Þjóðviljinn - 15.06.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.06.1988, Blaðsíða 16
p-SPURNINGIN— Hvers vegna taka ís- lensk börn og ungmenni út þroska og vöxt fyrr en jafnaldrar þeirra annars- staðar? Hólmfríður Sigþórsdóttir: Ég veit það ekki, en sennilega hefur velmegunin hér á landi áhrif. Anna M. Magnúsdóttir, tónlistarkennari: Það eru sennilega engar hald- bærar skýringar á þessu. PIÓÐVIUINN Miðvikudagur 15. júní 1988 134. tölublað 53. árgangur SÍMI681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 JónastekurlagiðúrnýjubókinnimeðRagnheiðidóttursinni(fyrirmiðju) og mágkonu sinni Ragnheiði Ástu Pétursdóttur. „Ég elska hann Jó- hann“ var sungið af mikilli innlifun ásamt fleiri lögum. Bókmenntir Meira til söngs JónasÁrnason gefur út nýja söngbók. Bauð til veislu að Logalandi Ásta Guðrún Beck, nemi: Okkur er treyst fyrir meiru og það er litið fyrr á okkur sem fullorðið fólk. Sóley Hallgrímsdóttir, bóksali: Betra loft, betra fæði, heilbrigð- ara líferni og annar hugsana- gangur er hér ríkjandi. Halldór Gíslason, byggingareftirlitsmaður: Börn hafa það almennt mjög gott hér á landi og heilsufar er gott, að ógleymdu heilbrigðiskerfinu hér sem er eitt hið besta í heimi. Jónas Árnason rithöfundur og frv. alþingismaður hélt upp á það sl.laugardag að þá gaf hann út nýja söngbók. Bókin er hið veglegasta verk og er mynd- skreytt af sex myndlistarkonum. Nýja bókin heitir „Meira til söngs“. I inngangi hennar segir að hún sé viðbót við fyrri þjóðlag- akveðskap Jónasar sem birtist í bókinni „Til söngs“. Söngnótur eru í bókinni við öll kvæðin og sá Karl Sighvatsson um útsetningar á öllum lögunum sem eru alls 61 talsins. Jón Múli Árnason á 21 lag í „Meira til söngs“ og tók hann lagið með bróður sínum sl. laugardag ásamt fleirum. Fyrri söngbók Jónasar var myndskreytt af sex körlum en nýja bókin er myndskreytt af sex konum. Myndlistakonurnar eru Ragnheiður Jónsdóttir, Katrín Briem, Guðrún Svava Svavars- dóttir, Svala Sigurleifsdóttir, Ragnheiður Gestsdóttir og Sig- rún Eldjárn. Fjölmargir gestir komu til að fagna nýju bókinni með Jónasi en hann bauð í nýveiddan lax að Logalandi í tilefni útgáfunnar. Jónas afhenti Unni Hagalín fyrsta eintak bókarinnar sem þar Að veislu lokinni var farið með gesti í Reykholtskirkju. Jónas sagðist með var formlega komin út. sjá það í á andlitum gestanna hvað þá hlakkaði til að láta af hendi Útgefandi bókarinnar er Imbu- rakna fé til byggingar nýrrar kirkju og til byggingar Snorrastofu. Fremst stejnn á myndinni eru aldursforseti hófsins Höskuldur Eyjólfsson frá Hofs- -hmp stöðum og Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarkona.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.