Þjóðviljinn - 23.06.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 23.06.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR r Börn eru nú meira en velkomin og setja sífellt meiri svip á sænskt samfélag. Svíþjóð Bameignir aftur í tísku Fœðingartala hækkar stöðugt. Sósíaldemókratar lofa 18 mánaða fæðingarorlofi fyrir kosningar Síðustu tölur frá sænsku Hagstofunni sýna að tala fæddra hefur hækkað mikið í landinu á síðasta ári og heldur áfram að stíga upp á við í byrjun þessa árs. Svíþjóð er nú í 5. sæti í Evrópu hvað varðar barneignir. Á síðasta ári var fæðingartalan 1.8% og er nú nálægt 2% sem þýðir það að reikna má með að Svíum fjölgi talsvert á næstu ára- tugum. Mannfjöldaþróunin í Sví- þjóð verður því önnur en í löndum eins og V-Þýskalandi, Frakklandi og ftalíu svo dæmi séu tekin. Þær Evrópuþjóðir sem eru fyrir ofan Svíþjóð hvað varðar fæðingartölu eru ísland, írland, Kýpur og Malta. Astæðurnar fyrir þessum breytingum eru þær að fæðingar- Amnesty Táragasi hent inn í hús Deild samtakanna í London krafðist þess að ísraelsstjórn rannsakaði betur þær heimildir að allt að 40 Palestínumenn, menn, konur og börn hefðu verið drepnir mcð táragasi af ísraelsk- um hermönnum á hernumdu svæðunum. Samtökin hafa heimildir fyrir því að hermenn hafi hent táragasi inn í hús, skóla, spítala og hæli á Vestur-bakkanum og á Gaza- svæðinu. Samkvæmt niðurstöð- um læknarannsókna síðustu mánuði hafa yfir 40 manns látist af þessum völdum aðallega gam- alt og veikt fólk en einnig börn. Táragas má einungis nota úti undir beru lofti. ísraelsk stjórnvöld viðurkenna ekki að nokkur maður hafi látist af völdum táragass á hernumdu svæðunum en segja að það geti skaðað fólk sem á við sjúkdóma að stríða. Talsmaður Amnesty sagði að ekkert svar hefði borist frá stjórnvöldum en samtökin sendu þeim skeyti 1. júní um mál- ið. Reuter/-gsv. orlof hefur nú verið níu mánuðir fyrir foreldra um nokkurt skeið og að þeir fá greitt allt að 90% af launum sínum meðan á því stend- ur. Barnabætur eru nú 3845 kr íslenskar á mánuði á hvert barn og upphæðin hækkar þegar börn- in eru orðin þrjú. Sænskar konur sem hafa notið mikils frjálsræðis á undanförnum árum tóku margar hverjar þá ákvörðun að eiga ekki börn á sín- um yngri árum. Þær eru nú í dag að eiga sín börn og hluti af skýr- ingunni fólgin í þessari stað- reynd. Börnin flæða nú yfir sænskt samfélag eins og tískufyr- irbæri og þau eru meira áberandi á götum úti og meðal fólks. Þau setja svip sinn á nútíma Svíþjóð. Sósíaldemókratar hafa lofað því að breyta fæðingarorlofinu í allt að 18 mánuði í kosningabar- áttunni sem nú fer í hönd fyrir kosningaranar í september. Rcuter/-gsv. Raymond Barre hefur tekið áskorun Mitterrands um að opna franska pólitík upp á gátt. Frakkland Nýir straumar í pólitík Aætlun Mitterrands ætlar að ganga upp. Barre lofar stuðningi. Gengur til liðs við nýja miðjuflokkinn Reymonde Barre fyrrverandi forsætisráðherra miðju- og hægriflokka bandalagsins hcfur opnað fyrir stuðning við minni- hlutastjórn sósialista sem verður mynduð nú næstu daga. Barre sem var forsætisráðherra á árunum 1976-81 hefur gengið til liðs við miðjumenn sem klufu sig út úr hægrabandalaginu eftir kosningarnar um daginn. „Ég mun sitja í stjórnarandstöðunni en ég mun styðja öll góð verk sósialista sem horfa til heilla fyrir frönsku þjóðina," sagði Barre m.a. í yfirlýsingu sem hann gaf í gær. Barre sagðist einnig sjá fyrir sér nýjan pólitískan kraft í frönskum stjórnmálum sem lýsa mætti sem frjálslegum, félags- legum og evrópskum stjórnmála- flokki í landinu. Sósialista vantar aðeins 13 þingsæti til að hafa meirihluta í þinginu eins og kunnugt er og þessi yfirlýsing ásamt fyrri yfirlýs- ingum kommúnista gefa til kynna að þeir geti stjórnað landinu án verulegra erfiðleika. Reuter/-gsv. Noregur Þungavatnið fór til Indlands Opinber rannsókn ferfram á viðskiptum Norsk Hydro. Eru ásakaðir um að hafa selt 15 tonn af efninu til Indlands Hinn nýi utanríkisráðherra Noregs, Thorvald Stolten- berg, lofaði því í gær að opinber rannsókn færi fram á v iðskiptum orkufvrirtækisins Norsk Hydro A/S en það hefur verið ásakað um að selja þungavatn ólöglcga til Indlands. Það var bandarískur prófessor, Gary Milhollin, sem er sérfræð- ingur í viðskiptum með þessa vöru sem Ijóstraði upp um söluna í þýska tímaritinu Spiegel. Hann staðhæfði að norska fyrirtækið hefði selt 15 tonn af þungavatni til fyrirtækis í Dússeldorf sent hefði síðan komið efninu til Ind- lands. Þar er það notað til að framleiða kjarnorkusprengjur. Stjórnin i Bonn heldur því fram að þýsk lög hafi ekki verið brotin og hefur hafnað beiðni Norðmanna um aðstoð við rann- sókn málsins. Þungavatnsfarm- urinn hvarf á leiöinni til Frank- furt og stjórnandi þýska fyrirtæk- isins sem keypti efnið segir að hann hafi átt að fara til Sviss. Þetta efni er líka þekkt undir heitinu deuterium oxide og er mikilvægur þáttur í framleiðslu kjarnorkuvopna, en er einnig notað í kjarnakljúfa og til rann- sókna. Norska stjórnin hefur fyr- irskipað strangt eftirlit nteð fyrir- tækinu og framleiðslu á efninu er nú haldið í lágmarki. „Við rannsökum málið undir stjórn ríkissaksóknara ogégvona að þetta mál skaði ekki álit er- lendra þjóða á okkur enn frekar en þegar er orðið. Að undan- förnu hafa kornið svo mörg mál upp sem hafa einlaldlega eyöilagt það mikla traust sem aðrir hafa haft á okkur. Ég vona að við llytj- um ekki meira þungavatn úr landi,” sagði utanríkisráðherr- ann. Indverjar hafa alltaf neitað því að ráða yfir kjarnavopnum en hafna þó stöðugt að skrifa undir samning sem takmarkar út- breiðslu kjarnorkuvopna í heiminum. Norðmenn hafa veriö sakaðir um að hafa flutt út þungavatn til Rúmeníu 1986 og til Israels fyrir nærri þrjátíu árurn. Rcuter/-gsv. Fœreyjar Gömul mýta fallin Atgervisflótti úr Fœreyjum lífseigþjóðsögn. Megnið afstúdentum snýr heim að námi loknu á erlendri grund Megnið af stúdcntum sem út- skrifast hafa í Færeyjum hafa haldið kyrru fyrir í cyjunuin og sömu sögu er að segja af þeini stúdentum sem haldið hafa til framhaldsnáms við erlenda há- skóla. Þetta gengur þvert á hald Færeyinga til þessa að stúdcntar „verða aldrin til nakað“. Samkvæmt könnun „Stúdenta- skólans" á afdrifum þeirra stúd- enta sem útskrifast hafa í Fær- eyjum frá 1939 er byrjað var að útskrifa stúdenta til ársins 1975, hafa flestir þeirra ílenst í Fær- eyjum - einungis um 170 stúdent- ar eða um fimmtungur hélst ekki heima af þeim 862 stúdentum sem útskrifaðir voru á árabilinu. Þegar aðeins er miðað við stúd- enta á árabilinu 1939-1966 hafa 36% ekki snúið til Færeyja að nýju. Helmingur þeirra stúdenta sem yfirgáfu föðurlandið fyrir fullt og allt voru konur, en þær eru í heildina aðeins um þriðj- ungur allra stúdenta. í könnu- ninni kemur einnig fram að æ fleiri stúdentar snúa heim að loknu framhaldsnámi erlendis. Af þeim tæplega 900 stúdent- um sem útskrifaöir voru á tíma- bilinu frá 1939 til 1975 sigldu 605 til frekara náms eða starfa er- lendis, en obbinn af þeim hefur þegar snúið heim aftur, eða 423 og þar af flestir með langskólap- róf uppá vasann. -rk/14. september Skrifstofa stuðningsmanna Vigdísar Finnbogadóttur Garðastræti 17 er opin frá kl. 10-22. Símar 11651, 17765, 18874. Munið að greiða atkvæði utan kjörfundar ef þið verðið að heiman á kjördag 25. júní n.k. Stuðningsmenn Vigdísar Finnbogadóttur Sumarafleysingar Þjóðviljann vantar fólk til sumarafleysinga í mötuneyti og við ræstingar. Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra í síma 681333. þJÓÐVILIINN Fimmtudagur 23. júní 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.