Þjóðviljinn - 21.06.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 21.06.1988, Blaðsíða 14
Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla. Við Iðnskólann í Reykjavík eru lausar tvær stöður námsráðgjafa. Við Húsmæðrakennaraskólann á Ósk á ísafirði vantar vefnað- arkennara. Upplýsingar veitir skólastjóri þar. Við Menntaskólann I Kópavogi er laus til umsóknar hálf staða frönskukennara í afleysingum í eitt ár. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 1. júlí næstkomandi. Pá er umsóknarfrestur á áður auglýstri kennarastöðu í íslensku við Verkmenntaskólann á Akureyri framlengdur til 27. júní næstkomandi. Menntamálaráðuneytið. Laus staða Styrkþegastaða við Stofnun Árna Magnússonar á íslandi er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykja- vík, fyrir 15. júlí n.k. Menntamálaráðuneytið, 14. júní 1988. Laus staða Tímabundinn lektorsstaða I örverufræði við líffræðiskor raunvísindadeildar Háskóla íslands er laus til umsóknar. Lektorn- um er ætlað að stunda rannsóknir og kennslu á sviði bakteríufræði. Heimilt er að ráða í þessa stöðu til allt að tveggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavfk, fyrir 15. júlf n.k. Menntamálaráðuneytið, 14. júní 1988 Styrkur til háskólanáms í Japan Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskóla- náms í Japan háskólaárið 1989-90 en til greina kemur að styrktíma- bil verði framlengt til 1991. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið háskólaprófi eða sé kominn nokkuð áleiðis í háskólanámi. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaða skeið. - Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskír- teina, meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. ágúst n.k. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 14. júní 1988. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Menntaskólann í Kópavogi er laus til umsóknar staða jarð- fræðikennara. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 1. júlí næstkomandi. Þá er umsóknarfrestur á áður auglýstum kennarastöðum við eftir- talda skóla framlengdur til 27. júní næstkomandi: Við Mennta- skólann við Hamrahlíð vantar kennara í efnafræði, lögfræði, stærðfræði og tölvufræöi. Við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum eru lausar kennarastöður í raungreinum, dönsku, viðskiptagreinum, stærðfræði, tölvufræði og eðlisfræði. Menntamálaráðuneytið. Maðurinn minn og faðir okkar Jón Jakob Jónsson Hjaltabakka 26 Reykjavík andaðist á Borgarspítalanum að morgni 17. júní Málmfríður Geirsdóttir og dætur ÖRFRÉTTTIR Varað við ofstjórn Verkamannafélagið Árvakur á Eskifirði varar við þeim ofstjórn- artilhneigingum sem felast í setn- ingu bráðabirgðalaganna og minnir á hörmulegar afleiðingar ofstjórnar meðal þeirra ríkja sem hvað lengst ganga fram í því að hafa vit fyrir þegnunum með valdboði. Þetta kemur fram í á- lyktun aðalfundar félagsins frá því fyrr í mánuðinum. „Aðalfundurinn mótmælir harðlega þeirri túlkun ríkisstjórn- arinnar að niðurstaða kjara- samninganna í vetur séu eitthvert hagsmunamál lág- launafólks í landinu. Niðurstaða síðustu samninga var þvert á móti ósigur þeirra sem börðust fyrir því að lægstu laun hækkuðu til framfærslu," segir í ályktun Ár- vakurs. Aðalfundurinn skorar á ríkis- stjórnina að taka aftur þau ákvæði bráðabirgðalaganna sem lúta að afnámi mannréttinda launafólks vilji hún teljast fulltrúi þjóðarinnar „en ekki eingöngu þröngs hóps fjármagnseigenda og braskara". Ættfræði um land allt Ættfræðiþjónusta Jóns Vals Jenssonar ráðgerir að halda nokkur byrjunarnámskeið í ætt- rakningum í sumar. Flest þeirra úti á landi. Stefnt er að námskeiðshaldi í Borgarnesi, Stykkishólmi, á ísa- firði, Dalvík, Akureyri, Egils- stöðum, Eskifirði, Selfossi og í Keflavík, auk eins námskeiðs í Reykjavík. A námskeiðunum verður veitt undirstöðuþekking í meðferð ættfræðiheimilda, lestraraðferð- um og vinnubrögðum við gerð ættartölu og niðjatals. Þátttak- endum gefst jafnframt kostur á að spreyta sig á að rekja eigin ættir. Skráning þátttakenda er hjá Ættfræðiþjónustunni. Bjartsýnis- verðlaunin Einar Már Guðmundsson rit- höfundur tók fyrir skömmu við bjartsýnisverðlaunum Bröstes. Hann er áttundi íslenski lista- maðurinn sem fær þessa viður- kenningu. Verk Einars Más hafa verið þýdd á dönsku, sænsku og norsku og væntanleg er þýðing á verkum hans á ensku og þýsku. ALÞÝPUBANDALAGIÐ Opnir fundur á Austurlandi Hjörleifur Guttormsson alþingismaður verður á opnum fundum á Austurlandi sem hér greinir: A Eskifirði í Valhöll þriðjudaginn 21. júni kl. 20.30. Á fundunum verður rætt um heimamál, stööu þjóömálanna og störf Alþingis. Allir velkomnir Vestfirðir Sumarferð Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum er fyrirhuguð í Flatey 2. og 3. júlí nk. Nánar auglýst síðar. Kjördæmisráð. Vestur á Mýrar Óvenjuleg og ódýr ferb Sumarferðin verður að þessu sinni farin laugardag- inn 2. júlí. Fargjaldið verður 1000 krónur, þó 800 krónur fyrir 67 ára og eldri en aðeins 500 krónur fyrir börnin. Á söguslóðum séra Árna Þórarinssonar Ekið verður vestur á Mýrar og m.a. farið út yfir Hítará á söguslóðir séra Árna Þórarinssonar. Þátttakendum er ráðlagt að fara að fletta upp í bókum Þórbergs um séra Árna. Svæðið er beinlínis safaríkt af sög- um fyrri áratuga og alda. auk þess sem jarðsaga íslands er okkur þar opin bók. Gylfi Þór Einarsson jarðfræðingur mun fræða okk- ur um jarðsöguna og verður m.a. komið að Rauðam- elsölkelduef aðstæður leyfa. Árni Páll Árnason laganemi rifjar upp ýmsar sagnir og séra Hreinn Hákonarson í Söðulsholti, sem gegnir nú sömu prestaköllum og séra Árni gerði áður, hefur frá ýmsu að segja. Látið skrá ykkur fljótt Skipulag sumarferðarinnar er mikið verk sem verður mun auðveldara ef þið látið skrá ykkur hið allra fyrsta. Upplysingar í síma 17500 eða að Hverfisgötu 105, Reykjavík Hjörleifur Ársrit Útivistar 14. árgangur Ársrits Útivistar er kominn út. ( ritinu eru fjórar efnismiklar greinar er hafa að geyma staðhátta- og leiðarlýs- ingar, s.s. af Hornströndum, Lóni, lónsöræfum og Löngufjör- um. Gönguleiðir í Lóni og fróðleiks- molar um sveitina nefnist grein eftir Gunnlaug Ólafsson. Lýst er landslagi, sögu og jarðfræði Lónssveitar. Sagt er frá fjölda gönguleiða um Lónssveit og ná- grenni. Gísli Hjartarson ritar þarfa lýs- ingu á gönguleiðinni frá Hornvík til Ingólfsfjarðar, Einar Haukur Kristjánsson ritar um Löngufjörur og ritstjóri Ársritsins Kristján M. Baldursson skrifar stutta frásögn um Sólstöðuferð Útivistar fyrir vestan 1987. Ritið er 120 síður að stærð og prýtt fjölda litmynda. Ritið er inni- falið í ársgjaldi Útivistar. Sumarferóin 88 Útboð Súðavíkurhlíð 1988 ''/'VM v f Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 3,1 km, bergskeringar 15.000 m3, skeringar 58.800 m3 og rofvarnir 8.000 m3. Verki skal lokið 20. nóvember 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á isafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 21. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 4. júlí 1988. Vegamálastjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.