Þjóðviljinn - 21.06.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.06.1988, Blaðsíða 7
ÍÞROTTIR 1. deild Glæsimark Ama Fram nýttifœrin vel gegn KA sem geta huggað sig við glœsilegt markfráArna af 30 metra færi Akureyri 20.júní KA-Fram......................1-4(0-1) 0-1 Pétur Arnþórsson 13.mín 1-1 Arni Hermannsson 55.mín 1-2 Arnljótur Daviðsson 58.mín 1-3 Pétur Ormslev 82.mín 1-4 Arnljótur Davíösson 86.mín Lið KA: Haukur Bragason, Erlingur Krist- jánsson, Jón Kristjánsson (Friðfinnur Her- mannsson 66.mín), Þorvaldur Örlygsson, Gauti Laxdal, Bjarni Jónsson, Valgeir Barðason, Halldór Halldórsson, Arnar Freyr Jónsson, Árni Hermannsson, Stefán Ólafsson (Antony Karl Gregory 75.mín). Lið Fram: Birkir Kristinsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Viðar Þorkelsson, Arnljótur Davíðsson, GuðmundurSteinsson, Steinn Guðjónsson, Pétur Arnþórsson (Kristján Jónsson 49.mín), Kristinn Jónsson, Pétur Ormslev, Jón Sveinsson, Ormarr örlygs- son. Spjald: ArnarFreyrJónsson, HalldórHall- dórsson KA fengu gul spjöld. Dómari: Sæmundur Víglundsson. Maður leiksins: Arnljótur Daviðsson Fram. -kh/ste I kvöld Frjálsar Flugleiðamótið fer fram kl. 18.00 á Laugardalsvelli. Allt besta frjáls- íþróttafólk landsins tekur þátt, svo sem Einar Vilhjálmsson, Sigurður Einarsson, Oddur Sigurðsson, Pétur Guðmundsson, Helga Halldórsdóttir, Vésteinn Hafsteinsson, Eggert Bogason og Sigurður T. Sigurðsson. Auk þeirra koma nokkrir útlendingar: Wolfgang Schmidt, Alvin Wagner og Hans Burchardt sem er hástökkvari. Hann hefur stokkið 2.27 metra og mun etja kappi við Gunnlaug Grettis- son sem ætlar sér yfir 2.20 nú. Fótbolti Fossvogur kl.20.30 Víkingur-Valur í 1. deild íslandsmotsins. Þessi leikur átti að fara fram á sunnu- dagskvöldið en var frestað vegna veðurs! Þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Fram tókst KA-mönnum ekki að nýta nema eitt færi en Fram nýtti hins vegar fjögur. Frammarar áttu mun meira í fyrri hálfleik og Pétur Arnþórs- son gerði fyrsta markið eftir góða fyrirgjöf frá Guðmundi Steins- jsyni á 13. mínútu 0-1. Á 38. mín- útu tók Pétur Ormslev auka- spyrnu utan vítateigs og boltinn barst til Viðars Þorkelssonar sem framlengdi hann á Arnljót Da- víðsson er skallaði hann framhjá markinu. Akureyringarnir sóttu af full- um krafti í síðari hálfleik og upp- skáru fallegt mark. Það var Árni Hermannsson sem það gerði með sérstaklega fallegu langskoti og boltinn fór í bláhornið uppi án þess að Birkir kæmi neinum vörnum við. Við markið drógu KA-menn sig til baka. Fram komst enn yfir eftir mistök hjá Erlingi í KA-vörninni og Arnljót- ur komst á milli og skoraði létti- lega 1-2. Á 78. mínútu fengu þeir gott færi eftir mistök Jóns Sveins- sonar í Framvörninni þegar hann ætlaði að senda á Birki í markinu en Antony Karl komst á milli. Hann gaf boltann á Valgeir sem missti hann útaf. Mínútu síðar varði Haukur vel frá Ormari. Á 82. mínútu gaf Kristinn Fram- mari boltann fyrir á koll Péturs Ormslev sem skallaði í stöng og innfyrir að dómi línuvarðarins 1- 3. Síðasta orðið í leiknum átti síð- an hinn stórgóði Arnljótur þegar hann lék laglega á Erling Krist- jánsson og skaut hörkuskoti í markið 1-4. -kh/ste Knattspyrna Góðgerðarieikir að gróðastarfsemi FIFA leggur bann við góðgerðarleik fyrir baráttunni við eyðni Alþjóðasamtök FIFA telja sig tilneydd til að takmarka fjölda góðgerðarleikja. Knattspyrnu- leikur sem fara átti fram í Harare í Zimbabwe 24. júlí hefur ekki hlotið samþykki samtakanna. Brasilíska knattspyrnugoðið Péle hafði verið fenginn til að laða að áhorfendur og átti allur aðgangs- eyrir að renna til baráttunnar við eyðni. Rúnar Kristinsson sækir hér að Halldór Guðmundsson í leik KR og Leifturs.(mynd E.ÓI) 1. deild Sæbjöm á skotskónum Sæbjörn Guðmundsson átti góðan leik fyrir KR og skoraði bæði mörkin þegar KR sigraði Leiftur á KR-vellinum 2-1. Það var frekar jafnt með liðum í fyrri hálfleik og það voru Leift- ursmenn sem fengu fyrsta hættu- lega marktækifærið á 21. mínútu þegar Þorsteinn Geirsson átti hörkuskot að marki KR, Stefán Arnarson varði en hélt ekki bolt- anum og Jósteinn Einarsson KR- ingur rendi síðan boltanum í fangið á Stefáni. A31. mínútu skaut WillumÞór Þórsson rétt framhjá Leifturs- markinu eftir góða fyrirgjöf frá Þorsteini Haldórssyni. Tæpri mínútu síðar fengu KR-ingar sannkallað dauðafæri, Rúnar Kristinsson komst einn í gegnum vörn Leiftur en Þorvaldur Jóns- son bjargaði með góðu úthlaupi, boltinn barst til Péturs Péturs- sonar sem átti gott skot að marki Leifturs en Gústaf Ómarsson bjargaði á línu. Skömmu fyrir leikhlé skoraði Handbolti Að sögn talsmanns samtak- anna er misnotkun slíkra leikja sem þessa því miður orðin alltof algeng og oft er óljóst hvort féð sem safnast rennur til réttra að- ila. Leikur þessi er liður í leikjaröð sem ber yfirskriftina “KICK AIDS 88“ og fara aðrir leikir fram í Tókýó París og Los Angeles. —fot Stelpumar unnu! íslenska kvennalandsliðið vann á al- þjóðlegu móti í Frakkalandi 19. júní fór fram í Frakklandi alþjóðlegt handboltamót þar sem 5 svokallaðar C-þjóðir tóku þátt og var íslenska liðið meðal þátt- takenda. íslandi var raðað meðal neðstu þjóða að styrkleika en stúlkurna létu það ekki á sig fá og unnu allar mótið sem er eins kon- Hjá hverjum liggur sökin? Að gefnu tilefni þykir okkur mál til komið að vekja athygli á því virðingarleysi sem ríkt hefur gagnvart kvennaknattspyrnu og þá sérstaklega með tilliti til dóm- aramála. Undanfarið ár hefur það viljað brenna við að dómari og/eða lín- uverðir hafi ekki mætt til leiks, hvort svo sem um er að kenna vanrækslu KSÍ ellegar dómarast- éttinni sem slíkri. í þessum tilfell- um hafa leikir okkar tafist meir en góðu hófi gegnir, meðan öllum brögðum er beitt til að fá manneskjur í stað þeirra sem skipaðar voru til dómgæslu í upp- hafí. Ef það hinsvegar tekst ekki, hafa leikirnir yfirhöfuð ekki farið fram þann daginn. í kjölfar þess hafa skapast ýmis vandamál svo sem vænta má. Að loknum fyrstu leikjum íslands- mótsins í ár er ekki að sjá að hér hafi orðið nokkur bragarbót á, nema síður sé. Fyrsta heimaleik okkar Vals- stúlkna, gegn KA, þann 5.6.1988, sem var jafnframt vígsluleikur nýs íþróttasvæðis að Hlíðarenda, seinkaði um tæpa klukkustund. Ástæðan var sú sama og venjulega: dómarartríó- ið lét ekki sjá sig! Nokkrum dögum síðar, þann 16.6.1988 stóð til að við spiluðum okkar annan heimaleik, þá gegn KR. Sá leikur hefur enn ekki farið fram, af augljósum ástæðum. Hjá hverjum liggur sökin? Er það kæruleysi eða áhugaleysi dóm- ara? Vanræksla stjórnar dómara- mála eða eitthvað annað? Eitt er víst að úr þessu verður að bæta hið snarasta. Knattspyrnukonur úr meistaraflokki Vals ar undirbúningur fyrir C-heims- meistarakeppnina. Greinilega kom fram hversu mikil breidd er í íslenska liðinu og hve ungu stúlkurnar komu vel frá mótinu en það hefur oft borið við hér á landi að nokkrar skara framúr en aðrar dragast aftur úr. í samtali við landsliðsnefndar- konur vilja þær þakka árangurinn Dr. Slavíco Bambir en undir hans stjórn hefur öll þjálfun tekið stakkaskiptum. Unglingalandsliðið fer bráð- lega á mót á Ítalíu en það er þó- nokkuð síðan keppnisferð hefur verið farin af þeim. Aðallandslið- ið fer nú í frí til 1. júlí en þá taka við séræfingar uns Dr.Slavko kemur til landsins að nýju, en þá hefjast æfingar á fullum krafti. Næsta verkefni er 4 landsleikir við Frakka hér á landi í septemb- er. Úrslit island-Portúgal........16-15(9-6) Ísland-Spánn...........17-15(7-7) Ísland-Sviss...........21-17(9-9) island-Frakkland.......16-13(6-7) Sæbjörn Guðmundsson fyrir KR beint úr aukaspyrnu með föstu skoti, sem Þorvaldur Jónsson markvörður Leifturs átti ekki möguleika á að verja. Leiftursmenn komu mun ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og á 63. mínútu jafnaði Sigur- björn Jakobsson með skalla. Leiftursmenn voru enn að fagna markinu þegar Águst Már Jónsson brunaði upp kantinn, þrumaði boltanum fyrir, þar var Sæbjörn Guðmundsson staddur í markteig Leifturs, tók boltann viðstöðulaust og skoraði annað mark sitt og KR. KR-ingar tóku nú leikinn í sínar hendur og á 73. mínútu átti Willum þór hörkuskot af löngu færi sem Þorvaldur Jónsson bjargaði stórkostlega í horn. Mínútu síðar fengu Leifturs- menn gott færi þegar Hörður Be- nónýsson átti fyrirgjöf á Steinar Ingimundarson sem skallaði rétt framhjá KR markinu Ó.St KR-völlur 20. júni KR-Lalftur2-1(1-0) Lið KR: Stefán Amarson, Rúnar Kristins- son, Gylfi Aöalsteinsson , Þorsteinn Guö- jónsson, Willum Þór Þórsson, Jósteinn Einarsson, Agúst Már Jónsson, Gunnar Oddsson, Pótur Pétursson, Sæbjöm Guö- mundsson, Þorsteinn Halldórsson (Heimir Guðjónsson 71 .mln.) Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson, Guö- mundur Garðarsson, Sigurbjörn Jakobs- son, Árni Stefánsson (Óskar Ingimundar- son 72. m(n) Gústaf Ómarsson, Hafsteinn Jakobsson, Halldór Guðmundsson, Þor- steinn Geirsson, Friðgeir Sigurðsson; Steinar Ingimundarson, Hörður Benónýs- son. Dómari: Magnús Jónatansson Maður leiksins: Sæbjörn Guðmundsson KR. Umsjón: Þorfinnur Ómarsson og Stefán Stefánsson Þriðjudagur 21. júní 1988 ÞJÓÐVIUINN - SlÐA 7 Staöan Fram.............6 5 1 0 13-2 16 KR...............6 4 1 1 12-7 13 IA...............6 3 3 0 9-3 12 KA...............6 3 1 2 6-8 10 Valur............5 2 1 2 7-5 7 IBK.............6 1 3 2 8-9 5 Víkingur.........5 1 1 3 4-11 4 Leiftur.......6 0 4 2 5-5 4 Þór...........6 0 4 2 5-8 4 Völsungur.......6 0 1 5 3-12 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.