Þjóðviljinn - 15.06.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.06.1988, Blaðsíða 2
FRETTXR Framkvæmdir eru nú hafnar á lóðinni þar sem áður stóð sá sögufrægi Fjalaköttur. Eins og marga rekur minni til voru stofnuð samtök til verndar því merka húsi en ekki tókst að bjarga því. Mynd: E.ÓI. Aðalstrœti Byggðaverk byggir nýjan “Fjalakött“ Framkvœmdir hafnar við 3000fermetra hús á gömlu Fjalakattarlóðinni. Pegar verið auglýst tilsölu. Kaupverð lóðarinnarleyndarmál Verktakafyrirtækið Byggða- verk hefur keypt Fjalakattar- lóðina í Aðalstræti og hafið fram- kvæmdir þar. Að sögn Óskars Valdimarsson framkvæmda- stjóra Byggðaverks er kaupverð lóðarinnar leyndarmál. Öskar sagði að þegar væri búið að aug- lýsa húsnæðið til sölu, en Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna og Sölusamband íslenskra fiskfram- leiðenda, sem hefðu átt lóðina, ættu forkaupsrétt að hluta húss- ins og taldi hann nokkuð víst að þessi samtök myndu nýta sér hann. Gert er ráð fyrir að á þessari umdeildu lóð rísi 3000 fermetra hús á fimm hæðum í kjallara verður bílageymsla fyrir 26 bíla og verður ekið inn í hana frá Bröttugötu. Að sögn Óskars Valdimarssonar er stefnt að því að byggingin verði fokheld fyrir áramót. Ökufantar Okuleyfislausir á ferð Porsteinn J. Jónsson, rannsóknarlögreglumaður: Trúlega tugir manna án ökuleyfis í umferðinni. Ótrúlegten engu að síðursatt. Ríflega 2000 manns kœrðir fyrir ölvunarakstur á ári Það er ótrúlegt en engu að síður satt að trúlega eru tugir manna enn akandi þótt þeir hafi verið sviptir ökuleyfinu, sagði Þorsteinn J. Jónsson, rannsókn- arlögreglumaður í Reykjavík, er hann var inntur eftir því hvernig staðið væri að ökuleyfissvipting- um fyrir alvarleg umferðarlaga- brot. Þorsteinn sagði að ekki væri óalgengt að ökufantar bæru því við þegar þeir væru sviptir rétt- indum að þeir hefðu týnt skírtein- inu, í stað þess að skila því inn eins og lög gera ráð fyrir. - Þessum mönnum er því í lófa lagið að aka áfram með skírteini uppá vasann. Til allrar hamingju á þetta þó við um minnihlutann. Flestir eru heiðarlegir og aka ekki meðan á sviptingu stendur, sagði Þorsteinn. Sturla Þórðarson fulltrúi hjá lögreglustjóraembættinu sagði að lögum samkvæmt skyldi lög- reglustjóri svipta ökumann öku- leyfinu til bráðabirgða, teldi hann skilyrði til, þar til málið færi í dóm. Að sögn Sturlu er svipaður fjöldi ökumanna tekinn frá ári til árs fyrir ölvunarakstur. Hann sagði að á ári væru kærur vegna ölvunarakstursbrota ríflega 2000 og þar af væri um helmingurinn í Reykjavík. - f Reykjavík hafa kærur vegna hraðaksturs losað hund- raðið. Það er eitthvað meira um það núna að menn séu teknir fyrir of hraðan akstur, sagði Sturla. -rk y Vaxtahœkkanir I kjölfar bráðabiraðalaga Asmundur Stefánsson: Afleiðing aðgerða ríkisstjórnarinnar. Yttu undir verðbólgu. Stefán Hilmarsson: Bankarnir að aðlaga sigþróun verðbólgunnar Þessar vaxtahækkanir eru augljóslega bein afleiðing af þeim aðgerðum sem rfkisstjórnin greip til. Þær urðu einfaldlega til þess að ýta undir verðbólguna og bankarnir láta vextina fylgja í kjölfarið, sagði Asmundur Stef- ánsson, forseti Alþýðusambands- ins, en allir bankarnir, að frátöld- um Samvinnubankanum, hafa hækkað vexti að undanförnu. í fyrradag hækkuðu fimm við- skiptabanakanna innláns- og út- Iánsvexti. Misjafnt er hver hækk- unin er á hinum ýmsu reikningum og bankabókum. Vextir á al- mennum tékkareikningum og sértékkareikningum hækkuðu um 2-4% og vextir af almennum sparisjóðsbókum um 4-6%. Út- lánsvextir hækkuðu mismikið. Þannig hækkuðu vextir á al- mennum skuldabréfum um 2- 7%. Að sögn þeirra bankamanna sem Þjóðviljinn ræddi við í gær, stafar þessi vaxtahækkun af upp- Ölduselsskóli Fulltrúaráðið á móti Sjöfn Fulltrúaráð Foreldrafélags Ölduselsskóla lýsir yfir furðu sinni á að ráðherra skuli hunsa viljayfir90% foreldra. Ráðið efast um gildifaglegs mats Frœðsluráðs Fulltrúaráð Foreldrafélags Ölduselsskóla hefur sent frá sér harðorða ályktun, þar sem ráðið mótmælir ráðningu Sjafnar Sigurbjörnsdóttur í stöðu skóla- stjóra skólans. í ályktun fulltrúaráðsins kem- ur fram að foreldrum finnst sér hafa verið stórlega misboðið þeg- ar Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra hunsaði áskorun yfir 90% foreldra um að Daníel Gunnarsson yfirkennari yrði ráðinn skólastjóri. Þá kemur fram í ályktun fulltrúa- ráðsins að það efist um að Fræðsluráð Reykjavíkur hafi fjallað um umsóknirnar á fag- legan hátt. “Hluti af slíkri fag- legri umfjöllun hefði átti að vera að kanna aðstæður í skólanum,“ segir í ályktun ráðsins. Ráðið tel- ur að nú verði að byrja að byggja skólastarfið upp frá grunni vegna þess að gengið var framhjá manni sem var hluti af því góða um- hverfi sem þegar var búið að skapa í Ölduselsskóla. Fulltrúa- ráðið telur að það hljóti að vega þyngra að hafa lengri reynslu í yfirmannsstörfum í þeim skóla sem sótt er um, heldur en löng reynsla af yfirmannsstörfum ann- ars staðar í skólakerfinu. í lok ályktunar fulltrúaráðs Foreldrafélags Ölduselsskóla er lýst yfir ótta um að miklar breytingar komi til með að verða á kennaraliði skólans, vegna þess, að Daníel var ekki settur í stöðu skólastjóra. -sg gangi verðbólgunnar að undan- förnu í kjölfar gengisfellingar, verðhækkana og kjarasamninga. - Bankarnir eru einfaldlega að aðlaga vextina því sem menn gera ráð fyrir að verbólgan þróist í, sagði Stefán Hilmarsson, banka- stjóri Búnaðarbanka. Að sögn Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra er einfaldast að túlka vaxtahækkanirnar sem eðlileg viðbrögð bankanna við þeim verðbreytingum sem orðið hafa að undanförnu. - Þeir eru einfaldlega að bregðast við að- stæðum og meta til skamms tíma hvað þeir telja vera framundan. -hmp/rk Grindavík Samkeppni um menn og verð Fiskvinnslan: Greiðir alltað30-35% hœrra verð en lágmarksverð Verðlagsráðs segir til um Pað er alveg Ijóst að fiskverðið á fiskmörkuðunum hefur töluverð áhrif á það fiskverð sem vinnslan borgar, þó svo að við- komandi bátur sé í eigu hem.ar. Dæmi eru um það að vinnslan borgi allt að 30-35% hærra fisk- verð en lágmarksverð Verð- lagsráðs segir til um og það er gert til þess að missa ekki sjó- mennina í land, sagði Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- manna- og Vélstjórafélags Grindavíkur, í samtali við Þjóð- viljann. Það er ljóst að þrátt fyrir að lágmarksverð Verðlagsráðs á botnfisktegundum hafi lítið sem ekkert hækkað á síðustu misser- um þá greiðir vinnslan hærra verð í mörgum sjávarplássum en hún þyrfti að gera samkvæmt lág- marksverðinu og þó svo að hún geri út viðkomandi bát. Ástæðan er fyrst og fremst samkeppni um fyrsta flokks hráefni og þá ekki síst vilji til að halda í sjómennina á bátunum sem una því ekki að fá mun minna verð fyrir aflann en áhafnir á þeim bátum sem selja allan sinn afla á fiskmörkuðum. -grh Akranes 100 á atvinnuleysisskrá Innan við 10 á skrá á sama tíma ífyrra. Guðmundur M. Jónsson hjá verkalýðsfélaginu: Atvinnuástand óvenju slœmt Um 100 manns eru á atvinnu- leysisskrá á Akranesi og er það mun verra ástand en verið hefur. - Um 350 manns voru á skrá um áramót vegna tímabund- innar lokunar frystihúsanna. Eftir að þau fóru í gang upp úr miðjum janúar fór atvinnuleysið niður í 100 manns og hefur verið það síðan, sagði Tryggvi Björns- son hjá atvinnuleysisskráning- unni á Akranesi. Það lætur nærri að um sé að ræða 5% af mannafla á vinnumarkaði. Tryggvi taldi þetta ástand nú vera mun verra en verið hefur. - í fyrra sumar voru aðeins 5-10 manns á skrá hjá okkur. Guðmundur M. Jónsson hjá verkalýðsfélaginu taldi prjóna- iðnaðinn valda hér miklu. Prjónastofan Hennes hefði farið á hausinn og Akraprjón væri rek- ið með hálfum afköstum.- Því er ekki að leyna að fiskvinnslan hef- ur staðið afar illa hér. Um leið og fiskvinnslan á í einhverjum veru- legum greiðsluerfiðleikum kem- ur það auðvitað niður á atvinnu- ástandinu, en það hefur verið óvenju slæmt þetta árið, sagði Guðmundur. Jón Pálmi Pálsson bæjarritari sagði atvinnuástandið á Akranesi hvorki verra né betra en annars- staðar á landsbyggðinni. - Af- urðaverð hefur lækkað á er- lendum mörkuðum, en sjávarú- tvegur er mikilvæg grein í atvinnulífi bæjarins. Fjárhagss- taða bæjarins er frekar þröng, án þess þó að um kreppuástand sé að ræða. Við verðum að gæta ítr- asta aðhalds í rekstri bæjarfélags- ins, sagði Jón Pálmi Pálsson. -gjh Erik Sönderholm látinn Erik Sönderholm frv. forstjóri Norræna hússins er látinn sex- tugur að aldri. Hann var fram- kvæmdastjóri Norræna hússins frá árinu 1976 til 1980. Erik Sönderholm var þó íslendingum ekki ókunnur því hann var sendi- kennari við Háskóla íslands frá 1955 til 1962. Þá þýddi Erik Sönderholm flestar bækur Halldórs Laxness yfir á dönsku og var mikill aðdá- andi skáldsins. Hann var prófess- or við Kaupmannahafnarháskóla til dauðadags. Erik Sönderholm lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Kona hans heitir Traute Sönderholm. -hmp 2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 15. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.