Þjóðviljinn - 14.06.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.06.1988, Blaðsíða 10
n Á morgun Það kannast allir við orðatiltækið „ámorgunsegirsálati". Flestir hafa heyrt þessi orð af vörum for- eldra sinna sem beita orðatiltæk- inu viö að rota öll rök fyrirfrestun heimanámsins. Þáersástrákur varla til sem ekki ætlar að taka til í herberginu sínu á morgun. Þeir sem löguðu til í gær eiga annað- hvort afmæli í dag eða hefur verið mútað með einhverjum hætti. íslendingar eru sá þjóðf lokkur sem öðrum fremur lifir lífinu mjög takmarkað í dag - í líf i íslendinga á allt að gerast á morgun. Ekki er Ijóst hvort þetta stafar af leti. En ef svo er þá er það leti af einhvers konarheimspekilegumtoga- lífsleti eða leti til vitsmunalegs lífs. íslendingareru nefnilega mjög iðnir í sinni leti og eru upp- teknir frá morgni til kvölds við að undirbúa morgundaginn. Það skiptir ekki nokkru máli hvort (slendingareru á háum eða lágum launum, þeireru allirjafn- latiríþessum skilningi. Lág- launamaðurinn hefurengan tíma til að lifa lífinu í dag. Hann hefur ekki umráðarétt yfir nema litlum hluta af klukkustundum daganna og þærfáu stundir sem hann hef- urútaffyrirsigfaraíhvíld. Fjöl- skyldan hittist dauðþreytt að kvöldi og hinn langþráði morg- undagur, þegar lífinu skal lifað, kemuraldrei. Svo eru það þeir íslendingar sem ekki þurfa að eyða meiri- hluta síns tíma í brauðstrit. Þeir eru einnig uppteknir af morgun- deginum. Þeir haf a varla lokið við að greiða myndbandstækið þeg- aralgerlega nauðsynlegt verður að kaupa afruglara eða örbylgju- ofn eða bara eitthvað sem nág- ranninn hefur keypt og þal. gert lífsnauðsynlegt. Hvort sem menn eru efnaðireða ekki snúast allir dagar um að standa undir ein- hverjum fjárf estingum Vissulegaerfólkigertmiserfitt að ástunda líf ið í dag í stað þess aðfrestaþvítil morguns. Marx gamli kallaði þetta firringu og skipti engu máli í hvaða stétt menn voru; verkamaðurinn og kapítalistinn voru báðir jafnfirrtir. Ef spámenn um f ramhaldslíf haf a rétt fyrir sér er hinn staður- inn troðf ullur af íslendingum sem naga sig í handarbökin yfir því að hafa eytt lífdögunum sínum á bið -stofu morgundagsins. Heimir I dag er 14. júní, þriðjudagur í áttundu viku sumars, tuttugasti og fimmti dagurskerplu, 166.dagurársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 2.57 en sest kl. 24.00. Nýtt tungl. Viðburðir Nót, sveinafélag netagerðar- manna, stofnað 1938. Þjóðviljinn f yrir 50 árum „ Við munum berjast þar til yfir lýkur." íslendingur lýsir lífinu á Austurvígstöðvunum á Spáni. Kaf li úr bréfi f rá félaga Hallgrími Hallgrímssyni, sergent íspánska lýðveldishernum. UM UTVARP & SJONVARP l Út í auðnina Sjónvarpið kl. 21.40 Sjónvarpið sýnir í kvöld fyrsta þáttinn af fjórum í áströlskum myndaflokki sem fengið hefur nafnið Út í auðnina. Verðmætri hálsfesti er rænt og verða þjófanir tveimur mönnum að bana. Þeir leggja á flótta og taka unga hjúkrunarkonu sem gísl. Leið liggur um auðnir Ást- ralíu og verður flóttinn að baráttu upp á líf og dauða. Þættir þessir byggja á sögu Evans Green. Guðrún Gísladóttir fer með hlufverk blaðakonunnar. Síðkvöld í blokk I kvöld fáum við að fylgjast með ungri hjúkrunarkonursem tekin ersem gísl og farið með út í auðn Ástralíu. Rás 1. kl.22.30 í kvöld verður endurflutt leikrit- ið „Blokk" eftir Jónas Jónasson í leikstjórn Maríu Kristjánsdóttur. Leikritið gerist síðla kvölds í blokkaríbúð blaðakonunnar Evu, sem er að reyna að berja saman viðtal við þekkta fjöl- miðlakonu. Það veitist henni þó ekki auðvelt, því ýmsir knýja dyra, og sjálf er hún ekki alls kostar sátt við það sem hún er að gera. Tónn verksins er í senn kaldhæðinn og hlýlegur og er yfirborðsmennsku fjölmiðla- heimsins þarna teflt gegnt ein- manaleika stórborgarbúans í leit hans að félagsskap og lífsfyllingu. GARPURINN KALLI OG KOBBI Skrýtið þetta með dauðann, Kobbi, Af hverju dó litli þvottabjörninn? Hann gerði ekkert af sér. Og svona lítill! Hvaða vit var í að setja hann í heiminn og taka hann strax aftur?!? Þaðerannaðhvort tilviljun eða óþverraskapur og mér finnst hvort tveggja jafn hræðilegt. Þokkalegt umræðuefni nótt eftir nótt! FOLDA Já, hrósaðu bara happi. Við sem erum smávaxin eigum ekki að þurfa að umgangast fólk meðj mikilmennskubrjálæði. 10 SÍÐA - WÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.