Þjóðviljinn - 23.06.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.06.1988, Blaðsíða 2
Forsetakosningar Stuðnings- veiðum tekið dræmt Kvennalistakonur taka afstöðu til frambjóðenda í forseta- kjöri sem einstaklingar en ekki sem stjórnmálasamtök, segir í svari þeirra til stuðningsmanna Sigrúnar Þorsteinsdóttur. Á mánudaginn óskuðu stuðn- ingsmenn Sigrúnar eftir stuðn- ingsyfirlýsingum frá bæði Kvennalista og Alþýðubanda- lagi, sem vísaði til þess að einung- is miðstjórn eða landsfundur gætu tekið afstöðu til óskar af þessu tagi. Kvennalistakonur telja í bréfi sínu að ákvörðun um almenna at- kvæðagreiðslu eigi fyrst og fremst að vera í höndum fólksins. Hægt eigi að vera að fara fram á ráðgef- andi þjóðaratkvæðagreiðslu um einstök mál ef 10% kosninga- bærra manna eða þriðjungur þingmanna óski þess. mj Þjóðviljinn Ný stjóm Aaðalfundi útgáfufálgs Þjóð- viljans, sem haldinn var síð- astliðið mánudagskvöld, voru eftirtaldir menn kjörnir sam- hljóða í stjórn félagsins: Álfheiður Ingadóttir, Guðni Jóhannesson, Guðrún Hallg- rímsdóttir, Helgi Guðmundsson, Helgi Seljan, Hrafn Magnússon, Olga Guðrún Árnadóttir, Ragn- ar Árnason og Sigurður Á. Frið- þjófsson. Kosnir voru sem varamenn í stjórnina þau Leifur Björnsson, Gestur Guðmundsson, Guðrún Olga Clausen og Björk Vilhelms- dóttir. FRETTIR Hvalveiðar Umtalsverð skerðing Hvalvertíðin hafin. Veiddar verða 68 langreyðar og 10 sand- reyðar. Sjávarútvegsráðherra: Kvótinn minnkaður til að forðast átök og vandræði við bandarísk stjórnvöld Tvö hvalveiðiskip héldu til veiða í fyrrinótt og að þessu sinni verða veidd færri dýr en upphaflega stóð til. Alls verða 68 langreyðar veiddar í stað 80 og 10 sandreyðar í stað 40. Vegna þess- ara breytinga munu Bandaríkja- menn ekki leggja fram staðfest- ingarákæru gagnvart íslandi, þar sem rannsóknaáætlunin, að þeirra mati dregur ekki úr virkni Alþjóðasáttmálans um skipan hvalveiða eða verndunará- kvæðum hans samkvæmt banda- rískum lögum. Þetta var ma. niðurstaða funda íslenskra og bandarískra stjórn- valda sem fram fóru hér á landi um síðustu helgi. Að sögn Hall- dórs Ásgrímssonar sjávarútvegs- ráðherra féllust íslendingar á þessa niðurstöðu til að komast hjá átökum og vandræðum á milli Bandaríkjanna og íslendinga meir en orðið hefur út af hval- veiðum íslendinga. Til hvala- rannsóknaáætlunarinnar í ár er áætlaður kostnaður 15 til 20 milljónir króna. Á blaðamannafundi þar sem niðurstöður viðræðna íslenskra og bandarískra stjórnvalda voru kynntar í gær kom fram að þrátt fyrir þessa skerðingu á fjölda veiddra hvala í ár miðað við upp- haflega áætlun er stefnt að því að veiðarnar á næsta ári verði í sam- ræmi við upphaflegu áætlunina. Þessi skerta veiði sandreyða er ætluð til að afla upplýsinga um frumerfðafræði, í samræmi við tillögu Vísindanefndar Alþjóða- hvaiveiðiráðsins og til að halda áfram rannsóknum á orkubúskap þeirra. Þá munu fslendingar auka sýnatöku á ljósátu, sem er ma. er fæða loðnu og þorsks og hefur verið komið fyrir sérstökum út- búnaði til þess í öðru hvalveiði- skipanna. Tilgangurinn með sýnatökunum er að tengja á nák- væmari hátfen hingað til upplýs- ingar um fæðu- og orkubúskap Eg átti satt að segja ekki von á að dómurinn yrði mér í hag. Slík niðurstaða myndi kollvarpa öllum grundvelli fyrir fjárhag þjóðkirkjunnar, segir Þórir Ing- varsson sem höfðaði mál á hend- ur ríkissjóði og krafðist endur- greiðslu á þeim hluta tekju- og eignarskatts sem hann greiddi á árunum 1983-1986 og hann taldi að hafði runnið til þjóðkirkjunn- ar. Borgardómur sýknaði fjár- málaráðherra fyrir hönd ríkis- sjóðs og samþykkti að fella niður málskostnað. Segir í dómsorði að ekki sé fallist á málflutning stefn- anda að forréttindi hinnar evang- elísku lútersku kirkju teljist óheimil mismunun samkvæmt ís- lenskum lögum. Með framlögum á fjárlögum til þjóðkirkjunnar sé ríkisvaldið að efna skyldur sem ákvæði stjórnarskrárinnar leggi því á herðar. Þórir Ingvarsson sem játar ka- þólska trú flutti mál sitt sjálfur fyrir Borgardómi en hann segist hafa notið lögfræðilegrar aðstoð- ar Sigurðar Líndals lagaprófess- ors. „Fyrirkomulagið er siðferði- lega rangt eins og málum er hátt- að, við búum við leifar frá ein- veldistímanum þegar ríkiskirkjan var stofnuð,“ sagði Þórir og vís- aði í orð Gladstones; „Það sem er siðferðilega rangt getur aldrei verið pólitískt rétt.“ Þórir segist ekki vera búinn að ákveða hvort hann áfrýjaði til Hæstaréttar. „Ég er að hugsa málið. Trúlega geri ég það og eins hef ég hug á að fara alla leið til Mannréttindanefndarinnar Strassbourg. Samkvæmt mann- réttindayfirlýsingunni er bannað að mismuna fólki eftir trúar- brögðum,“ segir Þórir. -Ig- Fiskvinnslan Enn syrtir í álinn Þorskflök lœkka hjá Coldwater í Bandaríkjunum um 30 cent. Búast má við sömu lækkun hjá Iceland Seafood Þetta eru náttúrlega ógnvekj- andi fréttir þó svo að menn hafi átt von á þessum verðlækk- unum á þorskflökum vegna þess að mikill þrýstingur hefur verið af hálfu bandarískra flsk- kaupenda að lækka verðið. En þetta kemur á alversta tíma fyrir fiskvinnsluna því nú er að fara í hönd sá tími sem mest er framleitt af þorskflökum á Bandaríkja- markað,“ sagði Jón Páll Hall- dórsson forstjóri Norðurtangans hf. á ísafirði við Þjóðviljann. Nýlega lækkaði Coldwater Se- afood, dótturfyrirtæki Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum verð á þorsk- flökum til veitingahúsakeðjunn- ar Long John Silver um 30 cent hvertpund; úr2,10dollurum nið- ur í 1,80. Þessi lækkun þýðir um 40 milljóna króna tap fyrir fram- leiðendur innan SH. Tryggvi Finnsson forstjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur og formaður Sambandsfrystihúsa sagðist búast fastlega við að sömu verðlækkanir yrðu hjá Iceland Seafood dótturfyrirtæki Sam- bandsins í Bandaríkjunum. Tryggvi tók undir með Jóni Páli hvala við upplýsingar um líffræði ljósátu á hvalamiðunum. Ennfremur munu íslendingar framfylgja þeim fimm vísinda- legu tillögum varðandi rann- sóknaáætlun Hafrannsókna- stofnunar sem sérstaklega voru samþykktar á fundi Vísindanefnd- ar Alþjóðahvalveiðiráðsins í • San Diego í maí sl. Að sögn Jak- obs Jakobssonar forstjóra stofn- unarinnar er þetta tvímælalaust viðurkenning á hvalarannsókn- um íslendinga sem fyrr voru á - litnar sýndarmennska ein. -grh Fyrsta verk Hins íslenska hryðjuverkamannafélags var að gleðja árrisula Reykvíkinga á þjóðhátíðardaginn með þessari vel til fundnu lagfæringu á þilinu við „náðhúsið." Það þótti víst sumum nóg um og gerðu útaf við höfundarverk HÍHVMF en við væntum samt sem áður af því mektarfélagi stórræða í nánustu framtíð. Myndina tók Björn Haraldsson, saklaus vegfarandi um Lækjargötuna klukkan 5 að morgni 17. júní. Kirkjugull Þjóðkirkjan fær að halda sínu Borgardómurfellst ekki á ásakanir um trúarlega mismunun. Þórir Ingvarsson stefnandi: Átti ekki von á öðru. Hefði kollvarpað fjárhag þjóðkirkjunnar. Málið hugsanlega til Strassbourg W ... «. / • • . II- i /• . » . ... . . . / að þessi verðlækkun kæmi á mjög óheppilegum tíma en benti jafn- framt á að það væri sama hvert litið væri; allsstaðar væri þrengt að rekstrarstöðu fiskvinnslunnar, ekki bara með verðlækkunum á afurðaverði á erlendum mörkuð- um heldur einnig með aðgerða- leysi stjórnvalda í efna- hagsmálum. Staðan hjá fisk- vinnslunni væri sú að tekjurnar minnkuðu alltaf á sama tíma sem allur tilkostnaður við framleiðsl- una hækkaði. -grh Trúarlíf Met í fermingum Prestastefna sett ígœr. Fjárhagsstaðan góð. Ekkert prestakall á lausu Um það bil 97% allra unglinga á fjórtánda ári láta ferma sig hér á landi, og er þetta hæsta fermingahlutfall á Norðurlönd- unum. Lægst er það í Svíþjóð eða um 70%. Þetta kemur fram í skýrslu dr. Péturs Péturssonar sem hann hefur unnið fyrir fermingarstarfanefnd þjóðkirkj- unnar. Skýrsla þessi og fermingin al- mennt verður aðal umræðuefni prestastefnunnar sem sett var í gær í Langholtskirkju í Reykja- vík. Að sögn Bernharðs Guð- mundssonar blaðafulltrúa þjóð- kirkjunnar eru það um 100 prest- ar sem sækja prestastefnuna að þessu sinni. í ræðu biskups við setninguna, kom fram að kirkjunnar menn eru almennt ánægðir með fjár- hagsstöðu kirkjunnar en hún hef- ur skánað við tilkomu stað- greiðslukerfisins,nú geta söfnuð- ir landsins gengið að því vísu hversu mikið fé þeir fái til starfs- ins. Einnig kom fram hjá biskupi að nýju lögin um prestskosningar hefðu reynst nokkuð vel en þó þyrfti að taka nokkur atriði tii endurskoðunar. Að sögn Bernharðs Guð- mundssonar er ástand kirkju- mála gott í landinu, ekkert brauð á lausu, en það verður að teljast til tíðinda. Sem dæmi um aukinn áhuga presta á að sækja út á land nefndi Bernharður, að nú væri búið að ráða prest á Sauðarlæk í V-Barðastrandarsýslu, en þar hefur verið prestslaust í 25 ár. -sg Listahátíðaraukinn Stæöi á Cohen Akveðið hefur verið að selja í stæði á tónleika Leonard Co- hen, en þegar uppselt í 2500 sæti. I allt verður boðið upp á 500 stæði sem eru fyrir ofan sætarað- irnar upp á svölunum í Laugar- dalshöllinni, Selt verður inn á stæðin við innganginn og hefst salan kl. 19.00 en sjálfir tónleik- amir hefjast síðan kl. 21.00, mið- mn kostar 1500 kr. -«g 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 23. |úní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.