Þjóðviljinn - 19.06.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.06.1988, Blaðsíða 6
Löglegir bovgarar þjóðfélagsins Kristín Ástgeirsdóttir í viðtali við Þjóðviljann um sögu 19. júní, baróttu kvenna og margt fleira Kristín Astgeirsdóttir: Afgerandi þáttaskil í kvenréttindabaráttunni 1907 til 1908. Mynd: ARI Hjúkrunarfræðingar Okkur vantar hjúkrunarfræöing til starfa nú þegar til lengri eöa skemmri tíma. Fríar ferðir og íbúðarhúsnæði til staðar. Skjól- garður er elli- og hjúkrunarheimili með 46 íbúum. Allar upplýsingar gefa Amalía Þorgrímsdóttir hjúkrunarforstjóri og Ásmundur Gíslason, stað- arhaldari, símar 97-81221 og 97-81118. Skjólgarður Höfn, Hornafirði IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Meistaranám fyrir allar iðngreinar Með reglugerð útgefinni af menntamálaráðherra 5. febrúar sl. var ákveðið að stofna til meistara- náms fyrir allar iðngreinar. Ráðuneytið hefur falið skólanum að auglýsa eftir nemendum í þetta nám til meistaraprófs. Áætlað er að kennsla hefjist í byrjun september. Innritun fer fram á skrifstofu skólans og lýkur 24. júní n.k. /Tht&i Vefnaðarvara Tilboð óskast í laka- og koddaveraefni fyrir Ríkis- spítala. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Borgar- túni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð þann 12. júlí nk. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844 »T Z W %/svr1 „Vér vitum vel, að auknum réttindum fylgja auknar skyldur. En vértökum móti hvorutveggja með gleði. Vér vitum og skiljum að kosninga- réttur til Alþingis og kjörgengi er lykillinn að löggjafarvaldi landsins, sem á að fjalla um alla hagsmuni þjóðarinnar, jafnt karla sem kvenna. Vér trúum því að fósturjörðin - stóra heimilið vor allra, þarfn- ist starfskrafta allra sinna barna, jafnt kvenna sem karla, eins og einkaheimilin þarfnast starfskrafta alls heimilisfólksins, og vértrúum því, að vér eigum skyldum að gegna og störf að rækja, í lög- gjöf lands og þjóðar, eins og á einkaheimilunum." Þetta segir í þakkarávarpi frá íslenskum konum sem afhent var alþingismönnum á Austurvelli 7. júlí 1915. Þann dag fögnuðu kon- ur nýfengnum kosningarétti. Tíð- indin bárust raunar tæpum mán- uði fyrr, eða 19. júní. Þá barst hingað skeyti frá konungi sem hafði þá lagt sína blessun yfir nýja stjórnarskrá. Konur sem orðnar voru eldri en 40 ára fengu kosn- ingarétt og kjörgengi til Alþingis. Konur urðu „löglegir borgarar þjóðfélagsins" eins og Bríet Bjarnhéðinsdóttir komst að orði við þessi tímamót. En konur fengu ekki aukin réttindi sf svona á einum degi og raunar er það þyrnum stráð braut hvernig þau réttindi sem konum nú eru búin hafa fengist. Aðdragandinn - Það var langur aðdragandi að þeim atburðum sem urðu 19. júní 1915 og 7. júlí sama ár, segir Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræð- ingur, en hún hefur staðið síðustu ár í eldlínu kvenréttindabarátt- unnar og lagt stund á sögu hennar hér á íslandi. - Það má segja að ísinn hafi fyrst verið brotinn 1882 þegar ó- giftar konur og ekkjur sem „áttu með sig sjálfar" og greiddu útsvar fengu kosningarétt til sveitar- stjórna. Að vísu voru þetta ein- ungis örfáar konur og því miður fá dæmi þess að kosningaréttar- ins hafi verið neytt, þær höfðu ekki á þessum tíma kjörgengi. Þetta var þó byrjunin, segir Kristín. - Á árunum 1907 og 1908 urðu svo afgerandi þáttaskil í kvenrétt- indabaráttunni. Kvenréttindafé- lag fslands var stofnað undir því kjörorði að réttur karla og kvenna yrði jafn og ný lög um bæjarstjórnir heimiluðu konum að bjóða sig fram. Þá fengu giftar konur að kjósa auk hinna. Þá var smellt saman sérstökum kvenna- lista sem kom fjórum konum að í bæjarstjórn. Þetta var mikill sigur. Upp frá þessu var í flestum bæjarstjórnarkosningum boðinn fram sérstakur kvennalisti. Kon- ur vildu sýna fram á að þær vildu aukin réttindi og að þær mundu nýta sér þau. Þær ættu fullt erindi út í stjórnmál. f rauninni varð sú breyting strax 1911 að konur gætu sóst eftir áhrifastöðum í þjóðfélaginu. Stöðum sem eingöngu voru fram að því skipaðar körlum. Þær gátu orðið prestar, læknar, sýslumenn og margt fleira en það hafði fáum körlum komið til hugar að slíkt mundi gerast. Satt best að segja tók brúnin heldur betur að þyngj- ast á sumum við þessa breytingu. Þetta varð meira að segja til þess að ágætir karlmenn tóku upp á furðulegustu hlutum. Einn slík- ur var Stefán Daníelsson en hann skrifaði bókina „Kvenfrelsiskon- ur“ sem fjallaði um nokkrar kon- ur sem tóku upp á því að mennta sig og bjóða sig fram til sveitar- stjórna. Gerðust jafnvel svo fra- kkar að tala á fundum. Þeim farn- aðist öllum illa, þar til þær viður- kenndu að þær væru best komnar í heilögu hjónabandi, með sleif í hönd, barn í fangi og allan metn- að á bak og burt! Síðan vitkuðust þeir nú, kall- agreyin. Þjóð sem stendur í frels- isbaráttu getur ekki réttlætt það fyrir sjálfri sér að einn hópur sitji eftir þegar aðrir fá aukin réttindi í sinn hlut. Þegar til kom var því ekki svo djúpstæð eða virk and- staða. Þegar svo IngibjörgH. Bjarna- son komst inn á þing árið 1922 hrósuðu konur happi en það varð í rauninni skammgóður vermir. Hún gekk til liðs við íhaldsflokk- inn og fleiri 1924 þegar Sjálfstæð- isflokkurinn var stofnaður. Sagð- ist ekki hafa trú á að hægt væri að ná neinu fram svona ein og sér. Konur höfðu alltaf litið á kvenn- aframboð sem sameiningartákn, tákn um samstöðu kvenna og sameiginlega baráttu. Þeim fannst því mörgum sem Ingibjörg hefði í raun svikið sig. Baráttan bak við tjöld í kosningum 1926 bauð Bríet Bjarnhéðinsdóttir sig fram en hlaut ekki kosningu. Þar með voru dagar beinna kvennaframb- oða taldir þar til aftur vaknaði áhugi á níunda áratuginum. Það má eiginlega segja að kon- ur hafi snúið sér að því að ná fram sínum málum bak við tjöldin á árunum frá 1926 og allt fram á síðasta áratug. Þær sneru sér að uppbyggingu verkalýðsfélag- anna, beittu sér fyrir stofnun bindindisfélaga, líknar- og kvenfélaga og annarri uppbygg- ingu innan hinna vinnandi stétta í landinu. Sumar lögðu jafnvel nótt við dag til að ná fram viðun- andi bótum í mannúðarátt. Landspítalasjóðurinn er eitt af skýrustu dæmum þess hvernig konur hafa smátt og smátt stuðl- að að bótum í félags- og heilbrigðismálum. 1915 var hann stofnaður og konur nýttu sér 19. júní til að minna aðra á nauðsyn úrbóta og safna í sjóðinn. í dag getum við svo sannarlega séð ár- angur þeirra erfiðis en það tók 15 ár að koma spítalanum í gagnið. Kvennadagurinn 24. október 1985. Starf frumkvöðlanna lagði grunninn. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.