Þjóðviljinn - 14.06.1988, Side 15

Þjóðviljinn - 14.06.1988, Side 15
Atvinnuástandid Betra en vænta mátti Vinnumálaskrifstofan: Meira atvinnuleysi meðal kvenna en karla. Aukning á atvinnuleysi á Norðurlandi vestra, Vestur- landi og á Suðurlandi r Iyfirliti um atvinnuástandið á landinu í maímánuði sl. frá Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins kemur fram að mun minna hefur dregið úr þen- slu á vinnumarkaðnum en vænta mátti og kemur sú niðurstaða heim og saman við könnun Þjóð- hagsstofnunar og Vinnumála- skrifstofunnar á horfum á vinn- umarkaði og þörf fyrirtækja fyrir vinnuafl sem nýlega hefur birst. í maímánuði sl. voru skráðir tæplega 12 þúsund atvinnuleysis- dagar á landinu öllu. Þetta svarar til þess að 544 hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mán- uðinum eða 0.4% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Skráðum atvinnuleysisdögum fækkaði frá mánuðinum á undan um 2 þúsund eða 15%. Mest dró úr atvinnuleysi hjá körlum eða um 27% en konum á skrá fækk- aði aðeins um 7% og var það 65% af skráðu atvinnuleysi í maímán- uði hjá konum. Þegar litið er til landsins alls voru skráðir atvinnuleysisdagar í maí 3 þúsund fleiri en í sama mánuði í fyrra. Þessi aukning atvinnuleysis milli ára átti sér einkum stað í þremur landshlut- um þ.e. á Norðurlandi vestra, Vesturlandi og á Suðurlandi en þessi svæði hafa öll orðið fyrir því að sauma- og/eða prjónastofur hafa hætt starfsemi sinni á um- ræddu tímabili og skýrir m.a. óvenju hátt hlutfall kvenna í skráðu atvinnuleysi í maí. Enda þótt skráðum atvinnu- leysisdögum hafi fjölgað um þriðjung miðað við sama tíma í fyrra voru þeir færri nú heldur en í nokkrum öðrum maímánuði sl. 5 ár, að árinu í fyrra undanskildu, en að meðaltali hafa verið skráðir 17 þúsund atvinnuleysisdagar í maímánuði sl. 5 ár, samkvæmt yf- irliti um atvinnuástandið frá Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins. - grh Þessi tápmiklu börn eiga framtíðina fyrir sér ef marka má niðurstöður könnunar um lífslíkur bænda. Mynd Eik. fíændur Bændur em hörkutól Lifa lengur en aðrir karlar. Fá síðurflest krabbamein. Hreyfa sig meira og drekka minna I' slenskir bændur lifa lengur en aðrir karlmenn ef marka má niðurstöður rannsóknar sem sem gerð var á vegum Vinnueftirlits ríkisins. Helstu skýringar þessar- ar hreysti bænda eru sagðar vera að þeir hreyfi sig meira og drekki og reyki minna en aðrir karlar. Hins vegar vekur aukin tíðni krabbameins i vörum og húð at- hyggli og er hún skýrð með mikilli útiveru bænda og kunni orsökin að liggja í áhrifum útfjólublárra geisla sólar. Atvinnusjúkdómadeild Vinn- ueftirlitsins stóð að rannsókn- inni. Hún náði til þeirra bænda sem létust á árunum 1977-1985 og voru þeir 286. Könnunin leiddi í ljós að bændur deyja sjaldnar vegna ýmissa krabbameina en aðrir karlar. 87 bændur létust úr krabbameini á tímabilinu en bú- ast mátti við að um 120 létust af þeim sökum. Þá létust mun færri bændur úr öndunar- og hjartasj- úkdómum en almennt þekkist með karlmenn. Það sem verður bændum að fjörtjóni frekar en öðrum körlum er hvítblæði og krabbamein í húð, vörum og heila. Þetta er í samræmi við niðurstöður er- lendra rannsókna á dánaror- sökum bænda en kemur nokkuð á óvart þar sem íslenskir bændur búa við allt aðrar aðstæður en stéttarbræður þeirra erlendir. Úrtakið í könnuninni var tekið úr hópi 5923 bænda sem greiddu í lífeyrissjóð bænda á umræddu tímabili. Konur voru svo fáar í úrtakinu að þeim var slept við rannsóknina þar sem niðurstöður hefðu varla orðið marktækar. -hmp Leikferð Bílaverkstæði Badda afflýst Af óviðráðanlegum ástæðum verkið um Norður- og Austur- hefur Þjóðlcikhúsið aflýst land. Fyrsta sýning hafði verið leikferð um landið með Bílaverk- ákveðin í Vestmannaeyjum í stæði Badda. kvöld. Fyrirhuguð var leikferð með Reykjavík Aldraðir sitja á hakanum Vegna skipulagsbreytinga og sparnaðar hjá Hreinsunar- deild borgarinnar hefur deildin ekki getað sinnt öldruðum garð- eigendum eins og áður við hrcinsun garðarusls. Að sögn Péturs Hannessonar deildarstjóra hjá Hreinsunar- deildinni hefur ekki verið hægt að sinna þessum verkefnum nema að litlu leyti í sumar miðað við það sem áður var þegar starfs- menn hennar voru boðnir og búnir að hjálpa gamla fólkinu við garðahreinsunina. f staðinn býð- ur borgin öldruðum upp á þessa þjónustu gegn gjaldi hjá vinnu- flokkum unglinga á vegum íþrótta- og tómstundaráðs. Mikið átak var gert í hreinsun- armálum borgarinnar í kringum 200 ára afmælið fyrir tveimur árum og sagði Pétur að í dag væri það áberandi hve íbúarnir sjálfir væru áhugasamir um hreinsun lóða sinna og öll umgengni í borg- inni hefði batnað til muna. - grh Hjálparbeiðni Bruninn r I Torfufelli Móðir og dætur misstu allt sitt Mig langar að hvetja fólk til að láta fé af hendi handa móð- urinni og dætrum hennar tveim vegna brunans að Torfufelli 31. Mér er vel kunnugt um dugnað og mikla vinnu konunnar undan- farin ár - nú síðast til að halda þessu húsnæði sem nú hefur verið eyðilagt í eldi, ásamt öllu innbúi og fatnaði. Innbú var ekki tryggt svo hún er sannarlega hjálpar þurfi. Hægt er að leggja fé inná bank- abók í Landsbanka íslands, Langholtsútibúi, bók nr. 42087 á nafni Guðrúnar Óskarsdóttur. einnig er hægt að leggja framlög inná hvaða banka sem er með C- gíró seðli á númer bókarinnar. Kristjana Jakobssen. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Opnir fundur á Austurlandi Hjörleifur Guttormsson alþingismaður verður á opnum fundum á Austurlandi sem hér greinir: Á Egilsstöðum í Samkvæmispáfanum Fellabæ þriðiudaqinn 14. júní . kl. 20.30. Á Fáskrúðsfirðl í Verkalýðshúsinu, miðvikudaginn 15. júní kl. 20.30. A Borgarfirði eystra í Fjarðarborg fimmtudaginn 16. júní kl. 20.30. A Eskifirði í Valhöll þriðjudaginn 21. júní kl. 20.30. Hjörleifur Á fundunum verður rætt um heimamái, stöðu þjóðmálanna og störf Alþing- is. Allir velkomnir Alþýðubandalagið Vorráðstefna á Hallormsstað Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi efnir til árlegrar vorráð- stefnu á Hallormsstað dagana 18. og 19. júní næstkomandi. Dagskrá: Laugardagur 18. júní kl. 13.30: Ráðstefna um byggðamál, fram- söguerindi og umræður. Kvöldvaka við varðeld. Sunnudagur 19. júní: Gönguferð um Hallormsstaðaskóg undir leiðsögn fróðra manna. Kl. 13: Ávarþ í tilefni dagsins. Ráðstefna um jafnréttismál. Framsaga og umræður. Ráðstefnuslit kl. 18. Alþýðubandalagsfélagar og stuðningsfólk, fjölmennið og tilkynnið þátttöku til formanna félaganna eða stjórnar kjördæmisráðs: Hermann sími 21397, Sveinborg sími 71418, Sigurjón sími 11375. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi Vestfirðir Sumarferð Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum er fyrirhuguð í Flatey 2. og 3. júlí nk. Nánar auglýst síðar. Kjördæmisráð. Ertu með á Laugarvatn í sumar? Eins og undanfarin sumur efnir Alþýðubandaiagið til orlofsdvalar á Laugar- vatni vikuna 18.-24. júlí. Mikil þátttaka hefur verið í þessari sumardvöl á Laugarvatni enda er þar gott að dvelja í glöðum hópi og margt um að vera. Rúm er fyrir um 80 manns. Umsjónarmenn í sumar, eins og síðastliðið sumar, verða þær Margrét Frímannsdóttir og Sigríður Þorsteinsdóttir. Rúnar matsveinn ásamt sam- starfsfólki sér um matseld að alkunnri snilld. Kostnaður fyrir vikuna er sem hér segir: Fyrir börn að 6 ára aldri kr. 2000,- Fyrir börn 6-11 ára kr. 8000,- Fyrir 12 ára og eldri kr. 12.000,- Innifalið í verðinu er fullt fæði alla dagana; morgunverður, hádegisverður, síðdegiskaffi og kvöldverður, gisting í 2ja og 3ja manna herbergjum, barna- gæsla fyrir yngstu börnin, tvær ferðir í sund og gufubað, þátttaka í fræðslu- pg skemmtistarfi og skipulögðum göngu- og útivistarferðum. íþróttasvæði, bátaleiga, hestaleiga, silungsveiði og fleira er við höndina í næsta nágrenni Héraðsskólans á Laugarvatni. Sumardvölin á Laugarvatni hefur reynst góð afslöppun fyrir alla fjölskyld- una, unga sem aldna, í áhyggjulausu og öruggu umhverfi, þar sem fólk hvílir sig á öllum húsverkum, en leggur alla áherslu á að skemmta sér saman í sumarfríi og samveru. Dragið ekki að festa ykkur vikudvöl á Laugarvatni i sumar. Komið eða hringið á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. Síminn er 91-17500. Panta þarf fyrir 15. júní og greiða kr. 5000,- í staðfestingargjald fyrir 1. júlí. - Alþýðubandalagið. Alþýðubandalagid í Reykjavík Sumarferðin 1988 Hin árlega sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður farin laugar- daginn 2. júlí Merktu við á almanakinu núna: 2. júlí. Óvenjuleg ferð um Mýrarnar, landnám Egils og í Hnappadalssýslu á sögu- slóðir séra Árna Þórarinssonar. Áningastaðir verða margir og hver öðrum áhugaverðari. Hver hefur t.d. komið í Straumfjörðinn? Eins og venjulega verður lögð áhersla á einvala leiðsögumenn og ódýra og skemmtilega ferð. Allar upplýsingar í síma 17500 - að Hverfisgötu 105. Alþýðubandalagið í Reykjavík ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin Skrifstofan að Hverfisgötu 105, Reykjavík er opin milli klukkan 8 og 10 á kvöldin. Litið við og fáið ykkur kaffisopa. ÆFAB. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina mars og apríl er 15. júní nk. Sé launaskattur greiddur eftir ein- daga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Auglýsið í Þjóðviljanum Þriðjudagur 14. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.