Þjóðviljinn - 19.06.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.06.1988, Blaðsíða 11
Guðríður Ólafsdóttir fulltrúi á skrifstofu Sjálfsbjargar í Reykjavík sýnir hvað fláinn í gangstéttabrúina á Bjarkargötu þyrfti að ná langt tií þess að geta talist viðunandi I baksýn blaðamaður reynir að komast upp á gangstéttina. Til bjargar ef illa fer er Hrafn Sæmundsson Guðríður, Hrafn Sæmundsson og Helgi Hróðmarsson, en þau leiddu blaðamann í allan sannleikann um hversu erfitt það getur verið fyrirfatlaða að komast inn á útivistarsvæðin í borginni. Hér eru þau að virða fyrir sér framkvæmdir í Tjarnargötunni, en fyrir handan er ákjósanlegur staður til að fylgjast með fuglalífinu á Tjörninni. En því miður á hjólastólafólk erfitt með að komast í þá fuglaskoðun. Það getur kostað gífurleg átök að komast inn í Grasagarðinn í Laugar- dal. Utilokað er fyrir mann í hjólastól að komast inn í garðinn ef hliöið er lokað. í raun vantar eitt skilti til viðbótar á hliðið þar sem stæði: Hjólastólafólk, gerið þarfir ykkar áður en þiö mætið í garðinn. erum úti að hjóla eða úti að ganga með barnavagn, þá er mjög þægi- legt að hafa svona fláa í gangstétt- arbrúnum. Fyrir fólk í hjólastól er þetta nauðsyn. Mjög margt af því fólki getur ferðast um eitt síns liðs í bílum sem það hefur látið útbúa, og eru þannig allir vegir færir. Þess vegna er mjög mikil- vægt að svona smámunir eins og fláar á gangstéttarbrúnum séu sem víðast. Einn er sá staður í Reykjavík sem nú er verið að lagfæra, en hann er fyrir neðan Ráðherra- bústaðinn í Tjarnargötu, þar er verið að leggja nýjar hellur og Iagfæra gangstéttina. Þegar við vorum þar að kíkja á aðstæður bólaði ekkert á því að þarna yrði gangstéttarbrúnin lækkuð til að hjólastólafólk kæmist inn í þann litla garð sem er fyrir neðan Tjarnaborg og býður upp á ágætis útsýni yfir tjörnina. Einnig þarf að merkja sérbílastæði fyrir fatl- að fólk á þessum staö. Væru þessi tvö smáatriði í lagi, væri það ekk- ert mál fyrir fatlaðan mann að rúlla sér inn í þennan garð og fylgjast með kríunni sem komið hefur sér fyrir í hólmanum úti í Tjörninni. Á leiðinni úr þessum leiðangri litum við á aðstæður í Nóatúni til að skoða hvernig hægt er að hafa umhverfið þannig að það sé öllum til sóma. Fyrir framan Hjálpartækjabanka RKÍ og Sjálfsbjargar eru bæði merkt bíl- astæði og mjög góður bratti upp á gangstéttina. Það reyndist ekkert mál fyrir óreyndan hjólastóla- mann að renna sér upp á gang- stéttina þar. Þaðan voru honum voru svo allir vegir færir hvort sem hann ætlaði að heilsa upp á starfsfólk hjálpartækjabankansn eða fá sér matarbita í nærliggj- andi veitingahúsi. -sg Fógetaskrifstofa Siglufirði Tilboð óskast í að byggja húsnæði fyrir fógeta- skrifstofu og lögreglustöð á Siglufirði. Húsið er tveggja hæða steypt hús, neðri hæð er 294 m2 en efri hæðin 234 m2. Heildarrúmmál um 1.850 m3 Verkinu í heild skal lokið fyrir 1. október 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7, Reykjavík, til og með 24. júní 1988 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 5. júlí 1988 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844 Sunnudagur 19. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.