Þjóðviljinn - 24.06.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.06.1988, Blaðsíða 4
LEIPARI KLIPPT OG SKQRIÐ Skjöldurinn er höfuðfat Steingrímur Hermannsson formaöur Framsóknarflokksins varö sextugur í vikunni og var meðal annars haldiö uppá þaö í Hafnarborg, menningarmiðstöö Hafnarfjarðar, sem er í kjördæmi formannsins. Á afmæli Steingríms var hann heiðraður af samráöherrum sínum með því aö ríkissjóður var látinn splæsa í gullhúðaðan silfurskjöld, sem reykvískt síðdegisblað birti mynd af í gær og sagði forkunnarfag- ran. Að sögn blaðsins eru nöfn gefandanna, samráðherranna tíu, handskrifuð í skjöldinn í kringum skjaldarmerki íslands á skildinum miðjum. Þorsteinn Pálsson afhenti Steingrími skjöldinn í hófinu í Hafnarfirði. Að því best er vitað fylgdu gjöfinni engar leiðbeiningar um hugsan- leg not, og er því úr vöndu að ráða hvað gert skal við skjöldinn. Gripurinn virðist á mynd ekki nógu stór til að hægt sé að hafa af honum styrjaldarnot, hætt er við að pólitísk spjótalög stöðvuðust seint á skildinum og hann virðist ekki þesslegur að geta nýst sem höggvopn. Nú má vera að ráðherrarnir í ríkisstjórninni hafi minnst þess forna siðar að gefa skáldum skildi til að yrkja drápur af skjaldmyndunum, - og væri vissulega lystilegt að heyra Steingrím kveða rímur af félögum sínum með sinni frægu stemmurödd. Sumir þeirra sem draga skálds- kaparhæfileika Steingríms í efa telja þó sennilegra að með gjöfinni séu samráðherrar Framsóknarformannsins að bera hann saman við annan foringja, Jón forseta Sigurðsson, og eigi Steingrímur þannig von á sverði á sjötugsafmælinu og ef til vill sóma enn síðar. Aðrir álitsgjafar telja að Steingrími gefist hérmeð kostur á að votta gefendunum virðingu sína með því að taka skjöldinn með sér í vetraríþróttir, hafa sem snjóþotuígildi, og bregða honum undir botn- inn niður brekkur. Af mynd að dæma er skjöldurinn fremur óhentugur til slíks brúks. Hann sýnist helst á stærð við vænan matardisk, og mynda brúnir skjaldarins tvöfaldan stall, - er meira en hugsanlegt að hér sé kominn djúpur diskur eða skál undir hinn víðfræga grjónagraut sem Steingrímur Hermannsson metur framar öðrum mat. Og væri þá við hæfi að alþýða manna léti sitt ekki eftir liggja og safnaði saman í silfurskeið handa utanríkisráðherra til að borða með grautinn úr ráðherraskildinum. Líklegast er þó að engin þessara skýringartilgátna um notagildi skjaldarins sé rétt. Menn muna að í ársbyrjun hélt Steingrímur upp á heilan áratug í ráðherrastól með mikilli ræðu á Framsóknarfundi þar sem hann lýsti því yfir að Ftómaborg stæði í björtu báli, og á allra næstu vikum yrði einhver að gera eitthvað. Síðan eru fimm mánuðir, tvær gengisfellingar, ein bráðabirgðalög um samningabann, einn aðalfundur SÍS, fjölmörg erlend lán og nokkrir tugir gjaldþrota. Og nú er staðan þannig að hækkun bygging- arvísitölunnar í vikunni mundi á einu ári jafngilda 80 prósent verð- bólgu, að allar áætlanir um hallalaus fjárlög eru sprungnar, að fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs er sannfærður um típrósent gengisfell- ingu í september og býst við verðhækkunarskriðu í ágúst. Málmplatan sem samráðherrar Steingríms Hermannssonar gáfu honum í afmælisgjöf hefur vissulega notagildi, sem styðst við ák- veðna suðræna hefð í baráttuaðferðum. Hetjan Don Kíkóti hafði rakarafat fyrir hjálm þegar hann háði sigursælar orustur við óvini sína í Mansja-héraði. Minnugir þess glæsta fordæmis ætlast gefendurnir til að Steingrímur noti silfur- gripinn sem höfuðfat þegar hann loksins drífur sig af stað til að stöðva Rómarelda. Hversu mikils virði? Fyrirtækið Hvalur hf. hefur verið staðið að smygli í höfninni í Hels- inki, og aðeins norræn bræðrabönd koma í veg fyrir að farmurinn sé gerður upptækur við íslenska smán. Sjávarútvegsráðherra beygir sig reglulega undir boð Bandaríkja- stjórnar um hvalveiðar við íslandsstrendur þrátt fyrir eigin fregnir um hvern stórsigurinn af öðrum á vettvangi Hvalveiðiráðsins. Þannig verða í sumar veiddir 78 hvalir, en voru ráðgerðir 200 í áætlun stjórnvalda. Viðurkennt er, meðal annars af utanríkisráðherra, að fiskmarkaðir íslendinga í Vesturheimi og í Evrópuríkjum eru að spillast vegna herferðar hvalverndarsinna gegn íslandsfiski. Hvalamálið kemur í veg fyrir eðlilega samvinnu Islendinga við umhverfisverndarmenn um verndun hafsins fyrir iðnaðareitri og geislavirkni frá kjarnorku. Eru hvalveiðarnar virkilega svona mikils virði fyrir íslenskt samfé- lag? -m Þá var öldin önnur Eins og sjá mátti á afmæl- iskveðju hér í blaðinu í fyrradag komst Steingrímur Hermannsson utanríkisráð- herra og formaður Fram- sóknarflokksins á sjötugs- aldur þann dag. Reyndar er hugsanlegt að samkvæmt kórréttum Framsóknarsið- um sé Steingrími ekki sýnd- ur nægj anlegursómimeð því að titla hann sem utan- ríkisráðherra. í Tímanum er hann nefndur Steingrímur Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra. Ekki trúir klippari að Tímamenn séu að skensa utanríkisráðherra með því að titla hann eins og mann sem látið hefur af störfum því að í Tímaleiðara á af- mælisdegi Steingríms segir: „Vonandi njóta fram- sóknarmenn óskertra starfskrafta Steingríms Her- mannssonar enn um sinn. Sextíu ár eru ekki hár aldur nú til dags og hefur aldrei þótt háraldurf- stjórnmálalífinu." Það er bara óhem j usterk löngun eftir að Steingrímur verði á ný forsætisráðherra sem stýrir titlanotkun Tím- ans. UmræddurTíma- leiðara endar þannig: „Og eins og nú horfir er mörgum eftirsjá í stjórnar- tíma Steingríms, þegar hann varforsætisráðherra. Þá gengu mál skaplega fyrir sig. Slíkan tíma er þörf að endurvekja. Tíminn óskar foringjanum til hamingju.“ Der Fuhrer Það er dálítið skrýtinn hljómurinn í síðustu setn- ingunni. Erekki einhver undarlegur keimur að því að óska Foringjanum til ham- ingju? Eruþeirmargir stjórnmálamennirnir á 20. öld sem titlaðir hafa verið semForinginn? Fyrir þann, sem ekki er kunnugur innviðum Fram- sóknarflokksins, hljómar þetta líkt því að verið sé að þýða og staðfæra 50 ára gamlan þýskan texta. En kannski er þetta bara eðli- legur Farmsóknar-talsmáti. „Og hvernig skyldi nú for- ingjanum líða eftir veisl- una?“ „Ja, foringinn var nú í laxi ígær.“ Hver veit? Er ekki sagan alltaf að endurtaka sig? Tíð erbók og smíðir Foringinn er ýmsum góð- um kostum búinn eins og sést best á kveðjum þeim, sem honum voru sendar í Tímanum á afmælisdaginn. Þar bregðurm.a. fyrirþess- ari mannlýsingu: „Hann er framgjarn og ráðríkur, en fljótur til að rétta sáttarhönd ef á milli ber. Hann er drengur góður og dregur hvergi af sér, vík- ingur til vinnu og óvenj u þrekmikill. Hann erflug- greindur og fliótur að setj a sig inn í mál. Á gleðistund- um er hann hrókur alls fagn- aðar og vinsæll af vinum sín- um. Hann er og ágætur íþróttamaður og iðkar alls kyns útivist þegar færi gefst.“ Stfllinn er þannig að klippara verður hugsað til gullbókmenntanna. Snorri í Reykholti vissi - kannski af eigin reynslu - að mönnum hættir til að lofa höfðingja sína. En Snorri taldi þó að treysta mætti sannleiksgildi þess sem sagt væri að höfð- ingja áheyrandi því að eng- inn „myndi það þora að segja sjálfum honum þau verk hans, er allir þeir er heyrðu, vissu aðhégómi væri og skrök, og svo sjálfur hann.“ Meft vélbyssuhrafta Að sjálfsögðu urðu tíma- mót í lífi Steingríms mönnum tilefni til að bera hann saman við föður hans, Hermann Jónasson forsætis- ráðherra. Indriði G. Þor- steinsson segir um Steingrím: „Hann er um margt líkur föðursínum. Vinnuaðferðir eru þó ólíkar. Á valdaferli Hermanns snerust hjólin hægar og meiri tími gafst til að gaumgæfa atburði og úr- lausnir. Idagþurfa stjórnmálamenn að svara með hraða vélbyssuskota hinum ótölulegu fjölmiðlum sem alls staðar eru og krefj- ast svara á stundinni." Víst er um það að Steingrímur kann þá list að vekja á sér athygli í fjölmiðl- um. Frammistaða hans á þeim vettvangi er þannig að fáir standa honum á sporði. Líklega finnast ekki víða ráðherrar sem komast upp með það að horfa framan í þjóð sína og segja að þeir hafi bara verið plataðir. Og svo gerist ekkert meir, hinn plataði ráðherra situr sem fastast. En list Steingríms í fjöl- miðladansinum er þó fyrst og fremst fólgin í hæfileika hans til að koma sér í fréttir. Ef honum finnst sviðsljósið vera of lengi á forsætisráð- herranum, sem er að reyna að útskýra einhver átök í ríkisstjórninni, þá heldur utanríkisráðherrann bara sinn eigin blaðamannafund og segir að þetta gangi ekki lengur, nú fari eitthvað að gerast. Einhvern veginn tekst honum að láta meira bera á þessum upphlaupum en þeirri staðreynd að það geristekki neitt. Innlent frjálslyndi Ekki er unnt að skiljast svo við afmælisleiðara Tím- ans að ekki sé getið um kenninguna um hreinrækt- aðan uppruna Framsóknar- - flokksins. Vegna umræðna um Foringj ann er rétt að geta þess strax að þessi kenning á ekkert skylt við hugmyndir um hreina kyn- stofna sem mikið var haldið á lofti á meginlandi Evrópu fyrráþessariöld. Tíminn telur að formenn Framsóknar hafi „sniðið stefnumið flokksins að ís- lenskum aðstæðum í stað þess að gerast flytjendur er- lendra kennisetninga sem hafa gefist misjafnlega vel bæði hér og erlendis. “ Svo virðist sem leiðara- höfundur Tímans álíti að hugmyndafræði sú, sem kaupfélög og samvinnu- hreyfing eru grundvölluð á, sé ekki á dagskrá hj á Fram- sóknarflokknum. Nema hann viti ekki að Þingeying- ar voru vel lesnir í erlendum fræðum og byggðu á fyrir- myndum sem áttu sér sögu allt aftur til bresku vefa- rannaíRochdale. ÓP þlÓÐyiLIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslasön, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.).Sævar Guðbjörnsson.TómasTómasson, Þorfinnurómarsson (íþr.). Handrita- og próf arkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, Margrót Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri:HallurPállJónsson. Skrif stof ustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn IngiRafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.