bætti síðan Hveragerði. öðru við fyrir Árvakra. Grindavík-Ægir...........11-0 Augnablik-IBV...............3-8 j>aa var svipað uppi á teningn- Þegar 20 mínútur voru til leiks- um og í leik Augnabliks og ÍB V. loka var staðan 3-2 Augnabliki í Þegar 20 mínútur voru til leiks- vil. En úthald Blika var gersam- loka var staðan 3-0 en áðuren yfir lega búið og í hroðalegum lokak- lauk bættu Grindvíkingar við 8 afla misstu Augnabliksmenn alg- mörkum. Símon Alfreðsson erlega niður um sig og Vest- skoraði 4, Freyr Sverrisson 3 og mannaeyingar skoruðu 5 mörk í Júlíus Pétur Ingólfsson, Hjálmar röð og Tómas Ingi Tómasson þa- Hallgrímsson, Dagbjartur Will- raf4. ardsson og Páll Björnsson eitt hver. Ægismenn stóðu sig sæmi- FH-ÍR..............................4-0 lega en gekk engan veginn að Þetta var leikur einn fyrir nnna leiðina að markinu. Gaflarana eins og markatalan sýnir. Gamla brýnið Janus Guð- SelfOSS-Vlðir.................2-1 laugsson skoraði tvö markanna, Sigurmarkið kom í framleng- Guðmundur Magnússon eitt og ingu í hörkuleik þar sem Ingólfur Pálmi Jónsson eitt. Jónsson skoraði bæði mörk Self- yssinga. Sindri-Einherji...............0-3 Þetta var fjörugur leikur en Valur Rf.-Þróttur N.........0-1 VopnnYðingarnir voru aðeins Þr6ttur-Njarðvík .........2-0 betn. Njáll Eiðsson skoraði eitt ' mark en Kristján Davíðsson tvö. TÍndastÓII-KS................4-2 __________________________________________________________-ste 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. júní 1988 Ólafur Þórðarson það 'þriðja og Sigurður B. Jónsson innsiglaði sigurinn þegar skammt var til leiksloka. Akranes 13.júni í A-Vfkingur...............................4-0 1-0 Gunnar Jónsson 2-0 Heimir Guðmundsson (v) 3-0 Ólafur Þórðarson 4-0 Sigurður B. Jónsson Dómari: Ólafur Sveinsson Maður lelksins: Ólafur Þórðarson. -ste 0g þetta líka.. Úrslitin 1996 Belgar og Hollondingar vilja halda úrslitakeppni Evrópukeppninnar 1996 en það er í fyrsta sinn sem tvö lönd sameinast um keppnina. En Belgar eru enn í 10 ára banni eftir harmleikinn á Heysel leikvanginum þegar 39 fórust svo að óvíst er hvort þeir fái ósk sína uppfyllta. Loksins Fallkeppninni í Bundesligunni lauk í vikunni. Mannheim lék við Darmstadt og vann í vítaspyrnukeppni 5-4 eftir að liðin höfðu unnið sitthvora leikina, með jafna markatölu og ekkert mark skorað í sfðasta leiknum að loknum 90 mínútum. Mannheim verður því áfrflm í 1. deild, en þeir urðu í þrioja sæti í vetur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.