Þjóðviljinn - 21.06.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 21.06.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Grikkland Tyrkland Andreas Papandreou,forsætis- ráðherra Grikklands, hefur ítrekað enn þá ákvörðun ríkis- stjómar sinnar að bandarísku herstöðvarnar í landinu verði að fara ef ekki nást nýir samningar við Bandaríkjamenn þar um fyrir 31. júlí næstkomandi. Þessa vikuna standa yfir við- ræður í Aþenu á milli fulltrúa ríkistjórnarinnar og bandaríska hersins um herstöðvarnar. Það er því einn og hálfur mánuður til stefnu. Ef samningar takast ekki mun Papandreou gefa út yfirlýs- ingu þess eðlis að frá og með næstu áramótum hafi bandaríski herinn 17 mánuði til að taka sam- an föggur sínar og fara úr landinu. Núverandi samningur um herstöðvarnar gildir til 31. desember. í Grikkiandi eru fjórar her- stöðvar fyrir flugher og sjóher. 20 minni stöðvar sem flestar gegna eftirlitshlutverki (hlerunarstöðv- ar) dreifast um Grísku eyjarnar og strandlengju landsins. Samningaumleitanir hófust í nóvember en ekkert hefur þokast ennþá. Papandreou hefur sagt að samningur komi til greina ef hann þjóni hagsmunum Grikkja. Hann vill fá inn í herstöðva- Andreas Papandreou vill hreinar línur áður en að kosningum kemur. Þær verða innan árs í Grikklandi samninginn ákvæði sem túlka mætti sem stuðning Bandaríkja- manna við Grikki í deilunni við Tyrki um yfirráðin í Eyjahafi (Fornahafi). Papandreou stendur nú fram- mi fyrir því að kosningar eru í nánd í landinu. Herstöðvarmálin verða að hafa fengið á sig ein- hverja mynd áður en að þeim kemur. Hann varð forsætisráð- herra 1981 þegar flokkur hans, Pasok, vann kosningarnar undir slagorðinu „Burt með herstöðvar dauðans“. Reuter/-gsv. Herstöðvasamningar í jámum Papandreou ítrekar afarkosti. Samningar verða að nástfyrir 31. júlí, efekki þá fer bandaríski herinn burt á 17 mánuðum Ozal sýnt banatilræði Forsætisráðherra Tyrklands, Turgut Özal, var sýnt banatil- ræði þar sem hann hélt ræðu á fundi í Ankara á dögunum. Hann særðist lítillega á fingri og hélt ræðu sinni áfram við mikinn fögnuð áheyrenda á fundinum. Özal sem nýlega er kominn frá Grikklandi þar sem hann átti við- ræður við Andreas Papandreou, taldi að tilræðið stæði í sambandi við Grikklandsferðina. Öryggis- verðir sögðu tilræðismanninn fé- laga í Gráu úlfunum en það eru hægri sinnuð öfgasamtök sem hafa staðið fyrir fjölda illvirkja innanlands sem utan. Þekktast er tilræðið við Páfann fyrir sjö árum. Batnandi samskipti Tyrkja og Grikkja að undanförnu verða ekki látin átölulaus af þessum öfgasinnuðu samtökum. Tyrkir hafa löngum þótt skotglaðir menn og má geta þess að eftir að skotið hafði verið á forsætisráð- herrann dundi við skothríð tyrk- nesku öryggisvarðanna sem skutu í gríð og erg 40-50 skotum að mannfjöldanum og særðu 15 manns. Tyrknesk dagblöð gagnrýndu öryggislögreglu lands- ins harðlega í gær. Reuter/-gsv. Tyrkland! So vétríkin Haiti Valdarán herforíngja Deilur um eiturlyfjasmyglara leiða til valdaráns. Lýðrœðisvonir bresta Forseta Haiti, Leslie Manigat, var velt af stóli í fyrrinótt eftir að hafa stjórnað landinu í fjóra mán- uði. Herforingjarnir sem tryggðu honum kosningu í febrúar gerðu vopnaða árás á forsetahöllina í Port-Au-Prince. Henri Namphy, yfirhershöfð- ingi, lýsti því síðan yfir í sjón- varpsávarpi til þjóðarinnar að herinn færi með öll völd í landinu og til þjónustu reiðubúinn fyrir fólkið í landinu. Manigat hafði rekið Namphy tveim dögum áður fyrir að framselja herforingja sem hafði verið ákærður í Miami fyrir eiturlyfjasmygl til Banda- ríkjanna. Haiti er á vestur hluta eyjar- innar Hispanjólu í Karíbahafinu og er eitt fátækasta ríki vestur- heims. Þar hefur ríkt mikil ógnar- stjórn allt frá 1957 er „Papa Doc“ Duvalier komst til valda. Fyrstu kosningar sem farið hafa fram í landinu í meir en 30 ár voru í febrúar síðastliðnum þegar Man- igat var kjörinn forseti eftir blóð- ugan aðdraganda og yfirgang hersins. Bandaríkjamenn höfðu lengst af stutt ógnarstjórnina á Haiti en hættu því 1986 þegar fólk gerði uppreisn gegn Duvalier yngri. Hann sá þá sæng sína upp reidda og flúði til Frakklands. íbúar höfuðborgarinnar, Port-Au- Prince, dönsuðu þá á götum úti. En nú er sem sagt herinn búinn að taka öll völd í landinu aftur og ósk almennings um lýðræði og betri afkomu sér til handa rætist ekki í bráð. Reuter/-gsv. Landleiðin opnuð Tyrkland og Sovétríkin hafa samið um að opna þá einu um- ferðaræð sem liggur yfir landa- mæri ríkjanna. Þessi vegur, sem hefur nú verið lokaður í rúm 50 ár, er alveg við Svartahafið. Þegar Kremlverjar lokuðu veginum fyrir síðari heimstyrj- öldina tvístruðust margar fjöl- skyldur við landamærin. Ef til vill er stutt í endurfundi. Tyrkir verða að byggja brú sín megin áður en formleg opnun getur átt sér stað. Landslag þarna er mjög hálent og niishæoótt. Samskipti landanna verða sí- fellt betri og talið er að bæði hafi þau áhuga á því að efla ferða- mannastraum um þessar slóðir og stytta landleiðina á milli markaða í Kákasushéruðum og markaða í Sýrlandi og írak. Reuter/-gsv. Á Haiti búa 5.7 milljónir manna og meirihluti þeirra ersvarturá hörund. Myndin erfá þorpinu La Saline þar sem almenningur býr við mikla eymd. Suður-Afríka Botha boðar breytingar Botha: Svartur maðurgetur orðið ráðherra íseptember. StrýkurNelson Mandela um frjálst höfuð á sjötugsafmœlinu? Botha, forsætisráðherra hvíta minnihlutans í Suður-Afríku, til- kynnti þingheimi í gær að stjórn sín ynni að því að finna leið til þess að svartur maður gæti sest í ráðherrastól stjórnar sinnar. Þessi áætlun stjórnarinnar ger- ir ráð fyrir að þetta verði mögu- legt í september. Indverjar og kynblendingar hafa setið í stjórn landsins en svertingjar aldrei þrátt fyrir að vera í meirihluta í landinu. Foringjar svartra hafa alltaf neitað að taka þátt í áætlunum Botha um hægfara afnám mis- réttisins í landinu og krafist þess að Nelson Mandela verði látinn laus áður en þeir láti hafa sig út í samninga við stjórn hvíta minni- hlutans. Hvort þessi yfirlýsing Botha nú þýðir að Mandela verði látinn laus er líður á sumarið eða að hér sé aðeins um leikaratil- burði að ræða af hálfu stjórnar- innar skal ósagt látið. Það yrði stór stund ef foringi svartra í Suður-Afríku, Nelson Mandela, gæti um frjálst höfuð strokið á sjötugsasta afmælisdag- inn sinn í næsta mánuði. Hann hefur nú setið í fangelsi frá 1964 eða í tæp 25 ár. Ríkisstjórnir um allan heim hafa með sífellt meiri þunga lagt að stjórn Botha að láta Mandela lausan úr fangelsi. Líklegt er að þvinganir þessar séu farnar að bera tilætlaðan árangur. Reuter/-gsv. Blaðburðarfólk Ef þú ert morgunhress. Halðu þá samband við afgreiðslu Þjóðviljans, sími 681333 Laus hverfi víðsvegar um borgina Þriðjudagur 21. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.