Þjóðviljinn - 14.06.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.06.1988, Blaðsíða 16
» ? ..?,» *.. / > t. -SPURNINGIN—| Hverju spáirðu um úrslit Evrópukeppni landsliða? Randver Ármannsson rafverktaki: Ég veðja á Hollendingana. Þeir hljóta að vinna keppnina þrátt fyrir slysalegt tap á móti Rússum í sínum fyrsta leik. Þeir eiga eftir að blómstra enda með létt- leikandi lið og sókndjarft. Gunnar Þór Asgeirsson fiskvinnslumaður: Ég hef trú á að Sovétmenn vinni þessa keppni. Þeireru með besta liðið og kom það glöggt f ram í þeirra fyrsta leik á móti Hol- lendingum sem þeir unnu. Þeir munu keppa til úrslita á móti Spánverjum. Þröstur Magnússon matreiðslumaður: ítalía, það er engin spurning. Þeir eru bestir og þarf ekki að fara mörgum orðum um hversvegna. Þeir leika til úrslita á móti V- Þjóðverjum. Ragnar Hermannsson sjómaður: Hollendingar vinna keppnina. Þeir virðast vera komnir á gott skrið eftir lægð síðustu ár. í úr- slitaleiknum keppa þeir á móti Sovétmönnum sem munu lúta í lægra haldi að þessu sinni þrátt fyrir að hafa unnið þá óverð- skuldað í fyrsta leiknum. Björn Karl Þóröarson verkamaður: Ég segi að Rússar vinni keppnina verðskuldað. Þeim hef- ur vegnað vel og sást það best á móti Hollendingum í þeirra fyrsta leik sem þeir unnu. I úrslitunum keppa þeir á móti Itölum. þJÓÐVIUINN Þriðjudaour 14. júnf 1988 133. tbl. 53. árg SIMI681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 Höggmyndir Grey styttuma aleinar... „Stóðið" éftir Ragnar Kjartansson aftur upp ísumar. Dagarepoxýs taldir. Bronsið enn á ný. Jónas í endurhœfingu Istimar kemur „Stóðið" aftur heim. Það fór upp að Korpúlfs- stöðum haustið '86 og ári síðar til Englaveldis. Þaðan kom það á þessu ári og verður nú í sumar sett upp á sínum gamla, góða stað; við Hringbrautina. Upphaflega var styttan úr ep- oxý en það er hart og í ljós hefur komið að það þolir illa þenslu, springur og tærist upp. Einnig hefur komið í ljós að það er lista- mönnunum sjálfum ákaflega hættulegt. 12ungirlistamenndóu í New York á síðasta ári vegna eituráhrifa frá epoxý og þeir myndhöggvarar sem hafa notað efnið eitthvað á sínum ferli eru nú lasburða af völdum lifrar- skemmda og húðkrabba. „Það er skammarlegt að það skuli ekki vera varúðarklásúlur á pakkning- unum frá Málningu hf.," segir Ragnar. Hann er sjálfur með ó- nýta lifur og fleiri innvortis krankleika. Það er sosum ekki mikið að kippa sér upp við þótt forgengi- legir líkamar lístamannanna sem í auðmýkt skapa verkin eyðist, en ef verkin sjálf eyðast þá er fyrst hrifsað í taumana. &* fí H 1 Í i K I Hvar er Jónas? Bronsið hefur til að bera mun meiri sveigjanleika en epoxýið og er betur undir íslenska frostavet- ur búið. Stallurinn sem „Stóðið" stóð á er einnig illa farinn af al- kalískemmdum en til allrar lukku verður hann lagfærður áður en styttunni verður upp stillt á hon- um á ný. „Ég ólst upp í kringum hesta og á hestbaki því þar sem ég óx var - ¦ . ¦ .. ........:, . Ragnar lætur hér vel að „Stóðinu", hestunum sínum. Með hamar í hönd er hann þarna að koma sköpunarverkinu fyrir en nú bíður stallur- inn einn og auður. Mynd: Ari. hestabú. Þegar ég komst til manns komst ég minna til að ríða hestum sjálfur svo mín leið til að ná aftur til hestaminninganna var að skapa mína eigin hesta," segir Ragnar og hlær við. Skaparinn í öllu sínu veldi. „Þessir hestar eru villtir. Ekk- ert klipptir eða tilhafðir af mönn- unum. Bara villtir, grófir og hærðir íslenskir hestar." Styttur bæjarins eru svo gott sem allar í viðgerð nú og eru sumar þeirra á sama stað og „Stóðið" var. Ein þeirra er Jónas Hallgrímsson. „Jónas var sendur í endurhæfingu, enda kannski kominn tími til," sagði Theódór Halldórsson en hann sér um stytt- urnar fyrir Reykjavíkurborg. Hann sagði enn fleiri styttur vera í viðgerð. Þvottakonuna í Laugardalnum, stúlkumyndina í Tjarnargarðinum og einnig þá við hafnargarðinn. „Nú er mest áhersla lögð á að koma Viðeyjarstofu heilli saman en ég vona að okkur takist að koma þó ekki væri nema bara „Stóðinu" upp í sumar," sagði Theódór. -tt Listahátíð Neyðarkall í Iðnó Látbragðsleikurinn SOS áfjölunum í kvöld Théatre de l'Abre sýnir í kvöld í Iðnó á vegum Listahátíðar lát- bragðsleikinn S.O.S. er fjallar um lífið eftir atómsprenginguna. Yves Lebreton túlkar leikinn ásamt brúðunni Lili. Yves Lebreton stofnaði leikhúsið í París 1976. Sama ár heimsótti hann Listahátíð í Reykjavík með sýningu sem þótti einn af betri liðum hátíðarinnar það árið. Auk sýningarinnar eru mynd- listarsýningar á vegum Listahá- tíðar í ýmsum helstu sýningar- sölum borgarinnar og sýningin Byggt í Berlín í Ásmundarsal.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.