Þjóðviljinn - 14.06.1988, Síða 13

Þjóðviljinn - 14.06.1988, Síða 13
ERLENDAR FRETTIR Frakkland Sósíalistar ekki með meirihluta Bœttu samt við sig 62þingscetum. Mikilóvissa ífrönskum stjórnmálum. Minnihlutastjórn sósialista likleg niðurstaða. Le Pen og félögum sparkað afþingi Urslit í kosningunum í Frakk- landi á sunnudaginn komu mjög á óvart. Sú staða sem nú er uppi í frönskum stjórnmálum hcfur aldrei áður komið upp þ.e. að enginn einn flokkur hefur styrk til þess að mynda stjórn. Um 30% kjósenda sátu heima og þeir virðast búnir að fá meira en nóg af kosningum. Þetta var fjórða og síðasta hrinan á rúmum mánuði. Úrslitin á sunnudagskvöld voru túlkuð af hægra kosninga- bandalaginu sem ósigur Mitterr- ands forseta og af sósíalistum sem sigur fyrir vinstri menn. Sósíalist- ar fengu 276 þingsæti og bættu því við sig 62 þingsætum frá síðustu kosningum 1986. Þá vantar að- eins 13 þingsæti til að ná hreinum meirihluta í franska þinginu. Kommúnistar fengu 27 þingsæti og töpuðu ekki nema 8 þingsæ- tum. Þeim hafði verið spáð miklu afhroði og ef til vill hefur það bjargað þeim. Þeir hafa nú í raun betri möguleika en áður til þess að láta til sín taka á franska þing- inu. Vinstri flokkarnir hafa því samanlagt 303 sæti á þingi. Miðju- og hægriflokka kosn- ingabandalagið fékk samanlagt 271 þingsæti og tapar því 24 þingsætum frá 1986. í fyrsta skipti fá miðjumenn UDF fleiri þingmenn kjörna en gaullistar RPR, fengu nú 129 menn kjörna á móti 126 hjá RPR. Hægri öfga- flokkur Le Pen, National Front, þurrkaðist út af þinginu og fékk aðeins einn mann kjörinn en hafði 32 áður. Foringjar kynþátt- afordóma og ófrelsis eru því komnir í útlegð í bili. Að vissu leyti eru þessi úrslit ósigur fyrir Francois Mitterrand miðað við það sem hann ætlaði sér með þessum kosningum. En menn mega ekki gleyma því að það er bandalag hægri- og miðju- flokka sem tapar hreinum meiri- hluta og að sósíalistar vinna heil 62 þingsæti. Þeir hafa því með kommúnistum hreinan meiri- hluta. Þettaerbreytingin frá 1986 og þingkosningar eru annað en forsetakosningar í Frakklandi. Hér verður líka að hafa það hugfast, að þó að sósíalistar og bandalag hægri- og miðjuflokka séu svona hnífjafnir í útkomu þessara kosninga þá er mikill munur þarna á. Sósíalistaflokk- urinn er samstilltur og heilsteyptur flokkur en kosninga- bandalag hægri og miðjuflokka gæti tvístrast. Miðjuflokkur Reymonds Barres er líklegur til að kljúfa sig út. Þá er einnig leið- togastríð í gangi á milli foringja þessara flokka. Allra augu mæna á Mitterrand. Hvað gerir hann í þeirri stöðu sem upp er komin í frönskum stjórnmálum? Hann hefur talað um að opna nýjar leiðir í franskri pólitík. Hefur hann fengið upp í hendurnar tækifæri til að hrinda Michel Rocard, sósíalisti, myndar líklega fyrstu minnihlutastjórn 5. lýðveldisins. þeirri hugmynd í framkvæmd? Talað er um að hann hafi aðeins þrjá kosti um að velja. í fyrsta lagi mögleikinn á að fá stuðning kommúnista við stjórnina. Þessi möguleiki virðist nú úr sögunni eftir yfirlýsingu Georges Marcha- is, leiðtoga kommúnista í gær. Hann sagði að þeir myndu styðja sósíalista til góðra verka en tækju ekki þátt í ríkistjórn. Annar möguleiki er fyrir hendi og hann er sá, að sósíalistar geri sam- komulag við miðjuflokka. Slíkt bandalag verður hins vegar ekki myndað án erfiðleika, það tæki tíma. Þriðji og síðasti mögu- leikinn og einnig sá líklegasti er, að sósíalistar myndi minnihluta- stjórn undir forystu Michels Roc- ards. Slík stjórn gæti setið ein- hvern tíma og hægt er að verja hana falli þar sem hreinan meiri- hluta þarf til að vantrauststillaga nái fram að ganga á þinginu. Eins og kunnugt er spáðu flest- Allra augu mæna á Francois Mitterrand. ar skoðanakannanir sósíalistum meirihluta fyrir kosningarnar. Því má segja að skoðanakann- endur hafi beðið skipbrot í frönsku kosningunum ásamt Nat- ional Front. Víst er að vinstri menn í Frakklandi fagna því að hinn hægri sinnaði þjóðernis- flokkur fékk hvergi lyklavöld, ekki einu sinni f Marseille, höfuð- vígi sínu. e.m.j./-gsv Filippseyjar Ránsfengurinn Marcosar sóttur Aquino íEvrópuferð. Féð verður notað í landbúnaðaráœtlun stjórnvalda Corazon Aquino forseti Filipps- eyja er nú í sinni fyrstu heim- sókn til Evrópu. A ferð sinni kem- ur hún til Sviss og Italíu og reynir að semja við stjórnvöld um að fé það sem Marcos rændi af þjóð sinni komi til baka. Við brottför- ina frá Filippseyjum bað hún samherja sína að gæta sín á öflum sem vilja koma í veg fyrir þær breytingar sem stjórn landsins leggur nú kapp á að undirbúa. Aquino hefur fulla ástæðu til þess að setja herinn í viðbragðs- stöðu nú þegar hún yfirgefur landið því ætíð þegar hún hefur farið af landi brott hafa borist fréttir af tilraunum til valdaráns. Stuðningsmenn Marcosar eru enn að og nota hvert tækifæri til þess að höggva. Auðæfi Filippseyinga söfnuð- ust á hendur fyrrverandi forseta landsins eins og kunnugt er og höfnuðu að lokum í bönkum víða um heim. Nú hefur svissneskur dómari skipað svo fyrir að fé á einum slíkum reikningi skuli yfir- færast á ríkissjóð stjórnarinnar á Filippseyjum. Fjárhæð þessi nemur um 50 miljónum banda- ríkjadala sem eru Cantonbank- anum í Fribourg. Lögfræðingar Marcosar hafa 10 daga til að skjóta þessum úrskurði til hæsta- réttar í Sviss. Stjórnvöld í Manilla telja að Marcos hafi komið um einum miljarði dollara undan í 20 ára stjórnartíð sinni. Reynt er nú að ná til þessara auðæfa til að fjár- magna fyrirhugaðar breytingar í landbúnaði á Filippseyjum. Her landsins hefur að undan- förnu gert harða atlögu að skæru- liðum í landinu. Stuðningsmenn Marcosar innan hersins hafa að undanförnu gert nokkrar tilraun- ir til valdatöku en engar blóðsút- hellingar hafa hlotist af. Þá hefur herinn handtekið skæruliða kom- múnista og þar á meðal tvo Evr- ópumenn sem eru ákærðir fyrir að hafa skipulagt morð og mannrán á hermönnum. Reuter/-gsv Noregur Andlitslyfting á stjóminni Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, hefur gert breytingar á stjórn sinni en kannanir sýna að flokkur hennar, Verkamannaflokkurinn, hefur tapað fylgi að undanförnu. Kosn- ingar eru í Noregi í haust og með þessari breytingu er forsætisráð- herrann að undirbúa jarðveginn og freistar þess að vinna tiltrú kiósenda á ný. í stjórninni eru áfram átta kon- ur sem er heimsmet eins og kunn- ugt er. Minnihlutastjórn Verka- mannaflokksins varð að láta í minnipokann á þinginu í flugvall- armálinu í síðustu viku og sam- gönguráðherrann sagði af sér. Norska þingið vildi byggja nýjan millilandaflugvöll en stjórnin ætl- aði sér að byggja við þann gamla. Núna er Jan Balstad sam- gönguráherra, Kristi Kolle Gro- endahl er utanríkisráðherra, Mary Kvidal er menntamálráðherra, fyrrverandi samgönguráðherra, Kjeld Borg- en, er nú ráðherra sveitarstjórna- og bæjarmála og Einrid Halvors- en kemur inn sem ráðherra neytendamála í staðinn fyrir Anne-Lise Bakken. Reuter/-gsv. Armenía Verkföll og andóf Corazon Aquino er að færa þjóð sinni aftur það fé sem þrjóturinn. Marcos stal af henni. Mikil spenna ríkir nú í Kákas- usríkjunum Armeníu og Az- erbaijan þar sem íbúar andæfa þeirri fyrirætlan sovéskra stjórnvalda að breyta landamær- um ríkjanna Nagorno-Karabakh, fjallahér- að í Kákasus, hefur verið undir stjórn Azerbaijan allt frá 1923, en yfir 75% íbúanna eru Armen- ar. Þeir vilja sameinast hinni eiginlegu Armeníu og íbúar í höf- uðborginni Yeravan hafa látið mikið á sérbera að undanförnu. í febrúar tók um ein miljón íbúa þátt í mótmælunum og um 30 manns létust í átökum sem áttu sér stað þá. Núna er um hálf milj- ón manna í verkfalli. Verkföllin nú voru ekki skipulögð, þau spruttu af sjálfu sér. Einn lögreglumaður hefur lát- ist af skotsárum, en ekki er ljóst hvort þar var um slys að ræða eða manndráp af yfírlögðu ráði. Armenar ætla sér að láta reyna á umbótastefnu Gorbatsjovs og krefjast þess að stjórnvöld í Mos- kvu fari að vilja fólksins í hinu fornafræga Kákasusríki. Reuter/-gsv Sumarferðin 88 Síminn er 17500

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.