Þjóðviljinn - 23.06.1988, Page 1

Þjóðviljinn - 23.06.1988, Page 1
Fimmtudagur 23. júní 1988 140. tölublað 53. árgangur Hvalveiðar Veiðikvótinn minnkaður um 22 dýr. Bandarísk stjórnvöldfalla frá staðfestingarkœru. Greenpeace: Þrýstingur vegna her- stöðvarinnar Til þess að forðast átök og vandræði við bandarísk stjórnvöld út af hvalveiðunum ákváðu íslensk stjórnvöld að bakka með upphaflega áætlun um fjölda veiddra dýra og hefur kvótinn verið minnkaður umtal- svert. í staðinn hafa bandarísk stjórnvöld ákveðið að falla frá staðfestingarkæru gagnvart ís- lendingum. Upphaflega var ráðgert að veiða 80 langreyðar á vertíðinni í sumar en sá kvóti hefur verið minnkaður niður í 68 dýr. Þá var ennfremur ráðgert að veiða 20 sandreyði en verða þess í stað veidd 10. Þó er gert ráð fyrir að veiðarnar verði í samræmi við upphaflegu rannsóknaráætlun- ina, eins og hvalveiðarnar eru nefndar í dag, á næsta ári. Vísind- aveiðarnar munu kosta íslensku þjóðina um 20 miljónir á þessu sumri en minnkun kvótans mun trúlega stytta veiðitímabilið um 3 vikur. Þrátt fyrir yfirlýsingar Banda- ríkjastjórnar segjast Greenpeace menn í engu ætla að draga úr mótmælum sínum gegn hval- veiðum íslendinga. Yfirmaður samtakanna í Bandaríkjunum sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gærkvöld að herstöðinni á Kefla- víkurflugvelli hefði verið beitt sem þrýstingi gegn Bandaríkja- mönnum og til marks um það hefðu fulltrúar Öryggisráðsins verið í sendinefnd Bandaríkja- manna sem funduðu um hval- veiðar við íslenska ráðamenn. Sjá síðu 2 Halldór Ásgrímsson siglir lygnan sjó eftir að hafa skorið niður hvalveiðikvótann. Verðbólgan Bráðabirgða- lögin gerðu illt verra Kristján Thorlacius:Ávinningum samninga stefntíalgeratvísýnu. Verðbólguhraðinn um 50% í allt sumar Kirkjugull Þjóðkirkju- skattur mannrétt- indabrot? Þórirlngvarsson: Fer hugsanlega með mál- ið alla leið til mann- réttindanefndarinnar í Strassbourg - Ef Borgardómur hefði fallist á mín sjónarmið þá hefði það haft í för með sér slíka röskun á högum og stöðu þjóðkirkjunnar að ég átti sannast sagna ekki von á að dómurinn yrði mér í hag. Svo mælir kaþólikkinn Þórir Ingvarsson sem stefndi ríkissjóði til endurgreiðslu á þeim hluta skattgreiðslna sinna síðustu ár sem runnið hafa til Þjóðkirkjunn- ar. Þórir segir málinu ekki lokið. Áfrýjað verði tii Hæstaréttar og málið hugsalega flutt fyrir mannréttindanefndinni í Strass- bourg. Sjá síðu 2 Málmiðnaður Loftmengun og hávaði Vinnueftirlitið hefur kannað aðbúnað málmiðnaðarmanna. Athuguð voru 53 fyrtæki og voru niðurstöðurnar heldur dapur- legar. Víða vantar mikið á að að- búnaðurinn sé viðunandi. í ljós kom að endurnýjun á tækjum og búnaði er mjög hæg og virðist svo sem íslenskur málm- iðnaður sé að staðna. Viðgangur greinarinnar er í hættu. Sjá síðu 8 og 9 Stjórnvöld hafa ekki sýnt ann- að af sér til að hemja verðbólg- una en að fella gengið og krukka í samninga verkalýðshreyfingar- innar, segir Kristján Thorlacius, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Kristján bendir á að þegar fall- ið var frá fastgengisstefnunni og gengið fellt í tvígang hafi fjandinn orðið laus. - Bráðabirgalögin hafa síðan aðeins gert illt verra, sagði Kristján og benti á að á- vinningum samninganna í fyrra og hitteðfyrra hafi verið stefnt í algera tvísýnu. Þórður Friðjónsson forstöðu- maður Þjóðhagsstofnunar segir að ekki sé ástæða fyrir stjórnvöld að grípa til nýrra efnhagsaðgerða í kjölfar hækkunar byggingarvíst- ölunnar. Hann segir að menn hafi gert ráð fyrir að byggingavísi- talan hækkaði í kjölfar gengisfell- ingarinnar og verðhækkana í maí og verðbólgan haldist milli 40 og 50 af hundraði yfir sumarmánuð- ina, en hjaðni síðan þegar líður á haustið. Sjá síðu 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.