Þjóðviljinn - 19.06.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.06.1988, Blaðsíða 8
Gegn vígbúnaði í höfúnum Ávarp Hjörleifs Guttormssonar á útifundi herstöðva- andstœðinga á Lœkjartorgi 26. maí Leiðtogar risaveldanna, þeir Reagan og Gorbatsjoff eru að hittast um næstu helgi austur í Moskvu. Það verður sögulegur fundur, því að í fyrsta sinn á kjarnorkuöld á að undirrita þar samning um fækkun kjarna- vopna. Samkvæmt þeim samn- ingi á að eyða skammdrægum og meðaldrægum kjarnavopnum í Evrópu, m.a. Cruise- og Pershing-flaugunum, sem þröngvað var upp á Vestur- Þjóðverja fyrir nokkrum árum. Rætt er um helmingsfækkun langdrægra kjarnaflauga á landi og samkomulag um það efni virð- ist innan seilingar. Allt er þetta gleðiefni þvt' að hingað til höfum við staðið frammi fyrir sívaxandi vígbúnaði. Almenningur í lönd- unum hefur átt sinn þátt í þessari þróun, vökumenn í friðarhreyf- ingum og baráttuhópum gegn vígbúnaði víða um lönd. En ekki er allt sem sýnist í þess- um efnum. Á sama tíma og byrj- að verður að taka niður kjarnork- uvígtólin á meginlandi Evrópu blasir sú hætta við að vígvæðingin á og í höfunum vaxi. Hvergi eru í gangi formlegar viðræður kjarn- orkuveldanna um að stemma stigu við slíku, hvað þá að hefja afvopnun á heimshöfunum. Þar hefur þó kjarnorku- og flotaupp- bygging vaxið risaskrefum og rætt er um höfin sem úrslitavett- vang í þeirri heimsstyrjöld, sem herfræðingar risaveldanna ræða um og skipuleggja frá degi til dags á milli þess sem þeir fá sér kaffisopa. En það er ekki aðeins veruleiki kjarnorkustríðs sem bíður hand- an við hornið, ef ekki semst um afvopnun. Einnig á friðartímum geta hvenær sem er orðið slík óhöpp á hafinu vegna kjarnorku- væðingarinnar að lífi hafsins og efnahag þeirra þjóða sem byggja tilvist sína á sjávarauðlindum sé stefnt í bráða hættu. Engin þjóð á meira í húfi í þeim efnum en við fslendingar. Kjarnorkuslys á ís- lenskum hafsvæðum gæti í einu vetfangi lokað mörkuðum fyrir íslenskar fiskafurðir og valdið ís- lenskum þjóðarbúskap óbætan- Iegu tjóni. M.a. vegna þessarar hættu hef- ur Alþingi íslendinga sameinast um að lýsa því yfir að á íslandi verði ekki staðsett kjarnorku- vopn. Með þetta í huga hafa utanríkisráðherrar á íslandi lýst því yfir að sigling með kjarnorku- vopn innan íslenskrar landhelgi sé óheimil. Núverandi utanríkis- ráðherra landsins Steingrímur Hermannsson hefur kveðið upp úr um það að þessi stefna eigi ekki aðeins við á friðartímum, heldur einnig á ófriðartímum. En getum við treyst því að bandarískir ráðherrar og aðmír- álar virði þessa yfirlýstu stefnu okkar? Liggur það fyrir að her- fræðingar NATÓ miði stríðsáætl- anir sínar við það að aldrei megi flytja kjarnorkuvopn á íslenska grund og um íslenska lögsögu? Því miður ekki. Það hefur margoft komið fram á undanförnum árum, að hers- höfðingjar NATÓ og yfirmenn herafla Bandaríkjanna hyggist virða afstöðu okkar að vettugi. Á borð utanríkismálanefndar Al- þingis hafa komið skjöl og ekki verið vefengd, sem bera vott um að sjálfur Bandaríkjaforseti hafi heimilað að flytja kjarnorku- djúpsprengjur til íslands, ef ó- friðlega horfir. Herstöðvarnar til að taka við slíkum farmi eru hér. Flugvélarnar til að flytja sprengj- urnar út yfir hafið eru hér nú þeg- ar. Land okkar er enn hluti af hernaðarneti Bandaríkjanna og möskvar þess hafa orðið þéttari með hverju árinu sem líður. Hernaðaráætlanir NATÓ og Bandaríkjanna á Norður- Atlantshafi hafa tekið miklum breytingum í tíð Reagans forseta. f stað varðstöðu við GIUK-hliðið frá Grænlandi um ísland til Bret- landseyja er nú byggt á sóknar- stefnu allt norðaustur í Barents- haf með gífurlegum flota her- skipa, árásarkafbáta og flugvéla. Bakstuðningurinn við þessar hernaðaráætlanir á að koma frá íslandi og Bretlandseyjum. Hernaðaruppbyggingin á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár tekur mið af þessari sóknar- stefnu. Uppbygging fullkominna hernaðarratsjárstöðva á Vest- fjörðum og Langanesi vísar í sömu átt. Þrátt fyrir tilkomu þeirra eiga AWACS-vélarnar að vera hér áfram. Bandarískir sér- fræðingar í vígbúnaði telja þessa nýju sóknarstefnu sjálfsmorðs- flan, bandarískir þingmenn telja hana margir hverjir vera í senn stórhættulega og heimskulega. En hver er skoðun íslendinga? Utanríkisráðherra okkar hefur nýlega lýst því vfir að íslendingar eigi að vinna af öllum mætti gegn frekari vígvæðingu hafanna. Eg er honum sammála í því efni. En er hann og aðrir sem leyfa hér útþenslu hernaðarumsvifa í landinu samkvæmir sjálfum sér? Ég held ekki. Herstöðvarnar á ís- landi eru skýr og ótvíræður hlekkur í auknum hernaðarum- svifum NATÓ í Norðurhöfum. Veigamesta framlag íslands og í raun það eina marktæka væri því að hreinsa til í eigin húsagarði, stöðva hernaðaruppbygginguna hérlendis og vinna að því að losna við víghreiðrin burt úr landinu. Við sendum leiðtogum risa- veldanna, sem nú eru að búa sig til fundar árnaðaróskir. Við setj- um fram við þá kröfu um að aukning vígbúnaðar í höfunum verði stöðvuð þegar í stað. Við hvetjum íslenska ráðamenn til þess að taka undir tillögur um að hér á íslandi verði boðað til al- þjóðlegrar ráðstefnu til að hefja samningaviðræður um afvopnun á norðurhöfum. Vopnlaust ísland á að vera vettvangur friðarumleitana og af- vopnunar. Sú er okkar krafa í dag og ósk til morgundagsins. Hjörleifur Guttormsson NUFÆRÐU. . 105g MEIRIIOGURT ÞEGAR Þlí KAUPIR 500g ÐÓS!* * miðað við verð á jógúrt í 180 g dósum. Fölsk Þau bros sem komafrá hjartanu eru ólík hinum fölsku, ef marka má rannsóknir Pauls Ekmans, sálfræðings við Kal- iforniuháskóla. Ástæðan er sú að við beitum öðrum andlitsvöðvum þegar við brosum undirhyggjulaust og ekta en þegar brosað er af kurteisi eða í atvinnuskyni. Þegar brosið er ekta hreyfast kinnarnar lítillega upp á við, og vöðvarnir kringum augun kiprast saman, og þá koma hinar ein- kennandi broshrukkur í ljós. Þegar fólk brosir út að eyrum eins og sagt er leitar húðin upp við augabrýn lítillega í átt til augnanna. Þegar brosað er af skyldurækni eða kvöð myndast lítil hrukka milli augabrúnanna, vegna þess að smávöðvar þeir sem þarna er að finna dragast saman. Þá eru broshrukkurnar ógreinilegar og augabrúnirnar leita ekki inn til augnanna eins og þegar brosið er ekta. Fleira verður líka til að afhjúpa fölsk bros; til að mynda er ekki örgrannt um að svipurinn verði dapurlegur þegar reynt er að brosa án þess að hugur fylgi máli, vegna þess að munnvikin dragast lítillega niður. Ekman hefur tekið ótöluleg bros upp á vídeó í rannsóknar- skyni og greint síðan þau ótelj- andi svipbrigði sem vöðvarnir í andlitinu mynda, en þeir eru rúmlega hundrað talsins. Með þessum hætti hefur sálfræðing- num tekist að negla niður hvaða vöðvar það eru sem mynda þau bros sem eru ekta, og eins hin fölsku. Niðurstöðurnar má svo nýta í ýmsum tilgangi, segir Ekman: Til dæmis má fá úr því skorið hvort tiltekin manneskja reynir að fela andlegan eða líkamlegan sárs- auka, eða þá íþyngjandi tilfinn- ingarembihnút, á bak við falskt bros. HS/Illustreret videnskab bros og ekta Ég hef alltaf sagt það Gerða, hér í Bandaríkjunum eru þær komnar svo miklu lengra í jafnréttismálunum. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.