Þjóðviljinn - 15.06.1988, Síða 1

Þjóðviljinn - 15.06.1988, Síða 1
Bráðbirgðalögin Fram og aftur blindgötuna Pað blæs ekki beint byrlega fyrir bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar. Verkalýðsfélögin 10 í álverinu og Vinnuveitenda- sambandið kæra sig kollótt um pantað álit ríkislögmanns á því að álverssamningarnir stangist á við bráðabirðgalögin, en VSÍ skilaði lögfræðilegu áliti um samningana í gær. Megin niðurstaða VSÍ er sú að samningarnir hafi verið svo til komnir í höfn fyrir setningu bráðabirgðalaganna og því séu þeir fullkomlega löglegir. Ríkisstjórnin velkist enn í vafa um til hvaða ráða skuli gripið gagnvart samningunum. Friðrik Sophusson, sem gegnir forsætis- ráðherrastöðu í fjarveru Þor- steins Pálssonar, segir að engra viðbragða sé að vænta af hálfu ríkisstjórnarinnar fyrr en hún hafi grandskoðað greinargerð VSÍ. f mjög harðorðri yfirlýsingu Alþýðusambands Vestfjarða er þess krafist að ríkisstjórnin end- urskoði hug sinn til lagasetning- arinnar, ella verði verkalýðsfé- lögin að búa sig undir harðar að- gerðir í haust. Karvel Pálmason sagði að aðgerðir ríkisstjórnar- innar væru með þeim harðsvíruð- ustu sem ríkisstjórnir hefðu sýnt gagnvart launþegum. I gær sendi ASÍ kæru á hendur ríkisstjórninni Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar, ILO. Að sögn Ragnars Aðalsteinssonar, lögfræðilegs ráðunautar ASÍ í kærumálinu, eru bráðabirgða- lögin alvarlegasta tilraun ríkis- valdsins til þessa til að takmarka samningsrétt og að hlutast til um samninga verkalýðshreyfingar- mnar. Sjá síðu 3 Epoxý veldur miklum skaða ef rangt er með það farið - án gasgrím- unnar asma, án hlífðarfatanna exemi, án hanskanna hugsanlega krabbameini. Mynd Ari. Sjá síðu 3 Akranes Þeir bræður Jónas og Jón Múli tóku lagið saman. Jón Múli á 21 lag í bókinni við kvæði Jónasar. Bókmenntir Jónas enn á ferö Jónas Árnason rithöfundur og frv.alþingismaður hélt upp á það sl. laugardag að þá kom út ný söngbók með kvæðum eftir hann. Af því tilefni bauð hann til sín upp í Borgarfjörð vinum og vandamönnum. Að Logalandi var snæddur lax og sungið af hjartans lyst upp úr nýju bókinni. Jónas afhenti Unni Hagalín fyrsta eintak nýju bókarinnar. f tilefni dagsins orti Höskuldur Eyjólfsson til Jónasar: Jónas ber af fyrra fans/ finnst hér enginn slíkur/ eykur mjög á yndi manns/ af auði þeim er ríkur. Sjá baksíðu Bvlting í gatnagerð Þurrsteypa úr sementi og trefjaefnum. Leysir malbik og olíumól afhólmi Á Akranesi er nú verið að gera tilraunir með nýtt efni í gatnag- erðarframkvæmdum. Efni þetta kallast þurrsteypa og er samsett og þróað úr sementi og trefjaefn- um. Tilraunir lofa góðu og er það von manna, að þarna sé komið efni sem leysa muni malbik og olíumöl af hólmi og valda bylt- ingu í gatnagerð ef vel tekst til. Það er fyrirtækið Sérsteypan sf., sem unnið hefur að tilraunum með þetta efni, en fyrirtækið er sameign Sementsverksmiðjunn- ar og Járnblendiverksmiðjunnar við Grundartanga. Að sögn Jóns Pálma Pálssonar bæjarritara á Akranesi verður þetta efni notað við gatnagerð í . sumar. - Göturnar eru unnar undir eins og um venjulega mal- bikun sé að ræða, en síðan er þurrsteypan lögð út í malbikun- arvélum. Jón sagði að miklar vonir væru bundnar við þetta efni. Tilraunir bentu til þess að ending yrði mun betri en í malbiki og olíumöl og verðið væri talið afar hagstætt. gjh Listahátíð Lebreton og Byggt í Berlín _ Yfiríeitt hugsa ég hverja nýja sýningu í mörg ár, áður en ég byrja að vinna hana, segir franski leikarinn Yves Lebreton meðal annars í spjalli við blaðamann Þjóðviljans um leikferil sinn. Guðrún Guðmundsdóttir arki- tekt segir frá sýningunni Byggt í Berlín, og Sigurður Þór Guðjóns- son fjallar um nokkra af tónlistar- viðburðum Listahátíðar. Sjá síður 7, 8 og 9 Eiturefni Baneitraö en notað Epoxý er sterkt og endingargott í lökk og lím. Veldur krankleika efrangt er meðfarið Epoxý veldur fjölda manns varanlegum skaða á hverju ári en það er vegna ónógra upplýsinga um notkun og varúðarráðstafanir henni samhliða. Exem, asmi og krabbamein geta hugsanlega gert vart við sig hjá þeim sem nota það og efni sem hafa svipaða eigin- leika en það eru ýmiss konar lím og steypuefni, samsett úr grun- nefni og herði. Þetta eru sterk efni og oftast þolmikil svo engin ástæða er talin til að banna þau. Hinsvegar eru allir sammála um að fólk verði að varast að nota þau rangt því ann- ars liggi Iífið við. Á hinum Norðurlöndunum eru haldin námskeið í meðferð þessara efna en ekki hér. Hér gilda heldur rýr lög um merkingar og upplýsingaskyldu framleiðenda við notendur efna- nna og vilja margir stórauka eftir- lit og bæta merkingarnar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.