Þjóðviljinn - 16.06.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 16.06.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Palestína Fjárstuðningur óljós PLO villfálOmiljónir bandaríkjadala á mánuði. Arabaleiðtogarnir ósammála um hve stuðningurinn skuli vera mikill Leiðtogar ararbaríkjanna voru sammála um að styðja kröfu PLO um sjálfstætt Palestínuríki en ósammála um hversu mikið fé ætti að renna tii þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru á her- numdu svæðunum á Vesturbakk- anum og Gaza-svæðinu. PLO vill fá um 10 miljónir bandaríkjadala á mánuði til þess að bæta aðbún- að fólksins og borga því laun fyrir að halda baráttunni áfram. Á arabafundinum var andrúm- sloftið leyndardómsfullt á köflum og broslegt þar sem einstakir leiðtogar ræddu málefni sín í gönguferðum eða í afkimum lúxushótelsins í Algeirsborg. Yasser Arafat fékk allan þann móralska stuðning sem hann Frakkland Hægra bandalagið klofnar r | gær klauf miðjuflokkur Pierre Mahaignerie sig út úr hægra kosningabandalaginu og skapar sér með því sjálfstæði á franska þinginu. Þetta getur þýtt að sósíalistar geti leitað eftir stuðn- ingi þeirra ef þeir mynda minnih- lutastjórn eins og flestir telja lík- legt. Flokkur Mahaignerie er sósíal- demókratískur flokkur sem fékk 52 þingsæti í kosningunum um daginn. Formaður flokksins neit- ar því þó alfarið að þeir muni styðja ríkisstjórn sósíalista en flokkurinn skapar sér sérstöðu í þinginu sem getur komið sér vel í framtíðinni. Foringjar hinna flokkanna í hægra bandalaginu eru sárreiðir og segja að þessi ákvörðun hafi aðeins verið tekin til að þjóna sósíalistum. Nú er ljóst að minnihlutastjórn Michels Rocards getur leitað eftir stuðningi til hægri eða vinstri eftir málefnum, þ.e.a.s. ef af henni verður. Reuter/-gsv. Sovétríkin Armenar nota Perestrojku Þjóðernishyggja gœti reynst umbótastefnu Gorbatsjovs hœttuleg þurfti að fá en fjárhæðirnar eru þó ekki komnar á hreint. Á fund- inum var samþykkt að veita fjár- magni til að aðstoða fátæklinga, bæta heilbrigðisástandið og borga þeim laun sem misst hafa vinnu vegna mótmæla og verk- falla síðustu mánuði. Heimildir segja að leiðtogar olíuframleiðsluríkjanna við Persaflóa hafi haldið að sér hönd- um en þau hafa stutt dyggilega við bakið á nágrannaríkjum ísra- els, Sýrlandi og Jórdaníu, á und- anförnum árum. Tekjur þessara ríkja eru nú minni vegna þess að olíuverð hefur farið lækkandi og þær hafa neyðst til að eyða miklu fé til varnarmála af hreinum ótta við útbreiðslu styrjaldarátaka fyrir botni Persafóa. Reiknað er með að PLO eigi viðræður við hvern leiðtoga fyrir sig og kanni hversu mikið hvert þeirra er tilbúið að leggja í púkk- ið. Að sögn Palestínumanna hafa um 140 þúsund palestínskir verkamenn misst vinnu sína í ís- rael og 2300 lögreglumenn verið reknir úr starfi. í gær var skólum á hernumdu svæðunum aftur lokað af ísra- elskum hermönnum vegna þess að ekkert lát hefur verið á verk- föllum. Reuter/-gsv. Leiðtogar í faðmlögum. Gadafi Líbýuleiðtogi var í óvenju góðu formi á fundinum og vakti sérstaka athygli fyrir að ganga með hvítan Mikka mús hanska á hægri hendi. Hann stakk upp á því að allir erlendir hermenn yrðu kallaðir frá Líbanon og lét ekki sitja við orðin tóm heldur kallaði 300 manna herlið Líbýumanna heim strax að loknum fundin- um. '"4 NAGORNO-K ARABAKH r I gær varaði blað ungliðadeildar sovéska kommúnistaflokksins við því að uppreisn og ríkjadeilur Armena og Azerbijana gætu skaðað þær umbætur sem Gorbatsjov væri að koma á í landinu. Uppreisnin gæfi and- stæðingum Perestrojku tækifæri til að hafa sig meira í frammi. Ríkisþing Armeníu kom saman í gær og gert var ráð fyrir að það styddi áfram kröfur íbúanna um að sameina fjallahéraðið Nagorno-Karabakh Ármeníu. 75% íbúanna eru Armenar en það er nú undir stjórn Azerbijan. Þing Ázerbijana er alfarið á móti þeirri ráðstöfun að héraðið sameinist Armeníu. Um þetta hefur styrinn staðið síðan í vetur en þá ákvað stjórnin í Kreml að afturkalla þær breytingar sem hún var búin að ákveða á landamærum ríkjanna. Nagorno-Karabakh hefur verið lamað af verkföllum í mánuð. í Stepanakert, Martuni, Mardakert og Askeran hafa opinberar stofnanir verið lokaðar. Þar er einnig skortur á matvælum vegna þess að flutningar hafa lagst niður til þessara þorpa í héraðinu. Andrúmsloftið hjá hinu armenska þjóðarbroti í Nagorno er rafmagnað. Á hverjum morgni ganga þúsundir manna fylktu liði um göturnar og hrópa kjörorð sín. Eina hugsunin er að halda þetta út. Á kvöldin flökta einstaka ljósker meðfram götunum og þar eru á ferðinni svokallaðir „varðliðar“. Þeir eru að vernda heimili sín fyrir Azerbijönum þó ekki hafi borist neinar fréttir af ofsóknum þeirra. Eftir að leiðtogi Armena hafði róað 500 þúsund manna mót- mælafund í Yerevan og lofað fólkinu að taka málið upp á þingi Armeníu hefur ástandið verið eðlilegt í borginni. Hermenn settu þó upp vegartálma á helstu leiðum frá Bakú til Nagorno á meðan mótmælin stóðu sem hæst. Alvarlegast er að íbúar fjallahéraðsins eru farnir að líða skort, vantar mat og nauðsynjar og sér ekki fyrir endann á því. Framleiðsla í iðnaði hefur dregist mikið saman eða sem nemur um 25 miljónum rúblna að verðmæti. Reuter/-gsv. ARMENIA Yerevan ' ZERBAIJANI Baku Stepanakert mm mmm Nagomo-Karabakh er fjallahérað miðja vegu höfuðborgar Armeníu og Bakú við Kaspíahaf. á milli Yerevan Svíþjóð Alnæmi í brennidepli Ríkar þjóðir verða að hjálpa þeimfátœku Allir helstu sérfræðingar í hin- um ógnvænlega sjúkdómi al- næmi (AIDS) voru saman komnir í Svíþjóð á fjölmennustu ráð- stefnu sem haldin hefur verið í heiminum um þetta mikla vanda- mál sem mannkynið glímir nú við. Reynt er á þessari ráðstefnu að mynda hóp sérfræðinga sem tæki að sér það hlutverk að koma fá- tæku löndunum til hjálpar í bar- áttunni gegn sjúkdómnum. í mörgum þróunarlöndunum er þekking og kunnátta er varðar sjúkdóminn af skornum skammti og nauðsynlegt er að ríku þjóð- irnar leggi til fé og mannafla til að koma í veg fyrir að alnæmi breiðist út með ógnarhraða. Bandaríkjamaðurinn Robert Gallo, sá sem uppgötvaði alnæm- isveiruna, sagði að ein hugmynd- in væri að velja eitt þróunarland Alnæmissjúklingur í læknishönd- um. 95 þúsund jarðarbúar þjást nú af alnæmi. og nota það sem kennsludæmi í því hvernig eigi að meðhöndla sjúkdóminn og rannsaka. „Þetta er aðeins ein af mörgum hug- myndum sem við erum að ræða en ég er viss um að þessi leið væri árangursrík og drægi athygli ann- arra þróunarlanda að því vanda- máli sem við eigum við að glíma,“ sagði Robert Gallo. Svíþjóð hefur þegar boðist til að leggja til 10 miljón bandaríkj- adala til að koma af stað þriggja ára rannsóknaráætlun á alnæmi og hitabeltissjúkdómum í þróun- arlöndunum. „Fátæktin gerir þörfina augljósa en hún mælist varla. Ríki heimurinn verður að hjálpa þriðja heiminum," sagði Ingvar Carlsson þegar hann setti stærstu alnæmisráðstefnuna hingað til á þriðjudaginn var. Nú hafa 95 þúsund manns veikst af alnæmi samkvæmt heilbrigðisskýrslum í heiminum en óttast er að tala smitaðra sé í kringum 10 miljónir manna. Reuter/-gsv. Fimmtudagur 16. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 r Italía Urgangs- efnin f læða Hœpin viðskipti með eitruð oggeislavirk efni Einkafyrirtæki sem taka að sér að losa hið háþróaða iðnaðar- samfélag við hvers konar úrgang eru að gera mönnum lífið leitt um þessar mundir. Einkum virðast ítölsk fyrirtæki vera ófor- skömmuð að því leyti að þau losa eitruð og geislavirk efni hvar sem þau geta. Nú krefjast Nígería og Líban- on þess að ítalir taki til baka úr- gang sem fluttur hefur verið til landannaaðundanförnu. Reynd- ar segjast Líbanir ætla að koma efnaúrganginum, sem er ættaður frá fyrirtæki í Mílanó, aftur um borð í skip og senda hann til ítal- íu. „Líbanon hefur verið pólitísk ruslakista í 13 ár en nú er engu líkara en að landið sé orðið rusl- akista fyrir eitraðan efnaúr- gang,“ sagði dagblaðið Al- Masira í gær. Nígería kallaði sendiherra sinn heim frá Ítalíu fyrir nokkru vegna geislavirks úrgangs sem ítalskt fyrirtæki flutti til landsins. Yfir- völd í Nígeríu hóta að skjóta þá sem ábyrgir eru fyrir þessari sendingu til landsins. ítalir virðast eiga í miklum vandræðum með að meðhöndla hvers konar efnaúrgang í sínu heimalandi. Nýlega komst upp um mikið magn af geislavirkum efnaúrgangi frá spítölum á Norður-Ítalíu sem hafði verið komið fyrir nálægt þorpi einu á Sikiley. Smygl á eitruðu rusli til landa og landsvæða er ekki nýtt fyrirbæri. Þetta hefur átt sérstað í einhvern tíma en nú er mönnum farin að blöskra sú vanvirðing og ósvífni sem fyrirtækin í þessum bransa sýna íbúum viðkomandi svæða. Þau efni sem hér um ræðir eru sum hver stórhættuleg og má þar fyrst nefna dioxið PCB, asbest- trefjar, þurrausinn jarðveg, kola- ösku, blásýrusalt og fjölmargt flcira. Reuter/-gsv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.