Þjóðviljinn - 21.06.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.06.1988, Blaðsíða 10
f DAG Allt á fullu Útvarpið glymur allan daginn. Kenningin um að enginn hlusti á háværa síbyljuna er líklega ekki rétt. Fjöldi manna svarar kalli og hringir í útvarpsstöðvarnar þegar um það er beðið. Og áhugamenn um dægurmúsík eiga ekki lengur það erindi eitt við útvarpsstöðv- arnar að senda Guggu, Sísi, Dódó og Bíbí nýjasta smellinn ásamt æðislegum ástarkveðjum með áminningum um aö gleyma ekki kvöldinu þegar allt varð vit- laust í skíðaskálanum ot enginn komst á kamarinn - og þið kjaftið ekki! Nei, nú hringja menn í út- varpið til að taka þátt í ýmiss kon- ar þrautum og uppátækjum eða til að segja hvað þeim finnst um þau málefni sem efst eru á baugi í þeirri veröld sem fjallað er um á síbyljustöðvunum. Sem sagt: það eru einhverjir sem hlusta. Og hverjireru þessirhlustend- ur? Miðaldra afgreiðslukonur í gardínubúðum eru með útvarpið á fullu. Strætisvagnastjórar eru svo elskulegir að hafa skrúf að frá meðan þeir skreppa inn á enda- stöð til að fá sér að reykja. Leigubílstjórar á hávirðulegum aldri hafa allt í botni. Um daginn tók ég leigubíl. Um leið og hann sveiflaði sér út í um- ferðina hækkaði bílstjórinn í út- varpinu, engu líkaraen hann héldi að ég væri að fara á ball og vildi kappkosta að fá mig í sæmi- legt dansstuð áður en hann hleypti mér út. Eða var hann kannski að stytta sér stundir við að hlusta á hart rokk meðan hann tætti malbikið á áttræðisaldri? Var þetta kannski einn af dygg- um símavinum útvarpsstöðv- anna? Ég áræddi að biðja hann um að lækkaörlítiðítækinu. Ekkertvar sjálfsagðara. Minn maðurslökkti og fór að tala um hvað það væri óskaplega gott að losna við glymjandi sem væri hreint út sagt alveg að gera mann vitlausan. Maðurgleymirþessu helv... bara alltaf á. Kannski var hann steinhætturað heyra nokkurn skapaðan hlut. Hvarfáþeirhöfði hallað sem allsekki vilja hlusta? SÓKRON í dag er 21. júní, þriðjudagur í 9. viku sumars, annardagursólmánað- ar, 173. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 2.54 en sest kl. 24.05. Sólstöðurkl. 3.57. Viðburðir Sumarsólstöður-lengstursólar- gangur. Þjóðhátíðardagur Graénlendinga. Giovanni Battista Montini verður Páll 6. páfi 1963 (til 1978). Þjóðviljinn fýrir 50 árum lllviðri dró úr íþróttamótinu á sunnudag. SigurðurSigurðsson frá Vestmannaeyjum setti met í hástökki. - Ferðir í Fossvog og Sogamýri hefjast í dag meðsér- stökum vagni frá Strætisvögnum Rvíkur. Hefjastferðirþessar kl. 12,30 og eru þær til hins mesta hagræðis fyrir þá, sem búa í út- hverfum bæjarins. Sjá nánar auglýsingu á öðrum stað hér í blaðinu. UM UTVARP & SJONVARP Hollendingar og V-Þióðverjar í undanúrslitum Ruud Gullit mun áreiðanlega sýna hvað í honum býr í kvöld, hver veit nema að Tekst Eike Immel að halda v-þýska hann eigi eftir að leiða hollenska liðið í úrslitaleikinn laugardaginn. markinu hreinu í dag? Stöð 2 kl. 16.45 Á fyrstu dögum flugsins komu fram áður óþekktar hetjur, flug- menn sem hættu lífi sínu í hverri ferð. Myndin sem sýnd verður á Stöð 2 í eftirmiðdaginn fjallar um einna af þessum hetjum. En hún heitir Edgar Anscombe, sem þrátt fyrir dirfsku sína á margt ólært í mannlegum samskiptum. Flug- maðurinn Sjónvarpið kl. 18.00 í dag verður sýndur leikur Hollendinga og V-Þjóðverja í undanúrslitum Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Auk þeirra keppa í undanúrslitum ft- alir og Sovétmenn en leikur þeirra fer fram á fimmtudaginn og verður hann einnig sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Leikurinn í dag verður vafalaust æsi spennandi því bæði liðin eru þekkt fyrir að gefa ekkert eftir. Sparkáhugamenn hér á blaðinu eru nærri einróma þeirrar skoð- unar að V-Þjóðverjar vinni þenn- an leik. Nú er bara að sjá hvort Þjóðverjunum tekst að komast í úrslitaleikinn sem leikinn verður á laugardaginn. GARPURINN KALLI OG KOBBI í alvöru! Hvað mundi fólk segja ef dýrin jöfnuðu heilt hverfi við jörðu og gróðursettu tré?!? / FOLDA 10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.