Þjóðviljinn - 16.06.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.06.1988, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Fiskeldi Víða pottur bratinn Hermann Óttósson: Enginfiskeldisstefna til. Harðnandi samkeppni kallar áskipulagningu ogsamvinnu. Samræmtgœðamat nauðsynlegt Samkvænjt könnun sem Her- mann Óttósson hefur gert fyrir landbúnaðarráðuneytið í þeim tilgangi að varpa Ijósi á stöðu fiskeldis og gera tillögur um mótun nýrrar heildarstefnu í markaðsmálum fiskeldis virðist engin fiskeldisstefna ríkja hér- lendis, útflutningur framleiðenda ómarkviss og gæðamat mjög mis- munandi eftir því hver á í hlut. í skýrslu sinni leggur Hermann höfuðáherslu á að til að fiskeldi verði arðbær atvinnugrein og standist samkeppni á erlendum mörkuðum þurfi fiskeldismenn að snúa bökum saman í stað þess að starfa hver að sínu. Áhersla verði lögð á strandeldi og hafbeit í stað kvíaeldis því þar sé hægt að ná fram besta hráefninu sem völ er á. Jafnframt leggur skýrsluhöf- undur áherslu á að gæðamat eldi- safurðanna verði samræmt til að fyrirbyggja slys á mörkuðum. í dag flytja 22 aðilar út eldislax og silung á erlenda markaði og telur Hermann Óttósson þar brýnast að náð verði fram sér- stöðu íslenska laxsins og silungs- ins og að varan verði sérgreind sem hágæðavara. Með þá stefnu að leiðarljósi við framleiðsluna á að vera meiri von til að fá hæsta verð fyrir vöruna. í dag eru meira en 150 tegundir af fiski og skel í eldi víðsvegar um heiminn og enginn spurning um að áratugur alþjóðlegs fiskeldis sé á næstu grösum. Til þess að íslendingar geti átt möguleika í þeirri samkeppni sem er á er- lendurn mörkuðum verður að vanda mjög til alls útflutnings og það verður ekki gert nema að til komi samræmd stefna sem byggir á samstarfi hagsmunaaðila og stjórnvalda, samstarfi kaupenda og seljenda. -grh Páfinn boðar komu sína Jóhannes Páll II páfi heimsækir ísland á sumri komanda. Jóhannes Páll mun dvelja hér á landi dagana 3. og 4. júlí. í fréttatilkynningu sem gefin var samtímis út á Norðurlöndunum í gær, segir að í fyrsta sinn í sögu kristinnar kirkju heimsæki páfi Norður- lönd. Dagskrá heimsóknarinnar hefur verið undirbúin í Páfagarði í samráði við kaþólska biskupa á Norðurlöndunum og stjórnvöld við- komandi landa. Meðan páfi hefur stutta viðdvöl hér á landi áður en hann heldur til Finnlands, mun hann heimsækja Reykjavík og Pingvelli og ræða við fulltrúa kristinna safnaða og stjórnvalda. Listarokk í Höllinni. Listahátíð poppast upp í kvöld með tónleikum „The Christians" í Höllinni. Drengirnir eru frá Liverpool og tónlist þeirra þykir sambland af rokki, blús og sól. Ari myndaði þá á Hótel Loftleiðum í gærdag. ___________________________ Kennarar Samþykktu samningana Þátttaka í atkvæðagreiðslu óvenju léleg. Svanhildur Kaaber: Endurspeglarmegna óánægju Togaraflotinn Mokafli fyrir vestan Mokafii hefur verið hjá togara- fiotanum á Vestfjarðamiðum og hafa togarar náð fullfermi á nokkrum dögum. Afiinn er aðal- lega hefðbundinn þorskur um 2 kíló að þyngd og allur unninn í frystingu en vegna hrotunnar hef- ur vinnslan ekki undan og er þó nokkuð landað í gáma sem fara á Bretlandsmarkað. Áætlað er að vegna hrotunnar verði í vikunni seld alls um 1000 tonn af fiski, aðallega þorskur, á fiskmörkuðunum á höfuðborgar- svæðinu og á fiskmarkaði Suður- nesja. Áð sögn Andrésar Hallgríms- sonar starfsmanns hjá Faxamark- aði seldu þeir í gær 250 tonn og svipað magn í fyrradag. Meðal- verðið á þorskinum hefur verið um 36,50 kr. og efaðist Andrés um að það myndi falla úr þessu þrátt fyrir aukið framboð ef þorskurinn verður áfram svipað- ur og hann hefur verið til þessa. Pó eru dæmi þess að þorskur sem er innan við 2 kíló að þyngd fari að meðaltali á 30 krónur kílóið og er það þá þorskur sem rétt nær 1,7 kg að þyngd. -grh Skák Systumar sigruðu Judit og Zsuzsa Polgar sigruðu i A-flokki á opna Austfjarðamót- inu í skák sem lauk í gær með viðhöfn. Þær höfnuðu í 1.-2. sæti með 5Vz vinning hvor, en á hæla þeim komu Hannes Hlífar og Karl Þor- steins í 3.-4. sæti með 5 vinninga hvor. Uros Ivanovich frá Júgóslavíu sigraði í B-flokki með 6V2 vinn- ing. Zofia Polgar tefldi þó sem heiðursgestur í þeim flokki og hlaut 8V2 vinning. Judit Polgar 11 ára náði með þessu 2. áfanga að alþjóðlegum. meistaratitli. _ tt. Talningu í atkvæðagreiðslu K.í. um nýgerðan kjarasamning er lokið. Samningurinn var sam- þykktur með 76% greiddra at- kvæða. Já sögðu 1368 en nei sögðu 338 eða 18,8%. Auðir seðl- ar og ógildir voru 94. Þátttakan í atkvæðagreiðsl- unni var óvenju slök eða um 1800 manns, rétt liðlega helmingur fé- lagsmanna K.f. sem eru um 3000 talsins. Svanhildur Kaaber for- maður K.f. sagði að túlka mætti þessa dræmu þátttöku sem óá- nægju kennara með kjarastöðu- na og þá skerðingu á samnings- frelsi sem bráðabirgðalögin hafa í för með sér. Launaliðir þessa samnings eru í samræmi við ákvæði bráða- birgðalaganna en aðrir þættir sem snerta skólastarfið sjálft byggjast á niðurstöðu starfskjaranefndar. - Það má segja að í samningnum felist ein- hver bót á skólastarfinu hvað varðar mat á framhaldsnámi kennara og umsjón hans með bekkjardeildum en samningur- inn í heild gengur bara allt of skammt og er fjarri öllum kröfum kennara, sagði Svanhildur. -*Þ Endurunninn pappír Landvernd er að hefja innflutning og sölu á endurunnum pappír í ýmsum stærðum, gerðum og litum til ljósritunar og prentunar. Til þessa hefur endurunninn pappír ekki fengist hér á landi. í frétt frá Landvernd segir að í endurunnum pappír sé notað miklu minna magn af efnum sem eru skaðleg umhverfinu en við framleiðslu hefðbundins pappírs. Við notkun á einu tonni af endurunnum pappír sparast um það bil fimm og hálft skógartré. Krafist laga um lífeyrisjóði Aðalfundur Landssambands lífeyrissjóða hvetur stjórnvöld til að leggja fram lagafrumvarp á þingi um starfsemi lífeyrissjóða, en frum- varpið hefur legið óhreyft hjá ríkisstjórninni í tæpt ár. Landssambandið harmar þann drátt sem hefur orðið á því að frum- varpið sé lagt fram og bendir á að flestir lífeyrissjóðanna hafi verið reknir á bráðabirgðaákvæðum yfir 12 ár. Bent er á að löggjöf um málefni lífeyrissjóðanna sé einnig ætlað að gieiða fyrir sameiningu lífeyrirssjóða sem sé forsenda þess að unnt verði að ná auknum sparnaði í rekstri þeirra. Bréfaskólinn - nýr skólastjóri Birna Bjarnadóttir hefur verið skólastjóri við Bréfaskólann síðast- liðin 10 ár. Við störfum hennar tekur Guðrún Friðgeirsdóttir kennari og námsráðgjafi. Bréfaskólinn er sameignarstofnun ýmissa launþegasamtaka og ann- arra félaga. Skólinn er starfræktur allt árið og opinn fólki á öllum aldri án nokkurra inntökuskilyrða. Bréfaskólinn býður upp á nám í yfir 40 mismunandi námsgreinum. Fjöltefli í Hátúninu Zofia Polgar teflir í kvöld fjöltefli í matsal Sjálfsbjargar að Hátúni 12, 2. hæð. Allir sem einhvern skákáhuga hafa eru hvattir til að taka þátt og eru sérlega velkomnir, altént meðan húsrúm leyfir. Þátttakendur þurfa að hafa með sér töfl og í handraðanum 500 kr. þátttökugjald. Fyrir fjölteflinu við Zofiu Polgar stendur taflnefnd Sjálfsbjargar. Mývatnsbók á ensku Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út bók um Mývatn eftir David Williams er nefnist Mývatn. A Paradise for Nature Lovers. Þrátt fyrir að meginviðfangsefni bókarinnar sé Mývatn og Mývatns- svæðið fléttar höfundur inní umfjöllunina sögu lands og þjóðar. Bókin er prýdd fjölda litmynda, en hún er 144 blaðsíður að stærð. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 16. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.