Þjóðviljinn - 15.06.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.06.1988, Blaðsíða 6
Útboð Ingkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd skólaskrifstofu Reykjavíkur óskar eftir tilboöum í tölvubúnaö til aö nota í skólum borgarinnar. Um er að ræöa 26 einmenningstölvur ásamt prentur- um. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboöin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 6. júlí kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki er laus til umsóknar heil staða kennara í sérgreinum tréiðna. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 1. júlí næstkomandi. Þá er umsóknarfrestur á áður auglýstri kennarastöðu í stærðfræði við Kvennaskólann í Reykjavík, Menntaskóla við Fríkirkjuveg framlengdur til 21. júní næstkomandi. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur verður haldinn mið- vikudaginn 22. júní n.k. að Skipholti 50a og hefst kl. 20. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Stjórnin • ráð Allir eiga að vera í beltum hvar sem þeir sitja í bílnum! ||UMFERÐAR A' endurskinsmerki - og komdu heil/l heim. Blaðburðarfólk Ef þú ert morgunhress. Hafðu þá samband við afgrciðslu Pjoðvitjans, sími 681333 LAUS HVERFI VÍÐSVEGAR UM BORGINA Það bætir heilsu og hag að bera út Þjóðviljann FRÉTTIR ■ Fleytifullur rusladallur og óþrifalegt biðskýli SVR í Alfheimum. Mikil brögð að því að almenningur kvarti vegna sóðaskapar í strætisvagnabiðskýlum. Mynd E.ÓI. SVR Sorp r Eg tek strætó hér daglega til vinnu og það er orðið alllangt síðan hér hefur verið tekið til hendinni og rusladallurinn tæmd- ur, sagði vegfarandi sem hafði samband við blaðið í gær vegna óþrifnaðar í biðskýli SVR í Alf- í biðskýlum heimum á móts við Glæsibæ. Hjá Strætisvögnum Reykja- víkur fengust þær upplýsingar í gær að allmikil brögð væru að því að kvartanir bærust þangað vegna slæmrar umhirðu í bið- skýlum fyrirtækisins og að úr hömlu drægist að hreinsa þau. Verktaki hefur tekið að sér að sjá um þrifin á biðskýlunum, en hann er reyndar einn af vagn- stjórum SVR. -rk Útvarp Rót Stendur betur en HP Soffía Sigurðardóttir: Ekki sinntfjármálunum sem skyldi. Áskriftasöfnun aðfara afstað. Auglýsingadeild í burðarliðnum etta stendur knappt en það er þó betur á komið fyrir okkur en Helgarpóstinum, sagði Soffía Sigurðardóttir, einn aðstandenda Útvarps Rótar, en þrátt fyrir að stöðinni sé sniðinn þröngur stakkur ijárhagslega, hefur út- sendingartími stöðvarinnar verið lengdur með sumardagskránni. Að sögn Soffíu hafa hlutafjár- ioforð skilað sér nokkuð vel. - Sumir skrifuðu sig vitanlega meira af vilja en mætti fyrir hlut. Það bætast enn nýir hluthafar í hópinn, sagði Soffía, en stöðin hefur fengið hlutafjárloforð uppá 3,5 miljónir króna. - Það má til sannsvegar færa að Landgræðslupokanum og stend- ur Áburðarverksmiðjan að henni sem fyrr. I pokanum eru túnving- ulsfræ af norskum uppruna, sér- lega harðgerð og hafa reynst áka- flega vel við íslenskar aðstæður. „Okkur dreymir um að hver fjölskylda í landinu kaupi poka. Það eru 50 þúsund pokar alls,“ sagði Þorsteinn Þórðarson, sölu- stjóri hjá Áburðarverksmiðj- unni, er Þjóðviljinn forvitnaðist um pokann góða. Hver poki kostar 195 krónur útúr búð og verður einkum seldur á bensín- við höfum ekki lagt rækt við fjármál stöðvarinnar sem skyldi. Við höfum verið fáliðuð og mest- ur tíminn hefur farið í að koma stöðinni í gagnið og ná tökum á tæknilegu hliðinni. Það verður þó einhver breyting hér á og við för- um að sinna fjármálunum meira, sagði Soffía. Meðal þess sem er á döfinni og unnið að hjá Rót þessa dagana er auglýsingadeild og áskriftasöfn- un. Soffía sagði að litlar reiður væri hægt að henda á hversu mikið væri hlustað á stöðina. - Við komumst ekki á blað í hlustenda- könnunum Félagsvísindastofn- stöðvum. Þorsteinn sagði til- ganginn vera að fá fólk til að hugsa um landið, fá tilfinningu fyrir því. „Ungir sem aldnir geta nú lagt hönd á plóg til að græða og fegra landið okkar,“ sagði Sveinn Run- ólfsson landgræðslustjóri, en pokinn er framleiddur í samráði við Landgræðslu ríkisins. Hann segist viss um að þetta átak verði til að fólk fari að hugsa betur um landið. „Með þessu getur fólk séð beinan árangur eigin atorkusemi og elju.“ -tt unar, enda er þar um viðskipta- kannanir að ræða þar sem stöðv- arnar kaupa sér aðgang. Hins- vegar getum við nokkuð ráðið af upphringingum hlustenda, að við sendum ekki út fyrir daufum eyrum, sagði Soffía. -rk Ferðamál 300.000 ferðamenn 1994 Erlendirferðamenn 130.000 á síðasta ári. Ferðamálasamtök starfandi í öllum landshlutum r Asíðasta ári komu nær 130.000 erlendir ferðamenn til lands- ins og talið er að gjaldeyristekjur af þeim hafi numið 6 miljörðum króna. Reikna má með, að á 50 ára afmæli lýðveldisins árið 1994 verði árlegur fjöldi erlendra ferðamanna kominn vel yfír 300.000, sagði Hrcinn Loftsson aðstoðarmaður samgönguráð- herra á stofnfundi ferðamálasam- taka höfuðborgarsvæðisins á Hótel Sögu í gær. Jóna Gróa Sigurðardóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, átti sæti í undirbúningsnefnd sem undirbjó stofnfundinn. Hún sagði í samtali við Þjóðviljann að nú væru starfandi í öllum lands- hlutum ferðamálasamtök sem ættu aðild að ferðamálaráði, - og við munum sækja um slíka aðild líka. Á stofnfundi ferðamálasamt- akanna í gær var kosin níu manna stjórn, sem skiptir sjálf með sér verkum, og skal hún boða til að- alfundar á komandi hausti. -gjh Landgrœðslupokinn Pokinn er kominn útá stöð Ferðalangar geta nú kippt einum og einum poka af landgræðandi frœjum með sér íferðalagið og haft afþví góða samvisku Nýlega hófst sala á 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.