Þjóðviljinn - 24.06.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.06.1988, Blaðsíða 13
MINNING Anna Jóna Jónsdottir Fœdd 2. júlí 1956 - Dáin 11. júní 1988 Alda sem brotnar á eirlitum sandi. Blœr, sem þýtur í bláu grasi. Blóm, sem dó. Úr „Tíminn og vatnið“ eftir Stein Steinarr. Hún stendur þarna í miðjum gleðskapnum og skellihlær. Við erum öll svo glöð, löngum vetri lokið. Sumarið framundan. Við kyssumst og kveðjumsUog hitt- umst í haust. Og á meðan við erum enn að kyssast og kveðjast hverfur Anna Jóna frá okkur. Og ennþá bara vor. Sumarið rétt að byrja. Ég var svo lánsöm að fá að vinna heilmikið með henni í leikhúsinu. Og ætlaði að vinna miklu meira með henni. Hún var galdrakona í búninga- gerð, gerði allt úr engu, rífandi dugleg og hress. Ég man hana best yfir litunarpottunum niðrí Iðnó, töfrandi fram ótrúlegustu litbrigði, með grænar og bláar slettur í hárinu og allt litrófið á fingrunum. Eða saumandi rússneskan barrskóg útí Lindar- bæ úr kjötgrisju frá Sambandinu. Það var gaman að vinna með henni. Hún var skemmtilegur vinur, greind og vel að sér. Sönn og heil leikhúsmanneskja. Og svo var hún svo hláturmild. Með þetta bjarta yfirbragð og fallega, hlýja bros. Þannig munum við hana og reynum að sætta okkur við það sem við skiljum ekki. Og við sendum Jóa og öðrum ástvinum styrk í huganum og höldum áfram að starfa. Eins og hún hefði óskað. Þórunn Sigurðardóttir. Það var haft eftir Hilmari heitnum Helgasyni, stofnanda og fyrsta formanni S.Á.Á., hversu ótrúlega mikil sorg reyndist oft vera falin í jafn litlu glasi og vín- glasinu. Víst er það að hin stjórnlausa drykkja skapar ekki aðeins neytandanum sjálfum óbærilega kvöl, heldur veldur hún aðstand- endum hans oftast djúpum þján- ingum og öðru fólki á stundum óskiljanlegum hörmungum og sorgum. Anna Jóna Jónsdóttir varð fór- narlamb sjúklegrar atburðarásar er hún lést í bílslysi aðfaranótt laugardagsins 11. júní s.l., tæp- lega þrjátíuogtveggja ára að aldri, en hún var fædd í Reykja- vík þann 2. júlí 1956. Hún lætur eftir sig ellefu ára son, Harald Þorleifsson, og maka, Jóhann Sigurðarson leikara, sem reyndar slapp naumlega úr þessum hildar- leik bílslyssins. Eftirlifandi for- eldrar Önnu Jónu eru þau hjónin Anna Árnadóttir og Jón Tómas- son, stórkaupmaður í Reykjavík. Anna Jóna var yngst fjögurra sy- stra, þeirra Elínborgar, Valgerð- ar (Systu) og Margrétar, og bróður áttu þær systur lang yngs- tan þeirra systkina, Guðmund Árna. Þau systkin lifa öll systur sína. Mikil samheldni einkennir þessa fjölskyldu, einkum hinn öfluga systrahóp, sem nú hefur verið höggvið í. Ég hitti Önnu Jónu fyrst sem tíu ára krakka, skömmu eftir að ég kynntist konunni minni fyrr- verandi, Systu, systur hennar. Við Systa vorum þá í mennta- skóla og héldum mikið til á heim- ilinu hjá þeim Önnu og Jóni. Anna Jóna vildi mikið vera að þvælast hjá okkur stóru krökkun- um og þar sem hún var bæði ák- veðin og fylgin sér og oft svolítið skemmtilega stríðin, var ekki annað hægt en að láta þetta eftir henni. Á þessum árum þróaðist með okkur náinn vinskapur sem var á margan hátt sérstakur og varanlegur og þótt leiðir okkar Systu hafi síðar skilið, skilur maður hvorki við fortíð sína né vini. Það sem var heillandi við Önnu Jónu var hversu ákveðin og sjálfri sér samkvæm hún var. Hún var ákaflega fróðleiksfús og nýjunga- gjörn, en gaf lítið fyrir bóknám. - Hafði ekki tíma fyrir svoleiðis, en samt gaf hún sér tíma til að kynna sér það sem henni þótti markvert og skipti einhverju sýnilegu máli. Hún var um tíma ungæðislega róttæk í þjóðfélagsmálum, og alla tíð lét hún sig varða líf og ham- ingju annars fólks. Hún var jafnréttiskona og kvenfrelsis- kona í eiginlegri merkingu. M.a. á þann hátt að hún hafði kjark til þess að afsala sér forræði sonar sins til föður hans, Þorleifs Gunn- laugssonar, þegar þau skildu, án þess þó að bregðast móðurhlut- verki sínu á nokkurn hátt. Þótt Halli litli byggi og ælist upp hjá föður sínum, voru miklir kær- leikar með þeim mæðginum og hjá móður sinni átti hann öruggt athvarf. Anna Jón var óvenju traust vinum sínum og fjölskyldu og góður bakhjarl í lífsins ólgusjó. Hana var gott heim að sækja, þar var lífsorku að finna, ekkert væl. Jón sonur minn heimsótti t.d. frænku sína tvisvar til þrisvar í viku og þótti það ekki of oft. Ég veit að Anna Jóna var Jóa, manni sínum, ómetanleg stoð á sinn ó- sérhlífna hátt á hans oft á tíðum erfiðu lífs- og listabraut. Foreldr- um sínum og systkinum var hún einstaklega trú og fór að finna þau oft. Anna Jóna valdi sér að verða klæðskeri að iðn. Fatagerðar- kona, hönnuður og listamaður að einhverju nýtilegu. Þessu við- horfi kynntist ég vel. Þegar hún tók sveinsprófið, fékk ég þann heiður að vera módel fyrir sveinsstykkið: íslensk alullarföt með silkifóðri. Skilyrði var að ég legði til efnið og væri tilbúinn að máta svo oft sem þurfa þótti. Ég gekk að þessum kjörum og sveinsstykkið varð smám saman til utan um mig, ein fínustu jakkaföt sem ég hafði augum litið. Að mati Ónnu Jónu voru fötin þó ekki nógu góð fyrir mig og ófullgerð. Þrátt fyrir margra ára suð mitt og nudd, fékk ég aldrei ófullgerðu fötin, þau höfðu þjónað sínum tilgangi og Anna Jóna var upptekin við þarfari verk; við að vera til og lifa og skapa eitthvað nýtt og nýtilegt sem skipti máli fyrir fólk. Hún kenndi konum að sníða og sauma föt, hannaði leikbúninga fyrir li- stina og gerði peysur úr ull til út- flutnings í nýjum stfl, var skap- andi. Var hún sjálf. Guð hefur ætlað manni líf. Maður getur valið að það hverfi burt í reyk engum til gagns eða maður velur sig sjálfan í því sem skiptir máli. Anna Jóna var eins og sólin sem allir sjá. Sólin sem ekkert þarf að gera nema vera hún sjálf fyrst og fremst. Ég kveð þessa yndislegu vin- konu mína með hlýhug og þakk- læti fyrir samferðina í lífinu og votta ykkur aðstandendum henn- ar samúð mína. Skúli Thóroddsen. Það hefur verið drungalegt um að litast í Reykjavík síðustu daga og enn dimmara í hugskoti mínu eftir að Anna Jóna lést í bflslysinu við Skúlagötu aðfaranótt laugar- dagsins 11. júní sl. í dag kveðja hana hinstu kveðju Jóhann Sig- urðarson eiginmaður hennar, sonurinn Haraldur Ingi, foreldr- ar hennar Jón Tómasson og Anna Árnadóttir, systkini, frændfólk og fjölmargir vinir og kunningjar. Ég kynntist Önnu Jónu fyrir 11 árum og með okkur tókst vinátta sem hélst æ síðan. Líkt og aðrir sem nú harma dauða hennar fann ég í henni eðliskosti sem lýstu sér í dugnaði, glaðlyndi, hispurs- leysi, ríkri kímnigáfu, bjartsýni og jákvæðri lífsafstöðu. Enda var það svo að alla tíð sem ég þekkti hana var hún umsetin vinum og kunningjum. Atvinna þeirra Jóhanns tvinn- aðist saman. Jóhann hefur starf- að sem leikari á sviði stóru atvinnuleikhúsanna og fagnaði á nýbyrjuðu sumri sínu besta leik- ári með framúrskarandi frammi- stöðu í Vesalingum Hugos og Bflaverkstæði Badda eftir Ólaf Hauk Símonarson. Hún vann við hönnun og gerð búninga og var þar á vegi stödd að hún sá vart út úr stórverkum. Þegar ég heim- sótti þau vikuna fyrir slysið vann hún að hönnun búninga fyrir Stöð 2 í heimildarmynd um Hall- dór Laxness og fyrir Ríkissjón- varpið í Degi vonar eftir Birgi Sigurðsson. Þessi verk vitna um það álit sem hún hafði áunnið sér innan þessa sviðs sem gerir svo stranga kröfu um sköpunarkraft og útsjónarsemi. Hún var ekki þeirrar gerðar að vera að básúna eitthvað um verk sín heldur vann hún þau æsingarlaust og án til- kalls til viðurkenningar sem þó hlaut að koma. Anna Jóna og Jóhann bjuggu tvö síðustu árin að Ásvallagötu 15 í Reykjavík og þau voru ham- ingjusöm. Sár er sorg og missir Jóhanns sem átti í Önnu Jónu andlegan félaga og vin. Megi hann sækja styrk í minninguna um þessa indælu konu. Einnig sonurinn Haraldur Ingi sem er aðeins 10 ára gamall, foreldrar, systkini og allir aðrir sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls henn- ar. Það var bjart yfir Önnu Jónu. Blessuð sé minning hennar. Helgi Ólafsson Fregnin um hið hörmulega lát Önnu Jónu var reiðarslag öllum sem þekktu þessa yndislegu stúlku. Af algeru miskunnarleysi er hún hrifin burt í einni andrá, ung og glöð, í blóma síns tilgangs- ríka lífs, og engin sorg, engin tár megna að kalla hana aftur til okk- ar. Ranglætið er yfirþyrmandi, en staðreyndin er óumbreytan- leg. Anna Jóna er dáin. Ég kynntist Önnu Jónu fyrir rúmum sjö árum, glæsilegri bjart- leitri stúlku, sem var nýkomin til starfa við Nemendaleikhúsið. Hún var þá að stíga sín fyrstu skref í leikbúningagerð, og fór ekki framhjá neinum sem til þekkti hver fengur þótti að henni þá þegar á því sviði. Hún hafði handbragð snillingsins, gat skapað nánast hvað sem var úr hverju sem var. Sjálf kynntist ég henni utan starfsins og það voru aðrir kostir sem vöktu aðdáun mína á þessari sérstæðu stúlku. Undir fremur hlédrægu fasi hennar bjó marg- brotinn persónuleiki, sterkur vilji og skörp greind, sem stjórnaðist með farsælum hætti af glettni, hlýju og heiðarleika, - eðliskost- um sem Anna Jóna átti í ríkari mæli en flestir aðrir. Það var alltaf gleðiefni að hitta hana, eins og hressandi andblær fyrir sálina, hver fundur sérstakur og eftirm- innilegur. Hjálpsemi hennar var einstök, og ævinlega sjálfsögð, góðverkin smá og stór innt af hendi án orða, af alúð og um- hyggju. Að öðlast vináttu slíkrar manneskju er dýrmæt gjöf sem aldrei verður fullþökkuð. Anna Jóna unni tveimur mönnum umfram annað fólk þann tíma sem okkar kynni stóðu. Annar var Jóhann eigin- maður hennar, hinn var Halli sonur hennar. Anna Jóna og Jói felldu hugi saman við störf í Nem- endaleikhúsinu, það var beggja lán og gæfa. í sjö ár deildu þau saman blíðu og stríðu, þessar tvær stórbrotnu manneskjur, auðguðu hvort annað að kærleika og visku, efldu hvort annað að ráðum og dáð. Nú þegar okkar elskulegi vinur Jói stendur skyndilega einn eftir, er það von mín og trú, að einmitt það fjöl- þætta og dýra band sem þau Anna Jóna fléttuðu saman geti orðið honum haldreipi á tímum þungbærrar sorgar. Halli litli var augasteinn mömmu sinnar, og þó hann dveldi oft langdvölum hjá föður sínum var hann ávallt nærri henni í huganum. Nú er móðirin horfin sjónum, en minningin um ást hennar vakir áfram yfir dreng- num hennar og velferð hans um ókominn tíma; það veganesti verður ekki frá honum tekið. Tíminn sefar allan harm að lokum, og líf okkar hinna heldur áfram um sinn, uns okkar andar- tak í eilífðinni er liðið. Við verð- um aldrei söm; einhvers staðar innra með okkur verður ávallt slitinn strengur. En ef til vill get- um við heiðrað minningu Önnu Jónu, með því að reyna að vanda okkur ofurlítið meira við að vera góðar manneskjur. Það var list sem hún kunni flestum betur. Við Guðmundur sendum ætt- ingjum Önnu Jónu og öðrum ást- vinum hennar okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Mynd hennar, björt og fögur, mun aldrei gíeymast. Olga Guðrún Árnadóttir Samtal í kaffitíma um að sýn- ingin verði alltaf að hafa sinn gang - the show must go on... Ungi leikarinn segir það sem við hin vitum líka, að þannig sé það með leikhúsið, sjónvarpið, kvik- myndirnar, þennan bransa. Það sé engin önnur leið. Ef einhver fellur frá eða forfallast verður bara að fá annan í staðinn og það með hraði, fá nýjan ljósamann, nýjan búningahönnuð, æfa ann- an leikara inn í hlutverkið... - Um daginn, sagði hann, vissum við ekki einu sinni hversu alvarlega veik leikkonan var þeg- ar byrjað var að æfa inn í hlut- verkið hennar - hún hefði eins getað verið dauðvona. Sumum okkar hinna fannst málið ekki alveg svona einfalt. Anna Jóna orðaði hugsanir okk- ar hinna um að það væri óhugn- anleg hlið á leikhúsinu, hvernig fólk yrði að vinna þó það væri fárveikt og slys eða dauðsföll breyttu ekki gangi sýningarinnar þó að hver einstaklingur móti verkið meira með sál sinni og lík- ama í þessari vinnu en nokkurri annarri. Sýningin hefur alltaf for- gang, og sköpun einstaklingsins verður að hverju öðru tannhjóli sem hefur brotnað og þarf að skipta um. Tveim dögum síðar kemur þetta samtal uppí hugann þegar óhugnaðurinn steypist yfir okk- ur. Anna Jóna er dáin. Hún var svo sannarlega eitthvað miklu miklu meira en skarð sem þurfti að fylla. Eins og allir vita sem kynntust henni hafði hún bæði hlýja og sterka nærveru, sem var stór og ómissandi þáttur í vinnu okkar. Undir svona kringum- stæðum verður staðreyndin um að sýningin verði að hafa sinn gang ömurleg. Við reynum að halda starfi hennar áfram, en við getum auðvitað aldrei gert það eins vel og ef hennar hefði notið áfram. Sorg okkar er djúp og við samhryggjumst aðstandendum innilega. Fyrir hönd samstarfsfólks í „Degi vonar“ á Sjónvarpinu Lárus Ymir Óskarsson Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla. Við Menntaskólann í Kópavogi er laus til umsóknar hálf kennar- astaða í tölvufræði og hálf staða í bókfærslu. Við Sjómannaskólann í Reykjavík er laus til umsóknar staöa umsjónarmanns Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 8. júlí næstkomandi. Umsóknarfrestur á áður auglýstum kennarastöðum við eftirtalda skóla framlengist til 1. júlí næstkomandi: Við Framhaldsskólann að Laugum vantar kennara í stærðfræði og ensku, þá er laust hlutastarf í viðskiptagreinum. Við Menntaskólann og Iðnskólann á ísafirði eru lausar kennarastöður í eftirtöldum greinum: ein staða í þjóðhagfræði, rekstrarhagfræði og öðrum viðskiptagreinum, hluta- stöður í félagsfræði, ensku og staða námsráðgjafa. Þá vantar stundakennara í sálarfræði, heimspeki og lögfræði. Þá er laus til umsóknar staða kennara í tölvufræði og stundakennar- astaða í íslensku við Menntaskólann við Hamrahlíð. Umsóknir um stundakennslu sendist skólameisturum viðkomandi skóla. Menntamálaráðuneytið Föstudagur 24. júní 1988 pjÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Auglýsing frá undirkjörstjórn í Mosfellsbæ Kjörstaður vegna forsetakosninga 25. júní 1988 verður í Varmárskóla. Kjörstaður opnar kl. 10.00 árdegis og kjörfundur stendur til kl. 23.00.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.