Þjóðviljinn - 14.06.1988, Page 10

Þjóðviljinn - 14.06.1988, Page 10
í DAG Á morgun Það kannast allir við orðatiltækið „ámorgunsegirsá lati“. Flestir hafa heyrt þessi orð af vörum for- eldra sinna sem beita orðatiltæk- inu við að rota öll rök fyrir frestun heimanámsins. Þáersástrákur varla til sem ekki ætlar að taka til í herberginu sínu á morgun. Þeir sem löguðu til í gær eiga annað- hvort afmæli í dag eða hefur verið mútað með einhverjum hætti. íslendingar eru sá þjóðflokkur sem öðrum fremur lifir lífinu mjög takmarkað í dag - í lífi íslendinga á allt að gerast á morgun. Ekki er Ijóst hvort þetta stafar af leti. En ef svo er þá er það leti af einhvers konar heimspekilegum toga- lífsleti eða leti til vitsmunalegs lífs. (slendingareru nefnilega mjög iðnir í sinni leti og eru upp- teknir frá morgni til kvölds við að undirbúa morgundaginn. Það skiptir ekki nokkru máli hvort íslendingar eru á háum eða lágum launum, þeireru allirjafn- latir í þessum skilningi. Lág- launamaðurinn hefur engan tíma til að lifa lífinu í dag. Hann hefur ekki umráðarétt yfir nema litlum hluta af klukkustundum daganna og þær fáu stundir sem hann hef- ur út af fyrir sig fara í hvíld. Fjöl- skyldan hittist dauðþreytt að kvöldi og hinn langþráði morg- undagur, þegarlífinu skal lifað, kemuraldrei. Svo eru það þeir íslendingar sem ekki þurfa að eyða meiri- hluta síns tíma í brauðstrit. Þeir eru einnig uppteknir af morgun- deginum. Þeir hafa varla lokið við að greiða myndbandstækið þeg- ar algerlega nauðsynlegt verður að kaupa af ruglara eða örbylgju- ofn eða bara eitthvað sem nág- ranninn hefurkeypt og þal. gert lífsnauðsynlegt. Hvortsem menn eru efnaðir eða ekki snúast allir dagar um að standa undirein- hverjum fjárfestingum Vissulega erfólki gert miserfitt að ástunda lífið í dag í stað þess að f resta þvi til morguns. Marx gamli kallaði þetta firringu og skipti engu máli í hvaða stétt menn voru; verkamaðurinn og kapítalistinn voru báðir jafnfirrtir. Ef spámenn um framhaldslíf hafa rétt fyrir sér er hinn staður- inn troðfullur af íslendingum sem naga sig í handarbökin yfir því að hafa eytt lífdögunum sínum á bið -stofu morgundagsins. Heimir í dag er 14. júní, þriðjudagur í áttundu viku sumars, tuttugasti og fimmti dagurskerplu, 166.dagurársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 2.57 en sest kl. 24.00. Nýtt tungl. Viðburðir Nót, sveinafélag netagerðar- manna, stofnað 1938. Þjóðviljinn fyrir 50 árum „Við munum berjast þar til yfir lýkur." íslendingur lýsir lífinu á Austurvígstöðvunum á Spáni. Kafli úr bréfi frá félaga Hallgrími Hallgrímssyni, sergent í spánska lýðveldishernum. UM UTVARP & SJONVARP Út í auðnina Sjónvarpið kl. 21.40 Sjónvarpið sýnir í kvöld fyrsta þáttinn af fjórum í áströlskum myndaflokki sem fengið hefur nafnið Út í auðnina. Verðmætri hálsfesti er rænt og verða þjófanir tveimur mönnum að bana. Þeir leggja á flótta og taka unga hjúkrunarkonu sem gísl. Leið liggur um auðnir Ást- ralíu og verður flóttinn að baráttu upp á líf og dauða. Þættir þessir byggja á sögu Evans Green. Guðrún Gísladóttir fer með hlutverk blaðakonunnar. Síðkvöld í blokk I kvöld fáum við að fylgjast með ungrí hjúkrunarkonur sem tekin er sem gísl og farið með út í auðn Ástralíu. Rás 1. kl.22.30 (kvöld verður endurflutt leikrit- ið „Blokk“ eftir Jónas Jónasson í leikstjórn Maríu Kristjánsdóttur. Leikritið gerist síðla kvölds í blokkaríbúð blaðakonunnar Evu, sem er að reyna að berja saman viðtal við þekkta fjöl- miðlakonu. Það veitist henni þó ekki auðvelt, því ýmsir knýja dyra, og sjálf er hún ekki alls kostar sátt við það sem hún er að gera. Tónn verksins er í senn kaldhæðinn og hlýlegur og er yfirborðsmennsku fjölmiðla- heimsins þarna teflt gegnt ein- manaleika stórborgarbúans í leit hans að félagsskap og lífsfyllingu. GARPURINN KALLI OG KOBBI Það erannaðhvort tilviljun eða óþverraskapur og mér finnst hvort tveggja jafn hræðilegt. Þokkalegt umræðuefni, nótt eftir nótt! FOLDA 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 14. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.