Þjóðviljinn - 14.06.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 14.06.1988, Blaðsíða 14
Laugarvatnsstúdentar Framhaldsaðalfundur og árshátíð Nemendá- sambands M.L. verður haldinn fimmtudaginn 16. júní í Súlnasal Hótel Sögu og hefst kl. 19.00. Matur verður framreiddur kl. 20.00. Þátttöku í borðhaldi og dagskrá þarf að tilkynna í kvöld. Miðapantanir eru í kvöld í síma 15404 (Ólafur) og hjá bekkjarfulltrúum. Eftir borðhald og dagskrá um kl. 22:00 verða miðar seldir við innganginn. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd tæknideildar Borgarspítalans óskar eftir tilboðum í múrhúðun útveggja eldri byggingar Grensás- deildar Borgarspítalans og viðgerð garðveggja. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 21. júní kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sírrii 25800 íbúð Undirrituð óskar eftir 2-3ja herbergja íbúð til leigu fyrir hafnfirsk hjón með 2 börn. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Upplýsingar í síma 53444 hjá Kolbrúnu Oddbergsdóttur. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir maímánuð er 15. júní '88. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Útboð - lóðargerð Samband íslenskra samvinnufélaga, Sölv- hólsgötu 4, 101 Reykjavík, óskar eftir tilboði í frágang á lóð við væntanlegt skrifstofuhús að Kirkjusandi í Reykjavík. Um er að ræða m.a. eftirtalda verkþætti: - Fyllingar, um 3.000 m3 - Malbik, um 3.500 m2 - Kantsteinar, um 600 m - Hellulögn, um 1.600 m2 - Snjóbræðslulögn um 6.600 m Verkið skal hefjast í lokjúní 1988 og skal því lokið 15. október 1988. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sig- urðarThoroddsen hf., Ármúla4, Reykjavík, gegn 5.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til VST hf., Ármúla 4, 108 Reykjavík, fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 28. júní 1988 en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóöendum sem þess óika. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSÉN sf ÁRMÚLI 4 REYKJAVlK SlMI 84499 v Notaðu A endurskinsmerki og komdu heil/l heim. Auðir stólar á fundi Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Fulltrúar sjómanna hundsa fundi ráðsins vegna óá- nægju með fiskverð. Rœkja Gamla verðið gildir Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda: Meðalverð rækju um 59 krónur. Verðlagsráð skásti kosturinn til verðákvörðunar. Góð rœkjuveiði á djúpslóð. Tregtá grunnslóð Ameðan rækjudeild Verð- lagsráðs sjávarútvegsins er óstarfhæf vegna fjarveru fulltrúa sjómanna er gert upp á gamla verðinu sem ákveðið var fyrr í vetur og er það að meðaltali rúm- lega 59 krónur fyrir kílóið. Að sögn Lárusar Jónssonar framkvæmdastjóra Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda var búið að halda tvo fundi í ráðinu um nýtt verð fyrir rækju og hörp- udisk án árangurs áður en mót- mæli sjómanna settu mark sitt á starfsemi ráðsins. Hann sagði að Verðlagsráðið væri skásti kostur- inn við að ákveða verðið hverju sinni og sagðist ekki sjá í fljótu bragði aðrar leiðir til þess. Lárus sagði að engar veiðar væru stundaðar á hörpudisk í dag og yrðu ekki fyrr en í fyrsta lagi í haust. Ástæðan er fyrst og fremst vegna frámunalélegra markaðs- aðstæðna á hörpudisknum og var mikið tap á vinnslu og veiðum síðast þegar eitthvað var unnið og veitt af honum, en aðalvinnslu- og veiðisvæðið er fyrir vestan á Breiðafirði. Veiðar á djúprækju hafa gengið vel upp á síðkastið en ver- ið tregar á grunnslóð. Lárus sagði að rækjumarkaðurinn væri þessa stundina í jafnvægi þó svo að verðið hefði örlítið lækkað frá áramótum. Markaðshlutdeild Norðmanna hefur minnkað frá því sem áður var en á sama tíma hefur hlutur Dana, Færeyinga og Grænlendinga aukist. Samanlagt hefði þó hlutdeild rækju frá Norðurlöndum minnkað á mark- aðnum er stafar af miklum sam- drætti í rækjuveiðum Norð- manna. Þá hafa Kanada- og Banda- ríkjamenn verið að sækja í sig veðrið í rækjuveiðum. -grh Sameining sveitarfélaga Dalamenn í eina sæng Kosið um að gera Dalasýslu að einu sveitarfélagi. Sveitarstjórnarmönnum munfækka úr34 í 7 Deildar meiningar um málið Iforsetakosningunum 25. júni nk. munu Dalamenn einnig kjósa um það hvort sameina eigi sveitarfélögin átta í Dalasýslu í eitt. Síðan 9. desember 1986 hef- ur verið starfandi samstarfs- og sameiningarnefnd sveitarfélaga í Dalasýslu.Hefur hvert sveitarfé- lag átt tvo fulltrúa í nefndinni.Að sögn Sigurðar Rúnars Friðjóns- sonar, oddvita í Búðardal, hefur nefndin gengið frá samþykkt um málið. íbúar Dalasýslu eru nú 1013, og skiptast þannig milli hreppa, að íbúar í Búðardal og sveitinni í kring eru um 400, sveitarfélögin Haukadalur, Hörðudalur og Skarðsströnd með 50 íbúa hvert, Saurbæjarhreppur er með 120 íbúa, Fellsströnd og Hvammsveit með 80 hvor og Miðdalahreppur með 120 íbúa. Sigurður Rúnar sagði í samtali við blaðið, að auðvitað væri þetta umdeilt mál. „Búðardalur er óneitanlega langstærsta byggðin og ekkert óeðlilegt við, að menn óttist að valdið færist hingað. Stjórnsýslan mun öll færast hing- að. Oddvitar munu í sjálfu sér missa lítið, því að fyrirhuguð gjaldheimta mun hvort eð er taka alla innheimtu úr þeirra höndum. Sveitarstjórnarmönnum mun hinsvegar fækka úr 34 í 7, sagði Sigurður Rúnar. Ljóst er að málið er umdeilt og ýmsir munu missa spón úr aski sínum. Að sögn Sigurðar hefur hvert sveitarfélag hinsvegar neitunarvald, ef meirihluti í ein- hverju sveitarfélaginu kýs á móti sameiningunni, en það kemur ekki í veg fyrir að af sameiningu hinna geti orðið. gjh Húsafell Allt unnið fyrir gýg Engin samkoma um verslunarmannahelgina Það er Ijóst að sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu hefur gert okkur afar mikinn óleik með þessum afarkostum sem hann hefur sett fram vegna fyrirhugaðs skemmtanahalds í Húsafelli um nk. verslunarmann- ahelgi og sem gerir okkur með öllu ókeift að halda hana. Frá okkar bæjardyrum séð er hér um að ræða tilræði við fjáröflun UMSB og vegið að uppbyggingu ferðaþjónustu í héraðinu, sagði Gísli Einarsson ritari UMSB við Þjóðviljann. Ungmennasamband Borgar- fjarðar og Björgunarsveitin Ok hafa fallið frá fyrirhuguðu sam- komuhaldi í Húsafelli um nk. verslunarmannahelgi. Undirbún- ingur var vel á veg kominn og búið að leggja gífurlega vinnu í skipulagningu o.fl. Að sögn Gísla Einarssonar eru það einkum eftirfarandi kröfur sýslumanns um skemmtanaleyfi á Húsafellssvæðinu sem mótshöld- urum þykja óaðgengilegar: Löggæslukostnaður upp á tæpar 3 milljónir króna, aldurstakmark bundið við 16 ár, áfengisbann ofl. Ekki náðist í Rúnar Guð- jónsson sýslumann í gær til að heyra sjónarmið embættisins á þessu máli. -grh 14 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þrlðjudagur 14. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.