Þjóðviljinn - 24.06.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.06.1988, Blaðsíða 3
Forsetakjör FRETTIR Efnahagsmálin Þjóðin kýs AB svarar Sigrún- armönnum: Engin flokksleg afstaða Stjórnmálaflokkar eiga ekki að taka formlega afstöðu í forseta- kosningum, segir í svarbréfi Al- þýðubandalagsins við liðsbón stuðningsmanna Sigrúnar Þor- steinsdóttur í forsetakosningun- um. Bréfið var sent í gær af Krist- jáni Valdimarssyni fram- kvæmdastjóra flokksins og hljóð- ar svo: „Vegna skeytis frá stuðnings- mönnum Sigrúnar Þorsteinsdótt- ur tekur Alþýðubandalagið fram að flokkurinn tekur ekki flokks- lega afstöðu til frambjóðenda til embættis forseta íslands. Enda tók Alþýðubandalagið ekki slíka afstöðu í forsetakosningunum 1980 eða 1968. Það er afstaða Alþýðubanda- lagsins að stjórnmálaflokkar eigi ekki að taka formlega afstöðu þegar þjóðin kýs sér forseta. Alþýðubandalagið ber sín stefnumál fram í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna. Á þeim vettvangi hefur komið fram stefna flokksins um aukið lýð- ræði, þjóðaratkvæði um mikil- væg mál og tillögur um aukið jafnrétti og bætt kjör launafólks í landinu." Hraðbyri í óðaverðbólgu Það er hverjum deginum ljós- ara að efnahagsstefna ríkis- stjórnarinnar hefur ekki leitt annað af sér en að skrúfa upp verðbólguna að nýju. Það er við- búið að við siglum núna hraðbyri inn í óðaverðbólgu, sagði Gcir Gunnarsson, alþingismaður og minnti á að miðað við sömu reikniformúlur og íhald og kratar voru ósparir á í tíð ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens, væri verðbólgan núna yfir 160%, en ekki 120-140% eins og þá var haldið fram. Geir sagði að stjórnin væri auðsjáanlega úrræðalaus, enda hefði hún ekki haft aðrar lausnir fram að færa en hafa hemil á samfélagslegum framkvæmdum eins og í heilbrigðisþjónustunni og menntakerfinu. - Á sjórnarheimiiinu sjá menn ekki lengra en að fella gengið að nýju, eins gáfulegt og það er nú. Það er viðbúið að nú fari hinar ýmsu stofnanir fram á hækkun gjaldskrár og þá er þess jafnframt ekki langt að bíða að sömu aðilar og heimtuðu gengisfellingu í síð- asta mánuði heimti nýja, sagði Geir. Hvað ríkissjóð varðar, sagði Geir verðhækkanir sem komið hafa í kjölfar gengisfellingarinnar hefðu mun verri áhrif á útkomu ríkissjóðs heldur en þegar þær mætti rekja til kaupgjaldshækk- ana og benti á í því sambandi að vaxtagreiðslur ríkissjóðs sem áætlaðar voru í fjárlögum 4,6 miljarðar í ár hækkuðu stórlega vegna þessa. - í fjárlögum var gengið út frá þeim verðlagsforsendum að verðhækkanir yrðu 17 til 18% á árinu, en nær væri að tala um 28 til 30%, sagði Geir og bætti því við að fjárlög væru ekki það sama og ríkisreikningur þó fjármála- ráðherra virtist ekki alltaf gera sér skýra grein fyrir þessu í ræðu og riti. -rk Efnahagsmálin Forsmekkur holskeflunnar Birgir Björn Sigurjónsson: Spár um hugsanlegt hallœri ráða orðið vaxtahœkkunum Okkur sýnist að þessi 8,4% hækkun byggingavístölunnar segi allt sem segja þarf um það sem er framundan. Áhrif gengis- fellingarinnar eru ekki komin fram að fullu, bæði hvað varðar áhrif á innfluttar vörur og hins vegar ýmis óbein áhrif, eins og hækkun þjónustu og gjaldskrár- liða stofnana og fyrirtækja. Þetta er því aðeins aðdragandinn að þeirri holskeflu sem menn tala um, sagði Birgir Björn Sigurjóns- son, hagfræðingur Bandalags há- skólamanna. Birgir Björn sagði að með frek- ari gengisfellingu og ef fjár- mnanímarkaðiirinn vrði ekki beislaður væri vorðinn vís og við fengjum yfir okkur holskeflu óð- averðbólgu. Hann sagði það að múlbinda launþegahreyfinguna eins og gert var með bráðabirgðalögunum, ætti ekkert skylt við þann skilning sem menn legðu í að efna- hagsmálin væru tekin föstum tökum. - Vandamálið sem við er að etja eru ekki kostnaðarliðir eins og laun, og enn ríkir góðæri. Agætt verð fæst enn fyrir afurðir erlendis og afli hefur ekki dregist tiltakanlega saman. Vandamálið eru aðrir kostnað- arliðir og þar á ég við fjármagns- markaðinn, sem hefur fengið að valsa lausbeislaður allt of lengi, sagði Birgir Björn og benti á að peningamarkaðurinn brygðist við s.s. með vaxtahækkunum, við minnstu samdráttarsveiflur í sjávarútvegi. - Sýnu verra er þó að spár um hugsanlegt hallæri, sem oft reynast úr lausu lofti gripnar, ' hafa orðið svipuð áhrif á fjár- magnsmarkaðinn. Þessu þurfa stjórnvöld að taka á í samvinnu við launþegahreyfinguna, . því þessi Iitli peningamarkaður ber ekki til lengdar lélega spámenn, sagði Birgir Björn. -rk Dagvistarmál Heilsdagsvistun fyrir utvalda Tillaga um að styrkja einungis 5 tíma vist ístað 9 á dagheimilumfélagasamtaka. KristínA. Ólafsdóttir: Verið að neyðafólk til að reka aðeins leikskóla meðan þvíferfjarri að þörf- inni fyrir heilsdagsvistun sé fullnœgt Fulltrúar meirihlutans í dagvist barna vilja breyta reglum um framlög til dagvistarheimila sem aðrir en borgin reka. Draga á úr greiðslum til heilsdagsvistunar, en auka þær hjá leikskólum. - Núverandi stjórnvöld borgarinn- ar eru með þessu að fylgja sömu stefnu og gert hefur verið í sam- bandi við dagvistarheimili borg- arinnar. Þau leggja ofuráherslu á leikskóla á meðan mikið skortir á að þörfinni fyrir heiisdagsvistun sé fullnægt, segir Kristín Á. Ól- afsdóttir fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í dagvist barna. Lækka á greiðslur úr 50% af heilsdagsvist í 40% af 5 tíma vist- un. Á leikskóium hækkar fram- lagið úr 34% í 40 fyrir 5 tímana. Rennibrautin Vígð í kvöld Börn fá fimm ferðir fríar Vatnsrennibrautin við Laugar- dalslaugina verður vígð í kvöld en sundstaðir borgarinnar verða opnir til miðnættis í tilefni af Jónsmessu. Börn fá að renna sér ókeypis fimm ferðir í brautinni en verða að borga ef þau ætla fleiri ferðir. Seld verða sérstök armbönd á 100 kr. og gilda fyrir aðrar fimm ferð- ir. í tilefni af opnuninni verður þó ókeypis í brautina í kvöld og um helgina. Vatnsrennibrautin í Laugardal er 81 metri á lengd og 8 á hæð. Fyrstu 30 metrar brautarinnar eru undir gegnsæju pexigleri. Heildarkostnaður er áætlaður um 10,4 miljónir. - Það er verið að gera þeim sem ekki koma börnum sínum á dagheimili borgarinnar ókleift að reka sjálfir heilsdagsvistun og neyða þá til að skipta yfir í 5 tíma leikskóla. Fólk í fullu starfi þarf þá að vista börnin á 2 stöðum, sem auðvitað er verra fyrir börn- in, sagði Kristín. Anna K. Jónsdóttir formaður stjórnar dagvistar barna sagði að með breytingunum væri verið að koma á réttlátu kerfi, þar sem all- ir fengju sömu niðurgreiðslu á leikskólaplássi óháð því hver stæði að rekstrinum. Þjónusta leikskólanna stæði öllum til boða, þó að ekki næðist að koma öllum fyrir í einu hjá borginni. - Við stefnum að því að bæta leik- skólana og jafnvel lengja vistun í 6 tíma, en það er alls ekki stefna okkar að byggja upp 9 tíma vistun fyrir alla. Rök Önnu fyrir því að draga úr greiðslum til heilsdagsvistunar á vegum félagasamtaka, eru þau að ekki væri önnur en börn for- gangshópa vistuð í 9 tíma hjá borginni og því eðlilegt að það sama væri látið ganga yfir einka- dagheimili. - Það er engin ástæða til að all- ir séu að greiða á 3. hundrað þús- und á ári með barni foreldra sem bæði eru í fullri vinnu, á meðan ekki er greitt nema 50-60.000 með barni á leikskóla. Anna sagði það lögu liðna tíð að börn annarra en forgangshópa kæmust á dagheimili borgarinnar og það væri villa í innritunarreglunum, að 10% rýma ættu að vera fyrir það fólk. - 1984 var þeim breytt í starfsmannapláss. • Tvísýnt gæti orðið um áframhaldandi rekstur foreldra á barnaheimilinu Ósi, ef tillaga um verulega lækkun framlaga til heilsdagsvistunar nær fram. Á Ósi hittum við tvo stráka sem báðir heita Bjartur og inni í húsinu blæs Arnar Freyr sápukúlur. Mynd: Ari. Föstudagur 24. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.