Þjóðviljinn - 16.06.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.06.1988, Blaðsíða 14
AT ÞÝffl JBANDALAGIÐ Opnir fundur á Austurlandi Hjörleifur Guttormsson alþingismaður verður á opnum fundum á AusturJandi sem hér greinir: Á Borgarfirði eystra í Fjarðarborg fimmtudaginn 16. júní kl. 20.30. A Eskifirði í Valhöll þriðjudaginn 21. júní kl. 20.30. Áfundunum verður rætt um heimamál, stöðu_ þjóðmálanna og störfAlþingis. Allir velkomnir Alþýðubandalagið Stuðningsmenn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Munið sumarráðstefnuna á Hallormsstað dag- ana 18. og 19. júní nk. Dagskrá 18. júní Kl. 13.30: Ráðstefna um byggðamál. „Hvernig á að sækja valdið suður?" Framsögumenn: Hallgrímur Guðmundsson sveitarstjóri á Höfn í Hornafirði og Smári Geirsson sveitarstjórnarmaður á Neskaupstað. Umræður. Kl. 20.30: Kvöldvaka við varðeld. Sunnudagur 19. júní kl. 10.30 Gönguferð um Hallormsstaðaskóg undir leiðsögn Jóns Loftssonar skógar- varðar. Kl. 13.30: Ávarp í tilefni dagsins Guðrún Aðalsteinsdóttir matráðskona. Kl. 13.40: Ráðstefna um jafnréttismál. Framsögumenn: Stefanía Traustadóttir formaður ABR og starfsmaður Jafnréttisráðs og Hjörleifur Guttormsson alpingismaður. Umræður. Áætluð ráðstefnuslit kl. 18. Fjölmennið í tilvalda fjölskylduferö Stjórn kjördæmisráðs Vestfirðir Sumarferð Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum er fyrirhuguð í Flatey 2. og 3. júlí nk. Nánar auglýst síðar. Kjördæmisráð. Ertu með á Laugarvatn í sumar? Eins og undanfarin sumur efnir Alþýðubandalagið til orlofsdvalar á Laugar- vatni vikuna 18.-24. júlí. Mikil þátttaka hefur verið í þessari sumardvöl á Laugarvatni enda er þar gott að dvelja í glöðum hópi og margt um að vera. Rúm er fyrir um 80 manns. Umsjónarmenn i sumar, eins og síðastliðið sumar, verða þær Margrét Frímannsdóttir og Sigríður Þorsteinsdóttir. Rúnar matsveinn ásamt sam- starfsfólki sér um matseld að alkunnri snilld. Kostnaður fyrir vikuna er sem hér segir: Fyrir börn að 6 ára aldri kr. 2000,- Fyrir börn 6-11 ára kr. 8000,- Fyrir 12 ára og eldri kr. 12.000,- Innifalið í verðinu er fullt fæði alla dagana; morgunverður, hádegisverður, síðdegiskaffi og kvöldverður, gisting í 2ja og 3ja manna herbergjum, barna- gæsla fyrir yngstu börnin, tvær ferðir í sund og gufubað, þátttaka í fræðslu- og skemmtistarfi og skipulögðum göngu- og útivistarferðum. íþróttasvæði, bátaleiga, hestaleiga, silungsveiði og fleira er við höndina i næsta nágrenni Héraðsskólans á Laugarvatni. Sumardvölin á Laugarvatni hefur reynst góð afslöppun fyrir alla fjölskyld- una, unga sem aldna, í áhyggjulausu og öruggu umhverfi, þar sem fólk hvílir sig á öllum húsverkum, en leggur alla áherslu á að skemmta sér saman í sumarfríi og samveru. Dragið ekki að festa ykkur vikudvöl á Laugarvatni í sumar. Komið eða hringið á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. Síminn er 91-17500. Panta þarf fyrir 15. júní og greiða kr. 5000,- í staðfestingargjald fyrir 1. júlí. - Alþýðubandalagið. Alþýðubandalagið í Reykjavík Sumarferðin 1988 Hin árlega sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður farin lauaar- daginn 2. júlí Merktu við á almanakinu núna: 2. júlí. Óvenjuleg ferð um Mýrarnar, landnám Egils og í Hnappadalssýslu á sögu- slóðir séra Árna Þórarinssonar. Áningastaðir verða margir og hver öðrum áhugaverðari. Hver hefur t.d. komið í Straumfjörðinn? Eins og venjulega verður lögð áhersla á einvala leiðsögumenn og ódýra og skemmtilega ferð. Allar upplýsingar í síma 17500 - að Hverfisgötu 105. Alþýðubandalagið í Reykjavík Alþýðubandalagið Kópavogi Bæjarmálaráð boðar til fundar í Þinghól Hamraborg 11, mánudaginn 20. júní kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosning í nefndir. 2. Önnur mál. Félagar hvattir til að mæta. Stjórnín Alþýðubandalagið á Akureyri Bæjarmálaráð Fundur í bæjarmálaráði verður haldinn mánudaginn 20. júní, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Bæjarstjórnarfundur 21. júní. Sérstök athygli vakin á málefnum Slipps- töðvarinnar. 2. önnur mál. Stjórnin ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin Skrifstofan að Hverfisgötu 105, Reykjavík er opin miðvikudagskvöld milli klukkan 8 og 10. Lítið inn og fáið ykkur kaffisopa. ÆFAB Hjörleifur Skreiðarsamlagið Ítalíumarkað- ur vinsæll Um 8-900 tonn afskreið seldþangaðíár. Til verkunarinnar þarf um 5 þúsund tonn af fiski r Aþessu ári er áætlað að fram- leitt verði í 16-18.000 pakka af skreið fyrir Italíumarkað og er það svipað og var á síðasta ári sem þýðir um 8-900 tonn af þurrkuðum físki. Til þessarar framieiðslu þarf liðlega 5 þúsund tonn af físki upp úr sjó. Italíus- kreiðin er svo til eingöngu verkuð á Norðurlandi, á Eyjafjarðar- svæðinu og á Húsavík. Að sögn Ólafs Björnssonar hjá Skreiðarsamlaginu eru menn þessa dagana mjög ánægðir með að fá 6 af 24 miljónum króna til baka frá Ikense, ræðismanni fs- lendinga í Nígeríu. Ikense voru greiddar þessar miljónir fyrir fjórum árum til að liðka fyrir skreiðarsölu þangað en ekkert varð úr sölunni og peningarnir hurfu í greiðahítina þar syðra enda viðskipti þar með allt öðru sniði en viðgengst hérlendis. f dag bendir ekkert til þess að markaður fyrir skreið til Nígeríu fari batnandi og eru menn nánast búnir að afskrifa markaðinn. Þó eru þurrkaðir hausar vinsælir þar syðra en verðið sem fæst fyrir þá í engri líkingu við það sem var á skreiðinni sællar minningar. Síð- asta skreiðarsendingin til Nígeríu fór þangað um síðustu áramót og voru það skreiðarpakkar sem unnir voru 1983 og slangur af ufsa frá 1984. _grh Afmæli Landssamband veiðifélaga 30 ára Hefur unnið að margháttuðum umbótum á veiðimálum Um þessar mundir er Landssamband veiðifélaga 30 ára. Var þess sérstaklega minnst með kvöldverðarhófi í tengslum við aðalfund samtakanna, sem haldinn var að Hvanneyri 10. og 11. júní. Fundinn sóttu 40 fulltrúar, auk nokkurra gesta. Erindi fluttu Árni ísaksson veiðimálastjóri og Árni Mathiesen dýralæknir. Rafn Hafnfjörð, formaður Landssambands stangaveiðifé- laga, færði L.V. gjöf frá Stanga- veiðisambandinu. í hófinu gerði formaður Sambandsins, Böðvar Sigvaldason, grein fyrir 30 ára starfi þess og Arni Jónasson, fyrr- verandi formaður Veiðimála- nefndar, greindi frá tveggja ára- tuga starfsemi Fiskiræktarsjóðs. Landssamband veiðifélaga er hagsmunasamband veiðiréttar- eigenda. Rétt til þátttöku í því hafa öll veiðifélög, sem stofnuð hafa verið á grundvelli laga um lax- og silungsveiði. Að sam- bandinu standa 54 félög. Starf- semi samtakanna hefur alla tíð verið mjög fjölþætt og það hefur beitt sér fyrir margháttuðum um- bótum í íslenskum veiðimálum, sem hér yrði of langt upp að telja. Það hefur m.a. staðið að útgáfu ritsins „Vötn og veiði“, sem hefur að geyma upplýsingar um á fimmta hundrað veiðivötn víðs- vegar um landið. Ritstjórn þess hefur Hinrik A. Þórðarson, Út- veFkum, haft með höndum. Stjórn Landssambandsins skipa: Böðvar Sigvaldason Barði, formaður, Jóhann Sæmundsson Ási, Halldór Sig- urðsson Miðhúsum, Vigfús B. Jónsson Laxamýri og Bjarni Eiríksson Miklaholtshelli. Full- trúi stjórnarinnar er Einar Hann- esson, sem lengi vann hjá Veiðimálastofnun. - mhg. Útgáfufélag Þjóðviljans Aðalfundur Aðalfundur Útgáfufélags Þjóðviljans verður hald- inn að Miðgarði, Hverfisgötu 105, Reykjavík, kl. 20.00, mánudaginn 20. júní nk. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Auglýsing Lausar stöður Stöður rannsóknarmanna hjá Veðurstofu íslands á Keflavíkurflugvelli eru lausar til umsóknar. Umsækjandi þarf að hafa lokið samræmdu prófi skólakerfisins. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun, fyrri störf og heimilisfang sendist Veð- urstofu íslands, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík, fyrir 27. júní 1988. Búseta í grennd við flugvöllinn æskileg. Hjúkrunarfræðingar Okkur vantar hjúkrunarfræðing til starfa nú þegar til lengri eða skemmri tíma. Fríar ferðir og íbúðarhúsnæði til staðar. Skjól- garður er elli- og hjúkrunarheimili með 46 íbúum. Allar upplýsingar gefa Amalía Þorgrímsdóttir hjúkrunarforstjóri og Ásmundur Gíslason, stað- arhaldari, símar 97-81221 og 97-81118. Skjólgarður Höfn, Hornafirði Skattskrá Reykjavíkur árið 1987 Skatta-, útsvars-, launaskatts- og söluskatts- skrár vegna álagðra gjalda árið 1987 liggja frammi á Skattstofu Reykjavíkur dagana 16.-29. júní 1988 frá kl. 9-16 alla virka daga nema laugar- daga. Athygli er vakin á því að enginn kæruréttur mynd- ast þótt álögð gjöld séu birt með þessum hætti. Reykjavík, 15. júní 1988 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson FLUGMÁLASTJÓRN Bóklegt atvinnuflugnám Flugmálastjórn mun í samstarfi við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja standa fyrir bóklegu atvinnu- flugnámi á næsta skólaári, ef næg þátttaka verð- ur. Námið skiptist í tvær annir, haust- og vorönn. Inntökuskilyrði eru einkaflugmannsskírteini og stúdentspróf með a.m.k. þremur einingum í eðlis- fræði. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Flugmála- stjórnar í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Umsóknir þurfa að hafa borist þangað fyrir 15. júlí nk. Umsóknum skal fylgja: Staðfest Ijósrit af stúd- entsprófi. Ljósrit af einkaflugmannsskírteini. 1. flokks læknisvottorð frá trúnaðarlækni flugmála- stjórnar. Flugmálastjórn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.