Þjóðviljinn - 23.06.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.06.1988, Blaðsíða 9
vandamálið í málmiðnaði. Úr kerskála Álversins. leitt það í ljós, að málmiðnaður er í stórhættu vegna hreinnar tæknilegrar úreldingar.Vélar og stærri tæki í greininni reyndust í alltof mörgum tilfellum komin til ára sinna og endurnýjun gengur alltof hægt. Jafnframt er talsvert um það að keyptar séu notaðar vélar erlendis frá og þá auðvitað í afar mismunandi ástandi. Við athugun á vélum og tækj- um kom í ljós, að við smergel- skífur og slípirokka var hlífðar- búnaðí áfátt. Gastæki eru sjaldan búin öryggisfestingum og sjald- gæft að þau séu búin sk. bak- streymislokum. Sem dæmi um stærri og þyngri tæki sem í versta ástandinu var má nefna plötu- klippur, valsa, höggpressur og vökvapressur. Tæki á renniverk- stæðum einsog fræsarar, renni- bekkir, heflar o.s.frv. voru í mun betra ástandi. Snyrtiaðstaða og búningsherbergi í slæmu ástandi Nokkra athygli vekur í hve slæmu ástandi snyrtiaðstaða og búningsherbergi starfsmanna eru. Kaffistofur og mataraðstaða er í heldur betra ástandi en alls ekki nógu góðu. Þetta vekur at- hygli þegar haft er í huga áralangt starf bæði verkalýðshreyfingar og Vinnueftirlitsins að úrbótum í að- búnaðarmálum, þar sem áherslu- þungi hefur verið mikill á snyrti- aðstöðuna, búningsherbergin og kaffi- og mataraðstöðuna. Varð- andi búningsherbergin leiðir könnunin í ljós að 37,74% tilfella eru í algerlega óviðunandi á- standi, 32,08% er ábótavant. Þetta þýðir slæmt ástand í 69,82% tilfella. 13,2% snyrtiher- bergjanna eru í óviðunandi á- standi og 49,06% er ábótavant, eða slæmt ástand snyrtiherbergja í 62,27% tilfella. Kaffistofur og mataraðstaða kemur betur út, en samt er ástandið í jreim efnum alls ekki nógu gott. I 37% tilfella er þessi aðstaða talin óviðunandi eða ábótavant. Almennar niðurstöður Það er ljóst af þeim meginnið- urstöðum sem hér hefur verið gerð grein fyrir, að ástand málm- iðnaðar er afar slæmt í hollustu- háttum og aðbúnaðarmálum. Málmiðnaðarstörfin eru þess eðl- is, að alltaf má búast við óholl- ustu og hættu á slysum. Flest vandamálin á sviði aðbúnaðar- mála, sem hrjá umrædd fyrirtæki má leysa ef vilji er fyrir hendi hjá starfsfólki og stjórnendum, án þess að til þess þurfi umtalsvert fjármagn. Þó að útkoman sé almennt dökk út úr þessari könnun, á- standið sé almennt mjög slæmt, sem hlýtur að vekja hlutað- eigandi aðila til umhugsunar um hvar þeir raunverulega standa, eru samt nokkur fyrirtæki sem skera sig úr fyrir góðan aðbúnað og þrifnað á vinnustað þannig að stjórnendur þeirra og starfsfólk á viðurkenningu skilið. Þrjú fyrir- tæki, sem þátt tóku í þessari könnun hafa fengið slíka viður- kenningu en þau eru: Bjarmi sf í Hafnarfirði, málmsmiðjan Hella líka í Hafnarfirði og Vélar og þjónusta í Reykjavík. Lélegur aðbúnaður, - stöðnuð grein Þá dökku mynd sem hér hefur verið dregin upp af aðbúnaði og hollustuháttum í málmiðnaði, má ekki einangra við aðbúnaðarmál- in ein, heldur virðist hún benda til almennrar stöðnunartilhneig- ingar í iðngreininni. Það má benda á afar hæga endurnýjun í véla- og tækjabúnaði, vélar og tæki eru komin mjög til ára sinna og talsvert um það að stærri vélar og tæki séu keypt notuð erlendis frá. Þannig virðist greinin ekki fylgja hinni almennu tækniþró- un, sem á sér stað á öðrum svið- um. Það yrði auðvitað mikill skaði ef þessi iðngrein, sem hefur verið ein mikilvægasta þjónustu- grein sjávarútvegsins endurný- jaðist ekki og yrði úreidingu að bráð. Eftir því sem upplýsingar iðnfræðsluráðs segja, þá sækja nú æ færri í iðnnám í málmiðnaðar- greinum a.m.k. á höfuðborgar- svæðinu. Úrbætur í vinnuvernd- armálum geta þannig stuðlað að framþróun greinarinnar, að unnt verði að styrkja málntiðnaðinn og efla þá þekkingu, sem stjórn- endur og starfsfólk býr yfir. -gjh tók saman Afar hæg endurnýjun í vélum og tækjum svo að úrelding blasir við. Hlutfallsleg fækkun í stétt málmiðnaðarmanna. Fimmtudagur 23. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.