Þjóðviljinn - 22.06.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.06.1988, Blaðsíða 10
í DAG Neyðaróp Þaö hefur löngum viljaö viö brenna í pólitíkinni að margireru kallaöir en fáir útvaldir. Það á t.d. við um alþingismenn. Mun fleiri sækjast eftir því hnossi en unnt er aö koma þar að stalli, við núver- andiaðstæðura.m.k. Ýmsar ástæður liggja að sjálf- sögðu til þess, að menn sækjast eftirþingmennsku. Mörgum þykir virðing sín vaxa við þingmennsk- una þótt því verði á hinn bóginn ekki neitað, að virðingu almenn- ings fyrir Alþingi og alþingis- mönnum hefur mjög þorrið á síðari árum. Laun mega heita þokkaleg og raunargóð þegaröll fríðindi eru með talin. Góðir möguleikar eru á því að komast í ýmis launuð störf jafnhliða þing- mennskunni, enda töluvert um það, að þingmenn kjósi sjálfa sig í allskonar nefndir og ráð. Ókeypis utanferðir standa stund- um til boða. Og svo er það auðvit- að valdið til þess að setja þjóðinni lög og reglur þótt mörgum finnist að þarfari nú ekki alltaf saman mátturinn og dýrðin. Jón er maður nefndur og er Magnússon, lögfræðingurog sjálfstæðismaður, einn af þeim hreinræktuðu, að eigin sögn. Jón er einn þeirra, sem mæna löng- unaraugum á þingsæti en hefur að þessu ekki haft erindi sem erf- iði. Alþýðublaðið heldur upp á þjóðhátíðardaginn með því að birta feikna mikið viðtal við Jón. Heggur hann þar í ýmsar áttir og vegur ekki hvað síst að eigin flokki, sem hann telur að með sama áframhaldi, sigli hraðbyri til heljar. Vill hann ekki hvað síst kenna það „framsóknarmönnum í flokknum", væntanlega þingf- lokknum, sem hann nafngreinir þó ekki utan Egil Seljavallagoða, sem Jón segir „framsóknar- megin viö Framsókn". Grunar ýmsa að þarna hafi Jón fleiri þingmenn í huga þótt ekki séu þeirnafngreindir. Hvað með landsbyggðarþingmennina PálmaáAkri, HalldórBlöndal, Matthías Bjarnason, Þorvald Garðar, Eggert Haukdal eða Þor- stein formann og forsætisráð- herra? Eru þetta nokkuð lakari „framsóknarmenn" en Egill okk- ar á Seljavöllum? Þarf ekki að þurrka þetta lið allt af þingi svo flokkurinn „hætti að vera Fram- sóknarflokkur og fari í sinn fyrri ham?“ En hver er sá hamur? Er það hamurinn frá tíð Bjarna Ben- ediktssonar, Ólafs Thors eða Jóns Þorlákssonar? Því er látið ósvarað en hinsvegar er Ijóst, að það er a.m.k. ekki hamur Þor- steins Pálssonar, því í raun og veru er viðtalið fyrst og f remst gagnrýni á forystu hans, eða öllu heldurforystuleysi. Síðan er eftir að sjá hver áhrifin verða af neyðarópi þessa lang- jDreytta vonbiðils. Verða þau eng- in? Nálgast hann þingsætið? Eða gengur sólin endanlega undir? -mhg í dag er 22. júní, miðvikudagur í níundu viku sumars, þriðjidagursólmán- aðar, 174. dagurársins. Sól kem- ur upp í Reykjavík kl. 2.55 en sest kl. 24.05. Viöburðir Þýski herinn ræðst inn í Sovétrík- in 1941. Steingrímur Hermanns- son sextugur. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Engir samningar um vegavinnu- kaupið. Hvarernú „röggsemi Al- þýðusambandsstjórnarinnar? Ríkisstjórnin neitar að semja við símavinnumenn. UM UTVARP & SJONVARP l talska landsliðið er ungt að árum en hefur staðið sig með miklum sóma í Dessari keppni. Sovétmenn og ítalir leika um sæti í úrslitaleiknum Sjónvarpið kl. 18.00 Þá líður að lokum knattspyrnu- veislunnar sem staðið hefur yfir í sjónvarpinu undanfarna fjórtán daga. í gær sáum við annan und- anúrslitaleikinn en í dag verður sá síðari sýndur. Það eru ítalir og Sovétmenn sem leika um réttinn til að mætta til úrslitaleiksins sem fer fram á ólympíuleikvanginum í Miinchen á laugardaginn. Þeir sömu sparkáhugamenn á Þjóðviljanum sem spáðu fyrir um úrslit í leiknum sem fór fram í gær, spá ítölum sigri í leiknum í dag. Þó vildu þeir flestir taka það fram að Sovétmenn væru nú til alls líklegir í þessum mikilvæga leik sem fram í Stuttgart í dag. Fari svo að Igor Belanov nái sér á strik í leiknum í dag er allt eins víst að Sovétmenn tryggi sér farmiða til Munchen á laugardaginn. Mamma á mig Rás 1. kl. 16.20 þykir draumlyndur og hvernig I barnaútvarpi á Rás 1 í dag harðneskjuleg veröld hinna full- hefst lestur nýrrar útvarpssögu orðnu opnast smám saman fyrir fyrir börn. Sagan er eftir fær- honum. Sögusviðið er Suðurey eyska rithöfundinn Ebbu Henze sem hefur nokkra sérstöðu meðal og nefnist “Mamma á mig“. Sag- færeysku eyjanna vegna gróður- an segir frá drengnum Jakobi sem sælar. GARPURINN KALLI OG KOBBI Hérna hafa trén vaxið öldum saman, og svo er allt jafnað við jörðu á viku. Fyrst byggja þeir hús. Svo þarf vegi og beinsínstöðvar og allt mögulegt. Bráðum verður allt undirlagt. Að lokum verður hvergi fallegur blettur eftir. Y Ætli maður geti afsalað sér tilkalli til að erfa jörðina? Frá og með fæðingunni er það víst of seint. FOLDA 10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 22. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.