Þjóðviljinn - 24.06.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.06.1988, Blaðsíða 10
Sjálfumglaður sjónvarpsgláni Bóndi á Suöurlandi hringdi í skrásetjara þessa pistils nú í vik- unni og var æöi þungorður. Það voru næstafurðurlegar „fréttir", sem fluttar voru á annarri sjón- varpsstöðinni á dögunum, sagði hann. Þar var því lýst með mikl- um hávaða og fyrirgangi hvílíkur skelfilegurfjárhagsbaggi land- búnaðurinn væri á þessari hrjáðu þjóð og voru tíundaðar miklar talnaþulur þessu til sönnunar. Þarna var ýmislegt ofmælt, ann- að vansagt og mikið skorti á að um hlutlausan fréttaflutning væri að ræða. Hér verðurenginn uppskurður gerður á þessum „fréttaflutningi" - hafðu þetta orð innan gæsa- lappa, - en aðeins skal drepið á eitt, þótt af ýmsu sé að taka. Fréttamanninum varð tíðrætt um niðurgreiðslur á búvörum og var ekki annaö á honum skilið en þær væru einvörðungu í þágu bænda. Þetta lýsir ótrúlegri fá- fræði hjá fréttamanninum því vonandi er ekki annað verra í efni. Niðurgreiðslur voru í upphafi stjórnvaldsaðgerð og hafa alla tíð verið það. Tilgangurinn með þeim var sá, að halda aftur af verðbólgunni, þessu eilífðar- vandamáli okkar íslendinga, þessu fyrirbæri, sem leikur launafólkið hvað verst og gerir þá fátækufátækarienþáríkuríkari, • eins og einn mikilhæfasti og gáf- aðisti forystumaður Alþýðu- flokksins, HaraldurGuðmunds- son, orðaði það á sínum tíma. Þess vegna hækkaði minnihluta- stjórn Alþýðuflokksins, sem kom til valda laust fyrir 1960, niður- greiðslurá búvöruverði svo, að þær hafa aldrei verið hærri. Nú fara kratar öfugt að. Nú hafa ráð- herrar þeirra forystu fyrir því að hækka skatta á matvörum og draga um leið úr niðurgreiðslum. Ástæðan er sú að Alþýðuflokkur- inn lýtur nú annarri forystu en áðurog ógiftusamlegri. Hinir stjórnarflokkarnirgeta þó auðvit- að ekki firrt sig ábyrgð á þessum aðgerðum þar sem þeir láta þær líðast. Ráðstafanir, sem miða að því að hækka verð á nauðsynjum, eru bein og ósvífin árás á neytendur. Auðvitaö neitar því enginn að bændur hagnast á nið- urgreiðslum að því leyti, að þær aukasöluábúvörum. Enþæreru þó fyrst og fremst til hags neytendum og þá alveg sérstak- lega þeim efnaminni. Þess vegna eru þaðfalsanirog ósannindi þegar því er haldið fram að niður- greiðslurá búvörum séu íþágu bænda einvörðungu. „Frétta- rnenn", sem svona vinna, ættu að fá sér annan starfa, bæði sjál- fra sín vegna og annarra. Já, það væri synd að segja að hann sé myrkur í máli, þessi sunnlenskibóndi. -mhg í dag er 24. júní, föstudagur í tíundu viku sumars, fimmti dagur sól- mánaðar, 176. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 2.56 en sestkl. 24.04. Viöburðir Jónsmessa (messa Jóhannesar skírara). Hátíðisdagurbænda. Kristnitaka á íslandi árið 1000 (eða 999). Natófundi í háskólan- um mótmælt 1968, lögregla ræðst að mótmælendum á há- skólatröppunum. Þjóöviljinn fyrir 50 árum Aríinn lá þrisvar á tveim mínútum. Svertinginn Joe Louis heimsmeistari í hnefaleik. - London ígærkv. F.Ú.-fgær- kveldi fóru fram hnefaleikar í New York milli svertingjans Joe Louis og Þjóðverjans Max Schmeling. Joe Louis sigraði þegar í fyrstu lotu. Á tveimur mínútum og fjór- um sekúndum hafði hann lagt Schmeling þrisvar. UM UTVARP & SJONVARP 7 Niður aldanna Rás 1, kl. 10.30 Örn Ingi er enn á ferð með Ak- ureyrarþátt sinn: „Nið aldanna“. Upphafið lofaði góðu og engin ástæða til að ætla annað en það gangi eftir. Að þessu sinni er nokkuð vikið af alfaraleið. Heim- sótt verður þorp norður á Langa- nesi, um 50 km frá Þórshöfn. Þorpið fór í eyði á millistríðsár- unum og hefur ekki byggst síðan. Nafn þess hefur ekki verið gefið upp en mér dettur í hug Skálar. í fylgd með Erni Inga verða menn, sem fróðir eru um sögu þorpsins og það mann- og athafnalíf sem þar þróaðist. -mhg í sumarskapi Stjarnan, Stöð 2 og Hótel ísland kl. 21.00. Og er nú heldur en ekki brugðið undir sig betri fætinum. Ofan- greindir aðilar standa sameiginlega fyrir beinni útsendingu á þætti sem nefnist: „í sumarskapi". Þátturinn er helgaður fjallgöngu og ferða- lögum. Síðan kemur Jónsmessan við sögu og þau munnmæli og siðir, sem henni tengdust, meðan þjóðin var og hét. Sérstakur gestur á þessu mannamóti verður Flosi Ólafsson, sem nú er í aflagningu. - Jörundur Guðmundsson og Saga Jónsdóttir annast kynningu en dagskrárgerðin er Egils Eðvarðssonar. -mhg Sumarvaka Rás 1, kl. 21.00 Þeir verða naumast fyrir vonbrigðum sem fylgjast með sumarvök- unni í kvöld. Hún skiptist að þessu sinni í fjóra meginþætti. Fyrst eru það siglingar á Lagarfljóti, í samantekt og flutningi þeirra Ólafar M. Guðmundsdóttur og Vígdísar Sveinbjörnsdóttur. Þá syngur Einsöngv- arakvartettinn lögúrhinum góð- oggamalkunna Glaumbæjargrallara, við ljóð sænskra skálda, í meistaralegri þýðingu Magnúsar Asgeirs- sonar. Ólafur Vignir Albertsson leikur á píanóið. - Að því búnu heldur Edda V. Guðmundsdóttir áfram lestri sínum úr Minningum Önnu Borg leikkonu, en þær eru þýddar af Árna Guðnasyni. - Loks er það þátturinn „Á mörkum tveggja heima“. Baldur Pálmason les ljóð úr „Tregasalg", eftir Jóhannes úr Kötlum. - Kynnir á Sumarvöku er Helga Þ. Stephensen. -mhg í eldlínunni Sjónvarp kl. 21.50 Myndin er byggð á sannsögu- legum atburðum og gerist í Nicar- agua árið 1979, þegar Sandinistar gerðu uppreisn gegn Somosa- stjórninni. Fjallað er um hina umdeildu aðstoð Bandaríkja- manna við stjórnir Mið- Ameríkuríkja. - Aðalpersónurn- ar eru þrír fréttamenn. Þeir telja sig vera að leita hlutlausra frétta. Russel Price (Nick Nolte), ljósm- yndari, kemst í samband við Sandinista ásamt fréttakonunni Claire (Jeanne Cassidy). En viss atvik gera það að verkum að hlut- leysi þeirra skötuhjúa er dregið í efa. Áuðvitað verður svo ástin að vera með í spilinu. Fréttamaður- inn Alex (Gene Hackman) stend- ur í ástarsambandi við Claire. En það ævintýri á sín endalok og Claire tekur að stíga í vænginn við Russel. Skyldi þetta vera ein- hver gála? -mhg GARPURINN KALLI OG KOBBI Skepnubárður þessi Kobbi. Eg get ekki hreyft mig vegna þess að það situr stærðar býfluga á bakinu á mér og þá notar hann tækifærið og les öll Andrésarþlöðin mín. Hann ruglar þeim alltaf, og svo slefar hann oni þau. Bara að ég gæti hreyft mig! ClMt PraM SyrKBcat* Þokkalegur vinur sem misnotar aðstöðuna á þennan hátt. Öðru eins kvikindi hef ég aldrei kynnst. Hæ, á ég að segja þér hvernig fór fyrir dómkirkjudraugnum? \ FOLDA ^Hann getur átt peningana sem \ ég lánaði honum. Ég vissi hvort eð var alltaf að J ég mundi ekki ' fá þá aftur. Undarlegar vörur í stórmarkaði drottins 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.