Þjóðviljinn - 24.06.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.06.1988, Blaðsíða 8
HEIMURINN Ungverjaland Nýr forseti óflokksbundinn Bruno Straub virtur vísindamaður verðurforseti landsins til 1990. Ráðherrar hinnar nýju stjórnar eru úr röðum virtra sérfræðinga Nú standa yfir miklar breyting- ar á æðstu stjórn landsins og hinn nýi forsætisráðherra Karoly Grosz lætur kné fylgja kviði eftir að hann var kosinn leiðtogi flokksins. Hinn nýi forseti landsins er mjög þekktur vísindamaður, 74 ára lífefnafræðingur, sem hefur gegnt mörgum ábyrgðarstöðum á alþjóðavettvangi. Hann var m.a. forstjóri Alþjóða kjarnorkumál- astofnunarinnar í Vín og forseti Alþjóðanefndar vísindasam- bandsins. Bruno Straub verður eini forsetinn í ríkjum Austur- Evrópu sem er ekki flokksbund- inn í kommúnistaflokki landsins. Aðrar breytingar sem boðaðar eru benda allar til þess að Grosz ætli að opna stjórnmálalíf lands- ins mjög mikið. Þekktir og virtir umbótasinnar eru líklegir til að taka við öllum helstu ráðherra- embættum. Ferenc Kovacs rekt- or Miskoloc-háskólans verður menntamálaráðherra og stjórn- málafræðingurinn Kalman Kulcsar forseti vísindastofnunar- innar verður dómsmálaráðherra að öllum líkindum. Borgarstjór- inn í Búdapest, Istvan Stadinger, verður forseti ungverska þing- sins. Gamlir og afturhaldsamir fylgifiskar Janos Kadar verða látnir víkja og fá sendiherrastöð- ur og því um líkt. Fráfarandi forseti landsins, Karoly Nemeth, féll út úr mið- stjórninni og stjórnmálaráðinu í næturkosningunum á flokksþing- inu fræga um daginn eða eins og einn sendimaður ungversku stjórnarinnar kallaði þær: „Nótt hinna löngu hnífa." Reuter/-gsv. Armenía Herinn skerst í leikinn Fólksflóttinn á milli ríkjanna skapaði orðið vandrœði. íbúar í Nagorno-Karabkh neita enn að ganga til vinnu sinnar Sovéski herinn hefur komið sér fyrir í öllum helstu þorpum í Nagorny-Karabakh og reynir að koma þar aftur á eðlilegu ástandi. Uppreisnarástand hefur ríkt í héraðinu síðan í febrúar í vetur þegar 35 manns létust í átökum kristinna Armena og múhameðs- trúaðra Azerbæjana. Að undanförnu hafa Armenar flúið frá Azerbæjan og Azerbæ- janar frá Armeníu í stórum stíl og yfirvöld í Moskvu því tekið í taumana og sent herlið á staðinn til að stöðva þessa þróun. Þrátt fyrir áskoranir flokks- brodda í Azerbæjan og Nagorno- Karabakh til fólks um að hverfa aftur til vinnu situr það enn heima og verksmiðjur og fyrir- tæki eru óstarfhæf. Þessi óhlýðni við fulltrúa flokksins eða vangeta þeirra til að hafa áhrif á þróun mála hefur nú leitt til þess að so- véski herinn hefur skorist í leikinn. „Svo virðist sem ástandið geti ekki versnað úr þessu þar sem dag eftir dag kemur til fjölda- funda Armena sem virðast vera dáleiddir af hvers konar mótmæl- um,“ sagði í Prövdu í gær. Sovéski sagnfræðingurinn, Roy Medvedev, sagði á frétta- mannafundi í Moskvu að spenn- an færi vaxandi og fjölmargir íbú- ar í Kákasus-ríkjunum bæru á sér vopn. „Þarna eru næg vopn til þess að búa vel út nokkrar her- deildir," sagði Medvedev við fréttamenn. Reuter/-gsv. Karoly Grosz, forsætisráðherra, undirbýr nú nýtt tímabil í stjórnmálum Ungverjalands. Norður-Ameríka Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Skólaskrifstofu Reykjavíkur, óskareftirtilboöum í gerð loftræstikerfis í sundlaug Árbæjarskóla, Reykjavík. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri aö Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö fimmtudaginn 7. júlí kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður vlð framhaldsskóla Umsóknarfrestur á áður auglýstum kennarastöðum við Fjöjbrauta- skóla Suðurnesja framlengist til 27. júní næstkomandi, þ.e.: í faggreinum rafiðna, tölvufræði, íþróttum og íslensku, stundakenn- arastöður í faggreinum málmiðna og myndmennt. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 4,150 Reykjavíkfyrir27. júní n.k. Umsóknir um stundakennslu sendist skólameistara Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Menntamálaráðuneytið Sumardvöl á Laugarvatni Orlofsdvöl Alþýðubandalagsins á Laugarvatni í ár er vikuna 18 -24 juli. Umsjónarmenn í sumar verða þær Margrét Frímannsdóttir oa Sigriður Karlsdóttir. a Kostnaður fyrir vikuna er sem hér segir: Fyrir 12 ára og eldri kl. 12.000,- Fyrir 6-11 ára kr. 8.000.- Fyrir börn að 6 ára aldri kr. 2.000.- Enn eru nokkur pláss laus í þessa vinsælu orlofsviku og eru allir sem áhuga hafa hvattir til að skrá sig strax á skrifstofu Alþýðu- bandalagsins að Hverfisgötu 105. Síminn er 91-17500. Alþýðubandalagið Mestu þurrioir í 50 ár Neyðarástand ríkir á helstu landbúnaðarsvœðum Bandaríkj- anna og Kanada. Hitastigið er 32-40 gráður alla daga Að undanförnu hafa miklir þurrkar herjað á aðalland- búnaðarhéruð Bandaríkjanna og Kanada, allt frá Saskatchewan í norðri og suðaustur til Georgíu. Uppskerubrestur er yfirvofandi og verð á korni hefur hækkað um 35-40% eftir að menn gerðu sér grein fyrir hversu ástandið er al- varlegt. í nokkra daga hefur hitinn far- ið upp í 36-38 gráður á selsíus og vatnsskortur er svo mikill að ár eru farnar að þorna upp. Veður- fræðingar geta ekki séð fram á neinar breytingar í nánd og allar umræður sérfræðinga og óbreyttra borgara byrja og enda á sama veg: Fer ‘ann ekki að byrja að rigna? Nautgriparæktarbændur í Saskatchewan og hveitiræktar- bændur í Alberta eru að gefast upp á ástandinu. Uppskeran er langt á eftir og kemur til með að eyðileggjast alveg næstu daga ef ekki rætist úr. Grasið er orðið brúnt á golfvöllunum í Atlanta og ekkert gaman að spila golf. Bátsferjur liggja strandaðar í Missisippi-fljótinu og samgöngur liggja niðri. Úrkoman er 20-30% minni en meðaltöl segja í Georg- íu og fólk er beðið um að spara vatn í öllum borgum á þurrka- svæðinu. Búfé þarf á neyðarhjálp að halda og verið er að skipu- leggja dreifingu á fóðri til verst settu svæðanna. Reuter/-gsv Sovétríkin Ólýðsræðislegum kosningum mótmælt Tíuþúsund manna útifundur krafðist afsagn- ar flokksforingjans í Kuybyshev ■ Jl ótmælastöður hafa átt sér Iwl stað í nokkrum borgum landsins að undanförnu. Fólk mótmælir því hvernig fulltrúa- ráðskosningarnar til þings Æðstaráðsins í Moskvu fóru fram. Einnig eru óvinsælir flokksformenn hrópaðir af. Um 10 þúsund manns kom saman í borginni Kuybyshev á Volgubökkum og kröfðust þess að formaður flokksdeildarinnar segði af sér.„Hann er ekki þess verður að sitja á þinginu í Mos- kvu sem fulltrúi fólksins í borg- inni vegna þess að matarskortur hefur verið hér ríkjandi undir hans stjórn," sagði talsmaður hópsins. Sex þúsund félagar í kommúnistaflokknum í borginni skrifuðu undir fullyrðingu þess eðlis að hann hefði verið kosinn í ólýðræðislegum kosningum. Lögreglan fylgdist með mót- mælunum en hafði sig ekkert í frammi þegar fólkið krafðist þess að komið yrði á fjölflokka kerfi í landinu. í öðrum borgum eins og Omsk í Síberíu, Yaroslav austur af Mos- kvu og ýmsum fleiri borgum hafa verið fjöldafundir þar sem ólýð- ræðislegum kosningum hefur verið mótmælt. Þá eru 5 þúsund Tatarar komn- ir í verkfall í Suður-Rússlandi til að krefjast sjálfstjórnar-lýðveldis á Krímskaga. Reuter/-gsv. Tyrkland Óhemju rigningar Stór fjallshlíð hrundi niður í tyrkneskt þorp, Catak, sem er við Svartahafið í gær. Óttast var að 3-400 manns hefðu farist í leðju- og bergflóðinu sem kaffærði skóla, veitingahús, strætisvagna og ijölda bíla. Catak er um 500 km fyrir norðan höfuðborgina Ankara. Talið var að allt að 500 þúsund tonn af leðju og bergi hefði flætt yfir þorpið. í Tyrklandi hefur rignt óhemju mikið að undan- förnu og skriðuföll verið tíð á vegi við Svartahafið. Fjöldi ferðamanna var staddur á veitingastaðnum og beið þar eftir því að vegavinnumenn hreinsuðu skriður af veginum sem höfðu fallið á hann yfir nótt- ina. Margir ferðalangar sátu líka í bílum sínum og biðu eftir því að komast leiðar sinnar en lentu í skriðuhlaupinu. Reuter/-gsv. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.