Þjóðviljinn - 21.06.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.06.1988, Blaðsíða 6
FLÖAMARKAÐURINN Til sölu Trabant station árgerö ’87, ekinn 10 þús. km. Upplýs. í s. 12147 e.kl. 18. Gerum garðinn frægan Viltu láta gera hlutina strax? Hafðu samband við okkur. Tökum að okkur allt varðandi lóð þína. Okkarsérgrein: Hellulagnir, lagfærum, breytum og bætum. Málum, tökum að okkur minni- háttar tréverk o.fl. Vanir og vand- virkir menn. Sími 22894. Braggaefni Til sölu grindarefni fyrir bragga, ca 6,40x15 m. Tilvalið fyrir skemmur og gróðurhús. Uppl. í síma 667098. Gerist áskrifendur að Tanzaníukaffinu frá Ideele Im- port. Áskriftarsími 621309. Gott mál í alla staði. Kaffið sem berst gegn Apartheid. Húsnæði óskat Óska eftir einstaklings- eða tveggja herbergja íbúð í Reykjavík. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 666927 e.kl. 17. Guðbjörg. Til sölu tröppur yfir girðingar. Upplýsingar á kvöldin í síma 40379. Reiðhjóf óskast Óska eftir reiðhjóli fyrir 4ra ára stelpu (10-12,5”). Sími 667387. Candy þvottavél til sölu kr. 10 þús. og Philco ísskápur kr. 5 þús. Sími 45196. Til sölu Datsun 180 station árg. 73 skoðaður '87, verð 20 þús. Einnig 2 stk. Austin Mini árg. 78, báðir seljast til upp- gerðar eða í varahluti. Sími 45196. Til sölu borðstofuborð má stækka fyrir 12 á kr. 2 þús. Atlas ísskápur með stórum frysti á kr. 4 þús. Uppl.s. 16034. 2ja mán. kettllngar fást gefins. Sími 688224. Barnakerra með skermi og svuntu til sölu Selst ódýrt. Uppl.s. 24209 á kvöld- in. Aðalfundur Þinghóls h.f. Fimmtudaginn 23. júní 1988 er haldinn aðalfund- ur Þinghóls h.f. í húsi félagsins að Hamraborg 11. Fundurinn hefur verið boðaður með dagskrá skv. samþykktum félagsins. Stjórnin Auglýsing varðandi kjörskrá við forsetakjör 25. júní 1988 Athygli kjósenda er vakin á því að þeir eru skráðir á kjörskrá þar sem lögheimili þeirra var 1. des- ember 1987 og er kjörstaður þar sem þeir geta greitt atkvæði við kosningu á kjördegi í samræmi við það. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 15. júní 1988 Kennarar Seyðisfjarðarskóla vantar kennara í eftirtaldar stöður: íþróttir, smíðar, raungreinar og almenna kennslu. Upplýsingar gefur Valgeir í síma 97- 21126. Tölva til sölu Amstrad CPC 6128 ásamt prentara Okimate 20, forritum og Interface. Verð kr. 28.000. Uppl.s. 42810 á kvöldin. Listamann vantar tll leigu vinnustofu sem hann getur búið í 3-4 mánuði á ári þegar hann er staddur hér- lendis. Uppl.s. kl. 5-7 þessa viku í síma 20293. Óska eftir að kaupa þvottavél í góðu standi. Sími 17087. Óska eftir svart-hvítu sjónvarpi gefins eða ódýrt. Sími 77054. Ungt reglusamt par óskar eftir íbúð á leigu. Fyrirfram- greiðsla sé þess óskað. Uppl.s. 622519 á daginn og 13681 á kvöld- in. - Ása. Lada Sport 79 til sölu á 25 þús. kr. Uppl.s. 41751. Til sölu 4 sumardekk fyrir Trabant á felgum. Seljast ódýrt. Uppl.s. 18648. Eldavél Óska eftir lítilli rafmagnseldavél. Sími 32760. ísskápur til sölu Stór Westinghouse ísskápur. Uppl.s. á kvöldin í síma 615534. Ég óska eftir að taka á leigu vinnuhúsnæði eða íbúðarhúsnæði m. vinnuaðstöðu strax. Má vera mjög hrátt, en helst bjart, hvar sem er í bænum eða fyrir utan hann. Uppl. hjá Elínu Magnúsdóttur, myndlistarkonu í síma 12342. Vinnuaðstaða Ertu að vinna að verkefni í stuttan tíma? Vinnupláss mitt u.þ.b. 17 mz í miðbæ Reykjavíkur er er til leigu í u.þ.b. 6 vikur í sumar frá 24. júní. Einhver húsgögn og sími fylgja auk annarra nauðsynlegustu hluta. S. 623909 á kvöldin. Kerruvagn Silver Cross kerruvagn með inn- kaupagrind til sölu. Rauður kerru- poki fylgir. Verð kr. 6.000. Upplýs- ingar í síma 681474. ÍÞRÓTTIR „Ætli það sé einhver þarna?" gæti Pat Riley verið að hugsa og eftir 103-102 sigurinn gegn Detroit hlýtur hann að vera viss. NBA-karfa Ljónheppni hjá Lakers Detroit Pistons unnu 104-94 og þurftu aðeins einn sigur i viðbót en Lakers stálu nœsta sigri Lakers byrjuðu fyrri leikinn með miklum látum og náðu 12-0 forystu og skömmu síðar 15-2. En í látunum fylgdi mikið af villum og Worthy og Green komust fljótlega í vandræði. Detroit var ekki á þeim buxunum að gefast upp og með frábærum varnarleik tókst þeim að klifra upp stigatöfl- una uns þeim tókst að jafna í þriðja hálfleik. Undir lokin náðu Detroit drengirnir góðri forystu 81-75 en leikmenn Lakers voru alveg bún- ir með úthaldið og tókst ekki að ógna sigrinum. í>að var því mikil pressa á Lak- ers í seinni Ieiknum en það er þeim til gróða að hann var spilað- ur á heimavelli þeirra, Forum höliinni í Los Angeles, og næsti leikur verður þar líka en þeir hafa samt þurft að lúta í lægra haldi fyrir Detroit þar áður. Pat Riley, þálfari Lakers, sagði að villurnar hefðu gert út um leikinn „Það gerði útslagið þegar Worthy og Green komust í villu- vandræði. Þegar Worthy er ekki með í sókninni verður leikurinn bara „göngu-körfubolti“ og allt bit fer úr sókninni. Jabbar var góður en það er ekki nóg“. Þjálfari Detroit, Chuck Daly, var vígreifur: „Við gerðum það sem víð ætluðum okkur og vinn- um næsta leik líka. Við ætlum að berjast af fullum krafti þá, því leikmenn Lakers eru líklega þreyttir.“ -ste Lakers-Detroit..........94-104 Stig Lakers: Abdul Jabbar 26, E. Johnson 15, Scott 15, Worthy 14, M. Thomson 14, Green 5, Matthews 2, Campbell 2 og Rambis 2. Stig Detroit: Dantley 25, Dumars 19, V. Johnson 16, I. Thomas 15, Edwards 10, Laimbeer 8, Salley 7, Rodman 2 og Russell 2. Stórþjófnaður í síðari leiknum var skipst á forystu 15 sinnum. Detroit átti fyrsta hlutann en Lakers næsta og var staðan í leikhléi 53-46. Þriðja hlutann átti Thomas. Hann gerði 25 stig sem er stigamet í einum hálfleik í NBA-deildinni og hitti nánast hvar sem var úr hvaða stöðu sem var svo að Detroit náði forystu aftur 81-79. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum hafði Lakers endur- heimt forystuna á ný og staðan var 97-91 en enn komust Detroit yfir með sjö stigum í röð 98-81. Þegar ein mínúta var til leiksloka var staðan 102-99, Detroit í vil, skoraði Byron Scott langskoti 102-101 og f næstu sókn missti Thomas boltann og Lakers kom- ust í skyndisókn þegar 14 sekúnd- ur voru til leiksloka. Þá varð Bill Lambeer að brjóta á Jabbar svo að „sá gamli“ fékk tvö vítaskot sem hann hitti léttilega úr og kom Lakers í forystu á ný 103-102. „Þetta var rosalegur leikur. Við gáfumst aldrei upp, ekki einu sinni þegar við vorum þremur stigum undir og mínúta til leiks- loka,“ sagði Pat Riley, þjálfari Lakers, „Leikmenn beggja liða lögðu sig alla fram og þetta er ótrúlegasti úrslitaleikur sem ég hef séð í NBA.“ Chuck Daly, þjálfari Detroit var ekki eins málglaður: „Við vorum45 sekúndurfrá NBA titli, hvað er hægt að segja?“ Síðasti og sjöundi úrslitaleik- urinn verður í Forum og þá kem- ur í ljós hvort Los Angeles Lak- ers jafna met Boston frá 1968-9 og halda meistaratitlinum eða Detroit vinna titilinn í fyrsta sinn í 40 ár. Lakers-Detroit........103-102 Staðan í úrslltum...........3-3 Stlg Los Angeles Lakers: Worthy 28, „Magic" Johnson 22, Scott 16, Abdul-Jabbar 14, Green 10, M.Thompson 7, Cooper 4, Rambis 2. Stlg Detroit Pistons: Thomas 43, Dumars 16, Dantley 14, Edwards 8, Rodman 7, Johnson 5, Mahorn 4, Salley 3, Laimbeer 2. 0g þetta líka.. Skíðakeppnir Níu hundruð fulltrúar komu saman í Istanbúl um daginn til að velja næstu keppnisstaði fyrir Alpa- og norrænar skíðakeppnir. Saalbach í Austurríki fékk 51 atkvæði og Gazna í Tékkósl- óvakíu 17 í atkvæðagreiðslu um Alp- akeppnina 1991 en Val Di Fiemme á (talíu fékk 62 atkvæði og Harrokow í Júgóslavíu þegar gengið var til at- kvæðu um norrænu tvíkeppnina 1991 sem saman stendur af skíða- göngu og stökkeppni. Fótbolti Brassar í ferðalag Carlos Alberto, þjálfari brasil- íska knattspyrnulandsliðsins, er búinn að velja í 20 manna hópinn sem fer í keppnisferðalag til Ást- ralíu og þriggja Evrópulanda. Það vakti athygli að ekki eru neinir brassar sem eru samnings- bundnir í evrópskum liðum og segir Alberto að þessi hópur verði líklega ólympíufararnir. í hópinn er kominn á ný Renato Gaucho en honum var sparkað úr liðinu rétt fyrir heimsbikar- keppnina 1986 af Tele Santana, sem þjálfaði liðið þá, fyrir að hlfta ekki aga. Markverðir: Taffarel (Internacional), Ze Carlos (Flamengo). Varnarmenn: Jorginho (Flamengo), Luis Carlos (internacional), Batista (Athletico Mineiro), Ricardo (Flumin- ense), Andre Cruz (Ponte Preta), Aloisio (internacional), Nelsinho (Sao Paulo). Miðjumenn: Douglas (Portuguesa), Ademir (Cruzeiro), Milton (Coritiba), Edu (Palmeiras), Careca (Cruzeiro), Geovani (Vasco De Gama). Framherjar: Renato Gaucho (Flam- engo), Muller (Sao Paulo), Valdo (Gremio), Romario (Vasco De Gama), Edmar (Corinthians). Einnig var kosið um hver ætti að halda keppnirnar 1993. Alpakeppnina hýsir Morioka-Shizukuishi sem er 500 km norður af Tókýó með 53 atkvæði, Si- erra Nevada á Spáni fékk 26 en Las Lenas í Argentínu fékk 13 atkvæði. Hörkukeppni var um norrænu keppn- ina milli Svía með Falun og Kanada- manna sem buðu fram Thunder Bay en ferðamálaráðherra þeirra stjórn- aði baráttunni. Svíar unnu þó með 46 gegn 43 atkvæðum. Hjólaskíðaboðganga Landsliðið í skíðagöngu, Baldur Her- mannsson Siglufirði, Haukur Eiríks- son Akureyri, Rögnvaldur D. Ingþórs- son Isafirði og Sigurgeir Svavarsson Ólafsfirði ætla í sumar að reyna við nýtt heimsmet í hjólaskíðaboðgöngu en núverandi met er 1000 km. Áheit- um verður að sjálfsögðu safnað á meðan en mettilraunin fer fram í Reykjavík, líklega í júlí. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.