Þjóðviljinn - 16.06.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.06.1988, Blaðsíða 7
BYGGÐARÁÐSTEFNAN Á DALVÍK Landsbyggðin er ekki ein Svanfríður Jónasdóttir: Mikilvægar umræður og hugmyndir á Dalvíkurráðstefnunni. Alþýðubandalagið hefur sérstakar forsendur til að móta byggðastefnu sem stenst. Komið að hættumörkum í byggðaþróuninni Þessi ráðstefna á eftir að fleyta okkur áfram í mikilvægri stefnu- mótun, sagði Svanfríður Jónas- dóttir varaformaður Alþýðu- bandalagsins og einn ráðstefnu- stjóra um byggðaráðstefnu flokksins á Dalvík um síðustu helgi. - Það kom vel í Ijós þarna hvað byggðamálin brenna á mönnum, og það kom líka í Ijós að ekki er til neitt eitt svar, þau verða að vera mörg, og þau verða að vera samofin almennri pólit- ískri stefnu. - Ráðstefnan á Dalvík er liður í vinnu sem er í gangi innan flokks- ins að byggðamálum. Á lands- fundinum í haust var ákveðið að setja á laggirnar tíu manna nefnd til að fara í gegnum, samræma og endurnýja byggðastefnu Alþýðu- bandalagsins, og til þess átti að halda fundi í öllum kjördæmum og að auki landsráðstefnu. Astæða þess að landsfundurinn í nóvember lagði svo mikla áherslu á endurnýjun og samræmingu byggðastefnunnar er sennilega fyrst og fremst sú að þá hafði ver- ið rætt mikið um að landsbyggðin væri að fara halloka, og hefði ver- ið um nokkurt skeið, - og um leið var ljóst að þau skilaboð sem fólk í okkar flokki bar hvert úr sinni byggð voru mjög mismunandi. - Og það kom líka mjög skýrt fram á ráðstefnunni hér á Dalvík að landsbyggðin er ekki ein; byggðirnar eru margar og að- stæðurnar ólíkar, hin brýnu verk- efni eru alls ekki þau sömu al- staðar. Hinsvegar eiga byggðirn- ar það velflestar sameiginlegt að þær líða fyrir þá efnahagsstefnu sem rekin hefur verið bæði af síð- ustu ríkisstjórn og þessari, og þeirri hagstjórnarkreppu sem hún hefur leitt til, stefnu sem er fjandsamleg landsbyggðinni, - og ekki bætir úr hvernig ríkið hefur hagað sér gagnvart sveitarfélög- unum. Niðurstöður eða árangur af ráðstefnunni? - Um eiginlegar niðurstöður af Dalvíkurráðstefnunni var ekki að ræða, enda ekki til þess ætlast. Hinsvegar voru umræðurnar á ráðstefnunni og þeir tónar sem þar voru gefnir mjög gagnlegt nesti fyrir starfsnefndina og aðra þá innan flokksins sem halda áfram að ræða þessi byggðamál. Mikilvægi kvenna - Það var til dæmis gagnlegt að slá því föstu, einsog ég var að lýsa, að það er ekki stætt á að tala um landsbyggðina sem eina og hina sömu alstaðar. Það var líka rætt mjög mikið um möguleika byggðanna í tengslum við nýja tækni og hvernig ætti að nýta at- vinnubyltingu nútímans til að byggja upp fjölbreyttari atvinnu- hætti um landið. Það var einnig rætt um aðferðir landsbyggðar- fólks til að virkja sig sjálft til at- hafna, sem er auðvitað grund- vallarmál. - Það var líka talað mikið um hvernig væri hægt að bæta atvinnumöguleika kvenna útum landið. Þeir hafa verið sýnu fá- breyttari en karla, og það á sinn þátt í byggðaflóttanum að konur finna síður vinnu við sitt hæfi en karlar. Við ræddum nokkuð leiðir til að gera atvinnumögu- leika kvenna fjölbreyttari, og reyndum einnig að athuga það sem í gangi er og kleift er að gera til að virkja konur til frumkvæðis í atvinnumálum á heimaslóð, til dæmis í atvinnurekstri. Nokkrir ráðstefnugesta í góðviðrinu á Dalvík. Á myndinni eru meðal annars Logi Þormóðsson, Gunnlaugur Haraldsson, Unnur G. Krist- jánsdóttir, Óttar Proppé, Albert Einarsson og Kristján Valdimarsson. astefnu sem stenst, einsog haft var að yfirskrift ráðstefnunnar hér. Hættumörk - Byggðaþróun undanfarin ár hefur hallast á verri veg án þess að hið opinbera hafi í rauninni nokkurntíma spyrnt við fótum, - það hefur ekki verið reynt skipu- lega að gæða landsbyggðina nýju lífi. Nú er að koma að hættu- mörkum, bæði efnahagslegum og félagslegum. Menn sætta sig ekki lengur við þá fábreytni og ein- hæfni sem smám saman er að verða einkenni á landsbyggðinni, menn gera kröfur um betri sam- göngur, menn gera kröfur um sjálfstjórn, gera kröfur um að fá að búa í sinni byggð og vera þar þátttakendur í framþróun atvinnulífs og menningar. - Ef þessi þróun núna heldur áfram þá endar þetta með þeirri nöturlegu mynd sem Byggða- stofnun hefur meðal annars dreg- ið upp, - að byggðirnar útum landið verði hráar verstöðvar sem kann að verða erfitt að manna. - En það er engin ástæða til annars en bjartsýni, sagði Svan- fríður. Umræðan á þessari ráð- stefnu og hugmyndirnar sem þar komu fram voru í þá átt. Mér finnst svo margt hægt að gera, möguleikarnir svo ótæmandi ef við náum að stilla saman strengi. - En við verðum líka að fá vin- samlegra ríkisvald, ríkisvald þar- sem byggðapólitík er til, ekki einsog nú þegar þau sjónarmið hafa orðið gjörsamlega útundan. -m álykta sem svo miðað við algenga fjölmiðlamynd að á landsbyggð- inni væri fyrst og fremst stórskrít- ið fólk í einum allsherjarvand- ræðum. Það þyrfti líka að draga fram það jákvæða við að búa utan höfuðborgarsvæðisins, í meira eða minna dreifbýli. Ekki bara til að gera landsbyggðina aðlaðandi fyrir þá syðra sem ef til vill vildu flytja en finnst allt í kaldakoli og ekki hættandi á slíkt ævintýri, heldur líka, og ekki síður, fyrir okkur sjálf á landsbyggðinni. Kom fram ágreiningur um byggðastefnuna þessa daga á Dal- vík? - Nei, ekki ágreiningur. Það er hinsvegar áherslumunur sem ræðst auðvitað af því hvaðan menn koma og hvaða bakgrunn þeir hafa, og eins eru menn mis- jafnlega formlegir í umræðu um þessi mál, enda flókin. - Mér fannst raunar að í um- ræðunum þarna það sem ég þótt- ist vita áður, að Alþýðubandalag- ið hefur allar forsendur til að fjalla um þessi mál á mjög opinn hátt og án þess að vera rígbundið kerfishagsmunum einsog aðrir flokkar. Við getum horft til allra átta, bæði um breytingar á formi og áherslum, flokkurinn er ekki kerfisflokkur sem á pólitíska framtíð sína undir viðhaldi þess kerfis sem nú er í gangi. Og Al- þýðubandalagið hefur það auðvitað frammyfir aðra flokka að vegna fyrri verka í ríkisstjórn- um nýtur það mikils trausts í byggðamálunum. Þessvegna held ég að Alþýðubandalagið hafi meiri möguleika á að setja fram trúverðuga byggðastefnu við að- stæður dagsins en aðrir, - byggð- Svanfríður Jónasdóttir varaformaður Alþýðubandalagsins og bæjar- fulltrúi á Dalvík: Fábreytni í atvinnumálum og félagslegum efnum ekki síður hættuleg landsbyggðinni en munur í efnalegum gæðum. Gegn einhæfninni - Mér fannst einnig mikilvæg sú óformlega niðurstaða að fá- breytni eða einhæfni í atvinnu- málum og félagslegum efnum væri ekki síður orsök búferla- flutninga af landsbyggðinni en munur í hinum efnislegu gæðum. Og menn ræddu einnig nokkuð um félags- og menningarmál, og það kom ítrekað fram að ekki er hægt að klippa sundur atvinnu- mál og félagsmál og menning- armál. Allt er þetta samofið, og ekki síður mikilvægt að hlúa að félags- og menningamálum í hverri byggð en atvinnumálun- um, og auka sjálfstraust í þeim efnum engu síður en á atvinnu- sviðinu. - Það var líka athyglisvert að umræðan á þesari ráðstefnu sner- ist svo að hluta til um ímynd landsbyggðarinnar, hvernig hún hefur verið undanfarið, hvaða áhrif hún hefur hefur haft á höf- uðborgarsvæðinu og á lands- byggðarfólk sjálft. ímyndin - Sumir sögðu að það mætti Fimmtudagur 16. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.