Þjóðviljinn - 24.06.1988, Side 1

Þjóðviljinn - 24.06.1988, Side 1
Föstudagur 24. júní 1988 141. tölublað 53. örgangur Glasnost gengur nokkuð vel, perestrojka heldur miður, sögðu Sovétmenn við Árna Bergmann, sem heimsótti gerska á þúsund ára afmæli rétttrúnaðar þar eystra. Hann skrifar fyrstu grein sína um austurferðina í Þjóðvilj- ann í dag. í blaðinu í dag er einnig þýdd grein eftir José Luis Buhigas, talsmann spænska kommúnista- flokksins í öryggismálum, - og komið inná Natóaðild Spánar og afleiðingar hennar fyrir vinstri- menn í landinu. Sjá síður 7-9 Skák Jafntgegn Kasparov Ehlvest efstur í Belfort Heimurinn Glasnost í návígi Spánarkommúnistar skoða Nató Efnahagsmálin Holskefla vofir yfir Birgir Björn Sigurjónsson, BHM: Fjármagnsmarkaðurinn hefurfengið aðyalsa alltoflengi laus. Vextir ráðast orðið af spám um hugsanlegt hallœri. Geir Gunnarsson: Frekari gengisfelling yfirvofandi Spár um hugsanlegt hallæri ráða orðið hegðan íslenska fjármagnsmarkaðarins engu síður en samdráttarsveiflur í sjáv- arútvegi. Það er oft nægjanlegt að forstjóri fisksölufyrirtækis spái fyrir um verðfall á fiskafur- ðum til að fjármálastofnanir hækki vexti og fjármagnskostn- aður fyrirtækjanna aukist því samfara. Skiptir þá engu hvort sú spá reynist á rökum reist eða ekki. ÞettasegirBirgir Björn Sig- urjónsson, hagfræðingur BHM m.a. í Þjóðviljanum í dag. Birgir Björn bendir á að áhrif gengisfellingarinnar séu ekki komin fram nema að hluta. - Þessi 8,4 prósent hækkun bygg- ingavístölunnar virðist því miður aðeins vera forsmekkurinn að þeirri holskeflu sem er yfirvof- andi. Geir Gunnarsson, alþingis- maður, segir hverjum deginum ljósara að efnahagsstefna ríkis- stjórnarinnar hafi beðið skip- brot. - Kratar og íhald hrópuðu um 120 til 140 prósent verðbólgu í tíð stjórnar Gunnars Thoroddsens. Með sömu reikniaðferð er verð- bólgan nú komin enn hærra eða yfir 160 prósent. - Það er viðbúið að stofnanir og fyrirtæki fari nú fram á hækk- un gjaldskrár þjónustu og þeir hinir sömu sem kröfðust gengis- fellingarinnar í maí, fari á stúfana aftur og heimti nýja, sagði Geir. Sjá síðu 3 Jóhann Hjartarson náði jafn- tefli við Kasparaov í æsispenn- andi skák á heimsbikarmótinu í Belfort í gær, og voru menn löngu búnir að bóka ósigur Jóhanns þegar Kasparov gerðist sekur um yfirsjónir, - sem Jóhann notfærði sér með gagnsókn sem lauk með þráskák. Mikið var um jafntefli í 8. um- ferðinni í gær, en Ehlvest vann þó sína skák og er nú efstur á mótinu öllum að óvörum. Helgi Ólafsson segir frá tíðindum og skýrir skák Jóhanns við heimsmeistarann í blaðinu í dag. Sjá síðu 6 Áhugamenn um gróðursælan Fossvogsdal bindast samtökum í gær. (Mynd: Ari) Fossvogsdalur Gróðursett gegn hraðbraut Hátt í1000 trégróðursett. Kópavogur hyggst kœra úrskurð skipulags- stjórnar þarsem Fossvogur er afgreiddur með Reykjavík Fjölmenni mætti í Fossvogs- vogi hafa gefið. Það er bæjar- dalinn seinni partinn í gær til þess stjórn Kópavogs og undirbún- að gróðursetja hátt í 1000 aspir ingshópur um stofnun samtaka sem hin ýmsu fyrirtæki í Kópa- um líf í Fossvogsdal sem standa að þessari gróðursetningu. Þessi gróðursetning er fyrsta skrefið í aðgerðum sem miða að því að Fossvogsdalur verði gerð- Grœnfriðungar Vígbúast á hvalamiðin * Hvalavinir segja Islendinga eiga í vœndum langvarandi stríð við um- hverfisverndarsinna Ljóst er að grænfriðungar munu koma á skipi sínu á íslands- mið í sumar til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að trufla hvalveiðar íslendinga og líka Paul Watson eftir að Bandaríkja- stjórn lét beygja sig í hvalamálinu í skiptum við óbreytta stöðu her- stöðvarinnar á Keflavíkurflug- velli. Hvalavinafélagið fullyrðir að stefna íslenskra stjórnvalda í hvalveiðimálum kalli á langvar- andi stríð við náttúrusamtök út um allan heim sem komi til með skaða að hagsmuni íslenskra út- flytjenda all verulega. Sjá síðu 2 ur að skipulögðu útivistarsvæði og hugmyndir borgarstjórnar Reykjavíkur um að leggja hrað- braut eftir endilöngum dalnum komi ekki til framkvæmda. Það kom fram í máli Kristins Guðmundssonar, bæjarstjóra Kópavogs að bæjarstjórnin er mjög andsnúin samþykkt skipu- lagsstjórnar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem gerð var á fundi í gær, sem gerir ráð fyrir því að öllum ákvörðunum um skipu- lag dalsins verði frestað í 5 ár. Um réttmæti þessarar ákvörðun- ar hyggst bæjarstjórnin fá úr- skurð félagsmálaráðherra þar sem stjórnin telur að með þessari afgreiðslu máls sé Reykjavíkur- borg gefið leyfi til að ráðskast með skipulag á landi Kópavogs- kaupstaðar. iþ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.