Þjóðviljinn - 21.06.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.06.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Fossvogsdalur Um langa hríö hafa bæjaryfirvöld í Reykjavík og Kópavogi veriö aö kljást um hvað gera ætti viö Fossvogsdalinn en eftir honum endilöngum eru landamæri þessara tveggja sveitarfé- laga. Bæjaryfirvöld í Reykjavík hafa í sínum skipulagstillögum gert ráð fyrir aö eftir dalnum verði lögö hraðbraut meö til- heyrandi plássfrekum tengibrautum viö aörar umferöaræöar. í Kópavogi hefur bæjarstjórnin aftur á móti látið vinna skipu- lagstillögur um útivistarsvæði í dalnum þar sem almenningur á að geta reikað um í skjólsælum gróöurreitum og unað viö fuglasöng og óspillta náttúru. I borgarstjórn Reykjavíkur eru menn ekki einhuga um hrað- brautaráformin og borgarfulltrúar hafa oftar en einu sinni deilt hatrammlega um máliö innbyröis. En þar ræöur meirihlutinn eins og endranær. Aftur á móti eru allir bæjarfulltrúar í Kópa- vogi einhuga um aö í Fossvogsdal veröi útivistarsvæði. í hvor- ugu sveitarfélaginu hafa bæjarfulltrúar viljaö gefa eftir. Þannig hafa málin staðiö um margra ára skeið. Eftir hvorugu skipu- laginu er unniö því aö ekkert er unnt aö gera nema stjórnendur beggja bæjarfélaga séu sammála. Umræöan um framtíð Fosvogsdals hefur því miöur ekki verið mjög almenn til þessa. Almenningur hefur ekki haft þá tilfinn- ingu að málið væri komið á dagskrá því að gagnkvæmar umræöur fulltrúa Kópavogs og Reykjavíkur hafa veriö ögn í ætt við orðaskak tröllanna sem skiptust á skeytum svo aö undir tók í fjöllunum en sváfu þess á milli langa dúra er stóöu árum saman. Margir hafa litið á sendingarnar, sem gengið hafa á milli bæjarstjórnanna, sem einhvers konar pólitískt orðaskak og hafa því ekki talið sig þurfa aö hlusta svo grannt eftir innihaldi umræðunnar. Aðrir hafa taliö deiluna vera í ætt viö landamæraþrætur, en slíkum deilumálum er einna erfiðast fyrir ókunnuga aö henda reiöur á. Þess vegna hefur sú skoðun verið sett fram aö afstaða manna réöist sjálfkrafa af því í hvoru sveitarfélaginu þeir byggju, Reykjavík eða Kópavogi. Þjóöviljinn hefur ekki legiö á þeirri skoðun sinni aö Foss- vogsdalur eigi aö vera griöland manna, gróöurs og fugla. Bifr- eiöastraumurinn eftir umferðaræöum höfuðborarsvæöisins er orðinn þaö þungur og daglegt líf fólks svo hlaðið spennu og öryggisleysi, aö þörfin hefur aldrei verið brýnni fyrir friðsælar gróðurvinjar. Þeir sem koma í trjálundina vestast í dalnum og sjá í anda aö þannig gæti allur dalurinn litiö út, þeir hafna umsvifalaust öllum hraöbrautarhugmyndum og skiptir þá engu hvoru megin lækjar menn eiga sveitfesti. Þróun byggðar á höfuöborgarsvæöinu hefur fylgt mjög undarlegum línum. Oftar en ekki hefur meginvaxtarbroddurinn veriö í nýjum hverfum sem risiö hafa fjarri eldri byggð. Kostnað- ur af gatnagerð, vatnslögnum og holræsagerð hefur oröið óeölilega mikill. Milli hverfanna eru víölend óbyggð svæöi þak- in lítt gróinni jökulurð eöa óræktarlegum grasflákum þar sem mest hefur borið á njóla. Á landakorti lítur þetta vel út, þar má sjá mikið af grænum óbyggðum svæðum og þeir, sem ekki þekkja til, gætu haldið að sú græna bylting hafi lukkast sem Birgir ísleifur boöaöi hér um áriö. Líklega hefur hending oftast ráðiö hvar nú eru stór opin svæöi. En svo undarlega vill til aö í dag má rekja sig eftir óbyggðu svæöi frá miðbæ Reykjavíkur og allt upp í Heiðmörk ofan höfuöborgarsvæðisins. Þar með er Kvosin tengd við Reykjanesfólkvang. Gangandi maður þarf ekki aö fara nema í örfá skipti yfir bifreiðaleiðir þegar hann gengur úr Hljómskála- garðinum í Reykjavík, suður yfir núverandi flugvallarsvæði, inn með Fossvogi, austur Fossvogsdal, upp Elliðaárdal meðfram bökkum Elliðavatns og upp í Heiðmörk. Hér er um einstæða gönguleið að ræða og skógrækt í Öskjuhlíð og Elliðaárdal ásamt gróðurparadísinni vestast í Fossvogsdalnum gefa nokkra hugmynd um hvernig þetta svæði gæti litið út að tiltölu- lega fáum árum liðnum ef strax yrði hafist handa um að gróður- setja fleiri tré. Frést hefur að almenningur á höfuðborgarsvæðinu ætli að mynda með sér félag til að hafa áhrif á að Fossvogsdalurinn verði útivistarsvæði en ekki vegarstæði fyrir hraðbraut. Það á að beita þeirri aðferð að gróðursetja sem flest tré í dalnum. Megi þessi félagsskapur vel dafna. OP KLIPPT QG SKORIÐ Skipt um Ovin Nokkru áður en Ronald Reagan hélt til Moskvu að heimsækja Gorbatsjov mátti sjá merkilega frétt á forsíðum blaða. Hún var þessefnis, að nokkurhluti þeirra peninga sem verja átt til að vinna að SDI, Stjörn- ustríðsáætluninni svonefndu (Klippara minnir að um fimm hundruð miljónir doll- ara hafi verið að ræða), skuli fara til annara þarfa. Nánar tiltekið: til þess að herða á baráttunni við eiturlyfja- smyglara. íaknræn frétt um margt: með henni var það gefið rækilega til kynna, að So- vétríkin væru á leið út úr heimsmynd forsetans og þeirra sem honum fylgja að málum sem Óvinur númer eitt. Eins og reyndar var staðfest meðan á stóð heimsókninni íMoskvu: þar tók Reagan aftur tal sitt um Sovétríkin sem Heimsveldi hins illa og frá þeim Gorbat- sjov stafaði allskonar tákn- máli vinsemdar, sem hefur ekki síður áhrif á hugsana- gang mannfólksins en samn- ingar um tilteknar eldf- laugar. Heimilisdraugar efstáblaöi En eins og verið var að fjasa um í pistli hér í blaðinu á dögunum, þá verða menn að hafa sinn djöful að draga, sinn Óvin. Þótt ekki væri nema til þess að fylkja fólki saman um einhverjan háska, einhverjamikla öryggísnauðsyn, breiðayfir andstæður innanlands, halda við hugmyndum um tilgang í þjóðarvitundinni. Og af því Rússar duga ekki lengur á þessum miklu sam- starfstímum í þetta hlut- verk, þá beinist athyglin annað. Og nauðsyn heima fyrir knýr á um það að eiturl- yfjabarónarnir verði gerðir að þeim höfuðandstæðing- um sem öllum kröftum bandarískum verður að stilla saman gegn - kemur þessi tilfærsla mjög rækilega fram í kapphlaupi frambjóð- enda nú upp í forsetastólinn Eitthvað hliðstætt hefur verið að gerast í Sovétríkj- unum líka. Þar voru Banda- ríkin í hliðstæðu hlutverki og Sovétríkin hjá Reagan: heimsveldi hins illa, Óvinur- inn skelfilegi sem átti svo margar sprengjur og feiknin öll af eldflaugum sem neyddi upp á okkur vígbún- aðarkapphlaupi og öðrum ófögnuði. Óvinurinnsem var þægilegt skálkaskjól og afsökun á vöruskorti (það kostar svo mikið að standa í vígbúnaðarkapphlaupi við þá) og skerðingum á mál- frelsi og öðrum mannréttindum (það má ekki hella vatni á myllu and- stæðingsins með því að tala af hreinskilni). En nú er þessi afstaða semsagt á hröðu undanhaldi í Moskvu: miklu frekar rekst gestur þar eystra á gagnrýnislitla hrifn- ingu af Bandaríkjunum hjá háum sem lágum. Nú eru menn tilbúnir að læra af þeim, ekki bara í tækni, heldur og í stjórnsýslu og jafnvel „skattamenningu" (furðumargir Rússar halda að Amríkönum þyki það meiriháttar synd að svíkja undan skatti). En Óvinurinn er til sem íyrr - nema hvað hann er fluttur inn í landið. Óvinurinn er Skriffinnur- inn, starfsstíll, hugarfar og hagsmunir þeirra sem sitja á miðstýringunni með mikið vald en framleiða ekki ann- að en pappíra gagnslausa og verri en það. Þetta er að sjálfsögðu mjög góðs viti. Það er af- skaplega hollt fyrir risaveld- in tvö sem og afganginn af heiminum, ef þau hætta að líta hvort á annað sem Óvin- inn háskalega, sem þarf að kveða í kútinn með öllum mögulegum og ómögu- legum ráðum. Og það er líka hollt að þau fullnægji þörf sinni fyrir Óvin til að glíma við með því að beina athygl- inni að þeim draugum sem eru á vappi heima fyrir- hvort sem þeir heita eiturl- yfjafaraldur, skrifræði eða eitthvað annað. Enginn veit hvað átt hefur En það er líka ljóst að þróun af þessu tagi vekur upp andóf, ringulreið og reiði hjá mörgum þeim sem hafa séð sér hag í að halda við ímynd Óvinarins. Til dæmis að taka má sjá um það vangaveltur í bandarísk- umblöðum,aðmeð því að faðma Gorbatsjov að sér taki Reagan frá löndum sín- um þann nauðsynlega ugg, sem sameinar menn til átaka og fórnfýsi ef með þarf. Það berast líka fregnir af því, að þeir herskáu hægrimenn, sem áttu svo mikinn þátt í að koma Reagan í forsetastól árið 1980, þeir séu nú mjög forrvirraðir og viti ekki lengur hvað upp snýr á þeirri tilveru sem fyrir skemmstu var svo yndislega þægilega svarthvít í allri sinni upp- byggingu. Ogöðru hvoru verður maður var við þetta hér í okkar íslenska Morg- unblaði, að þar ríkir viss söknuður eftir Óvininum, eftir Grýlunni rússnesku, sem hefur svo oft komið sér vel, og menn eru enn að skrifa íþá veru, að hún geti nu ekki verið dauð alveg, kerlingarálftin, eitthvað hljóti að vera til af henni enn sem brúka megi. Sú saga af Óvininum sem hvarf, sem hér hefur verið drepið á, hefur reyndar gerst áður, þótt i smærri mæli væri, og stundum í nokkuð hlálegu formi. Til dæmis gerðist það um 1960, að kalda stríðið var lagt til hliðar um stund og þar með voru Rússar ekki lengur æskilegir skyldufant- ar á Vesturlöndum. Þetta kom m. a. fram í því, að skálkarnir í bíómyndunum breyttust úr Rússum í Kín- verja og síðan í einhverja þjóðlausa (en annarlega) al- þjóðlega bófa, sem ógnuðu með geðbiluðum fláttskap sínum heimsbyggðinni samanlagðri - og þá jafnt Rússum sem Könum. Því skrýmsli mun okkur aldrei skorta - hvað sem öðru líð- ur. AB þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslasón, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnurómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Augiýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu-og afgreiðslustjóri:BjörnlngiRafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. lpnheimtumenn:BrynjólfurVilhjálmsson,ÓlafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 21. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.