Þjóðviljinn - 23.06.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.06.1988, Blaðsíða 10
Landssamband veiðifélaga Samstarf hefur nú tekist með Landssambandi fiskeldis- og haf- beitarstöðva, Landssambandi stangaveiðifélaga og Landssam- bandi veiðifélaga um setningu reglugerðar um sleppingu lax- fiska og varnir gegn erfðab- löndun og fisksjúkdómum. Nýaf- staðinn aðalfundur Landssamb- ands veiðifélaga fagnaði þessari niðurstöðu og lagði áherslu á, að hraðað yrði setningu reglugerð- arinnar ekki síst vegna þess á- stands, sem nú ríkir í seiðasölu- málunum. Jafnframt verði hagsmuna veiðiréttareigenda gætt svo sem unnt er. Landssamband veiðifélaga, sem er hagsmunasamtök veiði- réttareigenda, hefur nú starfað í 30 ár. Það getur með ánægju og stolti litið yfir farinn veg. Það átti mikinn þátt í að móta veiðimála- löggjöfina og hefur haft þýðing- armikil áhrif á framkvæmd ým- issa þátta hennar, svo sem veiði- eftirlit, varnir gegn sjúkdómum, mengun veiðivatna og úthafs- veiðar á laxi, sem það hefur beitt sér af alefli gegn. Eitt þýðingar- mesta verkefni Sambandsins nú er að reyna að koma í veg fyrir erfðablöndun íslenska laxa- stofnsins við eldislaxinn en hið ört vaxandi fiskeldi eykur mjög á þá hættu. Nú vofir yfir virðisauka- skattur, þótt mjög sé umdeildur. Enginn veit að vísu ennþá hvern- ig það fyrirbæri kemur endanlega til með að líta út þegar nefndar- kraðak ríkisstjórnarinnar hefur lokið við að velta honum fyrir sér. En eins og við horfir nú er áformað að innheimta virðis- aukaskatt af sölu veiðileyfa. Landssamband veiðifélaga er mjög andvígt þessum áformum og bendir á að verð veiðileyfa markist alfarið af framboði og eftirspurn og hafi nú þegar náð þeirri hæð, sem markaðurinn framast þoli. Slík skattheimta hlyti því fyrst og freemst að bitna beint á hlunnindatekjum veiði- bænda og kreppa þannig enn að bændastéttinni. Sýnist þó nóg komið. En fleira kemur til snertandi þessa fyrirhuguðu skattheimtu. Bent er á, að bein tengsl eru milli fasteignamats á veiðihlunnindum og arðsins af veiðinni. Skatt- heimtan myndi því koma til að lækka fasteignamatið um 25- 30%. Og auðvitað myndu þá tekjur viðkomandi sveitarfélaga af fasteignagjöldum lækka að sama skapi. Þar með væri ríkið rétt einu sinni að seilast í tekjur sveitarfélaganna. Gengur það þvert á þá stefnu, sem ríkisvaldið þykist þó í orði kveðnu hafa í samskiptum ríkis og sveitarfé- laga. Vonandi tekst Landssam- bandi veiðifélaga og öðru dreif- býlisfólki að koma í veg fyrir þessa aðför, sem byggist bæði á skammsýni og óbilgirni. - mhg í dag er23.júní, fimmtudaguri'10. viku sumars, fjórði dagur sólmánað- ar, 175. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 2.55 en sest kl. 24.04. Þjóðviljinn fyrir 50árum Tekst sameiningin? Jafnaðar- mannafélag Reykjavíkursendir Kommúnistaflokknum og Al- þýðusambandsstjórninni sam- einingartilboð. Tillögurnar um sameiningu innihalda stefnuskrá Alþýðuflokksins með nokkrum breytingum, ennfremurfrum- drætti að skipulagi flokks og verkalýösfélagasambands og starfsskráflokksins. Stjórn Kommúnistaflokksins mun ræða tillögurnarbráðlega. Útvarp, rás 1 - Sjónvarp kl. 20.35 Þá fara nú forsetakosningarnar að nálgast og er minna vopna- skak í kringum þær en stundum áður, þó að fylgismenn fram- bjóðendanna haldi þar fyrir vöku sinni, eins og vera ber. I kvöld gefst okkur kostur á að heyra og sjá frambjóðendurna flytja ávörp sín til þjóðarinnar, sem verður útvarpað og sjónvarpað samtím- is. - mhg UM UTVARP & SJONVARP Rétt eða rangt? Stöð 2, kl. 21.40 Bóndakona í Kanada, Mary að nafni, hefur orðið fyrir því óláni að missa mann sinn í skógareldi. Stendur hún þá ein uppi með son sinn sjö ára gamlan. Þau mæðgin ákveða samt að basla áfram við búskapinn og ráða til sín vinnu- manninn Fred. Hann er fjarri því að vera nokkur fjörmaður og verður fátt með honum og snáð- anum. - Eins og nærri má geta fara nú gróusögur að myndast um samband ekkjunnar og Freds svo hann sér þann kost vænstan að biðja hennar. Hún tekur því með þökkum. En brátt gerist sú spurning áleitin hvort ákvörðun hennar hafi verið rétt. - mhg Ljóöaþýðingar Magnúsar Asgeirssonar Rás 1, kl. 22.30 Magnús Ásgeirsson var ein- hver snjallasti og afkastamesti ljóðaþýðandi, sem ísland hefur alið. Þykja þýðingar hans yfirleitt hrein meistaraverk. Á árunum 1928 - 1941 komu þýðingar hans út í sex bindum undir því yfir- lætislausa samheiti: „Þýdd ljóð“. í kvöld hefst á Rás 1 þáttaröð, sem nefnist í heild: „Ljóð frá ýmsum löndum. Ljóðaþýðingar Magnúsar Ásgeirssonar". Hjört- Vigdís Finnbogadóttir Sigrún Þorsteinsdóttir Ávörp forsetaframbjóðenda ur Pálsson kynnir þýðingarnar og fjallar um þær en lesari með hon- um er Alda Arnardóttir. Þætt- irnir verða sjö alls, hálftíma langir og hefur hver þeirra sér- stakan undirtitil. Þeir eru flokk- aðir eftir yrkisefninu: kvæði um þjóðfélagsmál, um stríð og frið o.s.frv. Þátturinn í kvöld nefnist „Eins og harpa er hjarta manns- ins“. Verður þar fjallað um lýrisk kvæði og greint frá þýðingarstörf- um þessa fjölgáfaða listamanns. -mhg Tónlist á Rás 1, kl. 23.00 „Tónlist á síðkvöldi" svíkur engan að þassu sinni fremur en endranær. I kvöld leikur Sin- fóníuhljómsveitin í Ulster „Scherso Caprissioso" op. 66 eftir Antonin Dvorák. Vernon Handley stjórnar. - Þá kemur „Luonnotar" fyrir sópranrödd og hljómsveit eftir Jean Sibelius, síðkvöldi Elisabet Söderström syngur með Fílharmoníusveit Lundúna. Vla- dimir Askenazy stjórnar. - Loks er það „Sárka“ og „Moldá“ úr sinfóníska ljóðaflokknum „Föðurland mitt“ eftir Bedrich Smetana. La Suisse Romande hljómsveitin leikur, Wolfgang Sawalisch stjórnar. - mhg GARPURINN ~z. U-:' KALLI OG KOBBI FOLDA 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.